Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 - 21" " Þann 1. október 1786 hvarfprestur áferð milli bæja ogfannstaf honum hvorki tangur né tetur. Hvaifið varð umtalað um land allt og upphaflanglífra frásagna sem settar verða á svið Þjóðleik- hússins um næstu helgi. Rétt við þjóðveg 1 í Skagafirði stendur Miklibær, prestssetrið þar sem séra Oddur Gíslason bjó á ofanverðri 18. öld. Þjóð- sagan um ástir séra Odds og Sólveigar ráðskonu hans er flestum kunn og heillaði ekki bara ímyndunarafl almennings á þeim tíma, skáld og höfundar hafa fundið þar dramatískan efnivið: Hart er í hófi frostið; hélar andi ú vör. Eins og auga brostið yfir mannsins för... Bergmúl brýzt og líður bröttum eftir fellum. Dunar dátt í svellum: Dæmdur maður ríður! Þannig orti stórmennið Einar Benediktsson um hinstu ferð séra Odds. Ofsótti ástmannmn Það er kannski rétt að rifja upp fyrir þeim sem hafa horft á Þjóðsögur Jóns Árnasonar ryk- falla upp í hillu að atburðarásin er í stuttu máli sú að Solveig og séra Oddur leggja ást hvert á annað, hún vill giftast en prest- ur vildi ekki kvænast henni. I örvinglan sker Solveig sig á háls en tekst í andarslitrunum að segja vinnumanni nokkrum að hún vilji láta grafa sig í kirkju- garði. Biskup bannaði séra Oddi að grafa Solveigu, þar sem hún hafði sálgað sér sjálf, og var hún því dysjuð utan garðs. Solveig hafði þar með verið tvívegis svikin af ást- manninum og tók því að of- sækja. hann. Af ótta við hefnd afturgöngunnar var Oddi ætíð fylgt heim að húsdyrum er hann var á ferð um héraðið. Svo var það eina nótt að Oddur skilaði sér ekki heim. Menn voru ekki lengi að setja saman tvo og tvo: Solveigu hafði nú tekist, 8 árum eftir dauða sinn, að ná fram hefndum. Og það er eigi undarlegt að mönnum hafi þótt eitthvað grunsamlegt við þetta hvarf - ekki var nema um kílómeter milli bæjanna. Hötuð fordæða Ragnar komst fyrst í tæri við söguna í Lestrarbók Sigurðar Nordals en býr auk þess í Varmahlíð í Skagafirði, rétt í næsta nágrenni við sögusviðið. „Það er margt í þessari þjóð- sögu sem á erindi við okkur á öllum tímum. Þetta er saga um unga stúlku sem umbreytist í hataða fordæðu. Það er nokkuð sem gerist á öllum tímum. En framar öllu öðru er þetta auð- vitað saga um heita ást í mein- um. Frásagnir af hvarfi Odds eru fjöldamargar enda um fátt meira rætt á sínurn tíma. „Elins vegar er ákaflega lítið vitað um samband Odds og Solveigar og veit enginn hvað var raunveru- Iega á milli þeirra,“ segir Ragn- ar og hefur hann því þurft að semja í eyðurnar því allur fyrri hluti leikritsins er helgaður ást- arsambandi þeirra Odds og Sól- veigar. Seinni hlutinn gerist níu árum síðar, að mestu daginn sem Oddur hverfur. Oddux birtist á miðilsfundum Grétar Reynisson, leikmynda- og búningahönnuður uppfærsl- unnar, vaknaði upp með skrýtna tilfinningu á fimmtu- dagsmorgun - sem reyndist eiga sér skýringu. Dagatalið sýndi að kominn var 1. október, það voru nákvæmlega 212 ár frá því séra Oddur hvarf. Það var því viðeigandi að góma þá Grétar og Þórhall Sigurðsson, leik- stjóra, í stutt spjall þennan merldsdag. „Þetta var náttúru- lega skrautlegt tímabil í Is- landssögunni," segir Þórhallur, og vísar til þess að móðuharð- indin urðu á þessum tíma („þau gerast í hléi hjá okkur," skaut Grétar inní), þegar fimmtungur landsmanna dó og megnið af kvikfénaði. Arið 1937 var frásögnin enn svo megn í hugum Skagfirðinga að þeir fengu biskupsleyfi til að grafa Sólveigu upp og