Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 199 8"-“' 33 LÍFIÐ í LANDINU L. A Þæreru hörðustu Ijóskurí lieimi. Þær erufallegar. Þær eru ríkar. Þær erurokkekkjur Rolling Stones, sem afneita sextugsaldrínum. Jerry Hall, eiginkona Rollingsins Mick Jagger, er kona sem ekki bindur sína bagga sömu hnútum og samferðarfólkið. Hún var að- eins 16 ára gömul þegar hún, árið 1973, hélt til Parísar, með heima- smfðaða ferðatösku. Hún var bæði leggjalengri og heppnari en flestar stúlkur með sömu drauma, fékk strax að reyna sigsem fyrirsæta; forsíðan á Newsweek var stóra stökkið fram í sviðs- ljósið. Bryan Ferry, jakkafatapopparinn í Roxy Music, sá forsíðumyndina á Newsweek og heillaðist upp úr skónum. Stúlkan varð að prýða næsta plötuhulstur hljóm- sveitarinnar. Aralangt ástarsamband tók við. Svo var það 22. maí árið 1976 að Ferry gerði sín mestu mistök. Hann fór með kærustuna á tónleika hjá Rolling Stones og kynnti Jerry sína fyrir Mick Jagger. Jagger varð að fá hana. Það var ekki fyrr en faðir Jerry andaðist, árið 1978, að hún sagði skilið við Bryan Ferry. Hann reynd- ist ekki sá vinur í raun þegar hún var í sárum eftir föðurmissinn, en Jagger kom til sögunnar eins og prins úr austur- lensku ævintýri. Samhand þeirra hófst og stendur enn. Krydd í tilverima Það er hin ótrúlega þolinmæði Jerry Hall sem haldið hefur hjónabandi þeirra sam- an. Oft sást Jagger í fylgdarskap föngulegra kvenna sem ekki létu sér nægja að spila lönguvitleysu við kyntáknið. A meðan sinnti Hall vinnu sinni sem ofurfyrirsæta auk þess að sjá um heimilishaldið. Þó kom að því að þolinmæði þraut og hún fór sjálf á stjá. Þegar Jagger sá myndir af eiginkónunni í slúðurblöðunum, með bandarískan milljarðamæring upp á arm- inn, fór um kappann. Hann var hræddur um að missa það eina sem hann ekki vildi missa, Jerry Hall. Hjónabandið var end- urskipulagt og ástarglóðin, sem ekki var alveg kulnuð, varð að báli á ný. Fjórða barnið kom í heiminn og fjölskyldulífið blómstraði. Sex hetmili Húsnæðisskortur plagar ekki hjónakornin því þau eiga sex heimili víða um heiminn. Glæsilegast þeirra er höllin í Loiredaln- um í Frakklandi. Hin eru í London, New York, Mustiqe í Vestur Indíum og tvö í Texas, en þaðan er fyrirsætan. Þau eru höfðingjar heim að sækja. Hún sér sjálf um að skipuleggja veislur, ákveða mat og skreytingar, auk þess sem hún vel- ur bækurnar sem bíða á náttborðum gesta. Hún tínir blómin sjálf sem hún skreytir með og kunnugir segja með þeim fegurri sem fyrir sjónir manna ber. Þeir sem heimsótt hafa Jagger hjónin í frönsku höllina segja það veislu sem aldrei muni gleymast. Jerry Hall er full- kominn gestgjafi. Ofurfyrirsæta og herófnflak: Patty Hansen og Keith Richards Keith Richards var svo sem ekki á flæðiskeri staddur í kvennamálum þegar hann kynntist Patty Hansen, sem þá var ofurfyrirsæta og leikkona. Kynni þeirra hófust á afmælisdegi gítarhetjunnar þeg- ar ungfrú Hansen mætti í afmælisteiti Keiths með fyrirsætunni Jerry Hall. r\uiiuuiai a uar\ viu uicniaiia. jcuy nan lét drauminn rætast. Hún er sögð ótrúlega þol- inmóð. Patti Hansen kom með Hall I afmælið og varð fjórða hjólið. Shirley Watts þolir ekki ímynd Rollinganna. Jo Wood deilir öllu með Ronny, jafnvel fangavist. Ekkert var líkt með afmælisveislunni og safnaðarfundum hvítasunnumanna og guðsótti og góðir siðir þvældust ekki fyrir veislugestum. Heróínið flæddi um borð sem og aðrir vímugjafar og gestir voru Iausgirtir. Fáir þó Iausgirtari en gestgjaf- inn, sem ásamt þáverandi sambýliskonu sinni, Anitu Pallenberg, deildi sæng með viðhaldi sínu Lilly Green og gleðikonu sem kappinn hafði fengið í afmælisgjöf. Patty sló til og varð fjórða hjól undir vagni kappans þá nóttina. Upp úr veisl- unni tókust með þeim ástir. