Dagur - 25.08.1998, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 2S.ÁGÚST 1998 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
ulistaverk sem málað hafði verið
á hliðarvegg hússins. Æskan
hefur sinn hátt á að fagna ást-
sælum foringja eins og ég komst
að raun um þegar unglings-
stúlka við hlið mér galaði: „Inga
Solla, blessuð beib!“
Eg gekk einn hring í bókabúð-
inni og skiptist á skoðunum við
fjölmiðlamann. Umræðuefnið
var Kári Stefánsson sem við vor-
um sammála um að væri hinn
nýi Einar Ben. Þegar ég byrjaði
að skammast yfir afskiptasemi
forsetans fékk ég litlar undir-
tektir frá viðmælandanum sem
er Iaunukommi eins og megnið
af hans kollegum og finnst að
sósíalískur forseti eigi að leiða
þjóðfélagsumræðuna.
„Vá“ og „Vei“
Eg nennti ekki að rölta lengra
upp Laugaveginn og ákvað að
ganga heim á Ieið, sömu Ieið og
ég hafði komið. Edda í Flex var
með opna búð og bauð gestum
og gangandi upp á hvítvín.
„Heimsborgarnir í Reykjavík
eiga það skilið,“ sagði Edda sem
hefur höfðinglega sál og kann að
fagna.
Pétur Blöndal var í Banka-
strætinu að þýða ljóð fyrir út-
lendinga. Hann veifaði mér og
hið sama gerði hópur ungkrata
sem nýkomnir voru úr sumar-
ferð Alþýðuflokksins sem farin
hafði verið fyrr um daginn. Ung-
kratarnir voru merkilega vel á
sig komnir, miðað við að þeir
höfðu megnið af deginum notið
leiðsagnar Guðlaugs Tryggva
Karlssonar. Kratarnir voru á Ieið
á flugeldasýninguna. Ég hafði
hins vegar ákveðið að forðast
hana. Eg hef rótgróna andstyggð
á Ijöldasamkomum þar sem
menn æpa: „Vá!“ og „Vei!“ í kór.
Og þá skiptir ekki máli hvort um
er að ræða menningarnótt í
Reykjavík eða flokksþing Al-
þýðuflokksins.
Ég var á leið upp Tjarnargöt-
una þegar sýningin brast á með
tilheyrandi hávaða og djöful-
gangi. Ég var ekki langt frá skot-
pöllunum og þegar ég leit til
himins virtust sprengjur stefna
að. Mér leið eins og saklausum
Súdana undir sprengjuárás
Bandaríkjamanna á lyfjaverk-
smiðju. Hundur f bandi tók á
rás með eiganda sinn og vældi
ógurlega. Lýðurinn æpti: „Vei!“
og „Vá!“ Ég lagði á flótta. -kb
MULTI VIT
FJÖLVÍTAMÍN
MEÐ STEINEFNUM
NATTURULEGT
60 tciflur
Ein með öllu
handa öllum
Skólavör&ustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu 6, Akureyri
Guölaugur Bergmann
heimsóttur að HeUnum
ÁÖ í Skallagrímsgarði i Borgarnesi.
Alþýðuflokksfólk fór í sína ár-
legu sumarferð um helgina.
Haldið var frá Alþýðuhúsinu f
Reykjavík að morgni laugardags-
ins og haldið um Hvalíjarðar-
göng á Skagann. Þar tóku Akra-
neskratar á móti hópnum og var
farin útsýnisferð um Skagann og
komið við í hinu frábæra steina-
safni, Steinaríkinu, sem nýlega
var opnað á Skaganum.
Þaðan var haldið í Borgarnes
og þar voru það Borgarneskratar
sem tóku á móti hópnum. Geng-
ið var um bæinn og áhugaverðir
staðir skoðaðir. Síðan settist fólk
niður í Skallagrímsgarði, þar
sem boðið var upp á veitingar í
einstakri veðurblíðunni, sem
hélst allan daginn.
Frá Borgarnesi var haldið um
Mýrar vestur á Snæfellsnes og
Guðlaugur Bergmann og frú
heimsótt að Hellnum. Þar flutti
Guðlaugur þrumandi tölu um
mannrækt og sagði frá lífinu hjá
mannræktarfólki á staðnum.
Boðið var upp á heilsukökur og
kraftadrykkinn, íslenskt vatn,
áður en hópurinn hélt fótgang-
andi um Hellnahraun að Arnar-
stapa.
Á Arnarstapa var grillað í ná-
vist Bárðar Snæfellsáss, með
jökulinn gínandi yfir hriklegri
náttúrufegurð Arnarstapa.
Harmonikan var með í ferðinni
og tóku ferðalangar hressilega
undir með harmonikuleikaran-
um og alþingismanninum Gísla
Einarssyni frá Akranesi.
Gísli Einarsson alþingismaður var hrókur alls fagnaðar í sumarfeðinni og sá um að halda uppi fjörinu. Hér taka þeir
saman lagið á Hellnum, Gísli, Gunnlaugur Bergmann og Sighvatur Björgvinsson, flokksformaður.
Heilsukökur og kraftavatn í mannræktarhringnum á Hellnum.
Óssur Skarphéðinsson, alþingismaður og ritstjóri, með hjónunum á Hellnum,
Guðlaugi og Guðrúnu Bergmann.
WtMOWœ ÉXPr&s
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100