Dagur - 19.09.1998, Page 9

Dagur - 19.09.1998, Page 9
Xfc^ur LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1 9r9~8" - 9 kosniiigar gábarátta us takast á. þessu ári að loka því nú í sumar (sem hefur ekki gerst). Þetta var mikið kappsmál fyrir Olof Johans- son og gert samkvæmt þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fór fyrir 17 árum síðan. Hægrimenn vilja að Barseback starfi áfram, m.a. vegna þess að enn sé ekki kominn fram orkugjafi sem myndi fylla það raforkugat sem lokun Bar- seback myndi skilja eftir sig. Þeim finnst þetta líka einfaldlega heimskuleg orkupólitík. Nú er málið komið til Evrópudómstóls- ins og geta liðið nokkur ár þangað til málið fær lendingu. Jafnaðarmenn eru heldur ekk- ert alltof hrifnir af þeirri tilhugs- un að stjórna í samvinnu við Vinstriflokkinn, sem gæti mögu- Iega gefið af sér meirihlutastjórn, ef sósíaldemókratar fá yfir 40% fylgi og Vinstriflokkurinn um 10%. Gudrun Schyman vill t.a.m. fara hægar í sakirnar með afborg- anir erlendra skulda (sem nema um 1400 milljörðum sænskra króna), en þar vilja jafnaðarmenn ganga ákveðið fram á næsta kjör- tímabili. Helst vill Persson halda stöðunni eftir kosningar í sama formi og fyrir kosningar, þ.e. að jafnaðarmenn verði með einhvern lítinn og þægan smáflokk sér við hlið, sem þvælist ekki mikið fyrir „stóra stráknum“ í sænskri pólitík. Atvtnnuleysið og efnahags- mál afgerandi þáttur í kosn- ingimum Atvinnuleysi í Svíþjóð er gríðarlegt vandamál. Um 20% af síðustu fjárlögum (ca. 1500 milljarðar ís.kr.) soguðust upp vegna þess og nú eru um 500.000 Svíar án at- vinnu eða í svokölluðum „atvinnu- markaðsaðgerðum.“ Mörgum fínnst algerlega skorta á að jafnað- armenn hafi komið fram með hug- myndir og tillögur sem miða að því að minnka atvinnuleysið. Þessu hefur Göran Persson mót- mælt og sagt að besta meðalið gegn atvinnuleysi sé bættur fjár- hagur ríkisins, lágir vextir og lág verðbólga. Varla má ræða um skattalækkanir og hefur Persson engu Iofað í þeim efnum en segir að athuga megi málið á næsta kjörtímabili. Jafnaðarmenn hafa lofað hækkuðum barnabótum og lækkuðum dagheimilisgjöldum. Anders Sundström, ráðherra efna- hagsmála, sagði íyrr í mánuðinum að þetta jafngilti skattalækkunum, væri neysluhvetjandi og þar með atvinnuskapandi. Þetta væri því aðgerð sem miðaði að minnkuðu atvinnuleysi! Þess má geta að Sví- ar borga hæstu skatta í heimi, alls fara um 60% allra launa í beina og óbeina skatta. Hægrimenn vilja lækka skatta strax og einfalda regluverk á þann hátt að auðveldara verði að stofna og reka smáfyrirtæki, og þeir vilja afnema fjármagnstekjuskatt. Þeir vilja vinna gegn því „styrkjasamfé- lagi“ sem þeir kalla Svíþjóð, en ár- lega þurfa um 750.000 manns að lifa á svokölluðu „socialbidragi“, sem er opinber framfærslustyrkur. Hægrimenn vilja einnig að fleiri konur stofni og reki fyrirtæki, en samanburður við önnur lönd er óhagstæður sænskum konum að þessu leyti. Líklegt verður að teljast að smá- flokkarnir; Þjóðarflokkurinn (með frjálslynda hugmyndafræði), Um- hverfisflokkurinn og Kristilegir demókratar (þrátt fyrir gott fylgi í skoðanakönnunum) verði áfram í einskonar aukahlutverki eftir kosningarnar. AUir eru þessi flokk- ar veikir í eðli sínu og rödd þeirra veikist gagnvart risunum tveimur, þremur ef Vinstriflokkurinn fær góða kosningu. Einhver eða ein- hverjir þeirra gætu þó reynst nauðsynleg hjól