Dagur - 01.09.1998, Blaðsíða 2
18 - ÞRIDJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
L.
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDORSSON
Guðmundur
Bjarnason.
6ULLK0RN
„Ég tók boltann
niður og brunaði
áfram og var að
leita að Stein-
grími og þeim sem
voru frammi en þá
öskrar HLynur
fyrirliði: ,Áfram
sjálfur," og ég
bara fór sjálfur og
svo sá ég markið
og lét vaða.“
Hjalti Jóhannesson
ÍBV í DV í gær.
Sparifötin
Mikið hefur gengið á í Framsóknarflokknum
að undanförnu vegna þeirrar ákvörðunar Guð-
mundar Bjarnasonar að Iáta af ráðherradómi
og gerast forstjóri húsnæðismála. Þessari
ákvörðun Guðmundar fylgir keðjuverkun eins-
konar. Fyrir hann þarf að koma ráðherra að
margra dómi og þar eru margir kallaðir en fáir
útvaldir. Þá þarf að kjósa nýjan varaformann í
stað Guðmundar og loks, ef Valgerður Sverris-
dóttir verður ráðherra, þarf að kjósa nýjan for-
mann þingflokks. Þetta allt barst í tal í rabbi
okkar Jóns Kristjánssonar á dögunum og ég
spurði hann hvort hann ætlaði sér ekki í ráð-
herraslaginn eða varaformanninn. „Ég get sagt
þér það,“ sagði Jón af sinni alkunnu stillingu,
„að ég hef ekki sett sparifötin mín í hreinsun
ennþá!“
Einskær tilviljuii
Eins og alþjóð veit er bannað að auglýsa
drykki með alkohóli í á Islandi. Það varð því að
vonum nokkur hvellur þegar ákveðið vínum-
boð í Reykjavík keypti heilsíðu auglýsingu í
Mogga undir eina tegund af bjór, aðra af víni
og loks eina áfengistegund. Sorg Moggans
vegna þessa var mildl því blaðið baðst síðar af-
sökunar á auglýsingunni, hún hefði birtst fyrir
mistök. Eigandi vínumboðsins sagði hins vegar
í sjónvarpi að hér hefði alls ekki verið um aug-
lýsingu að ræða, heldur upplýsingar um við-
komandi tegundir. Fréttamanninum datt þó
ekki í hug að spyrja, fyrst svo var, hvers vegna
miðarnir á flöskunum voru látnir snúa fram en
ekki aftur.
Dýr fiskur
Á dögunum voru tveir blankir Hafnfirðingar
við veiðar í lítilli á, þar sem öruggt var talið að
bara veiddist silungur og því var veiðileyfið
ódýrt. En eins og stundum gerist í svona ám
þá kemur upp einn og einn lax. Og allt í einu
setti annar Hafnfirðingurinn í lax. Éftir nokkra
viðureign náði hann að landa fiskinum, tók
hann af önglinum og sleppti honum. „Af
hveiju í ósköpunum sleppirðu laxinum mað-
ur,“ spurði félagi hans. „Vegna þess að ég hef
ekki efni á því að borða lax,“ svaraði Hafnfirð-
ingurinn.
Fyrirbæn
Ekki veit ég eftir hvern þessi ágæta vísa er en
hún heitir Fyrirbæn:
Blessaður vertu vinur minn,
verði þérflest til ráða.
Guð og enda andskotinn
okkur styrki báða.
Th^ur
Magnús Gestsson
ásamt Emblu
dóttur sinni.
MiM hugsj ónavhma
Bókmenntatímaritið Andblær
hefur komið út á Islandi í rúm
fjögur ár og nýjasta hefti þess,
hið 8., kom út nýlega.
„Megintilgangur ritsins er að
endurspegla það sem er að gerast
í bókmenntum hjá ungu fólki,“
segir Magnús Gestsson, ritstjóri
8. heftis Andblæs. Hann er sagn-
fræðingur að mennt en hefur
ofan í sig og á með því að vinna
hjá Póstinum, þar sem honum
hefur ekki tekist að fá vinnu í
sínu fagi.
„I þessu riti erum við að gera
tilraun til að víkka ritið út og setjum inn teikn-
ingar og myndir eftir ýmsa listamenn," segir
hann. „Ritið hefur jú áður fjallað um myndlist
en ekki sýnt hana beinlínis á síðum sínum.“
Nýtt blóð reglulega
Andblær varð til er ungir höfundar hittust viku-
lega um tíma á bókmenntakvöldum og lásu upp
úr verkum sínum og skeggræddu þau. Meðal
þeirra er þar áttu hlut að máli eru þau Bjarni
Bjarnason, Steinunn Ásmundsdóttir og Hrafn
Torfason ásamt fleirum. Öll vinna við ritið er
unnin í sjálfboðavinnu og stöku sinnum seld
auglýsing á bakið. „Ef svo vantar uppá, þá höf-
um við nokkra fjárhagslega bakhjarla sem hjálpa
til, en þeir hafa aldrei þurft að reiða mikið fé af
höndum," segir Magnús.
