Dagur - 19.09.1998, Blaðsíða 1
I
3
3
81. og 82. árgangur- 176. tölublað
Verð f /ausasö/u 200 kr.
BLAÐ
Laugardagur 19. september 1998
Henda á plagginu
og semj a annað
Kristinn H. Giumars-
son alþiiigismaður
viH henda mál-
efnaplagginu sem
kynnt var á miðvLku
daginn og byrja upp á
nýtt við að semja
plagg og fá tH þess
iðlk sem kann að
vinna í pólitík.
„Því miður er hér um ónýtt plagg
að ræða sem á bara að henda.
Síðan eiga menn að setjast niður
°g byrja upp á nýtt við að semja
plagg undir Ieiðsögn fólks sem
kann að vinna í pólitík," segir
Kristinn H. Gunnarsson þing-
maður Alþýðubandalagsins á
Vestljörðum, um málefnaplagg
A-flokkanna og Kvennalistans,
sem kynnt var á miðvikudaginn.
Kristinn er end-
urskoðandi að
mennt og situr í
fjárlaganefnd fyr-
ir flokk sinn.
Hann segist
hafa verið að
skoða plaggið og
reyna að meta
hvað sá loforða-
listi, sem það er,
muni kosta þjóð-
arbúið. Hann
segist ekki vera
kominn með tölu
sem hann telji
áreiðanlega, enda
orðalagið sums
staðar þannig að
erfitt er að átta
sig á við hvað er átt.
„Eg er orðinn alveg öruggur
með 20 milljarða en á samt eftir
að slá mati á mjög dýra liði,
þannig að með fyrirvara tel ég að
loforðalistinn myndi kosta á milli
30 og 40 milljarða króna á ári út
næsta kjörtíma-
bil,“ segir Krist-
inn.
Hann segir
að það sé engu
líkara en að
fólkið sem vann
plaggið hafi
hreinlega skrif-
að allt upp sem
því datt í hug
án þess að
nokkur hafi
gert við það at-
hugasemd. Síð-
an hafi verið
tekið undir all-
ar óskir frá öll-
um í þjóðfélag-
inu, sem eru
eitthvað óánægðir. Að lokum
hafi þessu verið stillt upp og
sagt að þetta ætli menn að gera á
næsta kjörtímabili.
Framboðsmál
Kristinn H. er einn af þeim sem
enn hefur ekki gefið um það yfir-
lýsingu hvort hann ætlar í fram-
boð fyrir samfylkingu A-flokk-
anna og Kvennalistans eða eitt-
hvað annað. Dagur hefur vissu
fyrir því að mjög fast hafi verið
að honum lagt að koma yfir til
þeirra sem kalla sig vinstrafram-
boð undir forystu Steingríms J.
Sigfússonar. Kristinn var spurð-
ur hvort eitthvað nýtt væri að
frétta af framboðshugrenningum
hans?
„Ég sagðist ætla að bíða og sjá
hvað út úr þessari málefnavinnu
kæmi. Nú er þetta allt svo óljóst
að maður stendur hálf ringlaður
og klórar sér í höfðinu og þarf
meiri tíma til að átta sig. Ég hef
svo sem ekki hugsað mér neitt
annað en að vera í Alþýðubanda-
laginu áfram. En ég hef líka sagt
að það væri ekki sjálfgefíð að ég
styddi hvaða stefnuskrá sem er
og það stendur ennþá,“ sagði
Kristinn.
-S.DÓR
Kristinn H. Gunnarsson segist ekki
vera með áform um annað en að
vera áfram í Alþýðubandalaginu.
Þrjúnðfn
samþykkt
Ornefnanefnd íjallaði á fimmtu-
dag um erindi frá sameiginlegu
sveitarfélagi Arskógshrepps,
Svarfaðardals og Dalvfkurbæjar
og hins vegar frá sameinuðu
sveitarfélagi fimm sveitarfélaga á
Héraði um nöfn á sveitarfélögin.
