Dagur - 18.09.1998, Side 9

Dagur - 18.09.1998, Side 9
8- FÖSTUDAGUK 18. SEPTEMBER 1998 FRÉTTA SKÝRING -Thyur Tkyur. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 - 9 Afturhvarf til fortíð- ar, ekki heil hrú í plagginu, kostar 50 til 60 milljarða, segja pólitískir audstæðiug- ar um málefnaskrá sameigiulegs fram- hoðs A-fiokka og Kveunalista. Fyrrum samherjar í pólitík eru ekki alveg jafn harðorðir en tala iim óljósan, almenut orð- aðan loforðalista og að þar sé fátt uýtt að finna. Það var ekki við því að búast að pólitískir andstæðingar lýstu yfir sérstakri hrifningu með málefna- skrá samfylkingar A-flokkanna og Kvennalistans og þeir skafa held- ur ekkert utan af gagnrýninni. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir málefnaskrána dæmalaust plagg og greinilega lítt unnið. Það hafi komið sér á óvart. Það er rætt um að viðhalda stöðugleika og lágri verðbólgu, segir hann og „síðan gengur allt sem sagt er um efnahags- mál þvert á þetta. Þetta er grátleg vitleysa. Það er safnað saman öllum eyðsluáformum í einn bunka til að gleðja hinn og þennan og eng- in grein gerð fyrir kostnaðinum. Það er lauslegt mat okkar sem höfum farið yfir þetta að þetta kosti 50-60 milljarða," segir for- sætisráðherra. Hann segir að þarna stangist allt á og tekur sem dæmi að stefna eigi að margþrepa tekjuskattkerfi. „Hvað þýðir það á mannamáli. Það á að taka upp eftirágreiddan skatt. Það er ekki hægt að hafa staðgreiðslu í marg- þrepa skattkerfi." Davíð bendir á að fullyrt sé að varnarsamningurinn renni út árið 2001 en það sé alrangt. Svo virð- ist sem höfundar máleffiaskrár- innar rugli saman varnarsamn- ingnum og bókun sem gerð var 1994 um fyrirkomulag á varnar- stöðinni. „Þetta er eitthvað sem ekki einu sinni stjórnmálamenn á fyrsta ári myndu gera sig seka um,“ segir Davíð. Kvíðir lunræðwmi Davíð segir að það sé nánast sama hvar sé borið niður. Mál- efnaskráin sé lítt hugsað plagg. Það eigi að breyta kvótakerfinu en ekkert sagt um hvernig og þó sé þetta atvinnugreinin sem Is- Iendingar byggi afkomu sína á. Formaður Alþýðubandalagsins hafi sagt í fjölmiðlum að það sé langtímamarkmið flokkanna að ganga úr NATO þegar öll önnur ríki vilji ganga í það. Það séu stærstu pólitísku tíðindin að Al- þýðuflokkurinn vilji ísland úr NATO „af því Margrét Frímanns- dóttir fer á taugum út af Idofn- ingnum í Alþýðubandalaginu," segir Davíð. Honum er einnig skemmt yfir því að Sighvatur Björgvinsson ætli að berjast fyrir því að komu- gjöld á heilsugæslustöðvum verði afnumin. „Sá sem á höfundar- réttinn hlýtur að eiga mestan rétt á að breyta," segir hann. Davíð kvíðir því ekki að takast á við samfylkinguna í kosningum en segir þó kvíðvænlegt að taka þátt í umræðum um ósköpin. „Eg held að það hafi aldrei verið boð- ið upp í slíkan dans áður. Ég á reyndar ekki von á öðru en þeir hendi þessu plaggi. Þeir vilja sjálfsagt fá eitthvert fylgi. Það fær enginn fylgi út á svona vitleysu.“ Gamlar hugmyndir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir athyglisverðast að gamall draumur um sameiningu jafnaðarmanna virðist byggja á jafngömlum hugmyndum. „Þetta er ekki pólitísk hugmyndafræði nýrrar aldar,“ segir hann og þykir einnig athyglisvert að málefna- skráin sé mjög frábrugðin því sem jafnaðarmannaflokkar í Evrópu haldi á lofti. Þorsteinn segist þar m.a. vera að vísa til þess að það hafi verið grundvallarþáttur í sameiningarferlinu öllu að tengja aftur saman verkalýðshreyfing- una og pólitík. „Þetta hafa þessir nýju vinstri flokkar í Evrópu séð að heyrir til fortíðinni og í Bret- landi til dæmis lagt mikið upp úr því að skera á þessi tengsl.