Dagur - 17.09.1998, Blaðsíða 2
nr 18 -'PrM'MTVTDÁ W'ff lt. S E'PYEÍM'B'Vn' í 9 9 8
D^ht
LÍFIÐ í LANDINU
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
„Þá þekkir Bryn-
dís Hlöðversdóttir
illa skaplindi frú
Guðrúnar ef hún
heldur að hægt sé
að ógna henni
með
berufsverbot."
Haraldur Blöndai
hrl. í grein til vam-
ar Guðrúnu Helga-
dóttur í Mogga.
Nafngiftin
Nú er verið að stofna nýjan þingflokk þeirra
Steingríms J. Sigfússonar, Ogmundar Jónas-
sonar og Hjörleifs Guttormssonar, sem gengu
úr þingflokki Alþýðubandalagsins í vikunni og
Kristínar Astgeirsdóttur, sem gekk úr þing-
flokki Kvennalistans í vetur er Ieið. Menn tala
um að þingflokkurinn muni heita Þingflokkur
óháðra, sem er í sjálfu sér ágætis nafn. Svo
hafa gárungar verið uppi með nöfn eins og:
Ommi og öreigarnir, Kristín og kommarnir eða
Stína og strákarnir. Þetta er allt heldur hljóm-
sveitarleg nöfn þannig að trúlega verður það
óháða nafnið sem þingflokkurinn fær.
Ævisaga 1 burðarliðmun
Sveinn Þormóðsson er einn af kunnustu Ijós-
myndurum landsins enda hefur hann starfað
lengi sem fréttaljósmyndari og hlotið ýmsar
viðurkenningar fyrir störf og það að verðleik-
um. Við höfum af því spurnir að Reynir
Traustason, blaðamaður á DV, sé langt kom-
inn með að rita ævisögu Sveins og sitji við
skriftir vestur á Flateyri þessa dagana. Ekki er
víst að bókin komi út fyrir þessi jól og mun
raunar útgáfurétturinn enn ekki hafa verið
seldur.
FeriUiim framundan
Pistlahöfundurinn, hagyrðingurinn og fyrrum
kennarinn Sigurður O. Pálsson á Egilsstöðum
skrifar jafnan pistil í héraðsblaðið Austurland,
sem hann kallar Þrasað við þokuna. I síðasta
pistli tekur hann fyrir málsnillingana á ríkis-
fjölmiðlunum sem hann segir vera „mestu
málsnillinga sem fundnir hafa verið á land-
inu.“ Síðan tekur hann nokkur dæmi af mál-
snilldinni. Einn fréttamannanna talaði um
„ævintýralegasta óhapp sem orðið hafi í for-
múlu eitt kappakstri.“ þar lentu 14 bílar af 16
í einni bendu „vegna ævintýralegrar akst-
ursleikni." Þá var einn af íþróttamönnum okk-
ar á dögunum talinn eiga „glæsilegan feril
framundan." Er nema von að Sigurður spyrji
hvað orðið ferill þýði og segir: „Má ég allra
náðasamlegast spurja, eins og við segjum
stundum hér fyrir austan, hvort skyldi kjölfar-
ið liggja á undan skipinu eða eftir því. Hvað
segja sjómenn um það.“
Enn um Keikó
Eftirfarandi vísa birtist í blaðinu Dagskránni á
Selfossi og er hún eftir Hafstein Stefánsson á
Selfossi, sem lengi var bátasmiður í Eyjum.
Fjölskyldan erfundin hér,
með fyrirmönnum Eyja.
Keikó Johnsen kominn er,
í Klettsvík til að deyja.
Kristján Einarsson
er formaður bæj-
arráðs Árborgar.
Hér starfar gott fólk
Kristján Einarsson segir nú vera
horft mjög grannt á hið nýja-
sveitarfélag, Arborg, og þá emb-
ættismenn sem þar eru að störf-
um.
„Hér var kosið um það á sín-
um tíma að sameinast, meiri
hlutinn greiddi atkvæði með
sameiningunni en minni hlutinn
ekki og nú næstu fjögur til átta
ífundargerð Árborg-
arersagtfráþvíað
Kristján Einarsson
formaður bæjarráðs
hafirættum umtal
„Hér í sveitarfélaginu vinnur
mjög gott fólk og eins og ég sagði
á síðasta bæjarstjórnarfundi, þá
er það okkar hlutverk, bæjar-
stjórnarmanna að verja þetta fólk
okkar útávið ef ósanngjarnt er á
það hallað," segir Kristján. „
Hinsvegar kemur það fyrir að við
fáum um það upplýsingar eða
kvartanir að einhver standi sig
árin verður fólk með augun að- hfjá embættÍSmenU nógu vel, en sjaldnast á það
— —:— —— lr---------~1’: ■' við nein rök að styðjast þegar
málið er rannsakað. Það verður
eins meira opm en kannski i
gegnum tíðina, varðandi störf
þeirra er vinna hjá þessu nýja
sveitafélagi.“ segir Kristján.
