Dagur - 01.09.1998, Blaðsíða 6
22 - ÞRIÐJUDAGU R 1. ÁGÚST 1998
rD^tr
LÍFIÐ í LANDINU
Bikarmeisturum ÍBV
varfagnað tilhlýðilega
undirmiðnætti á
sunnudagskvöldið með
lúðrasveit,flugeldum,
blómum og ræðum.
Allflestiríbúa bæjar-
ins munu hafa mætt.
„Þvílíkar móttökur á bryggjunni,
stór flugeldasýning og mæting-
in meiriháttar í níu vindstigum.
Þetta var stórkostleg sjón. Þarna
var lúðrasveit og mikið blóma-
haf. Þessi árangur strákanna er
stór vítamínsprauta fyrir lífið hjá
okkur í Eyjum,“ sagði Guðjón
Hjörleifsson bæjarstjóri í gær-
morgun, mættur snemma til
skrifstofunnar eftir ánægjulega
helgi. A bryggjunni ávarpaði Sig-
rún Inga Sigurgeirsdóttir forseti
bæjarstjórnar knattspyrnuhetj-
urnar.
Spilað og sungið
í Herjólfsdal
Sigur Eyjamanna í Bikarkeppn-
inni var frækilegur. Þeir sönn-
uðu að þeir eru með besta
knattspyrnulið landsins. Þeir
eiga stóra von um annan bikar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sala og endurnýjun
áskriftarkorta er hafin
Innifalið í áskriftarkorti eru
6 sýningar.
5 sýningar á stóra sviðinu:
Solveig - Ragnar Arnalds
Tveir tvöfaldir
- Ray Cooney
Brúðuheimilið
- Henrik Ibsen
Sjálfstætt fólk, Bjartur
Sjálfstætt fólk, Ásta Sól-
lilja - Höf.: Halldór K. Lax-
ness / leikgerð: Kjartan
Ragnarsson og Sigríður M.
Guðmundsdóttir.
1 eftirtalinna sýninga að
eigin vali:
R.E.N.T. - Nýr bandarískur
söngleikur
Maður í mislitum sokkum
- Arnmundur Backman
Gamansami harmleikur-
inn - Hunstad/Bonfanti
Óskastjarnan
- Birgir Sigurðsson
Bróðir minn Ijónshjarta
- Astrid Lindgren
Almennt verð áskriftarkorta
er kr. 8.700
Eldri borgarar og öryrkjar
kr. 7.200
Miðasalan er opin mánud,-
þriðjud. kl. 13-18, mið-
vikud.-sunnud. kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10
virka daga.
Sími 551 1200.
Allir vita að Vestmannaeyjar og gleði merkja nánast það sama. Eyjamenn hafa löngum kunnað að gleðjast á góðri stund og heimkoma bikarmeistaranna á
sunnudagskvöld undirstrikaði aðeins þá almennu vitneskju.
Guðni Rúnar Helgason horfir stoltur á verðlaunagripinn. Dollan komin heim
og næsta verkefni bíður: Að koma sér aftur niður á jörðina og krækja í hina
dolluna líka.
og ekki síðri, Islandsbikarinn
sjálfan. Hann ætti að koma til
Eyja eftir 3-4 vikur.
Þrátt fyrir þokuna sem lagðist
yfir eyjarnar naut flugeldasýn-
ingin sín hið besta og fólkið á
hafnarbakkanum hafði í fullu
tré við rokið og fagnaði sínum
mönnum ákaft.
Heijólfur lagðist upp að milli
hálftólf og tólf á sunnudags-
kvöldið. Guðjón var í hópi þeirra
sem sáu leikinn í Laugardal og
kom með Herjólfi til Eyja.
„Þetta var tilkomumikil sjón,
mannfjöldi og bílamergðin ótrú-
leg og langt upp úr öllu.“ Frá
Herjólfi var haldið inn í Herj-
ólfsdal þar sem stóra veitinga-
tjaldið stendur enn uppi. Þar var
slegið upp miklu fjöri, spilað og
sungið fram undir þrjú um nótt-
ina.
Betel hélt sinu striM
„Það er alltaf gaman að vera
Vestmannaeyingur, sama á
hverju gengur. Við tökum virkan
þátt í lífinu, í súru sem sætu.
Velgengnin er á mörgum sviðum
og bjartsýni yfír staðnum. Þetta
er spurning um sáninguna og
uppskeruna, spurning um það
hvernig menn tala. Eg geng eftir
þeirri meginreglu að þakka fyrir
alla hluti eins og biblían segir,
það breytir hugarfarinu," segir
Snorri Oskarsson í Betel.
Þegar Eyjamenn hófu leik
suður í Reykjavík var Snorri að
hefja vikulega athöfn í Betel
ásamt söfnuði sínum og þar var
mjög vel mætt. En komu fréttir
af gangi leiksins inn á samkom-
una?
„Nei, það gerði það nú ekki,
við vorum einangruð frá því, en
strax á eftir, um hálf fimm, feng-
um við góðar fréttir af gangi
Ieiksins," sagði Snorri Oskars-
son. En var hann og kannski
bræður hans í fótboltanum í
denntíð?
„Nei, við gáfum því nú alveg
frí. Þess vegna voru Vestmanna-
eyingar fyrst núna að sigra,
hefðum við verið með hefði
þetta kannski komið fyrr,“ segir
Snorri og hlær dátt. „Þú sérð nú
hvað það þýðir að hafa bræður í
Iiði.“
Gleðivíma í Herjólfi
„Þetta var eftirminnileg sigling,
499 farþegar um borð, fullskip-
að. Þetta gekk allt vel og mikil
gleði ríkjandi á leiðinni, menn
voru afskaplega hamingjusamir
með gengi liðsins," sagði Jóhann
Guðjónsson stýrimaður á Herj-
ólfi í gærmorgun.
„Það var nokkuð stífur vindur
á móti okkur, en þetta var mein-
Iætisveður, við fórum grunnt
með og það fór vel um bæði
mannskap og skip. Við vorum
þrjá tíma, kortéri lengur en
vanalega. Menn voru eldhressir
rétt eins og þeir voru inni á vell-
inum,“ sagði Jóhann.
„Ljósadýrðin var gífurleg við
komuna og eftirminnileg sjón að
sjá alla fólksmergðina. Það var
aldeilis myndarlega tekið á móti
piltunum," sagði Jóhann.
Ekkert er öruggt
í fótboltaniun
„Eg sá þetta nú bara í sjónvarp-
inu. Mér fannst þessi leikur ekki
svo erfiður á að horfa, þó aldrei
sé neitt öruggt í knattspyrn-
unni,“ sagði Valur Andersen
flugmaður í Eyjaflugi. Hann var
einn af bestu knattspyrnumönn-
um Eyjanna fyrir rúmum aldar-
fjórðungi og stóð nærri landslið-
inu.
„Eg fór niður á bryggju. Þetta
voru víst þúsundir að taka á
móti strákunum og stemmning-
in stórkostleg. Menn voru annað
hvort í Herjólfi, niðri á bryggju
eða þá í Reykjavík," sagði Valur i
gær.
„Þetta var líka ágætt inni í dal,
fín móttökuathöfn í tjaldinu og
menn fögnuðu sigrinum eins og
vera ber,“ sagði Valur. -jbp
í Bé Vaff... íBé Vaaaff... Eyjamenn syngja, dansa og gleðjastyfir frækilegum
árangri sinna manna... og Keikó gleymist um stund.