Dagur - 01.09.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 01.09.1998, Blaðsíða 5
X^ur ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Ólíkirhemiar íNýló Hrafnhildur Arnardóttir, FinnurArnar og Daníel Magnússon eiga fátt annað sameiginlegt en vera listamenn sem sýna á sama tíma ísölum Nýlistasafnsins. Myndlistarmenn eiga það til að taka sérund- arlegustu hlutifyrír hendur. í Nýlistasafn- inu sýna nú þrírger- ólíkir listamennfram- tíðaráform pönkh Ijóm- sveitar, húsgögn og teikningar afheilli ætt. Sáfjórði heitir Juan Geuer. Hann hef- urbúið til tæki sem mælir hreyfingujarð- arínnar og gert lista- verk sem hverfur þegar horfteráþað. Framtíðarsýnir A opnun yfírstandandi sýningar í Nýlistasafninu á menning- arnótt, stóð Finnur Arnar fyrir uppákomu, þar sem hljómsveit- in PPPönk spilaði fyrir gesti. Finnur sýnir styttur af hljóm- sveitarmeðlimum úr leir. Við hlið þeirra hangir texti, þar sem fyrirmyndirnar Ijóstra upp fram- tíðaráform sínum. Hljómsveitarmeðlimir eru um tvítugt og standa því á mótum unglings- og fullorðinsáranna. A þeim aldri blasir allt lífið við, fullt af tækifærum, sem bíða þess eins að vera gripin. „A þessum aldri eiga mörg ung- menni sér þann draum að verða frægar poppstjörnur. Oftast koma sterkar fýrirmyndir í veg fyrir að þau geri eitthvað í mál- inu,“ segir Finnur. „Eg ákvað að fá meðlimi PPPönk til að af- hjúpa sínar framtíðarvonir, af því að þau eru búin að taka fyrsta skrefið i þá átt að gera draum, sem margir eiga, að veruleika. Eg ímyndaði mér að þau hlytu að vera opnari fyrir þeim óteljandi möguleikum sem fólk stendur frammi fyrir á þess- um tímapunkti í lífinu." Þeir sem ekki hafa stofnað hljómsveit þurfa þó ekki að bera kinnroða fyrir drauma sem aldrei verða að veruleika. „Lífið er flóknara en svo að það sé nóg að gera hlutina. Það getur svo ótal margt orðið til að kollvarpa áformunum og hafa áhrif á framkvæmdina. En það er einmitt allt þetta óvænta, sem setur hlutina úr skorðum, sem gerir mannsævina heillandi í mínum augum,“ segir Finnur og veltir því fyrir sér um leið hvern- ig framtíðin horfir við þeim sem fengið hefur að kynnast fallvalt- leikanum. Hann fékk því líka gamla konu, til að segja frá sinni framtíðarsýn. „Mér fannst áhugavert að vita hvernig kona, sem komin er yfir áttrætt, sér fyrir sér framtíðina. Hún er búin að missa maka sinn og marga vini, en þar sem hún trúir á líf eftir dauðann getur hún hlakkað til að hitta þá aftur þegar hún deyr.“ Laugarvatnsættin á hópmynd Hrafnhildur Arnardóttir hefur verið búsett í New York síðustu fjögur ár og horft þaðan á ís- lensk sérkenni. Tvennt hefur orðið henni sérstaklega hugleik- ið, viðhorf landans til myndlistar og gríðarlegur ættfræðiáhugi. Ættfræðiáhuginn er meginvið- fangsefni verkanna í Nýlista- safninu; 300 teikningar af ætt- ingjum hennar hanga þar uppi á vegg. „Bandaríkjamenn eru svo ánægðir með sitt að það er ekki annað hægt en verða þjóðernis- sinnaður af að búa í Bandaríkj- unum,“ segir hún. Þegar hún fékk senda bók að heiman um ættmenni sín, fyllt- ist hún ást, sem aðeins fjarlægð- in getur kveikt, á íslenskri ætt- rækni. Hún settist niður og fór að teikna eftir ljósmyndum úr bókinni. Teikningarnar eru allar gerðar með skrautlegum tússlit- um, í einni atrennu. Hrafnhild- ur segist aldrei hafa hent mynd, aðeins reynt að gera það besta úr mistökum sínum. ,/Euar- myndirnar hafa mjög afstæða merkingu í hugum Bandaríkja- manna,“ segir hún. „Þeir eiga erfitt með að skilja að ég geti átt heila bók með myndum af öllu mínu skyldfólki í þrjá ættliði. Sjálf er ég alin upp við ætt- rækni. Langafi minn og langamma, áttu landið