“ Þorsteinn segir varnarmálin einnig sýna að samfylkingin horfi til fortíðar. Jafnaðarmannaflokkar í Evrópu leggi mikla áherslu á þátttöku í Atlantshafsbandalag- inu. „Hérna er verið að taka upp áratuga gamlar klisjur í þessum efnum. Þetta allt bendir til þess að þeir séu meira bundnir við for- tíðina eða framtíðina. Það segir að vísu ekki mikið um sjávarút- vegsmál, en þeir lofa því að koll- varpa kvótakerfinu á næstu fjór- um árum og mér sýnist að þeirra hugmyndir séu að snúa til baka inn í gamla kerfið sem ríkti í ís- lenskum sjáv- arútvegi. Einnig á því sviði sýnist mér að stefnuskráin sé stefnuskrá fortíðar en ekki framtíðar." Innbyrðis ágreiningur Þorsteinn er hissa á afstöðu samlylkingarinnar til Evrópumál- anna. „Það er ekki ólíklegt að við þurfum að taka afstöðu á næsta kjörtímabili til evrópusambands- aðildar. Það eru meiri líkur en Davíð Oddsson. Þorsteinn Pálsson. sögn þessi flokkur ætli að veita í þeirri umræðu," segir Kristín. Hún segir stefnumörkunina í jafnréttismálum í takt við það sem verið hafi að gerast en þar sé ekkert nýtt að finna. Ríkisstjórnin hafi t.d. þegar samþykkt svo kall- aða samþættingarstefnu. „Hugmyndir, stefna og hug- sjónir eru vissulega mikilvægar en stjórnmál snúast líka um vinnubrögð og traust. Það er fyrst og fremst þar sem mér þykir skorta á og þar hræðir reynslan af þessum flokkum,“ segir Kristín Astgeirsdóttir. Gott upplag „Mér lýst afar vel á plaggið, og tel að þarna sé komið upplag," segir Fingurbrjdtiir í málefnaskrá Eins dags gömul málefnaskrá A- flokka og Kvennalista hefur feng- ið leiðréttingu, því það sem þar er sagt um varnarsamninginn við Bandaríkin er rangt. Uppsagnar- ákvæði hans eru sögð taka gildi árið 2000 og að varnarsamning- urinn sé úti 2001. Þetta „óná- kvæma orðalag" eins og það er kallað í fréttatilkynningu hefur nú verið gert „nákvæmara“ með tilliti til þess að varnarsamning- urinn er alls ekki úti árið 2001. Att er við að endurskoðað verði „samkomulag honum tengt sem gert var árið 1994 og endurskoð- að árið 1996“. Endurskoðunar- ákvæði þessa samkomulags taka gildi árið 2000, en ekki varnar- samningsins sjálfs. Fingurbrjótur Stjórnarliðar voru ekki seinir á sér að benda á þessi mistök í gær og augljóst að sló roða í vanga þeirra sem unnu skrána. í sam- tali við Dag dró Sighvatur Björg- vinsson ekkert úr því að þetta hefði verið klaufalegur fingur- brjótur - en sagði að stjórnarliðar gætu ekki gert sér pólitískan mat úr: „Hvað er svona hættulegt við að endurskoða bókun við samn- ing á sama hátt og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gerði bæði 1994 og 96?“ Málefnaskráin sem forustumenn sameiginlegs framboðs jafnaðarmanna kynntu með pompi og pragt í fyrradag fær vægast sagt slæma gagnrýni hjá pólitískum andstæðingum. Davíð Oddsson talar um óvönduð vinnubrögð og að þetta fólk hafi varla lagt mikla vinnu í plaggið - kannski einhverjar mínútur! - mynd: pjetur minni á að Bretlandi gerist aðili að Evrópumyntkerfinu og að Sví- ar og Danir fylgi í kjölfarið. Þegar það hefur gerst þurfum við að gera upp hug okkar og meta okk- ar stöðu. Þar með er ég ekki að segja að ísland eigi að sækja um aðild á næsta kjörtímabili, en við þurfum vafalaust að taka afstöðu til þess og það er ekki ólíklegt að það gerist á næsta kjörtímabili. Þessir flokkar ætla hins vegar að standa hjá og lýsa því yfir, greini- lega vegna innbyrðis ágreinings, að þeir séu ekki tilbúnir að takast á við verkefnið," segir Þorsteinn Pálsson. Aubin ríkisafskipti „Þetta er óskaplega lang- ur óskalisti sem fyrst og fremst miðar að því að auka ríkisaf- skipti og skatta,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- Þórarinn V. stjóri Vinnu- Þórarinsson. veitendasam- bandsins. „Þetta er gamaldags vinstri bræð- ingur sem byggir á þeirri trú að þessir forsvarsmenn vinstri flokk- anna séu betur til þess færir að taka ákvarðanir fyrir fólk en fólk- ið sjálft. Ég er ekki sammála því. