Dagur - 10.10.1998, Síða 11

Dagur - 10.10.1998, Síða 11
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 - 27 MI év t a P UMSJÓN: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR Það heyrist skot í morgunkyríðinni og bráðinfellurtil jarðar. Veiðimaðurinn kemur henni heim og þá þarf aðgera að henni. Hvemig nýtist kjötið hest? I veiðiferð um óbyggðir þar sem ekkert heyrist nema ljúf hljóð náttúrunnar hlýtur hugurinn að hvílast og streitan að fara úr lfk- amanum. Þegar haustar að fara veiðimenn að skoða græjurnar, hreinsa byssurnar og tala sig saman um hvar og hvað best er að veiða. Hreindýr, gæsir, endur eða rjúpur allt eftir efnum og ástæðum. Svo eru það þeir sem kjósa að kaupa „bráðina" tilbúna og fara bara í næstu búð. Fá kjötið með- höndlað og tilbúið til eldunar, þurfa ekkert að hamfletta eða reyta, saga sundur eða hreinsa innyfli. Sem er ágætt fyrir þá sem það vilja. Efi það er ekki nóg að veiða bráðina, það þarf að vinna úr t henni mat og gera faliega Tétti úr góðu hráefni, því íslensk villi- bráð er ein sú besta í heimi að áliti rnargra, kjötið fínlegt og af því einstakt ög sérstakt bragð. Rjúpan á að hanga „Hvað varðar ijúpuna er gott að láta hana hanga f nokkurn tíma,“ segir hinn þekkti mat- reiðslumaður Skúli Hansen. „Það er misjafnt hvað fólk lætur hana hanga lengi en þrjár vikur að minnsta kosti er algengt. Þá er hún látin hanga á hausnum þannig að síist úr sarpinum ofan í hana og komi brágð í kjötið, Flestir kannast við jólarjúpu sem steikt er með héini og soðin, en nýja aðferðin er sú að rjúpan er skorin af skipinu eða bringu- beininu og aðeins bringurnar notaðar. Þá eru þær brúnaðar létt og þegar svo er, þá þarf ekki mikla sósu.“ Skúli segir að ekki megi sjóða kjötið of lengi, þá verði það þurrt og gildi einu hvort um gæs, rjúpu eða önd sé að ræða. Þegar búið er að steikja kjötið, þá er hægt að láta það malla smástund í sósunni eða sjóða uppá því, hvort heldur sem er. Skúli segist vera hrifnastur af því að láta kjötið vera smástund í sósunni, þannig að það sé vel meyrt en ekki mikið soðið. Gott að krydda með lynginu „Hreindýrakjötið er yfirleitt mjög meyrt kjot,“ segir Skúli. „Það er hægt að kaupa í heilum eða hálfum skrokkum, læri eða hrygg, allt eftir því sem fólk vill. Hreindýrakjöt er sjaldnast Iátið hanga en það eru til ýmsar að- ferðir til að gera kjötið meyrara ef vill. Til dæmis vacumpakka því en það er gert við margar tegundir kjöts. Islensku jurtirnar margar hverjar fara sérlega vel með villibráðinni og má þar nefna blóðberg, krækiberjalyng og bláberjalyng meðal annars, en lyngið má bæði nota þurrkað og nýtt og svo er fallegt að skreyta með því.“ I blaðinu eru nokkrar upp- skriftir eftir Skúla Hansen sem hann gerði fyrir Tryggingamið- stöðina og birtust í fallegri bók sem heitir Matartími. Trygginga- miðstöðin leyfði góðfúslega birt- ingu uppskriftanna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. MflTflR- MOLAR Kleiniilirmgja ilmvatn Þrír slökkviliðsmenn í Kali- forníu hafa framleitt ilmvatn sem lætur notandann ilma eins og kleinuhring og eru til tvær gerðir, Winchells kleinu- hringur og kanilldeinuhringur. Þetta gæti hvergi gerst nema í Bandaríkjunum, þar sem hálf þjóðin og rúmlega það elskar kleinuhringi og innnbyrðir milljónir þeirra á hverjum degi. Skordýr, aldrei yinsælli í Afríku og Suður-Am- eríku telst það ekki til tíðinda að borða skorkvik- indi og þar sem næringar- gildi þeirra og þá sér- | staklega prótein- ið er sérlega hátt, er þetta fremur hollt snakk. Louisiana er bóndi sem rækt- ar krybbur og hann hefur um tíma framleitt sterkkryddaðar krybbur sem hafa reynst vin- sælar. Nú hefur hann mark- aðssett súkkulaðihúðaðar krybbur og virðast þær ætla að ná vinsældum víða í Bandaríkjunum. Þeir sem kjósa að veiða bráðina sjálfir geta auðvitað gert það og not- að súkkulíki eða suðusúkkulaði til að húða með... ÓHfiiolían nota- drjúga Úr ólífunni er unnin ólífuolía sem þegar árið 164 FK var notuð til að lýsa upp musterin í Jerúsalem. A Hanukkah há- tíðinni í Israel er ólífuolía ennþá notuð til lýsingar, til að steikja kartöflukökur og ann- an hátíðarmat sem nauðsyn- legur er til að geta haldið há- tíðina eins og á að gera. Ólífuolía hefur unnið sér sess sem góð og holl olía er gefur ljúft hnetubragð við elda- mennsku.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.