Laugar- vatn, sem þau gáfu ríkinu undir skólasetur. Þau héldu aðeins eftir litlum hluta, þar sem af- komendur þeirra, fólkið í bók- inni, á sumarbústaði. Þangað fór ég oft sem barn og lék mér við frændsystkini mín. Mér fannst þetta alveg sjálfsagt, en eftir að hafa búið í New York þykir mér vænna en áður um þessa ættrækni." Hrafnhildur segist hafa reynt að gera teikningarnar líkar Ijós- myndunum, en það ætti við um þessa ættarbók eins og aðrar, að ljósmyndirnar væru allavega. „Mér finnst aðallega frábært að geta hengt allar þessar myndir saman upp á vegg. Þetta er ein stór hópmynd," segir hún. Sæt húsgagnasýning Daníel Magnússon hefur flutt heila húsgagnasýningu upp í SÚM-sal Nýlistasafnsins. Fyrr í sumar var hann með sýningu í samvinnu við Helgu Þórsdóttur, í Galleríi Fiskinum, þar sem þau römmuðu inn texta með há- stemmdum lýsingum á innan- stokksmunum í anda hýbýla- tímarita. „Þessi sýningin hefur ekkert með þá sýningu að gera,“ segir Daníel. „Við tókum þessar lýsingar og lyftum þeim upp, bjuggum til úr þeim listaverk. Núna er ég með sanna hús- gagnasýningu. Eg er að segja mína skoðun á húsgögnum." Daníel smíðar húsgögnin sjálfur. „Eg legg mest upp úr því að um- hverfið sé einfalt. Eg er ekki að reyna að búa til húsgögn sem eru listaverk eða of þægileg." Hann bætir því við að auðvit- að sé það alltaf persónulegt mat hvers og eins hvaða merkingu hann leggur í orðið þægindi. „Sjálfur hvílist ég ágætlega á tré- gólfi," segir hann, greinilega lít- ið gefinn fyrir dúnmjúkar sessur. „Ég vil hafa umhverfið einfalt svo það sé gott að hugsa í því; basic hluti sem draga mann ekki niður í leti og maður fær glýju í augun af að horfa á. Húsgöngin verða Iíka að vera endingargóð." Með húsgögnum sýnir hann landslagsmálverk, til að undir- strika sannleiksgildi sýningar- innar. Landslagið eru erkitýpur af fjöllum - höfði, staðir, múli, fell - sem hann býr til sjálfur, ljósmyndar, skannar inn í tölvu og prentar út. Myndirnar eru í stíl við húsgögnin. „Sýningin snýst um smekklegheit og sæt- leika. Þetta er allt voða kjút og þess vegna var bara sætu fólki boðið á opnunina." MEÓ MENNIIIIGAR LÍFIÐ ■■ Margrót E. Ólafsdótttr Keikó söngur Þú ert loksins d leiðinni heim, leið heim til þín. Sjórinn btður blár og tær og blessuð sólin sktn. Júlía, Myriam, Anna Lucy og Anna Björt syngja um Keikó. Erró er kominn yfir sextugt og fær því að vera með. Þannig hljómar textinn í Keikólaginu eftir Óskar Guðnason og Ingólf Sveins- son, sem kom út á geisladiski 18. ágúst síðastliðinn. Geisla- diskurinn hefur að geyma þrjár útgáfur af texta lagsins, sem er sunginn á íslensku, ensku og dönsku, kareokee útgáfu sama lags og lögin „Keikó reisir bú“, sem er sungið á íslensku og dönsku og „We are waves“, sem einnig er í kareokee útgáfu. Diskur- inn er greinilega stílaður inn á börn, bæði eru lögin dæmi- gerð barnalög og sungin af fjórum ungum stúlkum, Júlíu, Myriam, Önnu Lucy og Önnu Björt. Ungir og gamlir á Kjarvalsstöðum Á föstudaginn verður opnuð ný myndlistarsýningin á Kjar- valsstöðum. Sýningin er þegar farin að vekja umtal í mynd- listarheiminum, enda er hún sérstök að því leyti að val á listamönnum á sýninguna fer eftir aldri þeirra. Annars vegar eru þarna verk eftir vel þekkta, en ólíka listamenn af eldri kynslóðinni, sem allir eru komnir yfir sextugt; Erró, Ásgerði Búadóttur, Guð- mundu Andrésdóttur, Jóhann Eyfells, Kristján Davíðsson og Magnús Pálsson. Hins vegar eru sýnd verk eftir 22 lista- menn sem eiga það sameigin- Iegt að vera yngri en þrítugir. Spurt er hvort aldur skipti máli í myndlist. V_____________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.