leggja hana í vígða mold. Oddur hafði verið farinn að birtast þeim á miðilsfundum og „þeim fannst þeir eiga henni ógreidda skuld að gjalda,“ segir Þórhallur. En hvað gera þeir við alla þá heim- ildavinnu og þekkingu sem þeir hafa aflað sér um þessa sögu og tímabilið? „Ja, þetta er náttúru- lega engin þjóðháttafræði, þetta er Ieikhús," segir Þórhall- ur en bætir því við að nauðsyn- legt sé að þekkja bakgrunninn til að geta losað sig frá hinum sögulega raunveruleika. Nútfmaleikrit Því verður þjóðminjunum ekki hrúgað á sviðið til að endur- skapa baðstofuna. Þetta er nú- tímalegt leikrit, segir Þórhallur, ekkert flúr og stíllinn er knapp- ur. Þeir leitast við að ná stemnningunni, þrúgandi and- anum sem hvíldi yfir þjóðinni á þessum niðurlægingartímum. Þannig fór hópurinn t.d. norð- ur í Skagafjörð, þar sem Vigdís Gunnarsdóttir (Sólveig) reyndi að drekka í sig afturgönguna með því að Ieggjast á leiði Sól- veigar en séra Odd leikur Þröstur Leó Gunnarsson. Fyrsta túlkunin sem skýtur upp í kolli nútímamanns hlýtur að vera að Oddur hafi fyrirfarið sér - ella hefði líkið átt að finn- ast en menn leituðu hans dög- um saman eftir hvarfið. En Oddur var sonur Hólabiskups og sjálfsmorð, ef um það var að ræða, hefði að sjálfsögðu ekki mátt spyrjast út. Afturganga fordæðunnar Solveigar hefði þá getað þótt hentug til að hylma yfir sjálfsmorðið. „Menn sitja uppi með sam- viskubit og ætli það hafi ekki verið samviskubitið sem kallaði fram drauginn. En hitt er nátt- úrulega miklu betri saga,“ sagði Þórhallur. Og er það efalaust að margir hafa trúað drauga- söguútgáfunni af hvarfinu. Þeim hinum sömu hefði sjálf- sagt einnig þótt eitthvað grun- samlegt við það að hljóðið hvarf af upptökutæki blaðamanns. Þann 1. okt. 1998 í leikmynd Miklabæjarkirkju á stóra sviði Þjóðleikhússins. -LÓA ÞJ ÓÐLEIKHIJ SIÐ Sýnt á stóra sviði ÓSKASTJARNAN - Birgir Sigurðsson í kvöld Id. - sud. 11/10. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. SÓLVEIG - Ragnar Arnalds Frumsýning Id. 10/10 örfá sæti laus - 2. sýn. fid. 15/10 örfá sæti laus - 3. sýn. föd. 16/10 örfá sæti laus BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA - Astrid Lindgren á morgun kl. 14:00 örfá sæti laus - sud. 11/10 kl. 14:00 örfá sæti laus Sýnt á litla sviði kl. 20:30 GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Hunstadt/Bonfanti Id. 3/10 nokkur sæti laus - föd. 9/10 örfá sæti laus - Id. 10/10. Sýnt í Loftkastala kl. 20:30 LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Id. 3/10-föd. 9/10 ath. takmarkaður sýningarfjöldi. Sala áskriftarkorta stendur yfir. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar. Almennt verð áskriftarkorta er kr. 8.700 Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr. 7.200 Miðasalan er opin mánud. - þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 551-1200. á&UÆIKFF.LAGlÉá B^REYKJAVÍKURJ® BORGARLEIKHÚSIÐ KORTASALAN ER HAFIN Stóra svið kl. 20:00 eftir Jim Jacobs og Warren Casey fös. 2/10, örfá sæti laus lau. 3/10, kl. 14 sun. 4/10 Munið ósóttar pantanir Stóra svið kl. 20:00 SEX f SVEIT eftir Marc Camoletti fim. 8/10 40. sýning fös. 9/10, uppselt lau. 17/10, kl. 23.30 Stóra svið kl. 20:00 (SLENSKI DANSFLOKKURINN NIGHT, Jorma Uotinen STOOLGAME, Jiri Kylián LA CABINA 26, Jochen Ulrich 2. sýning lau. 3/10 3. sýning fim. 15/10 Takmarkaður sýningafjöldi. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 - 18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.