Dagur - 10.10.1998, Síða 2
18-laugar?D:AGUr x o q któbjsr 199 a 1
LÍFIÐ í LANDINU
Kristján Jóhannsson kom til landsins á
miövikudag til aö syngja á minningar-
tónleikum um föður sinn á Akureyri í
dag. Systir Kristjáns, Anna Maria Jó-
hannsdóttir, hefur unnið ötullega að
sldpulagningu tónleikanna og það er
meira en að segja það að hnýta alla
hnúta þannig að allt gangi upp. Enda er
ekki víst að Anna María hefði lagt út í
verkefnið hefði hún vitað fyrirfram hve
mikil viima þetta yrði að hennar sögn.
Tónleikagestir verða eitthvað yfir 1.700
og verði einhver tckjuafgangur þegar upp
er staðið fara þeir fjánnunir í Minningar-
sjóð Jóhanns Konráðssonar.
Síðar í þessum mánuði er væntanleg til
landsins heil 17 manna sendinefnd frá
Bandaríkjunum, eigcndur og fjölskyldur og
allra handa þátttakendur í „Waves“ úða-
brúsatyrirtækinu. Hér á að halda mikla hátlð
til að kynna vörumar og sóknina inn á Evr-
ópumarkaðiim, en henni á að stýra frá ís-
landi vegna gífurlegs áhuga landans að vera
með í þessu „fjölþrepa" söluátaki. Sölumenn
sem hafa skráö sig hér heima em injög bjart-
sýnir á að toppamir að vestan muni sann-
færa íslendinga um gildi varanna, sem þó er ekki líklegt að muni
hafa fengið samþykki yfirvalda hérlendis í tæka tið. Úðabrúsaefn-
in scm ciga að bæta hressa og kæta á marga lund em leyfð vcstan-
hafs, cn þar kalla menn ekki allt öinmu sina í „þcssum cfnum“. Há-
tíðin gæti þá orðið kymiing, án efnaima. Mcðal þcirra sem lengst
em komnir í að helga sig úðabrúsasölunni er Einar Vilhjálmsson
spjótkastari, hann var meðal helstu gúrúa á Akureyri í fyrradag, þar
sem safnað var sölumamialiði.
Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpskona er fráleitt
í smði til að fara beint heim að loknum löng-
um vinnudegi í „íslandi í dag“. Að minnsta
kosti tvisvar í viku skeiðar hún í Planet Pulse
líkamsræktina og stjómar „spinning" tíma.
Fyrir þá sem missa af henni þar eða í sjónvarp-
inu má geta að hún sér líka um námskeið hjá
Endurmeimtunarstofnun Háskólans um sam-
band við fjölmiðla og fleira slíkt, nóg að gera
hjá einni.
Guðný Halldórsdóttir (Laxness) vinnur nú að
gerö kvikmyndar eftir einni af smásögum
föðurs síns og þarfnast vina og kunningja
sem gera það fyrir htið sem ekkert að fylla
upp í hópsenur. Sú kjaftasaga hefur flogið að
þrjár menningarspírur þjóðkmmar eigi að
leika aukahlutverk: þeir Halldór Guðmunds-
son útgáfustjóri Máls og menningar, Einar
Kárason rithöfundur, og Tómas R. Einarsson
bassaleikari. Þeir ganga nú um görítr og bera
harðlega tilbaka aö þeir eigi að leika fyllibytt-
ur! Því var logið í Dv. Hins vcgar mmi staðfest
að Guðmundur Páll Ólafsson náttúmfræðingur og umhverfis-
vemdarsinni eigi líka að fara með hlutverk. Þeir félagar munu eiga
(segir sagan) að standa á strönd og veifa í fjarska!
AtH Heimir Sveinsson tónskáld er einn frummælenda á málþing-
inu „Mannréttindi og gcðheilbrigði" sem haldið verður f dag. Atli
Heimir vildi lítið gera úr slnu erindi þegar leitað var cftir upplýs-
ingum um það en sagðist ætla að scgja nokkur orð „um þennan
vamarlausa minnihlutahóp sem á rétt á mannréttindum en vill
kamiski stundum gleymast hjá þeim sem heilbrigðari em og meira
mega sín, þeirra réttindi og skyldur okkar gagnvart þeim. Ég er eins
mikill leikmaður og hugsast getur en leikmemi ciga líka rétt á sér
og ágætt að þeirra raddir heyrist jafnvel þó þcir séu vitlausir. Mér
er alveg sama þó ég sé álitinn heimskur."