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig það megi vera að hjónaband þeirra haldi enn í dag, slíkur sem lifnaðurinn Keiths hefur verið allt fram á síðustu ár. Vinir þeirra segja hana nákvæmlega þá sterku- konu sem Keith þurfti. Hún er hundtrygg og mikill vinur vina sinna sem hún velur af kostgæfni. An hennar væri Keith Ric- hards allur. Samfarir þeirra hafa í tvígang borið ávöxt og erfingjarnir heita Theodora sem er 14 ára og Alexandra sem er 12 ára. Kjamgóður morgimverður Keith Richards hefur margsagt að hann hefði aldrei losnað úr klóm heróínsins nema með hjálp Patti. En það voru fleiri vímugjafar sem héngu eins og öskupokar á gítarleikaranum. Hass og kókaín voru daglegt fóður hans í Ijölda ára auk þess sem hann bruddi LSD eins og heilbrigð- ur Islendingur étur Opal. Þrátt fyrir góða sigra í bardaganum við vímugjafana er bakkus kóngur er enn í vinahópi rokkar- ans. Og hvern einasta dag sem hjónin eru saman tekur Patti Hansen til hinn óvið- jafnanlega morgunverð, sem blæs honum andanum í brjóst, hamborgari með frönskum skolað niður með Vodka. Heimilið er herragarður: Shirley og Charly Watts Charlie og Shirley Watts eru af allt öðru sauðahúsi en félagar þeirra í Rolling Sto- nes. Þau hittust á krá í London þar sem Charlie spilaði í blúshljómsveit. Trommarinn fékk símanúmerið hjá döm- unni og fáum dögum seinna bauð hann henni út að borða. Þetta gerðist árið 1962 og síðan hafa þau haldið saman, utan fárra mánaða skilnaðar og notið lífs- ins í ríkum mæli. Þau eiga eina dóttur, hina þrítugu Serafina, Svo merkilegt sem það nú er eru Watts hjónin lítið fyrir rokktónlist gefin og koma helst ekki nálægt henni í frístund- um sínum. Þá er það jassinn og big band tónlistin sem heillar. Þau hafa sáralítið segir að þær tilraunir hafi aðeins verið gerðar til þess að prófa hana, hvort hún stæðist sambandið við Wood og væri honum trú. Jo Wood var í klausturskóla og hneykslaði nunnurnar þeg- ar myndir birtust af henni í vafasömu ensku dagblaði, þar sem hún sprangaði um fáklædd og faldi fátt. Árið eftir var hún kosin „andlit ársins" í Englandi, nunnurnar voru kvaddar, ekki með virktum, og hið ljúfa líf Lundúna tók við. samband við hina Steinana fyrir utan vinnuna og mæta sjaldan í partíin eftir tónleika. Hinir fjórir veggir sveitaseturs- ins eru þeirra helgi staður og þar halda þau vinum og vandamönnum veglegar veislur. Glæsilegt 20 hesta hús er á land- areigninnni og reiðhestarnir eru 15 arab- ískir gæðingar. Þau eiga einnig 18 hunda og slatta af köttum. Hver er Shirley Watts Shirley Watts er 55 ára, jafn gömul Charlie og var aldrei í sviðsljós- inu,hvorki áður en hún hitti trommar- ann né eftir. Hún er myndhöggvarýút- skrifuð frá Royal Col- lege of Art í London. Hún var einnig metn- aðarfullur knapi og náði góðum árangri á hestum. Fullkomin vinnustofa og gallerí er á sveitasetrinu og þar segist hún hafa allt sem hún þarf. En hvað segir Shirley um Iífið með Rolling Sto- nes? „Það var hörmulegt að láta kasta sér inn í hringiðju RoIIing Stones. I 25 ár var ég ekki með sjálfri mér. Mér líkar ágætlega við strákana í Stones þó ég geti ekki hugsað mér að lifa lífi rokkaranna. En ég kann ekki að meta meðferð þeirra á kvenfólki. Þeir bera enga virð- ingu fyrir konum.“ Shirley segir að líf þeirra hafi teldð miklum stakkaskiptum eftir að þau Ieituðu sér hjálpar á áttunda áratugn- um. Hún vegna áfengisvanda og hann vegna óhóflegrar heróínneyslu. í stríði við Mick og Keith, Jo og Ron Wood Eins og Mick og Keith krækti Ron Wood sér í sýningar- stúlku, jafnöldru Hansen og Hall, 42 ára. Sú heitir Jo Howard og hefur alla tíð þurft að beijast fyr- ir sínu innan Rolling- anna. Einkum var það Mick sem var henni erfiður ljár í þúfu og reyndi oft að kom- ast yfir hana. Hann Enginn rokkari Jo Howard og Ron Wood hittust fyrst í samkvæmi í London árið 1977, en það var ekki fyrr en árið 1985 sem þau gengu í það heilaga, ef eitthvað er Ron Wood heilagt. Börnin eru tvö, Lea 20 ára og Tyron 14 ára. Ekki fer miklum sögum að fyrirsætustörfum Jo hin seinni ár en talsvert fer fyrir henni á öldurhúsum Lundúna. Sambúð Ronny og Jo Wood hefur markast mjög af mikilli eiturlyfjaneyslu og alls kyns óreglu. Þau hafa þó alltaf staðið fast saman, í gegn um súrt og sætt, innan og utan fangelsismúranna þar sem þau hafa stundum þurft að gista þegar kókaín hefur fundist í fórum þeirra. Heimilishald þeirra mun ekki vera fast í reipunum. Vinir þeirra segja þó að Ron og Jo séu mest jarðbundin af Steinunum, umgangist mest almúgann og haldi tryggu sambandi við æsku- vim sina. - GÞO Jerry Hall, frægust af þeim fræknu sem halda Steinunum heimili - með öðru.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.