Dagur - 18.09.1998, Qupperneq 13

Dagur - 18.09.1998, Qupperneq 13
FÖSTUDjÍG'VR 1 8 ."SÉ'PTÉMÉER 1998 - 13 r* Víypir. ÍÞRÓTTIR Erlendir leikmenn aldrei verið fleiri Nissandeildin í hand- knattleik hefst um helgina og verður heil umferð spiluð á sunnudagskvöldið klukkan 20:00. Liðin tólf sem leika í deildinni hafa undirbúið sig vel fyrir keppnina, en töluverðar breyt- ingar hafa orðið á flestum lið- anna frá síðustu leiktíð. Erlendir leikmenn hafa aldrei verið fleiri í deildinni og ber þar mest á leik- mönnum frá Eystrasaltsríkjun- um. Einnig hafa nokkrir fyrrum lykilmenn liðanna horfið til út- landa, þannig að erfitt er að meta stöðuna í upphafi leiktíðar. Þau tvö lið sem í ár virðast sterkust á pappírunum eru lið Fram og Aftureldingar, en sjald- an hefur þó styrkur liðanna verið jafn ófyrirséður. Leikmanna- markaðurinn er enn opinn og sum liðin eru enn að skoða sín mál og eflaust eiga nýir leik- menn eftir að bætast í hópinn. Félagaskiptin eru opin til 1. nóv- ember, en þeir Islendingar sem spila með Iiðum erlendis, geta skipt til 1. febrúar. Reglan um fjölda erlendra leikmanna með hveiju liði er sú, að leikmenn frá Evrópubanda- lagslöndunum njóta sömu rétt- inda og íslenskir leikmenn, en aðeins má nota tvo frá svæðum utan EB. Sum Iiðin hafa þegar fyllt kvót- ann af erlendum leikmönnum utan EB og t.d. Ieika með Fram tveir Rússar, með Gróttu/KR tveir Lettar, með IBV Serbi og Lithái og með Aftureldingu tveir Litháar. 1. iimferð NissaTujpildarimiar Sunnud. 20. sept. Leikirnir hefíast kl. 20:00 Stjarnan - Valur HK - KA Fram - ÍR Grótta/KR - FH Haukar - ÍBV UMFA - Selfoss Úrslitakeppnin á síðustu leiktíð Á síðustu leiktíð var keppnin í Nissandeildinni ótrúlega jöfn og Ijögur lið efst og jöfn fyrir úrslitakeppnina. Átta lið komust áfram, sem voru KA, Fram, FH og UMFA með 30 stig, Valur með 27, Haukar 25, ÍBV 24 og Stjarnan 21 stig. Átta liða úrslit: KA - Stjaman 21-20 Stjaman - KA 25-26 KA áfram UMFA-Valur 19-22 Valur - UMFA 25-22 Valur áfram Fram - ÍBV 29 - 26 ÍBV - Fram 28 - 26 Fram - ÍBV 28-18 Fram áfram FH - Haukar 28-21 Haukar - FH 24-18 FH - Haukar 26 - 24 FH áfram Fjögurra liða nrslit: KA - Valur 18 - 17 Valur - KA 25-24 KA - Valur 20 - 23 Valur áfram Fram - FH 27 - 22 FH - Frain 25 - 19 Fram - FH 24 - 22 Fram áfram Úrslitaleikir: Fram-Valur 18-21 Valur - Fram 28-25 Fram - Valur 27 - 22 Valur - Fram 27 - 23 Valur Islandsmeistari Valsliðið er eitt af fáum liðum Nissan-deiidarinnar sem ekki er með erlenda leikmenn innanborðs. Á myndinni erJón Kristjánsson þjálfari og leikmaður I/als að skora eitt af mörkum sínum í úrslitakeppninni gegn Fram á síðustu leiktíð. SKOflUN SVERRISSON Verða að semja Leiðinda deila hefur átt sér stað hjá körfuknattleikssamtökunum. Forráðamenn félaganna og dóm- arar hafa deilt mikið um kaup og kjör. Það er ekkert undarlegt að dómarar sem og aðrir launþegar standi í kjarabaráttu. En af hveiju núna? Af hverju er ekki búið að afgreiða þetta mál áður en undirbúningsmótin byija? Þar sem leikmenn og dómarar „hita“ upp fyrir komandi átök. Reykja- nes- og Reykjavíkurmótið hafa farið af stað án lærðra dómara. Það er ekki gott. Nú verða menn að mætast á miðri Ieið og semja. Það er stöðugt nöldur út af dómurum í öllum íþróttagreinum á Islandi. Hvaða rugl er þetta? Skilja íþróttafélögin ekki, að það er þeirra að „framleiða“ dómara eins og leikmenn? Nei það er ekki öfundsvert að vera dómari f keppnisíþrótt. Og sumum finnst það eðlilegt að kalla dómara fífl og fávita, jú út af því að það er í „hita leiksins". Af hverju ættu dómarar að þola meira af svívirð- ingum en annað venjulegt fólk. En dómarar eru ekki heilagir menn frekar en afreksmenn í íþróttum. Dómarar sem heimta meiri laun, verða að vera tilbúnir að Ieggja meira á sig og verða „betri“. Það hlýtur að vera kapps- mál dómara eins og leikmanna að ná sem lengst. Komast í alþjóð- lega dómgæslu, en það gerist ekki ef menn og konur dæma ekki. Það eru peningar í íþróttalífinu hér á landi. Hættum öllum felu- leik. Greiðum dómurum sem vilja gera hlutina vel mannsæm- andi laun. Þá verða allir ánægðir og áhorfendur geta einbeitt sér að þvf að styðja sín lið, en ekki eyða allri orku á dómarann. GUNNAR ÍÞR Ó TTAVIÐ TALID Deildm verðnr jö£a í ár Öm Magnússon framkvæmdastjórí