Dagur - 19.09.1998, Page 12

Dagur - 19.09.1998, Page 12
12- LAVGARDAGVR 19. SEPTEMBER 1998 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 19. sept. ■ KNATTSPYRNA Coca Cola bikar kvenna Laugardalsvöllur Kl. 15:30 Breiðablik - KR 1 ■ deild karla Kl. 14:00 KA - Skallagrímur Kl. 14:00 FH - Fylkir KI. 13:00 Breiðablik - HK Kl. 14:00 KVA - Þór Kl. 14:00 Víkingur - Stjarnan ■ ALMENNINGSHLAUP Götuhlaup FH Hlaupið hefst við Suðurbæjar- laug kl. 13:00. Vegalengdir eru 3, 5 og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 10 ára ogyngri (600 m), 11-14 ára (1,3 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára og 40 ára og eldri 5 eða 10 km). Allir sem ljúka hlaupi fá verðlaun. Frítt í sund. Sunnud. 20. sept. ■ KNATTSPYRNA Landsímadeildin Kl. 14:00 ÍA - Þróttur KI. 14:00 ÍBV - Leiftur Kl. 14:00 Keflavík - KR Kl. 14:00 Fram - ÍR Kl. 14:00 Valur - Grindavík ■handbolti Nissadeildin Kl. 20:00 ÍA - Þróttur Kl. 20:00 ÍBV - Leiftur Kl. 20:00 Keflavík - KR Kl. 20:00 Fram - ÍR KI. 20:00 Valur - Grindavík ÍÞRÓTTIK A SKJÁNUM Laugaid. 19. sept. Knattspvma Kl. 15:30 Bikarkeppni kvenna Breiðablik - KR Bein útsending frá úrslitaleik í bikarkeppni kvenna. Körbubolti Kl. 12:30 NBA-molar Knattspvrna Kl. 12:00 Beint í mark Ensku mörkin Kl. 16:00 Enski boltinn Leeds - Aston Villa Ameríski fótboltinn Kl. 17:00 NFL-deildin Knattspvrna KI. 18:25 Spænski boltinn Real Madrid - Barcelona Hnefaleikar Kl. 22:45 Hnefaleikar Endursýnt frá Las Vegas M.a. leikur Oskar de la Hoya og Julio Cesar Chavez. Kl. 00:45 Hnefaleikar Bein útsending frá Atlanta. Keppni heimsmeistarans Evander Holyfield gegn Vaughn Bean. Sunnud. 20. sept. Knattspvrna Kl. 13:50 Landsímadeildin Bein útsending frá leik Vals og Grindavíkur. Kl. 17:00 Fótboltasyrpa Svipmyndir frá leikjum 17. umferðar. Handbolti Kl. 22:05 Helgarsportið 1. umferð Nissandeildarinnar 1181 Körfubolti Kl. 11:55 NBA-kvennakarfan Knattspvrna Kl. 16:50 ítalski boltinn Juventus - Cagliari Knattspvrna Kl. 13:55 íslenski boltinn. Landsímadeildin Keflavík - KR Kl. 16:00 Enski boltinn Arsenal - Man. United Kl. 20:30 ítalski boltinn Inter Milan - Piacenza Kl. 22:40 íslensku mörkin Svipmyndir ffá 17. umferð Landsímadeildarinnar. Golf Kl. 23:35 Golfmót í USA PGAUS 1998. Það er skammt stórra högga á milli í boxinu, en nú um helgina mætast þungavigtarkapp- arnir Evander Holyfield og Vaughn Bean í hringnum í Atlanta og keppa um heimsmeist- aratitil IBF. Sýnt verður beint frá bardaganum á Sýn klukkan 00:45 á laugardagskvöld. Holyfield. Stefiiirí hörkuleik Breiðablik og KR leika í dag til úrslita í bikar- keppni kvenua á Laug- ardalsvelli og hefst leikurinn klukkan 15:30. Tekst KR aö vinna tvöfalt í ár, eða vinnur Breiðablik bik- arinn í sjöunda siun? Lið Breiðabliks sem hefur unnið bikarinn tvö síðustu árin sigldi lygnan sjó í gegnum Meistara- deild kvenna í sumar og lenti þar í þriðja sæti með 29 stig, en KR- stelpurnar eru núverandi ís- landsmeistarar og sýndu það í sumar að þær voru með besta liðið í deildinni. En allt getur gerst í