undir næsta ríkis- stjórnarvagn í Svíþjóð, hvort sem það verður stjórn jafnaðarmanna eða hægrimanna. Allir flokkar hafa haldið öllu opnu í sambandi við hvernig stjórn þeir vilja mynda og hlýtur það að gera kjós- endum erfitt fyrir varðandi val sitt. En óhætt er því að fullyrða að næstu vikur verði spennandi í sænskum stjórnmálum. Helstu stefnumál • Jafnaðarmenn: Halda óbreyttri stefnu, lágir vextir, lítil verðbólga og aðhald í ríkisfjármálum skapa hagvöxt og fleiri störf. Áhersla á menntamál, heilsugæslu og umönnun eldri borgara. Bíða og sjá til með EMU. • Hægrimenn (Moderatar): Lækkun skatta fyrir alla. Einföldun á regluverki sem miðar að því að auðvelda nýsköpun og stofnun nýrra smáfyrirtækja. Þannig verði til ný störf. Svíþjóð verði fullgildur aðili að EMU. • Vinstriflokkurinn: Aukið réttlæti í samfélaginu. Lækkun skatta fyrir þá með minnstu tekjurnar. Fjármagnstekjuskattur. Svíþjóð úr Evrópu- bandalaginu. Minni afborgarnir erlendra skulda. Aukin réttindi kvenna. • Kristilegir demókratar: Bætt umhverfi fyrir börn. Aukin gæði í um- önnun og heilsugæslu. Harðari aðgerðir gegn glæpum. Aukið siðgæði í samfélaginu. Sveigjanlegra menntakerfi. Bætt umhverfi. Sósíalískur markaðsbúskapur, lækkun skatta með 30% skattamarkmiði fyrir alla launþega. Þjóðaratkvæðagreiðsla um EMU. • Þjóðarflokkurinn: Manneskjan í fyrirrúmi, barátta gegn hnignandi siðgæði í samfélaginu. Bætt umhverfi fyrir fyrirtæki, afnám ríkis og bæjarfyrirtækja. Lækkun skatta, sérstaklega þeirra sem hindra tilkomu nýrra starfa. Stöðvun niðurskurðar í heilsugæslu og umönnun eldri borgara. Svíþjóð fullgildur aðili að EMU. Lögreglan út á göturnar (NewYork - módelið). Bætt menntakerfi. • Umhverfisflokkurinn: 35 klst. vinnuvika í stað 40 og þar með 200.000 ný störf, markmið; 30 klst. vinnuvika. Fríár; launþegi getur tekið sér frí á fullum atvinnuleysisbótum til þess að hleypa öðrum at- vinnulausum að. Umhverfísvænt samfélag að öllu möguiegu leyti. Sví- þjóð úr Evrópubandalaginu. Kosningaaldur 16 ár. Aukin áhersla á at- kvæðagreiðslur almennings í bæjar- og sveitarstjórnarmálum og á þjóð- arvísu. • Miðflokkurinn: Manneskjan og umhverfið í fyrirrúmi. Völdum og áhrifum dreift meira en nú er. Afnám kjarnorku sem orkugjafa. 30 stunda vinnuvika. FRÉTTIR INNLENT Skiptastjóri sýknaður Hæstiréttur herur staðfest sýknudóm yfír Páli Skúlasyni lögfræðingi í máli sem höfðað var gegn honum til greiðslu skaðabóta fyrir að hafa brugðist skyldum sfnum sem skiptastjóri þrotabús. Kona sem stefndi Páli taldi hann eiga sök á því að þrotamaður fjarlægði ýmsa muni úr þrotabúinu, en undirréttur og Hæstiréttur voru á öðru máli. Páll var skiptastjóri þrotabús einstaklings sem átti Ióð og hús í landi Helgafells í Fellahreppi austur á Héraði. Konan gerði 4,6 millj- óna króna kröfu í búið og var rætt um að hún fengi eignirnar fyrir austan framseldar. Konan óttaðist að þrotamaðurinn kynni að ljar- lægja hluti úr húsinu og bað um að eftirlit yrði haft með því. Þrota- maðurinn fékk leyfí Páls skiptastjóra til að fara með lögreglumanni og fjarlægja nokkra persónulega muni og gám sem stóð á lóðinni og var í eigu hlutafélags. Lögreglumaðurinn fór hins vegar af vettvangi og þrotamaðurinn notaði tækifærið til að fjarlægja meðal annars úti- hurð, viðarofn, eldhúsinnréttingu, innihurðir, skápahurðir og teppi. Niðurstaða málsins var að tjón konunnar væri ekki á ábyrgð