Dagur - 13.10.1998, Side 3

Dagur - 13.10.1998, Side 3
 ÞRIÐJVDAGUR 13.0KTÓBER 1998 - 3 FRÉTTIR Örlagavefír þjóðar og kirkju samofnir Verkefniö sem viö blasir er að nota það aukna olnbogarými sem kirkjan lieíur fengið til þess að ella kirkjustarfið og treysta undirstöður þess, sagði kirkju- málaráðherra við upp- haf kirkjuþings. Þorsteinn Pálsson, kirkjumála- ráðherra, sagði m.a. f ávarpi sínu við upphaf ldrkjuþings að kirkju- samfélagið væri ekki ólíkt öðrum félagsskap manna að þ\ í leyti að í sjálfstæði og ábyrgð fælist afl- vaki og kraftur. Veruleg þáttaskil hefðu átt sér stað á haustdögum f tengslum ríkisins og þjóðkirkj- unnar en það hefði ekki átt sér stað ef ekki hefði komið til frum- kvæði, áhugi og vilji forystu- manna kirkjunnar. Nýr kirkju- réttur markaði þó vonandi ekki þau ein tímamót að menn geti bent á nýtt form og nýtt skipulag. „A herðum nýs biskups hvílir mikil ábyrgð og hann á fyrir höndum vandasöm úrlausnar- efni. Verkefnið sem við blasir er að nota það aukna olnbogarými sem kirkjan hefur fengið til þess að efla kirkjustarfið og treysta undirstöður þess. En í allri auðlegð sem nýr tími, ný tækni og ný hugsun hefur skapað eru líka fólgnar aðrar myndir. Við sjáum fjölskyldur í meiri upplausn en áður. Við sjá- um foreldra skeyta minna um þá ábyrgð sem því fylgir að eiga og ala upp börn. Við sjáum ungling- ana ánetjast helvíti eiturlyfjanna. Hér hefur kirkjan hlutverki að gegna. En til þess að það hlut- verk verði virkt þarf hún að vera Iifandi stofnun, trú þeim boð- skap sem hún var stofnuð til að flytja, trú þeim siðferðilegu gild- um sem hann er reistur á og trú þeim hefðum sem greina kjöl- festu frá rótlausu þangi. En á sama tíma þarf kirkjan að vera opin fyrir nýjum straumum og reiðubúin að takast á við þau verkefni sem eru ólík því sem áður var,“ sagði Þorsteinn Páls- son. I Iok ávarps síns sagði kirkju- málaráðherra að þó sjálfstæði kirkjunnar hafi verið aukið ætli hann að gæfa þjóðarinnar sé fólgin í því að örlagavefir hennar og kirkjunnar verði áfram spunn- ir saman. — GG Sophia Han- sen. Borgar 11 miQjóiiír Sátt hefur náðst milli Sophiu Han- sen og alsystur hennar Rósu Rúnarsdóttur í dómsmáli því sem efnt var til vegna deilna þeirra um ráðstöfun á hús- eigninni Túngötu 32. Dómsmálið var fellt niður þegar Rósa samþykkti að selja Sophiu erfðahlut sinn í húseign- inni, einn hlut af sjö, en áður hafði Rósa eins og Sophia viljað eignast húsið. Sigurður H. Guðjónsson, lög- maður Rósu, vildi ekki gefa upp hvað Sophia greiðir Rósu fyrir sjöunda part hússins. „Það er búið að leysa þennan ágreining og dómsmálið hefur verið fellt niður. Sophia kaupir erfðahlut Rósu en samkomulagið er að öðru leyti trúnaðarmál," segir Sigurður. Samkvæmt heimildum Dags hafði Sophia áður keypt þrjá hluta af öðrum systrum sínum á ríflega tvær milljónir króna hvern hlut. I heild er reiknað með hún kaupi systkinahluti upp á um 11 milljónir króna, einn hlut erfði hún sjálf og einn hlut fékk hún gefins, frá Jónu Rúnu Kvaran. Undanskilin er kjallaraíbúð í húsinu sem syst- ursonur Sophiu erfði. Þau Sophia og Sigurður Pétur Harðarson aðstoðarmaður hennar segja að húsakaupin tengist á engan hátt söfnuninni „Börnin heim“. Samkvæmt heimildum Dags nýtur Sophia fulltingis föður síns, Rúnars Hansen, við húsakaupin. - Ft>G Páll lítilsvirðir embætti sitt Technopromexport þvingað til samkomu- lags um að fara að kjarasamuingum. Raf- iðnaðarsambandið mim krefja Vinnueft- irlitið og Heilbrigðis- eftirlitið svara um að- bimaðinn. „Rafiðnaðarsambandið á inni hjá Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirliti og Vinnumálastofnun margar spurningar, sem ekki hefur verið svarað, þrátt fyrir ítrekaðar beiðn- ir þar um. Það leysir embættis- menn þessara stofnana ekki und- an því að svara þessum spurning- um, þó að stéttarfélögunum hafi tekist að þvinga Technopromex- port til þess að fara að löglega gerðum kjarasamningum," segir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Is- Iands, í samtali við Dag. Deila Rafiðnaðarsambandsins við Technopromexport leystist seint að kveldi sl. föstudag þegar rússneska fyrirtækið lét undan kröfum sambandsins og þrýstingi frá Landsvirkjun. Rafiðnaðarsam- bandið hyggst þó áfram ganga eft- ir svörum hjá ofangreindum stofnunum, en þar er meðal ann- ars spurt hvernig á því standi að heilbrigðis- og \dnnueftirlit heim- ili að Technopromexport bjóði Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins: „Páll Pétursson lítilsvirðir starfsitt sem alþingismaður.