Dagur - 19.09.1998, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 19.SEPTEMBER 1998 - S
FRÉTTIR
Sopliia býður 15
mmj ónir á borðið
Túngata 32, eign dánarbús Rúnu Guðmundsdóttur [að kjallara frátöldum). Hálf-
systurnar Sophia Hansen og Rósa Rúnudóttir hafa báðar boðið um 15 milljónir
króna í eignina, en skiptastjóri vill að eignin seljist á frjálsum markaði.
MYND: TEtTUR
Sophia Hansen keppir
við systur sína tun að
kaupa húseign úr dán-
arhúi móður þeirra -
gerði 15 miUjóna
króna staðgreiðslutil-
boð. Málið komið fyr-
ir héraðsdóm.
Þingfest var í gær fyrir Héraðs-
dómi Reykjavfkur ágreiningsmál
sem sprottið hefur upp milli
Sophiu Hansen og hálfsystur
hennar Rósu G. Rúnudóttur, en
ágreiningurinn lýtur að ráðstöf-
un húseignar úr dánarbúi móður
þeirra. Þær vilja báðar eignast
húsið að Túngötu 32 og gert til-
boð - Sophia býður 14,6 milljón-
ir króna staðgreitt í húsið og hef-
ur arfshlutinn þá verið dreginn
frá og staðgreiðsluafsláttur
reiknaður.
Lögerfingjarnir eru sjö hálf-
systkini og hafa systkini Sophiu
og Rósu tekið afstöðu með
Sophiu í málinu - samþykkt að
hún fái að kaupa húsið. Rósa,
sem á um 40 ferðir að baki með
Sophiu til Tyrldands vegna for-
ræðisdeilu systur sinnar við
Halim AI, vill ekki sætta sig við
þá ráðstöfun og gerði gagntilboð
sem metið er á 15,5 milljónir
króna. Jóhannes R. Jóhannsson,
skiptastjóri dánarbúsins, hefur
úrskurðað að þar sem ekki er
samstaða meðal erfingja skuli
fasteignin seljast á frjálsum
markaði, en að kröfu lögmanns
Sophiu, Ragnars H. Hall, hefur
málinu verið skotið til úrskurðar
héraðsdóms. Skiptastjóri mun ít-
rekað hafa leitað sátta í málinu
en án árangurs.
Lögmenn systranna vildu lítið
um málið segja. Ragnar telur að
um einfalt framkvæmdaratriði sé
að ræða í skiptum á dánarbúi og
telur að öðru Ieyti ekkert tilefni
til að fjalla um málið í fjölmiðl-
um. Hann segir að unnið sé að
þvf að ná sáttum í málinu og tek-
ur Sigurður Helgi Guðjónsson,
lögmaður Rósu, undir það. „Það
er uppi ágreiningur í málinu en
skiptastjóri féllst á það með Rósu
að það ætti að selja húsið hæst-
bjóðanda. Agreiningnum hefur
verið vísað til héraðsdóms, en við
vonum að sættir náist bráðlega,"
segir Sigurður Helgi.
Túngata 32 er vegleg fasteign
sem kunnugir telja að sé gott bet-
ur meira virði en 15 milljónir
króna á frjálsum markaði. Þriggja
milljóna króna veð hvílir á eign-
inni. Nú er Sophia skráð þar til
heimilis og má heita fullvíst að
hún eignist húsið með fulltingi
systkina sinna annarra en Rósu.
Persónulegt mál, segir
Sophia
„Það er algjörlega persónulegt
mál hvers og eins hvernig hann
fjármagnar sín fasteignakaup.
Það er einnig persónulegt mál
hvers og eins hvert hann leitar
um lánafyrirgreiðslu í því sam-
bandi,“ er það eina sem Sophia
vildi segja um málið. „Ef fólk
gengur með þær ranghugmyndir
að þetta sé fjármagnað með
söfnunarfé þá vísa ég því per-
sónulega alfarið á bug og bendi á
formann fjárgæsluráðs, Benedikt
Sveinsson lækni, til staðfestingar
að svo sé ekki,“ segir Sigurður
Pétur Harðarson, umsjónarmað-
ur söfnunarinnar „Börnin heim“.
- FÞG
Mikilvægt er að opinská umræða
hefjist segir Magnús L. Sveinsson
formaður VR.
í stríð gegn
áreitni
„Félögin telja áreitni af þessu
tagi óþolandi á vinnustöðum.
Þetta á ekki bara við um kyn-
ferðislega áreitni heldur áreitni
af öllum toga. Einelti er líka
ólíðandi. Áreitni sem er í óþökk
þolandans er sá útgangspunktur
sem hægt er að ganga út frá,“
svaraði Magnús L. Sveinsson,
formaður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, sem hefur gengið
til samstarfs við FIS og Samtök
verslunarinnar um sameiginlegt
átak gegn áreitni. Kveikjuna að
því segja talsmenn samtakanna
þá, að til þeirra hafi verið leitað
í vaxandi mæli um ráð til að
bregðast við slíkum vandamál-
um. Ákveðið var að gefa út
bækling um efnið sem félögin
dreifa. I framhaldinu ætlar VR
að gera sérstakt fræðsluefni fyrir
trúnaðarmenn og halda nám-
skeið fyrir þá. Eg held að það sé
mikið meira um þetta en menn
hafa gert sér grein fyrir. Mikil-
vægt er að opinská umræða hefj-
ist um þetta vandamál og kanns-
ki besta vömin,“ sagði Magnús.
