Dagur - 19.09.1998, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
FRÉTTASKÝRING
amrikl ar 1
en litlaus kosnin
QUNNARH.
ARSÆLSSON
STJÖRNMÁLAFRÆÐINGUR
I UPPSÖLUM, SVlÞJÓÐ
Á morgun, sunnudag, ganga Sví-
ar að kjörborðinu, en þá verða
haldnar almennar kosningar til
þings, bæjar- og sveitarstjórna.
Kosningabaráttan í ár er af
mörgum talin vera í líkingu við
sumarið sem nú er Iiðið, afar
dauf og litlaus og að lítill hiti sé í
lykilmönnum baráttunnar. Jafn-
aðarmenn (Socialdemokraterna)
hafa stjórnað Svíþjóð í samvinnu
við Miðflokkinn (Centerpartiet) á
því kjörtímabili sem nú er að
Ijúka og hefur Miðflokkurinn
stutt jafnaðarmenn í að koma
málum sínum í gegn um þingið.
Jafnaðarmenn vilja að sjálfsögðu
gera allt til þess að halda völdum
áfram, en þetta eru fyrstu kosn-
ingar þeirra undir formennsku
Görans Persson.
Kosningarnar í ár eru þrátt fyr-
ir þetta merkilegar að mörgu leyti.
Carl Bildt, Ieiðtogi hægrimanna
(Moderaterna), reynir eftir
fremsta megni að leiða Svíum það
fyrir sjónir að nú þurfi virkilega að
skipta um stjórn og koma efna-
hagnum á skrið að nýju, m.a. með
því að lækka skatta. Ef Carl Bildt
tekst ekki að verða forsætisráð-
herra eru margir sem spá þvf að
hann muni á ný hverfa á vit verk-
efna á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, en hann var sem kunnugt
er háttsettur fulltrúi þeirra í fyrr-
um Júgóslavíu.
sem er neðarlega á lista, komist
inn á þing í skjóli tiltölulega fárra
atkvæða.
Áhugi kjósenda fyrir persónu-
vali er lítill ef marka má skoðana-
könnun sem birt var um síðustu
helgi. Þá sögðust 61% aðspurðra
ekki ætla að nýta sér þennan
möguleika og hafði þessi tala
hækkað um heil 15% á aðeins
nokkrum vikum.
Metfjöldi nýrra kjósenda
Fjöldi kjósenda sem nú kjósa í
fyrsta sinn er óvenju mikill, eða
um 600.000. Mjög mikilvægt er
því fyrir flokkana að ná til þessara
ungu kjósenda. Það virðist hins
vegar ekki ganga mjög vel og af
fjölmiðlum að dæma er mikið
áhugaleysi ríkjandi hjá ungum
kjósendum, sem margir segja sig
ekki eiga neitt sameiginlegt með
„gömlu" flokkunum. Þetta ætti
hinsvegar að geta komið Um-
hverfisflokknum (Miljöpartiet) til
Göran Persson.
Lítill áhugi á persónuvali
I ár verður bryddað upp á þeirri
nýjung að kjósendur geta kosið
einstaklinga í persónuvali, en
ekki bara flokkslista. Hver kjós-
andi má krossa við einn fram-
bjóðanda. Þetta fyrirkomulag
gæti hleypt fjöri í kosningarnar og
úrslit þeirra. Ef tekið er dæmi frá
kosningum til þingsins, þá þarf
frambjóðandi að fá átta prósent
greiddra atkvæða til flokksins í
kjördæminu til þess að komast
inn á þing og gæti þess vegna far-
ið upp fyrir efsta mann á lista
flokksins. Það er því alls ekki gef-
ið að sætaskipan Iistanna haldist
þegar upp verður staðið.
Nokkurs misskilnings hefur
gætt varðandi persónuvalið og í
hæklingi frá skattayfirvöldum
segir að kjósandi sem ekki krossi
við einn einstakan frambjóðanda
samþykki þar með uppröðun
flokksins. „Rangt,“ segir Tommy
Möller, stjórnmálafræðingur við
háskólann í Uppsala og einn
nefndarmanna sem hafa rannsak-
að áhrif persónuvalsins. Til þess
að samþykkja uppröðun flokksins
verði kjósandinn að krossa við
efsta mann listans. Ef kjósandi
krossar ekki við neinn, þá eftir-
lætur hann öðrum sem velja
frambjóðanda það að raða upp
frambjóðendunum til þings og
gæti þá farið svo að frambjóðandi
góða, en ungum kjósendum er
töluvert umhugað um þau mál-
efni. Gallinn er bara sá að annar
talsmaður flokksins, Marianne
Samuelsson, þykir afskaplega lit-
laus og slöpp í kosningabarátt-
unni og tekst því ekki að höfða til
ungra kvenkyns kjósenda. Hinn
talsmaður flokksins, Birger
Schlaug, hefur verið mun meira í
Carl Bildt.
sviðsljósinu og talað mikið um
eitt aðalmál flokksins í þessari
kosningabaráttu, styttingu vinnu-
tíma. Hann segir að stytting
vinnudagsins um 2 klst. geti
skapað tugi þúsunda nýrra starfa.