“ starfsmönnum sínum upp á að- stöðu sem ekkert íslenskt fyrir- tæki fengi að bjóða. Einnig telur Rafiðnaðarsambandið óútkljáð gagnvart Vinnumálastofnun á hvern hátt rússneskir verkamenn voru fengnir til landsins undir því yfirskini að um faglega stjórnend- ur væri að ræða. Dugur í iHÖnnum sem brjóta lög? Hvað þetta síðast talda varðar hefur Páll Pétursson félagsmála- ráðherra sagt opinberlega að hann sæi ekkert athugavert við það að faglegir stjórnendur kjósi að ganga í verk í stað þess að standa hjá og horfa á, að það sé dugur í slíkum mönnum. „Það er okkur launþegum áhyggjuefni, að Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra: Ekkert við það að athuga þótt yfirmenn grípi í verk með undirmönnum. sá ráðherra og þeir embættis- menn, sem eiga að gæta réttar okkar, skuli sífellt taka málstað atvinnurekandans og ætíð halda launamönnum í þeirri stöðu að þurfa að afsanna fullyrðingar hans. Hér á landi eru í gildi Iög og reglugerðir, eins og t.d. um raf- orkuvirki og iðnlöggjöfin. Páll Pétursson lítilsvirðir starf sitt sem alþingismaður og einnig háttvirt Alþingi, með yfirlýsingum um að það sé að hans mati dugur í þeim mönnum sem brjóta landslög. Ráðherra er stjórnvald sem á að sjá um að settum landslögum sé fylgt. Páll lítilsvirðir það embætti sem honum hefur verið falið að gegna með yfirlýsingum af þessu tagi," segir Guðmundur. - FÞG Hljóp in a ii ii uppi Komandi vetur minnti á sig í borginni aðfaranótt sunnudags en upp úr miðnætti var komin hálka um alla borgina og saltbíl- arnir kallaðir út. Engin alvarleg slys urðu á svæði Reykjavíkur- lögreglu um helgina en nokkur minniháttar. Níu voru grunaðir um ölvun við akstur og 45 stöðv- aðir fyrir of hraðan akstur. Með- al annars var bifreið mæld á 102 km hraða á Breiðholtsbraut þar sem er 60 km hámarkshraði. Okumaðurinn reyndi að sleppa en var hlaupinn uppi af lögreglu- Veruleg ölvun í miðbænum I dagbók lögreglunnar í Reykja- vík helgina 9. til 12. okt. 1998 kemur m.a. fram að veruleg ölv- un var í miðborginni aðfaranótt laugardags en þar voru um 3000 manns þegar flest var talið. Fjór- Ýmislegt gekk á í miðbæ Reykjavikur um helgina. ir voru handteknir vegna líkams- meiðinga en alls urðu 6 sinnum átök milli manna þar sem Iík- amsmeiðingar hlutust af. Þá flutti Iögregla 4 á slysadeild en enginn var fluttur með sjúkrabif- reið. 26 unglingar voru fluttir í athvarf vegna aldurs. Kveikt var í ruslatunnum, rúða brotin og tvær bifreiðar skemmdar. Tveir menn voru fluttir í fangageymslu eftir að hafa efnt til slagsmála, otað hnífi að fólki og sprautað mace úða. Flest mál gengu vel upp en mikill erill var í miðborg- inni. Mátti ekki á milli sjá! Á laugardagskvöld um kl. 21 réðst fullorðinn maður á dreng á Eiðistorgi. Drengurinn var flutt- ur á slysadeild til aðhlynningar en maðurinn í fangageymslu. Aðfaranótt sunnudags sló maður konu sína í Pósthússtræti svo konan féll í götuna. Er parið var á leið á lögreglustöðina virtist konan hætt að anda og var flutt með hraði á slysadeild. Þetta reyndist hinsvegar gabb hjá kon- unni og má því ekki á milli sjá hvort hjónanna hagaði sér verr þessa nótt, segir í dagbókinni. Þá kom maður á Miðborgar- stöðina og var hann alblóðugur í andliti og á höndum. Er gert hafði verið að sárum hans til bráðabirgða vildi hann ekki frek- ari afskipti lögreglu og var það með eftirgangsmunum að hann fékkst til að fara á slysadeild. Tveir menn bundu reiðhjól sín við fiskikar á Miðbakkanum að- faranótt laugardags. Síðar um nóttina voru fiskikörin komin í sjóinn en reiðhjólin fundust ekki.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.