skipta- stjóra, enda hefði hann ekki vitað að lögreglan fór af staðnum og raunar ekki ástæða til að ætla að þrotamaðurinn myndi fjarlægja annað en persónuiega muni. — FÞG Aðalfimdiir í sambandi Aðalfundur Samtaka fískvinnslu- stöðva fór fram í gær í Skíðaskálan- um í Hveradölum. Fundurinn hef- ur verið haldinn þar síðustu ár en fundarstaðurinn hefur valdið nokkrum taugatitringi hjá þeim fískvinnsluforkólfum sem ekki geta skilið farsímann við sig eina ein- ustu mínútu þar sem ekki hefur verið GSM-símasamband á fundar- staðnum. Guði sé lof, sögðu aðrir. Nú geta þessir menn aftur tekið gleði sína því Landssíminn hefur bætt úr þessu og er nú GSM-sam- band í Hveradölum en vara skal hins vegar við því að fara niður í beygjuna fyrir neðan skálann, þar er algjört „black-out" á stuttu svæði. — GG Fulltrúar á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva voru í símsambandi í gær en hér gefst kaffistund milli stríða. Ósáttur vegna Crew Hjalti Kristjánsson, sérfræðingur í heimilislækningum hjá Heilbrigð- isstofnun Vestmannaeyja, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með af- greiðslu Hollustuverndar ríkisins á Crew hárkremi. Hollustuvernd rannsakaði kremið og umbúðir þess eftir að ungur maður leitaði til læknis í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð. Kremið hafði Iekið niður í augu hans og valdið nokkrum bruna og voru áhöld um hvort kremið væri í samræmi við lög. Mat Hollustuverndar var að ekkert væri at- hugavert en Hjalti segist alls ekki geta fallist á að það sé álitamál hvort áritanir á kreminu uppfylli reglugerð. Letrið á innihaldslýsingu sé allt of smátt og ólæsilegt. „Ég get ekki heldur fallist á að það hafi ekki skipt máli í sambandi við umrætt slys og varð fyrir vonbrigðum með afgreiðslu yðar. Að öðru leyti fínnst mér virðingarvert að þið hafið gert ýtarlega úttekt á þessu,“ segir í bréfi Hjalta til Hollustuverndar vegna málsins. — BÞ C-17 heim Hin gríðarmikla her- gagnaflutningavél banda- ríska hersins, sem flutti Keikó „heim“ til Islands, er nú sjálf farin heim eft- ir töluverða hrakninga. C-17 flugvélin laskaðist töluvert á hjólabúnaði við lendinguna með Keikó í Eyjum, en vel gekk að gera við skemmdirnar Hér má sjá C-17 vélina á þegar vélin komst loks í Vestmannaeyjaflugvelli þar sem hún lokaði hiiSi _______fyrír flugumferð. Flugleiðir lánuðu Bandaríkjamönnum flug- skýli fyrir viðgerðina og komu allmargir sérfræðingar að vestan til að bjarga vélinni frá íslandi. „Þetta skotgekk. Þeir voru leiftursnöggir að þessu,“ segir Baldur Bragason yfirflugvirki hjá Flugleiðum. C-17 var komin út á braut ferðbúin um áttaleytið á miðvikudagskvöld og hélt af landi brott heim á leið í býtið í gær. — FÞG Norðurlönd og kalda stríðið Á aðalfundi Sögufélagsins, sem haldinn verður í dag í Þjóðarbók- hlöðunni og hefst kl. 14, mun dr. Valur Ingimundarson sagnfræðing- ur flytja erindi um Norðurlöndin og kalda stríðið. Á mörkum sam- stöðu og hlutleysis nefnist fyrirlesturinn. Fundurinn er öllum opinn. Leiðrétting Gísli Marteinn Baldursson, fréttamaður á Sjónvarpinu, var rangfeðr- aður í Degi í fyrradag og sagður sonur Baldurs Hermannssonar. Það er ekki rétt og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu rang- hermi. Foreldar Gísla Marteins eru Baldur Gíslason kennari og Elísabet Sveinbjörnsdóttir, leikskólakennari.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.