bikarnum og hefðin er Breiðabliksmegin. Þær hafa átta sinnum leikið til úrslita f bikarnum og sex sinnum sigrað. KR hefur aftur á móti tvisvar áður komist í úrslitaleik- inn og tapað 0:1 í bæði skiptin. Arið 1994 gegn Breiðablik og 1995 gegn Val. Þær eru því ör- ugglega orðnar hungraðar í bik- arinn og allt er þegar þrennt er, eins og sagt er og enn meira spennandi að vinna tvöfalt. Sigurvegari bikarkeppninnar fær til varðveislu í eitt ár glæsi- legan bikar sem gefinn var af borgarstjóranum í Reykjavík, ásamt eignarbikar frá Vífílfelli. Einnig fær sigurliðið 300.000,- króna verðlaunafé ffá Vífílfelli og tapliðið 150.000,- krónur. Það er því til mikils að vinna fyrir liðin og örugglega ekkert gefíð eftir, í hörkuúrslitaleik í Laugardalnum. Dómari leiksins er Jóhannes Valgeirsson og aðstoðardómarar þeir Rúnar Steingrímsson og Eyjólfur Finnsson. Varadómari er Einar Sigurðsson og eftirlitamað- ur Eiríkur Helgason. BRIDGE Gylfi vann tvöfalt Svona leitJón Baldursson út árið 1975 [annar t.h. í aftari röðj. Þá var hann þrátt fyrir ungan aldur kominn í landsliðið i bridge sem er samankomið á myndinni. Jón vann lokamót Sumarbridge 1998 ásamt félögum sínum. Það varð ljóst um mitt sumar að Gylfi myndi sigra í brons- stigakeppni Sumarbridge 1998 í Reykja- vík. Forystan var aldrei í hættu og varð lokastaðan þannig: 1. Gylfi Baldursson 653 bronsstig 2. Eggert Bergsson 441 3. Vilhjálmur Sigurðss. jr. 435 4. Jón Viðar Jónmundsson 407 5. Jón Steinar Ingólfsson 398 6. Steinberg Ríkarðsson 368 7. Hermann Friðriksson 367 8. Isak Orn Sigurðsson 365 9. Friðjón Þórhallsson 363 10. Þorsteinn Joensen 357 Gylfi og Anton til Homafjaið- ar Eins og flestir vita, tóku Gylfi Baldursson og Anton R. Gunn- arsson snemma forystu í Horna- fjarðarleik Sumarbridge 1998. Ekki var líklegt að Gylfí yrði sleg- inn út, en Anton þótti ótryggur með verðlaunin í nær allt sumar. Anton hélt samt velli þrátt fyrir að margir kæmust nálægt því að slá hann út, og fá Anton og Gylfi því gistingu á Hótel Höfn, keppn- isgjöld og flugferðir á Hornafjarð- armótið í tvímenningi sem haldið verður 25.-27. september n.k. Landsbréf sigmðu á lokamót- inu Lokamót Sumarbridge 1998 var haldið á laugardaginn var, 12. september. Otrúlegur fjöldi sveita mætti til Ieiks, 40 sveitir, og var spilaður sjö umferða Monrad með átta spila Ieikjum. Má segja að nær allir sem spil- uðu reglulega í sumarbridge hafi verið með í þessu móti, en auk þeirra mættu margir spilarar sem lítið hafa spilað í sumar. Nokkrar af okkar alsterkustu sveitum voru með í mótinu, má þar nefna tvær Landsbréfasveit- ir, Marvin, Nýherja og Júlíus Sigurjónsson. Var auðvitað reiknað með að þessar sveitir myndu beijast um sigurinn. Nokkrar sveitir komu skemmti- lega á óvart og náðu frábærum árangri. Þar ber hæst árangur sveitar Hermanns Friðrikssonar (Hermann, Hlynur Angantýsson, Gísli Þórarinsson, Þórður Sig- urðsson og Guðjón Einarsson). Þessi sveit tapaði engum leik þrátt fyrir erfiða andstöðu, t.d. báðar Landsbréfasveitirnar og Marvin. Endaði