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi gengið mjög vel í okkar sam- félagi með þeim sveigjanleika sem hér er á vinnumarkaði. Það hefur ekki orðið meiri uppgangur í neinu öðru landi, hvorki í efna- hagslegu né launalegu tilliti eða hvað varðar framgang kvenna. Mér virðist þetta vera enn ein ferðin til fortíðar sem þarna er verið að leggja upp í.“ Þórarinn segir að sér sýnist að draga eigi úr sveigjanleika ís- Ienska vinnumarkaðarins með ýmsu móti. Hann nefnir skyldu- fæðingarorlof karla og kvenna og lengingu þess sem dæmi. Langur kafli um jafnréttismál kynjanna muni augljóslega auka mjög skrifræði og geti bitnað illa á fyr- irtækjunum. Óþarlur vinstri bræðingur „Það þarf ekki vinstri bræðing til að herða á áherslum að því er varðar launajafnrétti kynjanna. Þar eru tilkomnar Evrópureglur sem ýta á eftir í því efni. Hins vegar er fáheyrt að opinberir aðil- ar fari að kalla eftir opnu bók- haldi, hvort heldur það er um þennan þátt eða einhvern annan. Það er algjörlega á skjön við það sem er að gerast annars staðar,“ segir Þórarinn, en eins og fram hefur komið er í málefnaskránni talað um að jafnréttisstofnun eða kjararannsóknarnefndir geti skoðað Iaunabókhald fyrirtækja og stofnana. Plagg á floti „Ég er að reyna að átta mig á hvaða stöðu þetta plagg hefur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og fyrrverandi alþýðu- bandalagsmaður. „Eftir að það var kynnt á fréttamannafundi hef ég heyrt talsmennina draga í land og segja þetta óskalista frá mál- efnanefndinni. Þeir segja að eftir sé að vinna úr því í stýrihópi og að þetta sé ekki kosningastefnu- skráin. Þess vegna er það á floti hvaða stöðu plaggið hefur.“ Steingrímur segir að sér sýnist að plagg- ið sé fyrst og fremst upp- talning á öllu því góða sem menn geti hugsað sér að Steingrímur J. gera en ekki Sigfússon. stefnuskrá. „Þess vegna er þarna heilmargt sem ég get tekið undir. En það þarf líka að svara því hvað þetta komi til með að kosta. Bent hefur verið á að menn ætli að stokka upp ríkisíjármálin til að mæta kostnaði og þá spyr maður hvort skera eigi eitthvað annað niður á móti og þá hvað? Fyrirheitin á sviði velferðarmála eru góð og maður átti alltaf von á því að þar myndi flokkunum reynast auð- veldast að ná saman. Komist það allt í framkvæmd væri það mikil breyting á því sem Alþýðuflokkur- inn í reynd framkvæmdi meðan hann var í ríkisstjórn fyrir ijórum árurn." Gráu svæðunum fjölgar Steingrímur segir að þegar komi að utanríkis-, efnahags- og at- vinnumálum fjölgi gráu svæðun- um hratt. A köflum megi segja að um sé að ræða vandræðalegar til- raunir til að breiða yfir djúpstæð- an undirliggjandi ágreining. Það dyljist engum sem þekki til stefnu þessara flokka og komi ekki á óvart. „Það er ekki hægt að sameina austur og vestur. Hópur sem vill að Island gerist aðili að Evrópu- sambandinu og annar hópur sem er því algerlega andvígur eiga fárra góðra kosta völ í stöðunni ætli þeir að koma sér saman um einhverja stefnu. Þess vegna vantar mikið upp á trúverðugleik- ann hvað varðar nálgun í ýmsum málaflokkum. Plaggið var vart komið fyrir almenningssjónir fyrr en foringjarnir voru orðnir ósam- mála í túlkuninni á því. Þar má nefna herinn sem ýmist var að koma eða fara í fréttum í gær og fyrradag. Menn hafa í raun ekk- ert breytt um stefnu og skoðun heldur tekið ágreiningsmálin, pakkað þeim inn og læst niður í frystikistu næstu fjögur árin,“ segir Steingrímur. Ekkert nýtt „Mér þykja margar hugmyndirnar sem koma fram í plagginu góðar og margt sem maður kannast við úr umræðu undanfarinna ára,“ segir Kristín Astgeirsdóttir, fyrr- verandi kvennalistakona. „Það er hins vegar afar fátt sem kemur mér á óvart sem þarna stendur. Það er einnig áber- andi hvernig fólk er að reyna að bræða sam- an mismun- andi skoðanir , Kristín og §cngur Astgeirsdóttir. sums staðar illa eins og hvað varðar Evrópusambandið. Það er engin