„Hér erum við með fólk sem
vinnur gífurlega mikið starf og
það hefur komið í ljós að þegar
farið var að skoða skipurit, að
miðað við önnur sambærileg
sveitafélög erum við að fá meira
út úr hverjum einstaklingi, hver einstaklingur er
að skila mjög miklu starfi."
sitjagjaman undir
varðandi störfsín.
alltaf að taka tillit til allra skoð-
ana og okkar hlutverk að setja
fram það rétta í málinu, öll mál
hafa tvær hliðar."
SPJALL
Telja sig svikna
Kristján segir fólk oft óþolinmótt og jafnvel vilja
sjá breytingar strax eftir sameiningu sveitarfé-
lagsins. Fyrir sameiningu hafi ýmis mál verið í
gangi, mörgu verið lofað og viðræður átt sér
stað um breytingar. Sumir telji sig nú hafa verið
svikna þegar ekki hefur allt gengið upp sem Iof-
að var, núna á fyrstu mánuðunum eftir samein-
ingu. Þá sé sökinni um leið kastað á embættis-
menn sem aðeins eru að vinna sitt starf.
Innan stjómkerfis Árborgar hefur
verið unnið eftir starfslýsingum
sem mótaðar voru fyrir Selfossbæ, hálfu ári fyrir-
sameiningu.
„Þessar starfslýsingar verða allar endurskoð-
aðar með tilliti til þess að fá sem mesta skil-
virkni úr góðum starfsmönnui , um leið og þess
er gætt að íbúar séu ánægðii >g að starfsmenn
sjálfir séu ánægðir," segir Kris ín. „Ég tel að nú
sé að breytast það viðhorf í la: dinu að enginn
beri ábyrgð lengur í stjórnkerfinu og í framhaldi
af Landsbankamálinu verði þess gætt að hver og
einn sem axlar ábyrgð, verði að standa og falla
með henni.“ -VS
BK'
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
Að tala upp úr sér, það geta allir. Að
ríma, það geta ekki nema skáld.
Halldór Laxncss: HEIMSLJÓS
Þetta gerðist 17. sept.
• 1394 skipaði Karl VI. Frakklandskon-
ungur svo fyrir að Gyðingum skyldi út-
hýst úr Frakklandi.
• 1631 var orustan við Breitenfeld háð,
þar sem Gústaf Adolf Svíakonungur
vann sigur á Gen Tilly.
• 1844 var í fysta sinn kosið til Alþingis í
Reykjavík.
• 1934 gengu Rússar í Þjóðabandalagið.
• 1949 var fyrsti fundur NATO-ráðsins
haldinn.
Þau fæddust 17. sept.
• 879 fæddist Karl III., konungur Frakk-
Iands árin 893-922, sem var jafnan
kallaður Karl einfaldi.
• 1743 fæddist franski heimspekingurinn
og upplýsingarfrömuðurinn Marie-
Jean-Antoine-Nicolas de Caritat, mark-
greifi af Condorcet.
• 1883 fæddist bandaríski rithöfundur-
inn William Carlos Williams.
• 1931 fæddist Ieikkonan Anne Bancroft.
Merkisdagurimi 17. sept.
í dag er Lambertsmessa, en Lambert
þessi var biskup í Maastrict. Hann er
sagður píslarvottur, myrtur vegna athuga-
semda um kvennamál Frakkakonungs og
reis borgin Liége kringum graftarkirkju
hans. Vegsamaður á heimaslóðum og frá
fornu fari í Englandi.(Saga daganna)
Vísa dagsins
Þessi vísa er úr gamalli Poesi bók, sem
var í eigu stúlku að nafni Þura, einhvern
tíma í kringum 1920.
Hvar þú átt um ævi spor,
öll þín verði saga,
leikur einn við Ijós og vor,
langa ogfagra daga.
Afmælisbam dagsins
Sveitasöngvarinn Hank Williams
eldri fæddist árið 1923, og hefði
því orðið 75 ára í dag, en hann Iést
árið 1953. Hann er hafður í mikl-
um metum meðal unnenda kán-
trýtónlistar, og þykir einn sá al-
snjallasti á því sviði sem uppi hefur
verið. Ekki má þó rugla honum
saman við alnafna sinn og son,
Hank Williams yngri, sem fylgdi í
fótspor föður síns.
Ný á hverjum degi
Það var kominn tími á að ein kýrin á
herragarðinum yrði leidd undir tarf. Dýra-
læknirinn kom með tarfinn og náttúran
gekk sinn gang. Greifynjan horfði hrifin á
aðfarirnar og í spjalli við lækninn komst
hún að því að þetta afrekaði tarfurinn alla
daga ársins.
Hún varð hrifin mjög og bað lækninn
endilega að segja greifanum frá því hvað
tarfurinn gæti.
Læknir hlýddi því en þá spurði greifinn:
„Er tarfurinn alltaf með sömu kúnni?“
„Nei, auðvitað ekki,“ svaraði læknirinn.
„Farðu endilega og segðu greifynjunni
það,“ sagði þá greifinn sigri hrósandi.
Veffang dagsins
Bókasafn háskólans í Michigan býður upp
á viðamikið safn opinberra skjala sem
varða það sem verið hefur áberandi f
heimsfréttum:
www.lib.umich.edu/Iib-
home/Documents.center/docnews.htm