Dagur - 19.09.1998, Qupperneq 7
\
ÐMýtr
RITSTJÓRNARSPJALL
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 - 7
1
Þriðja og stærsta breytingin sem er að verða í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir er tilraun Alþýðuflokksins og meirihluta Alþýðubandalagsins og Kvennalistans til að bjóða fram saman
til þings undir merki nýrrar málefnaskrár sem sá dagsins Ijós í vikunni.
Simdur og
ELIAS
SNÆLAND
JÓNSSON
SKRIFAR
Viðburðaríkri viku í sögu vinstri
manna á íslandi er að ljúka.
Fyrst klofnaði þingflokkur Al-
þýðubandalagsins formlega þeg-
ar þriðjungur þingmannanna
sagði skilið við gömlu félagana.
Síðan kynntu forystumenn Al-
þýðuflokksins, Alþýðubandalags-
ins og Samtaka um kvennalista
nýja málefnaskrá sameiginlegs
framboðs við næstu alþingis-
kosningar. Loks stofnuðu þre-
menningarnir úr Alþýðubanda-
laginu og Kristín Astgeirsdóttir,
sem yfirgaf Kvennalistann fyrir
nokkrum mánuðum, sameigin-
legan þingflokk óháðra og hafa
með sér nokkra varaþingmenn,
þeirra á meðal Guðrúnu Helga-
dóttur. Það má því með sanni
segja að „sundur og saman" eigi
vel við atburðarásina á vinstri
væng islenskra stjórnmála síð-
ustu daga.
Fyrir liggur að óháði þingflokk-
urinn er fyrst og fremst tæknilegt
fyrirbæri sem einungis á að lifa
af komandi vetur. Þótt þremenn-
ingarnir sem fóru úr Alþýðu-
bandalaginu hyggi á framhaldslíf
í stjórnmálum virðist Kristín Ast-
geirsdóttir vera á útleið af þingi
næsta vor.
Sameiningarmenn hugsa hins
vegar til Iengri framtíðar; sam-
kvæmt því sem fram kemur í
málefnaskránni er hún stefna
samfylkingarinnar fyrir næsta
kjörtímabil og lýsir þeim málum
sem koma á í framkvæmd ef hið
nýja framboð nær þeim árangri
að setjast í næstu ríkisstjórn.
Andlát Kvennalistans
Nauðsynlegt er að líta á þessa at-
burði alla í samhengi vegna þess
að þeir eru liður í því verulega
breytta umhverfi sem framund-
an er í íslenskum stjórnmálum.
Hvað breytist?
I fyrsta lagi er Ijóst að þeirri til-
raun sem gerð var til að halda úti
stjórnmálahreyfingu sem næði
konum á þing á grundvelli
kvennabaráttunnar er endanlega
Iokið. Segja má að hún hafi stað-
ið Iengur en margir höfðu trú á í
upphafi og hafi haft veruleg
áhrif, þar á meðal á stöðu
kvenna í öðrum flokkum. En
endalokin voru óumflýjanleg
vegna almenns fylgisleysis eins
og augljóst er af skoðanakönn-
unum síðustu missera.
Eins og gjarnan verður þegar
pólitísk hreyfing lognast út af
dreifast fylgismenn hennar í
ýmsar áttir. Það er aðeins hluti
Kvennalistans sem gengur til
kosningasamstarfs við A-flokk-
ana og alls ekki hægt að reikna
með þ\á að allt það fylgi sem
Kvennalistinn fékk þó í síðustu
þingkosningum skili sér til sam-
eiginlegs framboðs næsta vor.
Þvert á móti virðist augljóst að
það muni dreifast á fleiri lista.
„Hrein“ vinstristefna
I öðru lagi klofnar Alþýðubanda-
lagið og getur af sér nýjan flokk
sem verður Iengst til vinstri í ís-
lenskum stjórnmálum. Sögulega
séð má vafalaust líta á væntan-
legan stjórnmálaflokk Stein-
gríms J. Sigfússonar, Hjörleifs
Guttormssonar, Ögmundar Jón-
assonar og fleiri sem hugmynda-
fræðilegan arftaka þeirra flokka
sem kommúnistar og sósíalistar
stofnuðu á fyrri hluta aldarinnar.
Þetta er það fólk sem afneitar
„kratisma“ sem hægristefnu eða
miðjumoði og vill nú fá flokk
með „hreina“ vinstristefnu. Hver
hún er mun væntanlega koma í
ljós þegar vetrar og nýi flokkur-
inn kynnir stefnuskrá sína.
Alþýðubandalagið hefur auð-
vitað lengi verið samfylking
tveggja ólíkra arma sem áður
hafa tekist svo harkalega á að
leitt hefur til klofnings. Það sem
er frábrugðið fyrri átökum af því
tagi er einkum að núna er það
vinstri armurinn sem fer úr
flokknum.
Margir hafa orðið til að spá
þessum nýja vinstriflókki tak-
mörkuðu fylgi. En það er alltof
snemmt að segja til um hvaða
stöðu hann nær í almenningsá-
litinu þegar líður á veturinn.
Reyndar er það ekki nema að
hluta til undir þeim sjálfum
komið sem þar eru í forystu. Það
skiptir nefnilega miklu máli fyrir
framgang nýja vinstriflokksins
hvernig aðrir flokkar, og þá ekki
síst Framsóknarflokkurinn og
sameinaða framboðið, standa sig
næstu mánuði.