Dauðaþögn uni myntbanda-
lagið, EMU
Annað sem vakið hefur athygli er
dauðaþögn jafnaðarmanna um
EMU málefni. Svíar standa fyrir
utan myntbandalagið og hefur
Göran Persson sagt að málið
verði rætt eftir kosningar, þá skuli
lífleg umræða fara í gang. Carl
Bildt hefur gagnrýnt þetta harð-
lega, en hægrimenn vilja án
nokkurs vafa ganga inn í EMU,
og vilja að Svíþjóð verði með í
Evrópubandalaginu í einu og
öllu. Það vilja Þjóðarflokksmenn
(Folkpartiet), með nýjan leiðtoga,
Lars Lejonborg, í broddi fylking-
ar, einnig gera. Kristilegir
demókratar (Kristdemokraterna),
með Alf Svensson í fararbroddi
vilja láta þjóðaratkvæðagreiðslu
skera úr um þetta. Miðflokkur-
inn, Umhverfisflokkurinn og
Vinstriflokkurinn (Vánsterparti-
et) vilja hinsvegar ekki sjá Svíþjóð
í EMU.
Skoðanakannanir
Undanfarið hafa daglega birst
skoðanakannanir um fylgi flokk-
anna. Vinstriflokkurinn undir
formennsku Gudrun Schyman,
sem nú leiðir flokkinn í fyrsta
sinn í gegn um kosningar, hefur
töluvert sótt í sig veðrið og fengið
allt upp í 14% fylgi (fékk 6.2% í
kosningunum 1994). Ef þetta
gengur eftir verður þetta glæsi-
legur sigur fyrir flokkinn, sem
fékk hæst 10.3% í kosningunum
árið 1944, og Schyman persónu-
lega. Hún hefur gengið í gegnum
miklar raunir á síðustu misserum
og viðurkenndi í vor opinberlega
áfengissýki sína og fór í meðferð.
Þrátt fyrir þetta var hún endur-
kosin sem formaður flokksins.
Um síðustu helgi var svo birt ný
skoðanakönnun sem sýndi að
Kristilegir demókratar fengju um
9% fylgi. Þetta eru stór tíðindi
fyrir flokkinn, sem fékk 7.1% í
kosningum 1991, en aðeins
4.1% 1994. Skýringin á þessu er
talin vera sú að óánægðir kjós-
endur bæði frá jafnaðarmönnum
og hægrimönnum séu að flytja sig
til og geti jafnvel hugsað sér að
kjósa Kristilega í þetta sinn.
Jafnaðarmenn geta hinsvegar
ekki verið ánægðir með sínar töl-
ur í skoðanakönnunum. Flokkur-
inn hefur legið fyrir neðan 40%
og farið allt niður í 34%, sem
hrellir flokksmenn. Það stefnir
því í mun verri kosningu í þetta
sinn, en flokkurinn fékk 45.2%
árið 1994. Þetta hefur valdið
flokksforystunni verulegum
áhyggjum. Þrátt fyrir að engu sé
til sparað og flokkurinn fái ríku-
legan stuðning frá stærstu verka-
lýðssamtökum Svíþjóðar, LO
(Landsorganisationen), um 800
milljónir ís.kr., virðast margir
fylgismenn jafnaðarmanna vera á
báðum áttum og í nýlegri skoð-
anakönnun meðal járniðnar-
manna og bæjarstarfsmanna
(flestir í þessum hópum hafa ver-
ið gallharðir stuðningsmenn
flokksins í gegn um árin) kom í
Frá kosningafundi. Bildt og miðflokksleiðtoginn Dalé
Ijós að aðeins um þriðjungur
þeirra var ákveðinn í að kjósa
flokkinn, sem er mjög lágt.
Hægrimenn hafa legið á bilinu
25-30%, Þjóðarflokkurinn, Kristi-
legir demókratar, Umhverfis-
flokkurinn og Miðflokkurinn
hafa allir legið frá rúmum fjórum
prósentum til níu (4% er lágmark
til að koma manni á þing). Nýjum
leiðtoga Miðflokksins, Lennart
Daléus, hefur ekki tekist að hífa
flokkinn upp úr þeirri Iægð sem
fyrri formaður, Olof Johansson,
skildi eftir sig. Daléus hefur einn-
ig afþakkað áframhaldandi sam-
starf við jafnaðarmenn og vill
þess í stað skapa „Ríki miðjunn-
ar“ (Mittens rike), grundvallað á
góðri miðjupólitík. Honum hefur
hinsvegar gengið verr að útskýra
út á hvað þetta miðjunnar ríki
gengur.
Tvísýnt nm borgaralega
stjóm
Möguleikarnir á borgaralegri
meirihlutastjórn eru því ansi tæp-
ir eins og staðan er. I því sam-
starfi myndu t.d. Hægrimenn og
Miðflokksmenn ekki geta komið
sér saman um afdrif Barsebáck
kjarnorkuversins á Skáni, S-Sví-
þjóð, en ríkisstjórnin ákvað fyrr á