Dagur - 25.08.1998, Side 11

Dagur - 25.08.1998, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 2S.ÁGÚST 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU i. FOLKSINS MEINHORNIÐ • Óþolandi spuming sem veldur því að fólk nennir ekki lengur að versla í Hagkaupi: „Ertu með Fríkort?" Nei, fólk er ekki með fríkort og ætlar ekki að vera með fríkort. I Nýkaupi er eng- inn spurður þessarar aula- spumingar. Það er partur af þjónustunni í þeirri búð. Maður fer þang- að.... • Það er ástæða til að lýsa frati á sjónvarpsstöð- ina RÚV. Hún er ömurleg. Enda þótt Stöð 2 sé ekki mikið til að hrópa húrra fyrir, þá eru þeir að reyna sitt besta. Og þeir hafa reitt eina ijöðr- ina af annarri af RÚV. Eru sjálf- stæðismennirnir í kringum RÚV, menntamálaráð- herrann Rjörn og útvarpsstjór- inn Markús, frændi hans, að sjá til þess að Ríkisútvarpið sofni kæfingar- svefhi með allt lélegasta sjón- varpsefni sem til er? • „Grammófón- ar“ eða talvélar sem svara í ýms- um fyrirtækjum og eru í tísku ætti að banna. Þetta er afturför í símavörslu, tækninýjung sem er til hreinnar skammar. Nán- ast útilokað er að ná inn í sum fyrirtækin og margir gefast upp. Lifandi fólk á símaborð- in aftur! m «5% «—— í bréfi Brynjólfs til Skeljungs kemur fram að hann telur að það muni leiða til hærra oiíuverðs á landsbyggðinni ef flutningsjöfnun á olíu verður hætt. Brynjólfl svarað GUNNAR E. KVARAN, KYNNINGARFULLTRÚI SKELJUNGS HF. SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Brynjólfur Brynjólfsson sendir Skelj- ungi hf. opið bréf í Degi þann 22. júlí sl. þar sem hann óskar skýringa á því hvað stjórnendum félagsins gangi til með að senda Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun vegna laga um flutningskostn- að olíuvara. Því er til að svara að árið 1991 var innflutningur á olíum gefinn frjáls og ári síðar voru felld niður Iaga- ákvæði sem kváðu á um að verð á olíu skuli vera það sama um allt land. Allar götur síðan hafa forsvarsmenn Skelj- ungs hf. ftrekað bent á að flutnings- jöfnun á olíuvörum sem hér hefur við- gengist er tímaskekkja og í beinni and- stöðu við samkeppnisreglur. Krafa fé- lagsins hefur verið að flutningsjöfnun- arsjóður verði lagður niður og þeim óeðlilegu millifærslum sem hann hefur staðið fyrir verði hætt. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á með dæmum hvernig framkvæmd flutningsjöfnunar mismunar ólíkum hópum notenda og hvernig kerfið stuðlar að óhagkvæmni í dreifingu hef- ur verið talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Jafnvel þótt samkeppnisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu í des. 1995 að tiltekin ákvæði f lögunum geti tor- veldað frjálsa samkeppni og leitt til mismununar milli einstakra fyrirtækja og neytendahópa hefur sú mismunun ekki enn verið leiðrétt. Um leið og Skeljungur hf. skaut máli sínu til Eftir- litsstofnunar EFTA var í fréttatilkynningu meðal annars greint frá því að munurinn á því sem Olíu- félagið hl’. hefur fengið greitt úr ílutn- ingsjöfnunarsjóði síðastliðin 10 ár og því sem Skeljungi hefur verið gert að greiða í sjóðinn nemur tæpum 870 milljónum króna á núvirði. Skeljungi hf. hefur með öðrum orðum verið gert að greiða niður flutningskostnað helsta samkeppnisaðilans, Olíufélagsins, um tugi milljóna króna á hverju ári. Þessum millifærslum hefur verið haldið áfram með óbreyttu flutnings- jöfnunarkerfi þrátt fyrir að samkeppn- isaðilar Skeljungs hf., Olíufélagsins hf. og Olíuverslun Islands hf. hafi samein- að olíudreifingu