Dagur - 10.10.1998, Side 20

Dagur - 10.10.1998, Side 20
t '36- lAUGARÚA'GVR ÖKTÓBRR Í99R -jy^ur R A Ð A U G L Ý S 1 N G A R ATVINNA AKUREYRARBÆR Leikskóladeild Akureyrarbæjar ósk- ar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskólann Árholt. Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Árholt. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, en eigi síðar en 1. janúar 1999. Umsækjandi þarf að hafa lokið leikskólakenn- aranámi. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra leik- skólakennara eða STAK við Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefa deildarstjóri leikskóladeildar eða leikskólaráðgjafi í síma 460-1450. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar hjá starfsmannadeild í síma 462- 1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1998. Starfsmannastjóri. kexsmiðjan Óskum eftir að ráða starfsfólk til framleiðslu- og pökkunarstarfa nú þegar.Upplýsingar og eyðublöð á skrifstofu okkar, aðeins n.k. mánudag og þriðjudag. Prentnemi/ aðstoðarmaður Óskum eftir að ráða prentnema eða aðstoðarmann í prentsmiðju okkar. alprent Glerárgötu, Akureyri sími 462-2844 AKUREYRARBÆR Kennarar! Eftirtaldar stöður eru lausar í grunnskólum Akureyrar: Lundarskóli er einsetinn.skóli með um 390 nemendum í 1. n 8. bekk.Lundarskóla vantar kennara í:2/3 til 1 stöðu dönsku- og hannyrðakennslu.Upplýsingar gefur skóla- stjóri í síma 462-4888. Síðuskóli er einsetinn skóli með um 600 nemendum í 1. - 10. bekk og eru tvær til þrjár hliðstæður í hverjum ár- gangi.Síðuskóla vantar kennara í:Almenna kennslu í 2. bekk (forföll v/ barnsburðarleyfis frá miðjum nóvem- berj.Upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 462-2588. Gler-ár-skóli er ein-s-etinn skóli með 500 nemendur í 1. - 10. bekk.Gler-ár-skóla vantar kennara í:AI-menna bekkj- ar-kennslu í 4. bekk.Upp-lýsingar hjá skóla-stjóra og að- stoðar-skóla-stjóra í síma 461-2666 Gilja-skóli er einsetinn skóli í mótun í nýju hús-næði. Nemendafjöldi er um 150 í 1. - 5. bekk og í sér-deild. Gilja-skóla vantar kennara í:Hlutastarf í bókasafns- kennslu.Upp-lýsingar gefa skóla-stjórn-endur í síma 462- 4820. Einnig veitir starfs-manna-deild Akur-eyrar-bæjar upp-lýs- ingar í síma 462 1000-Umsóknum skal skilað til starfs- mannadeildar í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Um-sóknar-frestur er til 19. október 1998. Starfsmannastjóri —« s> VSO RAÐGJOF A K U R E Y R I ehf KAUPANGI SÍMÍ: 460 4404 FAX: 460 4401 VSÓ Ráðgjöf Akureyri óskar eftir tæknimönn- um á sviði rekstrarráðgjafar til starfa á Akur- eyri. Leitað er eftir jákvæðum og sjálfstæðum starfsmönnum sem eru reiðubúnir að ferðast innanlands og erlendis. Færni í ensku og dönsku áskilin. VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf. er ungt ráðgjafafélag á Norðulandi í samstarfi við leiðandi ráðgjafafyrirtæki á íslandi. Félagið býð- ur ráðgjöf á sviði rekstrar, gæða- og umhverfisstjórnunar og þjónustu við sveitarfélög. Félagið leggur áherslu á ráðgjöf við sjávarútvegsfyrirtæki á íslandi og erlendis. Umsóknir sendist: VSÓ Ráðgjöf Akureyri, Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri. Vinsamlegast merkið um- sóknir „Ráðgjafi" og látið ferilskrá fylgja. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Y M I S L E G T Umsókn um framlög ur Framkvæmdasjóði fatlaðra 1999. Stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1999. Um hlutverk sjóðsins vísast til 40 gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 204/1994 um stjórnarnefnd málefna fatlaðra og Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Umsóknum skal skila til hlutaðeigandi aðila sem veita nánari upplýsingar. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. Svæðisskrifstofa Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi. Svæðisskrifstofa Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Svæðisskrifstofa Vestfjarða, Mjallargötu 1, Isafirði. Svæðisskrifstofa Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki. Svæðisskrifstofa Austurlands, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum. Svæðisskrifstofa Suðurlands, Gagnheiði 40, Selfossi. Á Norðurlandi eystra skal skila umsóknum til Félags- og heilsugæslusviðs Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, Akureyri og Félagsþjónustu Þingeyinga, Ketilsbraut 22, Húsavík. í Vest- mannaeyjum skal skila til Félags- og skólamálaskrifstofu Vest- mannaeyjarbæjar. Umsóknum skal skila til ofangreindra aðila fyrir 2. nóvember 1998. Félagsmálaráðuneytið 9. október 1998 Heilbrigðis- og TryggingamAlaráðuneytið UMSÓKN UM FRAMLÖG ÚR FRAMKVÆMDASJÓÐI ALDRAÐRA 1999. Stjórn Framkvaemdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1999. Eldri umsóknir koma að- eins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök um- sóknareyðublöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðis- ins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætl- un, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldr- aðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1997 endurskoðað- ur af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1998. