Dagur - 01.09.1998, Qupperneq 11
Xk^iir
ÞRIDJUDAGVR 1. SEPTEMBER 1998 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
R A D D I R
FÓLKSIIMS
MEINHORNIÐ
• Meinhyming-
ur las á dögun-
um frásögn í DV
af skattamálum
nokkurra aðila
sem bera sig af-
skaplega rík-
mannlega í hús-
næði og bílum
en gefa upp
laun sem varla
duga til fram-
færis venjulegr-
ar vísitöluljöl-
skyldu í blokk.
Og þetta gerist
með sama fólkið
ár eftir ár. Það
býr í húsnæði
sem er metið á
25-40 milljónir
króna en rétt
skríður yfir 100
þúsund krónur
á mánuði og
skatturinn segir
ekki orð.
Bréfritari skorar á SVR og Reykjavíkurborg að aflétta lokun Bólstaðarhlíðar fyrir
bifreiðaumferð.
• Skatturinn er
hins vegar
mættur ef lág-
launamaðurinn
skrikar hið
minnsta á
skautunum.
Hann fær bréf
og er kallaður
fyrir. Síðan er
sá fátæki kærð-
ur og fær á sig
aukaskatt vegna
skókaupanna.
En sá í 25 millj-
óna króna hús-
inu segir eins og
skáldið sem
pantaði ásamt
félaga sínum
fjórar flöskur af
hrennivíni þeg-
ar þeir voru á
síld á Raufar-
höfn í gamla
daga en þegar
pakkinn kom
voru tvær flösk-
ur brotnar.
Skáldið þreif
þessar tvær
neilu flöskur og
sagði: „Alltaf er
ég jahi heppn-
inn, háðar mín-
ar heilar."
Afléttið
lokuniniii!
HJALMAR HAFLIÐASON, FORM. FELAGS
ALDRAÐRA, BÓLSTAÐARHLÍÐ
SKRIFAR
Strandgötu 31, 600, Akureyri
Þverholti 14,105 Reykjavík
Sími umsjónarmanns
lesendasíðu:
460 6111
Netfang: ritstjori@dagur.is
Símbréf: 460 6171/551 6270
Óskað er eftir að bréf til
blaðsins séu að jafnaði hálf til
ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200
tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt
til að stytta lengri bréf.
Nú er komið fram yfir árs afmælið hjá
Strætisvögnum og Reykjavíkurborg með
lokun Bólstaðarhlíðar fyrir bifreiðaum-
ferð.
Nú skorum við á Reykjavíkurborg og
umferðaryfirvöld að aflétta þessari Iok-
unarplágu sem ekki er heil brú í og til
vansa þeim aðilum sem að henni hafa
staðið. Lokunin átti sem tilraun að
standa í eitt ár en hefur nú staðið í 16
mán. og virðist ekkert fararsnið á grjót-
inu af götunni. Að börn hérna við Ból-
staðarhlíð séu í meiri hættu af bílaum-
ferð hérna en á Háaleitisbraut þar sem
strætisvagnarnir fara nú tvisvar á
klukkustund fram og aftur, er svo mikil
fásinna að engu tali tekur. Háteigsvegur
er þröng gata, að vísu með tveimur
hraðahindrunum, það hefði lfka mátt
setja á Bólstaðarhlíðin hraðahindranir.
Á Háteigsvegi er strætisvagnaskýli að-
eins að norðanverðu við götuna, þeir
farþegar sem ætla í hina áttina geta
beéið þeim megin berskjaldaðir fyrir
veðrum, þó lofað hafi verið að bæta úr
þessu með skýli.
A þessum stoppistað barnanna úr
skólanum er heldur engin máluð hvít
gangbrautarstrik, hvað þá lýsing þó gat-
an sé dimm á vetrum. Enn-
fremur var af hendi borgar-
innar lofað að leggja hitarör
í gangstéttina frá húsunum
við Bólstaðarhlíðina að Háteigsvegi svo
hægt væri að komast óbrotinn leiðar
sinnar í næstu verslun því venjulega er
öllum snjónum ýtt upp á gangbrautirn-
ar. En að setja grjótbákn á Bólstaðar-
hlíðina til að fyrirbyggja alla umferð um
hverfið, það er hið versta mál sem við
fyrirgefum eklci nema að það verði Ijar-
lægt í sumar og hraðahindranir settar í
staðinn.