Ritstjóm er endurnýjuð með hveiju hefti að
mestu og segir Magnús að það megi h'kja því við
frægan mann sem hann heyrði
eitt sinn um að léti skipta um
blóð í sér reglulega til heilsubót-
ar. „Þó held ég að skipt hafí verið
oftar um blóð í Andblæ en þess-
um karli,“ segir Magnús létt.
likamsnánd í bókmenntiun
„Mig langar til að vekja athygli á
því að blanda okkur í þessa um-
ræðu um líkamstjáningu sem nú
er í gangi," segir Magnús. „f
þessu nýjasta hefti Andblæs er
líkamsnánd og líkamstjáning
áberandi og okkur fínnst bók-
menntum dálítið hafa verið úthýst á þessu sviði
og það ekki koma nógu vel í ljós að þetta á sér
miklu lengri sögu en komið hefur fram í um-
ræðunni. í 7. hefti Andblæs var líkamsnánd
einnig áberandi og í ritstjórnarpistli hnýti ég of-
urlítið í gagnrýnanda sem ekki tók eftir þessu
atriði.“
Efnisöflun í Andblæ fer fram með þeim hætti
að heftinu berst talsvert efni frá ungum og upp-
rennandi höfundum en einnig sækist ritstjórnin
eftir efni frá þeim sem vitað er um að eru að
skrifa. Ritstjórnin aðstoðar svo fólk við orðalag
og uppsetningu efnis og Magnús telur það mik-
inn kost fyrir fólk að geta séð verk sín á prenti.
Við það sjái fólk oft hvort það á að halda áfram
að skrifa eða ekki. Því má segja að Andblær nýt-
ist ekki bara til að fylgjast með því sem er að
gerast heldur einnig til að aðstoða fólk við
ákvörðun um framhald ferilsins. -vs
Andblærvarð til er
ungir höfundar hitt-
ust vikulega um tíma
á bókmennta-
kvöldum.
SPJALL
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
Það er betra að fólk óttist mann en
elski, geri það ekki hvorutveggja.
Niccolo Machiavelli (1469-1527), Prinsinn.
Þettagerðist 1. september
• 1669 var Jerúsalemborg lögð í rúst.
• 1666 hófust miklir brunar í London.
89 prósent borgarinnar eyðilagðist.
• 1923 varð jarðskjálfti í Japan sem varð
106.000 manns að bana.
• 1938 afnam Mussolini borgaraéttindi
ítalskra Gyðinga.
• 1939 hófst seinni heimsstyijöldin þegar
Þjóðverjar réðust á PóIIand.
Þau fæddust 1. september
• 1933 fæddist bandaríski rokkabillý-
söngvarinn Conway Twitty.
• 1925 fæddist bandaríski djassarinn Art
Pepper.
• 1902 fæddist Carlo nokkur Gambino,
sem var lengi vel einn aðalmafíósinn í
New York.
• 1856 fæddist á írlandi John Redmond,
leiðtogi írskra þjóðernissinna.
Vísa dagsins
Þegar Sveinn Elíasson var kosinn aðal-
maður í stjórn Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni, en hann hafði ver-
ið þar varamaður og Óskar Ágústsson var
felldur úr varamanssæti orti ABS þetta:
Inn komst Sveinn sem aðalmaður;
af því gladdist hugur minn.
En ekki varð ég afþvt glaður,
að Óskarféll í þetta sinn.
Merkisdagurinn 1. sept.
I dag er Egidíusmessa. Egidíus var einbúi
í Próvins í Suður Frakklandi (d. um 721).
Um Egidíus er fátt vitað með vissu en
hann er talinn grískur að ætt. Brot af
sögu hans er til í íslensku handriti frá 15.
öld. Hann var höfuðdýrlingur á Sauða-
felli í Dölum. Á deginum var nokkur veð-
urtrú á íslandi.
Afmælisbam dagsins
Edgar Rice Burroughs er þekktastur
íyrir bækurnar sem hann skrifaði um
Tarsan apabróður. I Kaliforníu er
heill bær sem skírður er eftir Tarsan,
og heitir Tarzana. Alls skrifaði
Burroughs meira en 70 skáldsögur,
og nutu sumar þeirra ekki síður mik-
illa vinsælda en Tarsanbækurnar.
Burroughs fæddist í Chicago árið
1875, og lést árið 1950.
Trúfesti
Maður nokkur vildi komast að því hvort
eiginkona hans og viðhald væru honum
trúar. Hann bauð þeim því báðum í sigl-
ingu og spurði þær svo hvora fyrir sig
hvernig hin hefði hagað sér.
Þegar eiginkonan kom, spurði hann
hana fyrst um fólkið svona almennt og síð-
an þrengdi hann spurningarnar þar til
hann gat spurt um viðhaldið án þess að
eiginkonuna grunaði hvers kyns var.
„Þessi kona var alveg svakaleg," sagði þá
eiginkonan. „Hún svaf hjá nærri hverjum
karlmanni á skipinu."
Maðurinn var heldur óhress með þetta
en spurði viðhaldið á sama hátt og eigin-
konuna og Ieiddi spurningarnar að henni.
„Sú kona er gulí af konu,“ sagði þá við-
haldið. „Hún var með eiginmanni sínum
og þau skildu ekki eitt andartak alla ferð-
ina.“