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðsstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni fyrir 1. desember 1998, heilbrigðis- og tryggingamálráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Reykjavík, 10. október 1998. UlJ Framsóknarflokkurinn Ungir Framsóknarmenn Aðalfundur FUFAN - félags ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni verður haldinn í húsnæði Framsóknarfélaganna við Hólabraut mánudaginn 12. október n.k. kl. 20.30. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, mætir á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Stj'órnin. Dreifing útvarpsefnis Útvarpsréttarnefnd vekur hér með athygli á að í 1. mgr. 1. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 með árorðnum breyting- um er útvarp skilgreint á eftirfarandi hátt: „Með útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, er í lögum þessum átt við hvers konar útsendingu dagskrárefnis innan íslenskrar lögsögu sem ætluð er almenningi til beinnar móttöku og dreift er með rafsegulöldum hvort heldur í tali, tónum eða mynd- um, um þráð eða þráðlaust hvort heldur sem útsendingin er læst eða ólæst.“ Samkvæmt útvarpslögum ber hverjum þeim, sem hyggst dreifa útvarpsefni hvort sem um er að ræða eigin dag- skrá eða dreifingu erlendrar dagskrár, að sækja um leyfi til Útvarpsréttarnefndar sbr. ákvæði 2. mgr. 2. gr. út- varpslaga nr. 68/1985 með áorðnum breytingum. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða dreifingu efnis um þráð eða þráðlaust. í þeim tilfellum sem erlend dagskrá er send út viðstöðulaust óstytt og óbreytt þurfa að liggja fyrir samningar við erlendar upphafsstöðvar varðandi dreifingu efnis hér á landi áður en útvarpsleyfi er gefið út. Öðrum aðilum en þeim sem veitt hefur verið leyfi Út- varpsréttarnefndar til útvarpsrekstur er óheimilt að dreifa útvarpsefni hvort heldur er um þráð eða þráðlaust. Umsóknir um endurvarps- og útvarpsleyfi skal senda: Útvarpsréttarnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Útvarpsréttarnefnd, 8. október 1998. ÞJOÐMINJASAFN ÍSLANDS Samkeppni um íslenskan jólasveinabúning Þjóðminjasafn íslands í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 efnir til opinnar hug- myndasamkeppni um búninga á gömlu íslensku jólasveinana ásamt foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða. Fyrir tíu árum tóku þessir gestir að heimsækja Þjóð- minjasafnið síðustu þrettán daga fyrir jól við mikinn fögnuð ungra safngesta. Allan þann tíma hefur þá samt skort viðeigandi fatnáð og orðið að fá hverja flíkina úr sinni áttinni að láni. Engar samræmdar lýsingar eru til á klæðaburði þeirra í þjóðsögum, en hann er þó stundum sagður litríkur. Listamenn hafa gert af þeim mjög ólíkar myndir. Keppendur ættu því að geta haft nokkuð frjálsar hendur. Öllum er heimilt að senda Þjóðminjasafni teikningar og skissur fyrir 1. desember 1998. Þér skulu merktar dulnefni en nafn fylgja í lokuðu umslagi. Æskilegt er að höfundar lýsi einnig hugmyndum sínum um efnið í búningunum. Valið verður úr þeim hugmyndum sem berast, og ætlunin er að hafa sýningu á þeim í Ráðhúsi Reykjavíkur í desember um leið og sveinarnir koma þangað í heimsókn, en veita viðurkenningar á þrettándanum. Verðlaun fyrir hugmyndir verða: 1. kr, 100 þús., 2. kr. 50 þús., 3. kr. 25 þús. Þjóðminjasafnið áskilur sér rétt til nánari útfærslu hugmyndanna. Gert er ráð fyrir að búningarnir verði fullgerðir fyrir jólaföstu 1999. Dómnefnd skipa: Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur Margrét Gísladóttir textílforvörður Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Nánari reglur, upplýsingar, leiðbeiningar og gögn um samkeppnina má fá á skrifstofu Þjóðminjasafns íslands og heimasíðu þess á netinu. Slóðin er: www.natmus.is/nytt

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.