Slys geta víðast hvar orðið en slys af
völdum strætisvagna eru sem betur fer
fátíð, það keyrir enginn á hraðakstri yfir
hindranir á erfiðum leiðum. Þessi lokun
á Bólstaðarhlíðinni er illa staðsett á göt-
una. Hindrunin var ekki sett við gatna-
mót heldur við lokaða beygju. Margir
bílar hafa orðið að snúa við, menn í
áríðandi björgunarverkum sínum.
Læknar sem þurftu að sinna dauðveik-
um hjartasjúklingi hafa orðið að snúa
við, taka lengri leiðina og einnig bruna-
liðsmenn að slökkva eld í íbúð, þeir
hafa orðið að fara lengri Ieið en áður.
Okunnugt fók í þessum tilfellum veit
ekki af þessum ráðstöfunum hjá um-
ferðarráði, það virðist vera gert í hálf-
gerðum feluleik, langt frá gatnamótum.
Hér gæti verið stórkostleg slysagildra
ef stórslys yrði í hverfinu vegna umferð-
arþrengsla. Þess vegna skora ég á um-
ferðarráð og alla ráðamenn og konur
þessarar borgar að Ijarlægja steinblokk-
irnar og setja hraðahindranirnar í stað-
inn. Upphækkanir, en ekki að loka göt-
Sammála Áma
GUÐMUNDUR SIGVALDASON
HRINGDI
Grein Árna Ólafssonar, arkitekts, í
Degi á miðvikudaginn 26. ágúst
um nafngiftir sveitarfélaga eru
sannarlega orð í tíma töluð. Það er
ótrúlegt hve lengi er búið að
flækja einfalt mál. Sú ágæta regla
sem Arni bendir á í greininni, með
gamla og góða orðið „hreppur"
sem hið almenna viðskeyti, getur
komið í veg fyrir ýmiskonar tog-
streitu og vandræðagang. Eg tek
undir áskorun Árna til viðkomandi
stjórnvalda um þetta mál.
Atvinna!
N.V.B. Búðardal.
Það styttist óðum í sláturtíðina og
mig brávantar fólk til starfa í
komandi sláturtíð.
Slátrun hefst 8. sept. og stendur í
c.a. 6 vikur
Hafðu endilega samband við
Svein sláturhússtjóra í síma
434-1195 á daginn og á kvöldin
í síma 434-1288
Aðalfundur Leikfélags Akureyrar verður haldinn
miðvikudaginn 9. september klukkan 20.00 í Borgarsal
Samkomuhússins.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórn Leikfélags Akureyrar.
Menntamálaráðuneytið
Námsorlof framhalds-
skólakennara og stjórn-
enda framhaldsskóla
Athygli er vakin á því að umsóknir um námsorlof framhalds-
skólakennara fyrir skólaárið 1999-2000 þurfa að berast
menntamálaráðuneytinu fyrir 1. október næstkomandi.
Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum sem fást í mennta-
málaráðuneytinu og skólunum. Eyðublöðin er einnig að
finna á vefsíðu ráðuneytisins, veffang: www.mrn.stjr.is
Menntamálaráðuneytið, 28. ágúst 1998.
TRYGGINGASTOFNUNSJ7 RÍKISINS
©
Styrkir til
bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum vegna
styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1999 fást hjá af-
greiðsludeild og lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins,
Laugavegi 114 og hjá umboðsmönnum hennar um land allt.
Umsóknarfrestur er til 1. október.
Tryggingastofnun ríkisins.
UtfHtfmjAir ificir ic
W W W m W ■ — — ■ ■ m ■ —• —
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR