Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 18
3é- LAUGA RDA.&UR 10. OK.TÓB E.R 1998 .
LÍFIÐ í LANDINU
Michaet Stipe og kumpánar í REM hatda vetgengninni vísast áfram
með Up.
Þegar litið er yfir nútímarokksviðið eru
hljómsveitirnar ekki svo ýkja margar sem
geta státað af nánast stöðugum vinsæld-
um mestallan sinn feril og þannig vin-
sældum, að fáir ef nokkrir draga það í efa
að viðkomandi eigi vinsældirnar skilið.
Þetta má þó heimfæra upp á fjóreykið
REM frá bænum Aþenu í Georgiufylki í
Bandaríkjunum, en um tveggja áratuga
skeið hefur sú sveit með sínu gegnum-
gangandi þjóðlagaslegna rokki, verið ein
allra vinsælasta og ekki síst virtasta um
veröld víða. REM hefur svo alla þessa tíð
verið skipuð sömu mönnunum, með
söngvarann Michael Stipe fremstan í
flokld, eða þar til fyrir einu ári eða svo, að
trommarinn Bill Berry, varð að draga sig í hlé
vegna heilsubrests.
Nú á mánudaginn kemur
er útgáfudagur nýjustu af-
urðar REM í smáskífu-
formi, með laginu Days-
leeper. Er lagið undanfari
nýju stóru plötunnar, sem
hlotið hefur nafnið Up og
kemur á markað 26. októ-
ber. Er skemmst frá því að
segja að Daysleeper, sem
nú er farið að hljóma í for-
spilun, er í þeim anda sem
sveitinni hefur hvað best tekist upp í, sterkum
þjóðlegum anda ameískrar hefðar með hinum
mjög svo dreymandi og ljúfa söngstíl Stipe. A lagið
án efa eftir að ná vinsældum og þá bara ekki til að
halda uppi hefðinni, heldur líka fyrir ótvíræð gæði.
Rólegheit ku líka víðar á nýju plötunni, saman-
ber annað lag sem heyrst hefur, Why not smile,
sem minnir nokkuð á Everybody hurts af hinni
margrómuðu skífu, Automatic for the people. Má
því nánast bóka, að REM aðdáendur verði ekki
fyrir vonbrigðum með þessa nýju plötu. í stað
Berry við trommusettið er kominn maður að nafni
Barett Martin sem m.a. var í Seattlesveitinni góðu
Screaming Treas og Mad Season.
ly^ur
útgáfa
Þó vissulega megi deila um hvort Elvis Presley hafi með réttu
kallast konungur rokksins, verður ekki á móti mælt að hann er
einn af þeim allra vinsælustu og merkustu sem þátt áttu £ vexti
og viðgangi þess á sjötta áratugnum. Sumir segja reyndar og
það án þess að hika, að rokkið hafi dáið þegar Elvis fór £ herinn
1958, en það skal ekki fjölyrt um hér hversu réttmætt það er
frekar en hitt.
Um þessar mundir er það hins vegar að gerast, að mikil út-
gáfa er komin af stað með efni er áður hefur ekki komið út £
heildarformi. Þar er ekki hvað s£st athyglivert útgáfa á sjón-
varpstónleikum er Presley hélt f MBC stöðinni 1968, er áttu
stóran þátt f að rétta hann við að nýju eftir nokkra lægð. Var
þarna um að ræða nokkurs konar „Unplugged" tónleika þar
sem kappinn tók mörg af sínum frægustu og vinsælustu lögum
auk slatta af blúsperlum. Fyrri helmingur útgáfunnar £ formi
plötunnar Tiger man er nú komin út, en seinni helmingurinn,
tvöföld geislaplata undir nafninu Memories, fylgir f kjölfarið
innan tfðar, eða f næsta mánuði ef rétt er vitað. Upptökurnar
þykja reyndar af sumum ekki mjög vel heppnaðar, en eru samt
sem áður verulega merk heimild um rokkhetjuna.