135 milljóiiir til að
bjarga Loðsktnni
„Heilagar kýrÍÉ
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði á aðalfundi Sam-
taka fiskvinnslustöðva í gær að sú
krafa sjómanna að skylda allan fisk
á markað hefði veikt efnahagslega
stöðu Islendinga auk þess sem hún
hefði trauðla staðist ákvæði stjórn-
arskrárinnar. Höggvið hefði verið á
þann hnút með stofnun Kvóta-
þings og Verðlagsstofu skiptaverðs.
„Þegar hvert skip hefur fyrirfram
ákveðna aflahlutdeild felst afrakst-
ur útgerðarfyrirtækis ekki í að veiða sem mest heldur í hinu að veiða
með sem minnstum tilkostnaði. Launakerfi sjómanna fellur vissu-
lega illa að þessum grundvallarbreytingum sem átt hafa sér stað. Eg
veit að það er veruleg hætta á áframhaldandi árekstrum ef við leitum
ekki kerfislegra lausna. Sumir segja að þetta þýði ekki að nefna því
að hlutaskiptakerfið sé heilagt með sama hætti og kýrnar á Indlandi,"
sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. — GG
Fagna gagnagrunnsfnimvarpmu
Stjórn MS felags Islands fagnar þeim nýju mögufeikum sem felast í
gagnagrunnsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að rannsaka, auka skiln-
ing og leita Iækninga á sjúkdómum. Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá félaginu. Stjórnin treystir því að stjórnvöld búi svo um hnúta
að almenningur þurfi ekki að óttast misnotkun upplýsinga. Þess má
geta að yfirlýsingin er sú fyrsta sem fram kemur til stuðnings frum-
varpinu.
Mótuð verði stefna í fLutnmgamáliiiii
Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga hefur beint því til sam-
gönguráðherra að mótuð verði stefna í flutningamálum á sjó, landi
og í lofti. I ályktun fundarins, sem haldinn var í Vestmannaeyjum nú
í vikunni, er minnt á að sjóflutningar séu umhverfisvænni en land-
flutningar og telur fundurinn mikilvægt að notendur greiði eðlilega
kostnaðarhlutdeild í uppbyggingu og rekstri samgöngumannvirkja,
sem myndi hafa í för með sér aukna sjóflutninga á kostnað landflutn-
inga.
1
Jeppaflotinn fyrir utan Skíðaskálann í
Hveradölum var til vitnis um að Fisk-
vinnslustjórnendur voru á fundi.
Erfið staða er komin upp hjá fyr-
irtækjum í skinnaútflutningi.
Verðfall á skinnum, kreppa í
Rússlandi, hrun Asíumarkaða og
hlýindi valda stórfelldum tekju-
samdætti auk þess sem birgðir
hrannast upp. Þetta ástand kem-
ur upp á sama tíma og ákveðið
hefur verið að ráðast í umfangs-
miklar björgunaraðgerðir fyrir
rekstur sútunarverksmiðjunnar
Loðskinns á Sauðárkróki.
Að sögn Margeirs Friðriksson-
ar, framkvæmdastjóra Loð-
skinns, hefur verið ákveðið að
fyrirtækið fái um 135 milljónir
króna til að komast á kjöl. Bæði
Búnaðarbankinn og hið nýja
sameinaða sveitarfélag í Skaga-
firði munu leggja til 50 milljónir
en aðrir hluthafar 30-35 milljón-
ir. En hvað segir Margeir um
framhaldið? „Við liggjum með
miklar birgðir, en það er viður-
kennd staða að saumastofur eiga
engin skinn og búðir enga jakka.
Allir bíða eftir að búðirnar panti
og saumastofurnar í kjölfarið.
Það er erfitt að segja til um
hvenær eftirspurnin hefst, en
maður vonar að úr rætist sem
fyrst. Eitthvað fer þetta líka eftir
veðri,“ segir Margeir.
Starfsfólki hefur fækkað hjá
Loðskinni að undanförnu en þó
starfa enn um 40 manns hjá fyr-
irtækinu. „Þetta er mjög erfitt.
Flestar verksmiðjur eru núna
með hálffull hús frá síðasta ári
en þurfa nú að taka við nýju hrá-
efni án þess að eiga auðvelt með
að spá í framhaldið," segir Mar-
geir.
Skinnaiðnaður á Akureyri hef-
ur jafnframt orðið fyrir skakka-
föllum í rekstri vegna verðhruns
á hrágærumörkuðum að undan-
förnu. Verð er í sögulegu lág-
marki og er meginástæðan efna-
hagskreppan í Rússlandi. Rússar
kaupa gífurlegt magn af flíkum
unnum úr mokkaskinnum og
samdrátturinn nú kemur á versta
tíma fyrir útflutning Skinnaiðn-
aðar. Heimsmarkaður hafði ekki
náð jafnvægi eftir hrun á mörk-
uðum Asíu í Iok síðasta árs, auk
þess sem veðurfar hefur leitt til
samdráttar á flestum mörkuðum
öðrum það sem af er þessu ári.
Sölutekjur Skinnaiðnaðar
drógust saman um 30 prósent á
síðasta söluári sem þýðir stór-
aukna birgðasöfnun. Sveiflur í
greininni eru hins vegar engin
nýlunda og ólíkt Loðskinni hefur
Skinnaiðnaður ágæta stöðu til
að mæta skakkaföllum, enda
hafa síðustu ár verið fyrirtækinu
hagstæð. Við milliuppgjör 28.
febrúar síðastliðinn nam eigið fé
Skinnaiðnaðar 344 milljónum
eða 38,2 prósentum. Bjarni Jón-
asson, framkvæmdastjóri
Skinnaiðnaðar, vonast til að
botninum sé náð, en telur þó
Iitlar líkur á að jafnvægi komist á
markaði að nýju fyrr en kemur
fram á næsta ár. — BÞ