sína og reki nú sam- eiginlega dreifingu með um 70% mark- aðshlutdeild. Afram hefur það verið látið viðgangast að minni aðilanum á markaðnum sé gert að greiða niður flutningskostnað þess stærri. Sú augljósa mismunun á samkeppn- isaðstöðu sem Skeljungur hf. hefur verið látinn búa við er með öllu ósætt- anleg og þess vegna freistar félagið að ná rétti sínum eftir þeim Ieiðum sem tiltækar eru og er málsskotið til Eftir- litsstofnunar EFTA liður í tilraun fé- lagsins til að rétta sinn hlut. Skeljung- ur hf. telur að greiðslur úr flutnings- jöfnunarsjóði séu í eðli sínu opinber fjárhagsstuðningur og hljóti því að falla undir aðstoð af því tagi sem kveðið er á um í 1. mgr. 61. gr. EES samningsins. Samkvæmt þeirri grein er lagt bann við ríkisaðstoð sem er til þess fallin að raska samkeppni með þvf að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða fram- leiðslu. I bréfi Brynjólfs til Skeljungs kemur fram að hann telur að það muni leiða til hærra olíuverðs á landsbyggðinni ef flutningsjöfnun á olíu verður hætt. Um það er alls ekki hægt að fullyrða. Benda má á að smurolía er utan flutn- ingsjöfnunar en samt er hún seld á sama verði allstaðar á landinu. Þar kemur til samkeppi seljenda sem sjá sér hag í því að ieita hagkvæmustu flutningsleiða, enda bera þeir flutn- ingskostnaðinn að öllu leyti sjálfir. Atvinna Vantar starfskraft til starfa 1. september við afgreiðslustörf á þjónustustöð félagsins við Tryggvabraut, Akureyri. Leitað er eftir starfskrafti með reynslu í þjónustustörfum. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Dags fyrir föstudaginn 28. ágúst með upplýsingum um menntun og fyrri störf, merkt OLÍS - þjónusta. AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir loka- áfanga Lundarskóla á Akureyri. Helstu magntölur eru: gröftur 4.000 m3 og fylling 3.000 m3. Útboðsgögn verða afhent á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks. ehf., Kaupangi við Mýrarveg, 600 Akureyri, gegn 10.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á byggingardeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, föstudaginn 28. ágúst nk. kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Akureyrarbær Byggingardeild. Frístund Álftanesskóla Starfsmaður óskast til að sjá um Frístund Álftanesskóla, sem er gæsla skólabarna eftir að skóladegi lýkur. Vinnutími er frá kl. 12:00- 17:30. Um er að ræða umsjón með gæslunni þar á meðal skipu- lagningu og framkvæmd. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá hjá Kristni Guð- laugssyni, símum 565 2428 og 896 9697. Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst nk. íþrótta- og tómstundafulltrúi. fFræðslumiðstöð Reykjavíkur Skólastarf í grunnskólum Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 1. september. Nemendur mæti í skólann þann dag sem hér segir: 10. bekkur (nem. f. 1983) kl. 9:00 9. bekkur (nem. f. 1984) kl. 10:00 8. bekkur (nem. f. 1985) kl. 11:00 7. bekkur (nem. f. 1986) kl. 13:00 6. bekkur (nem. f. 1987) kl. 13:30 5. bekkur (nem. f. 1988) kl. 14:00 4. bekkur (nem. f. 1989) kl. 14:30 3. bekkur (nem. f. 1990) kl. 15:00 2. bekkur (nem. f. 1991) kl. 15:30 Nemendur 1. bekkjar, börn fædd 1992, hefja skólagöngu sam- kvæmt stundatöflu fimmtudaginn 3. september en verða áður boð- aðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. Skólastarf í Borgaskóla hefst mánudaginn 7. september. Nánari upplýsingar um skólabyrjun þar verða sendar for- eldrum í þessari viku.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.