Stelpumar geta það líka
Merkilegt lag
Hvað taka tvær stöllur úr harðneskjudansgeiran-
um til bragðs þegar bil myndast hjá þeim frá öðru,
lftið að gera og lítið um peninga. Jú, þær taka sig
bara saman og gera sína eigin plötu með þeim efn-
um og aðstæðum sem þær hafa. Þær Gina, annar
helmingur dúettsins EC80R, og Annika, sem verið
hefur í sveit tæknitröllsins þýska hizuo, GIVE Up,
voru í þessum aðstæðum fyrir nokkru að hafa lítið
að gera og með lítið fé handa á milli, en ákváðu
vegna kunningsskapar
síns í gegnum veru
sína hjá DHR útgáf-
unni að gera eitthvað
skemmtilegt saman.
Með vænan plötu-
bunka af tónlist sjö-
unda áratugarins og
pínulítinn „hljóðsarp“
að vopni (þetta fína
nafn gaf sá ágæti fjöl-
listamaður Kristján
Pétur Sigurðsson fyr-
irbærinu sem nú er
svo algengt í tónlistarsköpuninni og nefnist
Sampler á útlensku) lögðust þær undir feld og
sköpuðu þessa plötu er kallast Cobra killer, líkt og
þær kalla sig sjálfar í þessu verkefni. Þó sum
hljóðverkanna 13 á plötunni hljómi þannig að
manni finnist geislaspilarinn vera að bila, er þessi
gjörningur stúlknanna nokkuð skemmtilegur og
e.t.v. aðgengilegri en margt annað er kemur frá
DHR útgáfunni. Þær klippa þarna og skera ýmis-
legt rokk og fönk frá áðurnefndu tímabili með
raddsetningu sinni og alls kyns öðrum aukahljóð-
um í bland og syngja meira að segja líka á stöku
stað. Bara nokkuð krassandi og um Ieið sönnun
þess að stelpurnar geta þetta alveg jafn vel og
strákarnir í þessu sem öðru, ef ekki bara betur.
Meira til frá DHR
Plata stúlknanna í Cobra killer kom út fyrir um
þremur vikum eða svo og viku síðar sá svo önnur
plata frá DHR dagsins ljós. Þar er á ferðinni
útgáfa með sveitinni Sonic Subjunkies, er var
með þeim fyrstu er DHR gerðu samning við.
Komu út einar
tvær EP plötur
með henni, en
eftir að aðal-
sprautan,
Thaddi Herr-
mann, ákvað að
segja stopp og
ljúka háskóla-
námi lagðist
sveitin niður.
Nýja platan er
með efninu af
EP plötunum,
er áður hafa
ekki komið út á geislaformi. Auk þess eru svo sjö
lög í tónleikaformi, frá Belgíu 1996, þar af þrjú
sem ekki hafa verið gefin út áður. Þetta gefur
DHR út nú eftir að Herrmann hafði farið fram á
það. Hann er svo aftur byijaður í tónlistinni, en
tekur upp undir öðru nafni.
Eitt sætasta og vinsælasta popp-
lagið um þesaar mundir er án
efa, No matter what með sætu
súkkulaðidrengjunum frá
Dublin á írlandi, Boyzone. Fór
lagið rakleiðis á toppinn í Bret-
landi fyrir skömmu,
eins og fleiri lög
drengjanna hafa
rejmdar fyrr gert. Það
sem er hins vegar
ærið merkilegt við
þetta lag, er að það
er eftir ekki minni
menn en söngleikja-
skáldið margfræga,
Andrew Lloyd
Webber og ameríska
þúsundþjalasmiðinn
Jim Steinmann, er
frægur varð með ein-
dæmum fyrir tuttugu
árum eða svo vegna
samstarf síns með
kjötfjallinu Meat
Loaf. Er þetta lag að
finna í nýjum söng-
leik Webbers þar sem
Steinmann sér um textasmíðina
og kallast verkið, Whistle down
the wind. Lagið, sem upphaflega
á víst að hafa verið hugsað að
gefa út með „Kjöthleifnum" og
mun verða svo innan tíðar,
markar ekki beinlínis þáttaskil í
poppsögunni, en er hið þokka-
legasta og útgáfan hjá Boyzone
er ekki hvað síst merkileg íyrir
þær sakir að FRIÐRIK KARLS-
SON Ieikur á gítar í laginu,
smekklegt sóló í klassískum stíl.
„Okkar maður“ komst sumsé á
toppinn í Bretlandi, ekki slorlegt
það.
Friðrik Kartsson. Fór á toppinn með Boyzone.