stefna að segja að það þurfi að ræða málin og skoða málin. Maður spyr hvaða leið- Ágúst Einarsson. Ágúst Einars- son, þingmaður jafnaðar- manna. „Þarna er dreginn upp með skýrum hætti munur- inn á þessu framboði og stefnu Sjálf- stæðisflokks- ins. Einnig finnst mér auðlindastefnan koma skýrt fram. Einnig jafnréttis- og kvenfrelsissjónarmiðin og fram- boðið er þar með orðið sterkasti talsmaður sjónarmiða kvenna hér á landi. Loks bendi ég á mikla sókn sem boðuð er í menntamál- um. Þar er kveðið á um Qárhæðir til þess málaflokks og eflingar hans,“ segir Ágúst. Umbúðir en ekkert innihald „Mér þykir plaggið bera þess nokkur merki að menn eru að setja upp texta sem allir geti sam- þykkt. Síðan er eftir að sjá hvern- ig menn ætla að nálgast þau markmið sem verið er að tala um,“ segir Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður kjördæm- isráðs Alþýðubandalagsins i Norðurlandi eystra. Hann segir Ijóst að sjávarút- vegsmálin verði aðalmálið í næstu kosningum en það sem fram komi um þau sé mjög al- mennt. „Það vantar að skýra hvernig á að taka á þessum mál- um í framtíðinni. Það verður ekki spurt um umbúðir í næstu kosn- ingum heldur innihald. Sjávarút- vegsmálin, skólamálin, heilbrigð- ismálin og ekki síst byggðamálin brenna á landsbyggðarfólki. Hvernig á að taka á þeim? Það er ekki nóg að segja að taka eigi á málun- um, ef inni- haldið vantar." Aðalsteinn segir auðlinda- gjald viðkvæmt mál víða á Aðalsteinn landsbyggð- Baldursson. inni. Sjómenn og landverka- fólk hræðist það því það muni þýða enn erfiðari rekstur á fyrir- tækjum sem hafi átt erfitt fyrir. „Fólk er hrætt um að auðlinda- gjald muni koma niður á atvinnu þess og launaumslagi. Eins að kvótinn muni allur safnast á fárra manna hendur og það er ekki markmiðið. Hins vegar eru allir sammála um að yfirfara þurfi sjávarútvegsstefnuna frá grunni,“ segir Aðalsteinn. Gainall draiunur að rætast „Ég hef bara heyrt ávæning af plagginu en ekki lesið það. Hins vegar skiptir mig ekki öllu hvað í því stendur. Það hlýtur að vera gott fyrst það er samið upp úr stefnuskrám A- Sigurðsson. flokkanna sem fyrir Iöngu hefði átt að vera búið að sameina,11 segir Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Hann segir gamlan draum sinn vera að rætast. Hann hafi rekið áróður fyrir því f áratugi að A- flokkarnir sameinuðust enda sé engin munur á stefnum þeirra. „Sem hernámsandstæðingur er ég þó ekkert hress með það að menn séu með einhvern undan- slátt í herstöðvarmálinu en það hef ég heyrt að sé í plagginu. Sjálfstæðismennirnir á fréttastof- unum hafa mikið fjallað um þetta atriði því þar hafa þeir sennilega fundið eina veika blettinn. En vegna þess hve allt hitt er mikils virði lætur maður sig hafa þetta með herstöðvarmálið," segir Pét- ur. Deilumál í dulargervi „Ég get ekki sagt að neitt hafi komið mér á óvart í plagg- inu,“ segir Og- mundur Jónas- son, þingmað- ur óháðra. „Það væri þá helst að í Ijósi - fréttaflutnings Ogmundur síðustu daga og Jónasson. spennuþrung- inna yfirlýsinga formanna þess- ara flokka hefði ég búist við betur útfærðum hugmyndum en hér eru á ferðinni. I plagginu er fyrst og fremst um almennar Hljayfir- lýsingar að ræða og slegnar al- mennar nótur. Þessar nótur eru margar prýðilegar og áherslur al- mennt ágætar," segir hann. Hann segir að á öðrum sviðum þurfi menn að fá nánari útfærslu til að átta sig á því hvert verið sé að fara. Til dæmis sé rætt um að forgangsraða í almannaþjónustu og „þá leikur mér forvitni á að vita hvort uppi séu hugmyndir um að leggja niður starfsemi sem nú er við lýði. Það er svo margt óljóst í plagginu að engin leið er að finna út hvert menn eru að fara. Maður sér líka að þar sem deilur hafa verið uppi hefur átt sér stað ákveðin útvötnun,“ segir Ögmundur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.