Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 8
 =r^ 24-LAUGAKDAGUR 3. OKTÓBER 199 8 LÍFIÐ í LANDINU „Ég er hlédrægur og held mér frek- 1 ar tll baka. Mér er ekki vel við mikla | athygli. Hitt er annað mál að ég geri | mér grein fyrir því að sem rektor verð f ég að koma fram útávið fyrir hönd skólans til að vekja athygli á því sem t við erum að gera. Ég reyni að vera , virkur iþví en ég held alltaf dálítið í aftur af mér í því hlutverki." f ~ ' i ' < [ ' ' f. f t Þorsteinn Gunnarsson er rektorHáskólans á Akureyri. Hann hefur staðið í eldlínunni við útbreiðslu háskóla- náms á landsbyggð- inni. Hann er hlédræguren nýtur starfsins, trúirá framtíð skólans og vill gera háskólanám að almenningseign. - Þtí ert ættaður lír Vopnafirði og meðal annars af skúldum kom- inn. Blundar í þér skáld? „Nei, ekki þannig að ég setji saman vísur en ég þarf mikið að vinna við skriftir í mínu starfi og þá hjálpar til að eiga létt með að setja saman texta.“ „ - Engar vísur i skújfunni? „Nei, því miður." - Var gott að vera barn í Vopna- firði? „Við bjuggum þar með bland- aðan búskap, sauðfé og kýr. Við vorum fjögur systkinin sem ól- umst þarna upp og ég er elstur. Skólaganga mín byrjaði þegar ég var níu ára, þá fór ég í heima- vistarskóla. Var þá mánuð f heimavist og svo annan heima að Iæra. Síðan eftir að ég Iauk barnaskóla fór ég að Laugum í Þingeyjarsýslu og tók landspróf þaðan. A sumrin vann ég heima á búinu eða fékk mér sumar- vinnu annarsstaðar." Foreldrar Þorsteins eru Gunn- ar Valdimarsson og Sólveig Ein- arsdóttir. tníirá háskólanámfyríralla „Það var afskaplega gott að al- ast upp í Vopnafirði. Þetta var að vísu einangrað en við systkin- in lékum oldíur saman og börn komu alltaf til sumardvalar þannig að félagsskapurinn var nægur. Það var mikill gestagang- ur á heimilinu á sumrin. Veiði- menn víða að af landinu sem og erlendir höfðu gjarnan bæki- stöðvar þarna.“ - Þú fórst í Menntaskólann á Akureyri og tókst þaðan stúdents- próf. Er eitthvað sérstakt við MA sem skapar stemmninguna á meðal nemenda og fyrrverandi nemenda eða þykir bara hverjum sinn fugl fagu r? „Jú, sjálfsagt er það en það sem gerir MA töluvert sérstakan er að þarna er stór heimavist þar sem koma saman nemendur allsstaðar að af Iandinu. Síðan er ákveðinn og stór kjarni nem- enda sem eru héðan frá Akur- eyri. Ur þessu verður allminnis- stæð blanda af nemendum með ólíkan bakgrunn og heilmikil gerjun í gangi. Þetta var auðvit- að mikill umbrotatími í þjóðfé- laginu. Ég var í MA 1969-’73, á þeim árum sem ‘68 kynslóðin var sem mögnuðust á Islandi." - Tókstu þátt í uppreisnum? „Nei, ég get nú ekki beint kall- að það uppreisnir en ég var virkur í félagslífi og pólitík á þeim tíma. Ég var formaður hagsmunaráðs nemenda á sínum tíma og tók þátt í að skrifa í skólablaðið, var virkur í Víetnam-hreyfingunni og öðrum slíkum atburðum.“ Eiginkona Þorsteins er Arþóra Ágústsdóttir. Börnin eru tvö, Fluginn Freyr 19 ára og Sólveig 16 ára. Þorsteinn lauk BA-próf í sálfræði frá Háskóla Islands og masters- og doktorsprófi í uppeld- is- og menntunarfræði frá Ohio University í Bandaríkjunum. „Það sem ég hef mestar mæt- ur á er þegar mér gefst tækifæri til að vera með fjölskyldunni á ferðalögum eða gönguferðum. Ég reyni að fara í sund öðru hvoru þó það sé alltof sjaldan. Ég hef gaman af að lesa bækur og sjá góðar myndir í bíó.“ Að lirina samhljómiim - Hvaða mann þarf góður rektor að geyma? „Ég er kannski ekki rétti mað- urinn til að svara því. Góður rektor þarf að hafa sterka fram- tíðarsýn og sjá hver eru mark- miðin með háskólanámi. Hann þarf að vera tilbúinn að hlusta á háskólasamfélagið, finna sam- hljóminn og taka skjótar ákvarð- anir á grundvelli þess sam- hljóms.“ - Mér er sagt að þú sért hlé- drægur og viljir helst láta lítið á þér bera. Efsií lýsing er rétt, hef- 1 tr það haft áhrif á þitt starf sem rektor? „Já, ég held að þessi lýsing á mér sé rétt. Mér er ekki vel við mikla athygli. Hitt er annað mál að ég geri mér grein fyrir því að sem rektor verð ég að koma fram útávið fyrir hönd skólans til að vekja athygli á því sem við erum að gera. Ég hef tamið mér að fara ekki með ófrágengin mál í fjölmiðla en ef maður hefur vönduð og vel undirbúin verk til að kynna þá yfirvinnur maður þá hlédrægni sem að baki býr.“ MiMlvægt hlutverk - Háskólinn á Akureyri hefur þróast mikið, breyst og stækkað á þeim árum sem þú hefur verið rektor. Hann er orðinn tiltölu- lega stór menntastofnun miðað við íbiíafjölda svæðisins. Er hann orðinn ofstór? „Bakland skólans er ekki mjög auðvelt. Hér er tiltölulega lítill byggðarkjarni og svo dreifbýlt svæði. Skólinn hefur þróast frá því að vera með þrjátíu nemend- ur þegar hann var stofnaður til þess að vera með 530 nemendur í dag. Staðsetningin á Háskólan- um skiptir samt ekki höfuðmáli heldur starfið sem þar er unnið. Okkur hefur tekist á þessum tíu árum að hasla okkur völl sem góð menntastofnun sem laðar til sín nemendur, ekki bara alls- staðar að af landinu heldur einnig að utan. Velvilji almennra bæjarbúa til skólans er mjög

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.