sveitin að lokum í þriðja sæti. Vel gert ! Einnig má nefna sveit Oldu Guðnadótt- ur (Alda, Kristján Snorrason, Jón Ag. Guðmundsson, Guðjón Stefánsson og Jón Björnsson) sem sigraði fimm fyrstu leiki sína stórt, m.a. Landsbréf 19- 11. Sveitin Iauk keppni í 4-5. sæti ásamt sveit Notabene (Sig- mundur Stefánsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Guðmundur Baldursson og Egill Darri Brynj- ólfsson). Notabene skaust upp töfluna með því að fá 74 stig út úr 3 síðustu umferðunum. Onn- ur Landsbréfasveitin (Anton Haraldsson, Sigurbjörn Haralds- son, Jón Baldursson og Magnús Magnússon) sigraði á þessu móti eftir æsispennandi lokaumferð þar sem margir áttu möguleika á sigri. I öðru sæti varð sveit Júlí- usar Sigutjónssonar (Júlíus, Sig- urður Vilhjálmsson, Sveinn R Eiríksson, Erlendur Jónsson, Hjördís Eyþórsdóttir og Curtis Cheek). Stigin skiptust annars svona á milli efstu sveita: 1. Landsbréf 143 2. Júlíus Siguijónsson 138 3. Hermann Friðriksson 135 4. -5. Alda Guðnadóttir 134 4.-5. Notabene 134 6. Landsbréf b.r. 130 7. Marvin 127 8. Nýherji 126 9. Málning 123 10. Stefán Garðarsson 122 Lokamót Sumarbridge 1998 fór í alla staði vel fram og má segja að fólk hafí almennt verið komið til að skemmta sér, því andinn í spilasölunum var óvenju léttur og skemmtilegur allan tímann. Það þurfti nánast aldrei að kalla út keppnisstjóra og er það frekar óvenjulegt núorðið. Valdimar til Lundima I verðlaunaafhendingu Loka- mótsins var ýmislegt skemmtilegt á dagskrá. Fyrst fengu vikumeist- arar sumarsins vinninga sína, gjafabréf á tvö veitingahús í borg- inni, LA Café og Þijá Frakka hjá Úlfari. Svo var dregið í happ- drætti Iokamótsins og fengu tveir þátttakendur óvænta vinninga. Ingibjörg Ottesen og Sigtryggur Jónsson voru dregin úr pottinum og fengu gjafabréf, Ingibjörgá Café Óperu og Sigtryggur á Hót- el Holt. Næst fengu Gylfi Bald- ursson, Eggert Bergsson og Vil- hjálmur Sigurðsson jr. verðlauna- gripi fyrir frammistöðu sína í sumar, en að því loknu voru verð- Iaun fyrir Iokamótið afhent. Loks var komið að rúsinunni í pylsu- endanum, dregið var í happdrætti Samvinnuferða-Landsýnar og Sumarbridge 1998. Vinningurinn var ferð fyrir tvo til Lundúna. Það var Valdimar Sveinsson sem hreppti hnossið, til hamingju með það! Helgi Jóhannsson, for- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, kom á staðinn og afhenti þessi verðlaun. Verðlaunaafhending- unni Iauk með því að mótinu var slitið á hefðbundinn hátt. BA byrjar vetrarstarf Vetrardagskrá Bridgefélags Akur- eyrar hófst sl. þriðjudag með tveggja kvölda tvímennningi. Mótið er styrkt af Sjóvá-Almenn- um og eru Stefán Stefánsson-Sig- urbjörn Haraldsson efstir þegar 27 spil hafa verið spiluð. Þeir skoruðu 265 stig, Pétur Guðjóns- son-Grettir Frímannsson 254 og Magnús Magnússon-Haukur Grettisson eru þriðju með 236 stig. Spilað verður í Hamri á þriðjudagskvöldum í sumar og auk þess verða eins kvölds tví- menningar á sunnudögum. Keppnisstjóri: Anton Haraldsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.