HSÍ Handknattleiksvertíðin er nú hafin ogfyrstu leik- imirí Nissandeildintii fara fram á sunnudaginn. Töluverðar mannabreyt- ingarhafa orðið hjá sum- um liðunum og erfitt að meta stöðuna í byrjun tímabilsins. Dagurræddi málin við Öm Magnússon, framkvæmdastjóra HSÍ. - Verða einhverjar breytingar á jyrirkomulagi deildarinnar jrá þvi i fyrrá? „Það verða engar breytingar gerðar á fyrirkomulagi Nissan- deildarinnar frá því á síðasta leik- tímabili. Enda held ég að það megi segja að þetta fyrirkomulag sem er í gangi hafi ótvírætt sann- að sig og sé það sem menn vilja. Á því leikur ekki nokkur vafi. Það er ekki síst vegna þess, hvernig úrslitakeppnin hefur þró- ast á síðustu árum og hve spenn- andi og skemmtileg hún hefur verið. Ekki síður hjá kvenfólkinu en körlunum, en hjá konunum hefur keppnin verið einstaklega spennandi og skemmtileg á síð- ustu tveimur keppnistímabilum. Þar hafa Haukar og Stjarnan háð harða baráttu urn Islandsmeist- aratitilinn og gífurlega mikil stemmning skapast í kringum leikina. Urslitakeppnin hjá körlunum hefur líka verið mjög skemmtileg og ég efast um að menn vilji sjá á eftir þeirri geysilegu stemmningu og skemmtun sem fylgir þeirri keppni frá byrjun til enda. 1 vor var keppnin t.d. mjög jöfn og spennandi, þar sem fjögur lið komu jöfn að stigum inn í úrslitin og önnur íjögur skammt á eftir. Eg tel að úrslitakeppnin í sinni mynd sé komin til að vera og á henni munu örugglega ekki verða gerðar neinar breytingar f nán- ustu framtíð." - Hvað með aðra deildina? „Málefni annarar deildarinnar hafa töluvert verið rædd og menn hafa verið að leita leiða til að gera hana meira spennandi. Það er stöðugt verið að leita eftir hug- myndum, en því miður höfum við ekki enn dottið niður á neina patentlausn." - Áttu von á spennandi keppni í vetur? „Eg held að deildin verði mjög jöfn í ár og á ekki von á því að það verði fjögur lið efst og jöfn fyrir úrslitakeppnina, eins og síðast. Samt á ég von á mjög jafnri keppni og í mínum huga verða þetta kannski tvö lið sem eiga eft- ir að skera sig eitthvað úr. Þar á ég við Fram og Aftureldingu, en hin liðin líst mér þannig á, að þar geti orðið mjög jafnt. Eg sé heldur ekki fyrir mér að eitthvert eitt lið falli út án stiga eins og gerðist með Breiðablik í fyrra, að því leyt- inu held ég að þetta verði jafnara. Það kæmi mér ekki á óvart að þetti yrði vetur heimaleikjanna, þar sem heimavöllurinn rnuni ráða miklu fyrir Iiðin." - Áttu von á þvt að nýliðar Gróttu/KR og Selfoss muni standa sig í deildinni? „Bæði þessi lið hafa styrkt sig og fengið til sín nýja leikmenn. Sérstaklega þó Grótta/KR, sem fengið hefur til sín nokkra góða leikmenn, bæði íslenska og er- lenda. Þessi lið verða örugglega erfið heim að sækja og gætu hæg- Iega gert stóru félögunum skrá- veifu í vetur.“ - Nú hefur jjöldi útlendinga aldrei verið meiri í islenskum handbolta og á sama tima hverfa sifellt fleiri íslenskir leiktnenn til útlanda. Hvað fmnst þér um þessa þróun? „Það hafa aldrei verið fleiri út- lendingar að spila hér á Iandi og á sama tíma hafa heldur aldrei ver- ið fleiri íslenskir Ieikmenn að spila erlendis. Sumir segja að þessi þróun sé slæm, en mín skoðun er sú að með þessu þá færist aldurinn neðar hjá okkur hér heima. Yngri leikmenn fá tækifæri með liðunum og leik- menn halda Iíka lengur áfram, heldur en var. Sá tími kemur að þessir Ieikmenn sem eru úti, þeir koma heim aftur reynslunni rfkari og ég f sjálfu sér kvíði engu. Eg held að þetta gæti þess vegna aukið breiddina í handboltanum og muni ekki draga úr gæðum boltans." - Viltu einhverju spá um röð liðanna eftir veturinn? „Það er erfitt að spá að þessu sinni, en ég spái því að Framarar verði deildarmeistarar. Síðan er ekki ótrúlegt að Afturelding verði í öðru sætinu. Um restina er erfitt að spá, en þar held ég að nokkur Iið verði í einum hnapp. Þar á ég við lið eins og ÍBV, KA, FH, Val og Hauka og það er gjörsamlega ómögulegt að segja til um það hvernig röðin verður. Stjarnan og Grótta/KR gætu blandað sér í hópinn, þannig að ég treysti mér ekki til að spá um röðina. Að sama skapi er næstum ómögulegt að segja til um það hvaða lið muni falla. I fyrra var hægt að sjá það betur fyrir, en nú er það ómögu- legt.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.