Dagur - 10.10.1998, Page 24

Dagur - 10.10.1998, Page 24
HiðOpinbera! Inn sTaginu! Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20. Á r Foreldrar vita öllum betur hvað börnum þeirra er fyrir bestu. í nýlegri könnun kemur í Ijós að um 90% þeirra segjast virða reglur um útivistartíma barna og unglinga. Er gott til þess að vita, þar sem fátt er betur til forvarna fallið en samverustundir foreldra með börnum sínum. Frá I. sept. til I. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri á þessu tímabili eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum (undanskilið bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu). Ekki þarf annað en að skoða á hvaða tímum sólarhrings börn byrja að fikta með áfengi og aðra vímugjafa og hvenær alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla eiga sér stað, til að skilja að útivistarreglurnar eru ekki settar fram af neinni tilviljun. Þess utan er nægur svefn mikilvæg forsenda vellíðunar og árangurs í skólanum. Við styðjum alla foreldra heilshugar í því að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir og virða reglur um útivistartíma barna sinna. Verum vel heima í reglunum um útivist barna og unglinga. greglan rfélög - samtaka í stuðningi við börn og unglinga. Ríkislögreglustjórinn \^4US Ssuntaka Reykjavíkurborg, Akureyri, Akranes, Árborg, Bessastaðahreppur, Borgarbyggð, Dalvikurbær, Egilsstaðir, Garðabær, Gerðahreppur, Grindavík, Húsavík, Hafnarfjörður, Hvolhreppur, Hveragerði, Hvammstangi, ísafjörður, Súðavík og Bolungavík, Kópavogur, Mosfellshær, Rangárvallahreppur, Sameinað sveitarfélag Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps, Sandgerði, Seltjarnarnes, Seyðisfjarðarkaupstaður og Skagafjörður.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.