Frá Eyjafirði barst beiðni um
umsögn um þau 7 nöfn sem íbú-
ar kusu um samhliða kosningu í
sveitarstjórn. Nöfnunum Ardals-
vík, Norðurbyggð, Norðurslóð,
Eyjafjarðarbær og Víkurströnd
getur Örnefnanefnd ekki mælt
með. Nefndin mælir með nafn-
inu Víkurbyggð en bendir á að í
nöfnum á borð við Dalvíkur-
byggð eða Svarfdælabyggð væri
fyrri liður ákaflega sérkennandi
um hið nýja sveitarfélag í augum
allra landsmanna. Nefndin telur
nafnið Vallabyggð ekki ýkja sér-
kennandi í huga fólks nú á tím-
um, en getur mælt með heitinu.
Nefndin telur heitið Austur-
Hérað viðeigandi enda ekki
gengið á hlut annarra Héraðsbúa
með þeirri nafngift. — GG
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók í gær formlega í notkun fyrsta upplýsta strætisvagnabið-
skýlið af 120 sem verið er að setja upp í borginni. Skýlin koma frá Svíþjóð og fjármagnar framleiðandinn upp-
setningu, viðhald og þrifskýlanna með auglýsingum. Skýli af þessari gerð hafa verið sett upp í um 1.000 bæjum
og borgum í Evrópu.
Tap er á fíugi beggja flugfélaganna
til Húsavíkur.
Tap á Húsa-
vikurflngi
Flugfélagið Mýflug mun ganga
frá samningum um kaup á nýrri
flugvél á næstunni. Að sögn Leifs
Hallgrímssonar, framkvæmda-
stjóra Mýflugs, eru allar líkur á
að ákvörðun liggi íyrir í næstu
viku og verður vélin nýtt í áætl-
unarflugið milli Húsavíkur og
Akureyrar. Leifur segist hafa
augastað á 19 manna vél en slík
stærð henti einkar vel fyrir flugið
milli Húsavíkur og Reykjavíkur.
Vonbrigði með morgunflug
Margir efast um að Húsavíkur-
flugið sé til skiptanna, en ís-
landsflug á í samkeppni við
Mýflug á þessum fluglegg. Ljóst
er að töluvert tap er sem stendur
á fluginu hjá Islandsflugi, enda
nýtir fyrirtækið 46 sæta vél með
þriggja manna áhöfn á flugleið-
inni og farþegar oft fáir. Mýflug
notar tvær litíar vélar, sjö og níu
manna, en Leifur telur einnig
ljóst að einhver hallarekstur hafí
orðið hjá þeim á flugleiðinni.
Fyrir liggur að breytingar verða
á áætlun Mýflugs í næsta mán-
uði. Morgunflugið hefur valdið
vonbrigðum að sögn Leifs og
verður því hugsanlega flýtt frá
því sem nú er. Mýflug fer í loftið
8.30 á morgnana. Leifur segir að
þótt áætlun verði endurskoðuð
sé ekki þar með sagt að ferðatíðni
minnki. — bþ
60 hreindýr
afgangs
Veiðitíma hreindýra er lokið og
vantaði nokkuð á upp á að veitt
væri upp í kvótann. Hann var
141 tarfur og 156 kýr og veidd-
ust 113 tarfar en 126 kýr. Alls
vantar því 58 dýr upp á leyfilega
veiði sem er hlutfallslega óvenju
mikið.
Aðalsteinn Aðalsteinsson,
starfsmaður hreindýraráðs, segir
að veiðarnar hafí gengið mis-
jafnlega. A sumum svæðum hafi
náðst að veiða allan kvótann en
annars staðar hafi veiðimenn
byrjað of seint, auk þess sem
veður hafí haft áhrif. A fjórum
svæðum af níu var veiði lítil.— BÞ
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
i^air
■ UÉI
t ö I v a n
iét-dSi. f: v ■
Afgreiddir samdægurs
Venjulcgir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI - SÍMI 462 3524
tmfítumoe exfmsT
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100