Ólöf Rún
Skúladóttir.
Einar Vilhjálmsson.
Anna María
Jóhannsdóttir.
Tómas Zoega, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, er formaður nefndar sem skilar í dag til heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra skýrslu um „Stefnumótun ímálefnum geðsjúkra".
Áhersla á böm
og unglinga
í dag mun Tomas Zoéga, yfirlæknir á geðdeild
Landspítalans, afhenda Ingibjörgu Pálmadóttur,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skýrslu um
„Stefnumótun í málefnum geðsjúkra". Alþjóða
geðheilbrigðisdagurinn er í dag og verður ýmislegt
gert af því tilefni. Opnuð verður málverkasýning
listaakademíu Vinjar, sem er sjálfboðaliðamiðstöð
Reykjavíkurdeildar RKÍ að Hverfisgötu 105, opið
hús verður í nýju athvarfi geðfatlaðra, Dvöl að
Reynihvammi 43 í Kópavogi, hátíð verður að Tún-
götu 7 en þaðan verður hefðbundin „10. október
ganga“ yfir í Odda, hús félagsvísindadeildar þar
sem málþing um „mannréttindi og geðheilbrigði"
stendur yfir kl. 15.00-16.30.
Vandi bama og imglinga
Fjögur meginatriði eru dregin út úr í skýrslunni.
„I fyrsta lagi leggjum við til að gert verði átak í
málefnum barna og unglinga og gerum sérstakar
tillögur þar um. Við tökum það sem brýnasta verk-
efnið og leggjum sérstaka áherslu á það og þær til-
lögur sem þarf að útfæra. Við stöndum þarna höll-
um fæti og það vantar eitthvað uppá að við sinn-
um þessari þörf sem er örugglega mjög svipuð hér
og annarsstaðar," segir Tómas.
„I öðru lagi vekjum við athygli á þeim málum
þar sem fullorðnir einstaklingar eiga við langvar-
andi geðsjúkdóma að stríða. Þá koma ýmsir að
málunum, sveitarfélögin og ráðuneyti heilbrigðis-
og félagsmála. Það hefur viljað skorta á samvinnu
þessara stofnana þannig að þessir einstaklingar
lenda stundum í vandræðum, detta á milli kerfa,
þannig að við erum með tillögur um hvernig mætti
snúa sér í því.
I þriðja lagi er mjög ítarlegur kafli með tölum
um áfengis- og vímuefnavandamál. Við reynum að
koma böndum á hvað þessi mál kosta. Við teljum
nauðsynlegt að hafa þennan kafla til grundvallar
þegar litið verður á frekari stefnumótun í þessum
málum.
I fjórða lagi eru þarna ítarlegir kaflar um geð-
deildirnar á Landspítala, Sjúkrahúsi Reykjavíkur
og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Við leggjum
áherslu á að þessar deildir eru hornsteinninn að
allri þjónustu við geðsjúka á landinu. Við Ieggjum
ríka áherslu á að ekki megi skerða þá þjónustu.
Hún hefur verið að breytast, Iegudögum hefur
fækkað og göngudeildarviðtölum og dagdeildarúr-
ræðum hefur fjölgað. Það er af hinu góða. Við
leggjum áherslu á að ekki megi gera byltingu þar,“
segir Tómas um aðalatriði skýrslunnar.
Kostnaðarsamur málallokkur
„Við vekjum athygli á því að geðsjúkdómar eru lík-
lega sá sjúkdómaflokkur sem Iíklega er hvað kostn-
aðarmestur af öllum sjúkdómaflokkum, eða með
þeim dýrustu, bæði fyrir einstaldinga og samfélag-
ið. Við erum með upplýsingar um til dæmis örorku
af völdum sjúkdóma. Þeir sem eru með geðsjúk-
dóma fá um þriðjung allra greiddra örorkubóta.
Þeir eru að fá á bilinu 1300-1400 milljónir,“ segir
Tómas. - hi
Maöur vikimnar
er Davíð
Davið Oddsson er tnaður vikunnar fyrir að opna inn í
svartasta skúmaskot íslenskrar réttvísi. Geirfinns- og Guð-
mundarmál voru hneyksli og svartur blettur á réttvísi ríkis-
ins. Þetta viðurkennir sá stóri, og meira en það, krefst
„hundahreinsunar". Þetta hafa margir sagt áður, en betra er
seint en aldrei. Velkominn i hópinn Davið. En þegar menn
segja a, verða þeir líka að segja b, — séu þeir i stöðu til.