SamfylMngarstefnan
Þá er komið að þriðju og stærstu
breytingunni sem er að verða í
íslenskum stjórnmálum um
þessar mundir; tilraun Alþýðu-
flokksins og meirihluta Alþýðu-
bandalagsins og Kvennalistans
til að bjóða fram saman til þings
undir merki nýrrar málefnaskrár
sem sá dagsins ljós f vikunni.
Óhætt er að fullyrða að þetta
plagg er á ýmsan hátt allt öðru-
vísi en margir höfðu reiknað
með. Þar er margt fallega sagt og
hugsað. Miklu er lofað á flestum
sviðum þjóðmálanna. Hins vegar
skortir samhengi, forgangsröð og
það sem mestu máli skiptir; áætl-
un um hvernig eigi að standa að
því að efna loforðin ef nýja fram-
boðið kemst í ríkisstjóm.
Sú sjálfsagða krafa er gerð til
stjórnmálaflokka nú á dögum að
þeir skýri þjóðinni ekki aðeins
frá því hvað þeir hyggist gera
heldur einnig hvernig þeir ætli
saman
að fara að því. Með því að hækka
skatta? Með því að skera niður
ríkisútgjöld á móti og þá hvað?
Loforðasúpa án slíks rökstuðn-
ings er ekki nógu trúverðug.
Hitt er svo annað mál að það
eru enn nokkrir mánuðir til þing-
kosninga. Forystu sameiginlega
framboðsins gefst því tækifæri
næstu vikur og jafnvel mánuði til
að forgangsraða loforðunum og
útskýra hvernig þau verði fram-
kvæmd. Að þvf leytinu til má
kannski líta á þetta stefnuplagg
sem upphaflegan óskalista sem
eftir sé að sníða úr marktæka og
raunhæfa stefnuskrá, þótt svo sé
ekki að skilja á plagginu sjálfu.
Milljarðamir
Öll loforðin hafa dregið athygl-
ina frá þeirri gleðilegu staðreynd
að mörg jákvæð grundvallar-
þemu renna sem rauður þráður í
gegnum málefnaskrá samfylk-
ingarinnar. Til dæmis sú mikla
áhersla sem lögð er á fjölskyld-
una, jafnréttið, rétt almennings,
virkt lýðræði og verndun um-
hverfisins. Þessu ber að fagna.
En margt af því sem lagt er til
að gera á þessum sviðum og öðr-
um hlýtur að kosta samfélagið
mikla fjármuni. Lítum á nokkrur
atriði af handahófi:
Samræmd verði lífeyrisréttindi
og fæðingarorlof opinberra
starfsmanna og starfsmanna á
almenna markaðinum, væntan-
lega til hækkunar fyrir hina síð-
arnefndu. Fæðingarorlof verði
12 mánuðir á fullum launum.
Barnabætur hækki og skerðist
ekki við hærri tekjur. Komugjöld
í heilsugæslunni verði afnumin
og tannlækningar felldar inn í þá
þjónustu sem heilsugæslan veit-
ir. Hærri greiðslur til aðstand-
enda sjúklinga. Aukið fjármagn
til reksturs sjúkrahúsa og heilsu-
gæslustöðva. Ókeypis geðheil-
brigðisþjónusta barna og ung-
linga. Skólagjöld verði afnumin.
Endurgreiðsluhlutfall námslána
verði lækkað, framfærslugrunn-
urinn hækkaður og námslánin
gerð vaxtalaus. Framlög til rann-
sókna og menntamála verði
hækkuð til jafns við það sem ger-
ist best meðal annarra þjóða.
Virðisaukaskattur á bækur og
tímarit verði afnuminn. Framlög
til kvikmyndasjóðs hækki. Auk-
inn stuðningur við menningar-
og listastarfsemi. Húsnæðisbæt-
ur verði skattfrjálsar. Bætur til
aldraðra dugi til framfærslu og
fylgi almennum launahækkun-
um. Örorkubætur hækki. Dregið
verði úr tekjutengingu bóta.
Boðaður er öflugur stuðningur
við ráðgjafa- og þjónustustarf í
atvinnulífinu. Framfærslukostn-
aður sem er misjafn eftir búsetu,
svo sem vegna heilbrigðisþjón-
ustu, húshitunar og náms, verði
jafnaður. Þannig mætti halda
áfram að telja upp loforð sem
kosta peninga.
Andstæðingar málaefnaskrár-
innar hafa fullyrt að reikningur-
inn fyrir þetta muni nema tugum
milljarða á ári. Hvort sem það er
rétt eða ekki hlýtur öllum að vera
ljóst að þetta allt, og margt fleira
sem lofað er í plagginu, verður
ekki gert á fjórum árum með
þeim Qármunum sem ríkið hefur
til ráðstöfunar. Síst af öllu ef
ætlunin er, eins og segir í mála-
efnaskránni, að miða stefnuna í
ríkisfjármálum við að „tryggja
stöðugleika, lága verðbólgu,
stöðugt gengi og lága vexti.“
Þrátt fyrir hugsanlegan sparn-
að og niðurskurð á ýmsum svið-
um hlýtur loforðalisti af þessu
tagi að kalla á stórfelldar skatta-
hækkanir hjá launafólki í land-
inu. Þjóðin mun hafna slíkri
skattpíningu, enda telur almenn-
ingur sig með réttu nú þegar
greiða meiri skatta til ríkis og
sveitarfélaga en góðu hófi gegnir.