Dagur - 07.10.1998, Qupperneq 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
Uagtar
VÍKURBLAÐIÐ
Aðalstemn Ami Bald-
ursson, formaður
Veraklýðsfélags Húsa-
víkur, hefur mjög ver-
ið í uuiræðunui að
uudanfömu. Það er
þrýst á haun að gefa
kost á sér á Hsta fyrir
tvö framhoð, verka-
fólk viU halda honum
á síiiuin stað og hanu
hefur þurft að sitja
uudir þuugum ásök-
iiiiuin heimafyrir.
Aðalsteinn brá sér austur í Þistil-
fjörð í fyrri viku, ekki þó til að
smala atkvæðum og afla stuðn-
ings fyrir hugsanlegt framboð,
heldur til þess að kaupa úrvals
hrúta af bændum. Aðalsteinn er
nefnilega ötull hobby-bóndi,
hann er enda búfræðingur að
mennt og hefur verið forystu-
sauður í flokki fjárbænda á
Húsavík um árabil. Og hann hef-
ur víðar komið við, enda félags-
málatröll mikið, hefur meðal
annars um árabil þjálfað yngri
Undir þiýstiiigi
flokka í knattspyrnu.
Undanfarið ár hefur hann
gegnt formennsku í Kjördæmis-
ráði Alþýðubandalagsins í Norð-
urlandi eystra, en kjördæmisþing
var haldið á Húsavík s.l. laugar-
dag. Við spyrjum Aðalstein hvað
þar hafi helst verið til umfjöllun-
I’riður á þinginu
„Margrét Frímannsdóttir, for-
maður okkar, mætti á þingið og
fór yfir stöðuna í pólitíkinni á
vistri vængnum. Þetta var frið-
samur og góður fundur miðað við
það sem búið er að ganga á.
Þarna mættu fulltrúar frá 3 fé-
lögum af 8 í kjördæminu, frá Ak-
ureyri, Húsavík og Kópaskeri.
Hin félögin 5 eru lömuð um
þessar mundir vegna innbyrðis
átaka og þar hafa menn verið að
ganga út. Allir hættu á Þórshöfn,
flestir fóru út á Raufarhöfn og
margir eru farnir á Dalvík og
Olafsfirði. Enginn hefur gengið
út á Húsavík og menn hafa held-
ur verið í sókn í starfi félagsins á
Kópaskeri.
A þinginu var kjörin þriggja
manna nefnd til að fara í viðræð-
ur við krata og kvennalista um
hugsanlega uppstilingu og ýmis
þau málefni sem hafa sérstöðu
hér í kjördæminu."
Síminn er aldrei langt undan.
Askoranir úr ölliun áttum
- En hvað unt þtna stöðu? Nú hef-
ur verið skorað á þig úr ýmsum
áttum að fara í framboð? Hvað
hyggst þú fyrir?
„Nú hljóma ég auðvitað eins og
stjórnmálamenn gera alltaf þegar
þeir þykjast hafa fengið fjöída
áskorana þó ekki nokkur sála hafi
talað við þá. En því er ekki að
neita að ég hef fengið mikið af
hringingum vfða úr kjördæminu
þar sem ég er hvattur til að gefa
kost á mér hjá sameiginlegu
framboði, en einnig á Iista Stein-
gríms vinar míns Sigfússonar. I
síðustu viku var ég svo á fundi
hjá stjórn og trúnaðarmannaráði
Vekalýðsfélagsins sem er 25
manna samkoma og þar var bor-
in upp áskorun og samþykkt
samhljóða þess efnis að ég héldi
áfram störfum mínum fyrir félag-
ið og Iéti Iandsmálin í friði.
Þannig að það standa á mér öll
spjót og úr vöndu að ráða.
En vissulega hef ég lengi barist
íyrir sameiningu vinstri manna og
studdi samstarf þeirra í Húsavík-
urlistanum. Og þessvegna hef ég
m.a. verið mjög óhress með klofn-
ing og sundrungu á vinstri vængn-
um þar sem ég vil sjá einn öflugan
Þetta er ekki tekið á framboðsfundi, en þarna eru kjósendur framtíðarinnar og hefðu öruggiega allir kosið Georg
. ef hann hefði verið í framboði.
Ódeigir
i leiMistinni
Leikfélag Húsavíkur er enn að
velta vöngum yfir verkefnum
vetrarins og ýmislegt er í skoðun.
Meðal annars leikrit eftir lög-
manninn Orlyg Hnefil Jónsson,
sem sennilega verður þó ekki
tekið til sýningar.
Leikdeild Eflingar í Reykjadal,
sem hefur verið með mjög góðar
sýningar undanfarin ár, stefnir
að því að setja upp „Láttu ekki
deigan síga, Guðmundur," í leik-
stjórn Arnórs Benonýssonar.
Leikfélagið Búkolla tók þátt í
stórsýningunni Oliver sl. vetur
og að sögn Guðrúnar Láru
Pálmadóttur, er enn dálítil
þreyta í mannskapnum og líkur á
að menn taki það rólega í vetur,
setji ekki upp heilt stykki heldur
verði með samsetta helgardag-
skrá með efni úr ýmsum áttum.
Aðalfundur Búkollu var haldinn
á dögunum og var Marteinn
Gunnarsson kjörinn formaður
félagsins. |S
Prilaó
íholliitni
Georg er bankastjóri bamaima
í huga fullorðinna eru nafntog-
uðustu Georgar sögunnnar ugg-
laust heilagur Georg sem drap
drekann forðum tíð, Georg Lár-
usson, Georg tæknimaður og
George Harrison. En hjá börn-
um stendur aðeins einn Georg
upp úr, mörgæsin Georg, banka-
stjóri barnanna og Islandsbanka.
Mörgæsin Georg fagnar 5 ára
afmæli sínu um þessar mundir
og heimsótti börnin á Húsavík af
því tilefni í fyrri viku og bauð til
veislu. Um 350 börn mættu í
veisluna og þáðu kleinur, kex,
svaladrykki og endurskinsmerki.
Og sungu auðvitað sannkallaða
„sparisöngva“ með afmælisbarn-
inu og kunnu textana upp á sína
tíu fingur. js
Fimm fulltrúar
húfuvæðingar-
innar á Húsavík.
Það er sérlega skynsamlegt að
mæta á háhesti á mannamót til að
sjá betur.
Björgunarsveitin Garðar hefur
óskað eftir því að svokallaður
klifurveggur verði settur upp í
íþróttahöllinni. Sigmenn sveitar-
innar hafa æft frumklifur á
lágreistum vegg í húsnæði Garð-
ars og dugar skammt.
Tómstundanefnd hefur ákveð-
ið að kanna kostnað við gerð
slíkra ldifurveggja. JS
Viðræður um lamtakjör
Fulltrúar kennara gengu á fund
bæjarráðs Húsavíkur í fyrri viku
og reifuðu þar hugmyndir kenn-
ara í málinu. Aðilar urðu sam-
mála um að koma á fót viðræðu-
nefnd þriggja manna frá hvorum
aðila til að vinna að framvindu
málsins. Bæjarráð samþykkti að
hafa frumkvæði í þessu máli og
boða til fyrsta viðræðufundar. JS
AfmæH í dag
í dag, 7. október, eiga þessir Húsvíkingar afmæli: Skúli Jónsson,
Reykjaheiðarvegi 2, f. 1930; Aðalbjörg K. Arnórsdóttir; Guðlaugur
Arnarsson, Sólbrekku 12, f. 1978; Valgerður Laufey Þráinsdóttir,
f. 1982. bk/js