Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 15
Thgur
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBF.R 1998 - 31
Sara María í rósóttum buxum og með
flott heklað sjal á herðunum. Gæti sem
best skroppið til Suður-Ameríku og
smellpassað inní.
Blær Guðmundsdóttir í„alveg
venjulegum fötum."
Haukur Hálfdánarson í appelsínugulu pilsi
sem vakti þó ekki tiltakanlega athygli í
kaffistofunni Silfurskottunni.
Það þarfkjark til að mæta með skærbleikt
hár í skólann en LHja hefur ekki áhyggjur af
því. Fer íþað sem henni finnst best og ef
hárliturinn er eitthvað öðruvísi en hún vill
þann daginn, þá bara litar hún hárið.
Einfaldara geturþað varla verið!
Skyldu verðandi listamenn klæða sig
öðruvísi en aðrir? Um það skal ekki
dæmt, en hitt erannað að sumireru
skrautlegarklæddirenfjöldinn og ekki
getur talist venjulegt að mæta með
bleiktháreða í appelsínugulu pilsi
sértu karlkyns, nema maður tilheyri
HareKrishna söfnuðinum?
Það ríkir notalegt andrúmsloft í kaffistofu MHI við Skip-
holt, Silfurskottunni, en svo heitir kaffistofan sem er
rekin af nemendum á 2. ári í deild. Nemendur tínast inn
í kaffitímanum, hver af öðrum til að fá sér Ijúffeng rún-
stykki sem kosta bara 50 kall með osti, túmötum og
papriku. FatastíII nemenda í MHI hefur stundum verið
talinn svolítið öfgakenndur og til að kanna málið settist
blaðamaður Dags inn á kaffistofuna. Líflegar umræður
um föt og fatastíl eiga sér stað og virðist það vera svolítið
álitamál hvað telst venjulegt og hvað ekki. „Maður fer
auðvitað bara í þau föt sem mann Iangar að fara í hverju
sinni,“ segir ein. „Já en sumir eru jakkafatatýpur og
dragtarfólk, það kalla ég venjulegt," segir annar. „Það er
samt eldíert eitthvað „venjulegt" til, ekki í dag held ég,“
segir sá þriðji með þunga í röddinni. „Tískan er svo fjöl-
breytt að það geta allir verið einhvernveginn og samt
passaði inní.“ „En samt“.. mótmælir einhver. „Ég var í
FB á myndlistabraut og þar var ein stelpa, alveg ótrúlega
venjuleg og hún var bar spurð að því hvað hún væri að
gera á myndlistabraut, af hverju hún væri ekki á tungu-
málabraut eða eitthvað." „Já, það er einhvern veginn ætl-
ast til þess eða maður ætlast til þess sjálfur að maður sé
svolítið öðruvísi, alla vega þegar fólk kemur inn í fornám-
ið, þá reynir það mikið að skera sig útúr, en svo þegar það
er búið að vera í tvö ár eða svo, þá eru bara allir venjuleg-
ir,“ segir nemandi í nokkuð venjulegum fötum, greinilega
kominn úr fomámi eftir því að dæma. Niðurstaðan er sú
að nemendur MHI séu kannski svolítið óhefðbundir í
klæðaburði upp til hópa, „enda í listnámi og listamenn eru
jú aðeins útúr kortinu," eins og einhver sagði.
Strákur ípilsi
Appelsínugult pils er svo sem ekkert óvanalegt, en sé
það utan á Iöngum strák þá vekur það óneitanlega meiri
athygli en ef til dæmis ung stúlka væri í því. Strákurinn
sá heitir Haukur Hálfdánarson og er nemi í MHI, þar
sem hann er á öðru ári í textíl. „Hvort ég er svona
klæddur dags daglega?" svarar Haukur spurningu blaða-
manns. „Nei, en hinsvegar fer ég í það sem mér líkar
hverju sinni og í dag var það þetta. Annars er þetta
draslefni í þessu pilsi, það raknar úr því,“ bætir hann
við. Hann er i buxum innanundir og hvítum stutterma-
bol við. Þar utan yfir er hann í bláum gallajakka en sér
til halds og trausts hefur hann með sér appelsínugulan
jakka líka. Til samans myndar þetta skemmtilega heild
og svo sannarlega öðruvísi.
Við hlið Hauks er ung stúlka með skærbleikt hár og í
kóngablárri peysu með rennilás. Peysan sú er greinilega í
uppáhaldi því hún Iítur út fyrir að hafa verið mikið not-
uð um dagana. En virkar þægileg og hlý, sem er kannski
aðalatriðið. „Hárið á mér var miklu rauðara," segir stúlk-
an, sem heitir Lilja Sighvatsdóttir. „Þetta er bara skol
sem fer úr í nokkrum þvottum." Lilja segist gjarnan
skipta um háralit „svona eftir skapinu“, en auðvitað er
svona sterkur háralitur þess eðlis að ekki er hægt að vera
í hverju sem er við. „Maður fer ekki í appelsínugulan
jakka við skærbleikt hár.“
Suðræn sveifla
Rósóttar víðar buxur, þröngur bolur og peysa utanyfir
með gamaldags hekluðu sjali er klæðnaðurinn sem Sara
María kemur í þennan daginn. Hún er lágvaxin og dökk-
hærð og svolítið prakkaraleg í framan en passar alveg
ótrúlega vel í þessi föt sem hafa á sér suðrænt yfirbragð.
Sara segist vera í þvf sem henni finnst þægilegast hverju
sinni og er ekkert að stressa sig yfir útlitinu. Þarf þess
raunar ekki þ\i hún virðist geta verið í hverju sem er og
allt fari henni vel. Gæti sjálfsagt mætt í strigapoka og Iit-
ið vel út samt.
Blær Guðmundsdóttir er í þröngum íjólubláum bol og
svörtum „kvennabúrsbuxum“ víðum og þægilegum. Hún
telur sig mjög venjulega klædda og ekki skera sig úr á
nokkurn hátt. Fer „eins og hinir“ bara út um allt að
kaupa sér föt og notar þau eftir hendinni. Sjálfstraustið í
lagi þarna megin, ekkert verið að eltast við tísku-
straumana, bara búa til sína eigin tísku.
-vs