Dagur - 13.10.1998, Síða 5

Dagur - 13.10.1998, Síða 5
X^wr ÞRIÐJUDAG UR 13. OKTÓBER 1998 - 5 FRÉTTIR Framsóknarmenn deila ran kvótakerfid Ekki prófkjör Akveðið var á fundinum að fara ekki út í prófkjör en kjósa þess í stað uppstillingarnefnd sem á að raða á listann og leggja síðan til- lögur sínar fyrir aukaþing sem haldið verður í janúar. Guðni var spurður hvers vegna flokkurinn væri ekki með prófkjör nú eins og síðast. „Menn eru vel sáttir við sinn þingmann og vilja hafa Gunn- laug Sigmundsson áfram í efsta sætinu. Að fenginni reynslu telj- um við að það sé minni ófriður við að stilla svona upp á lista en að fara út í prófkjör. Þegar minnst var á Kristin H. Gunnarsson sagði Guðni að hann væri velkominn í flokkinn eins og allt fólk en hann þyrfti að sækja um inngöngu og vinna sig upp í flokknum eins og aðrir. Það biði hans ekkert fyrsta sæti á lista framsóknarmanna á Vest- fjöðrum. Það væri alveg á hreinu. — S.DÓR Frainsóknarmeiui á Vestfjörðum greinir á um breytingar á kvðtakerfinu og þeir ætla ekki að viðhafa prófkjör við uppstill- ingu á lista fyrir kom- andi þingkosningar. „Það er of mikið sagt að hér hafi verið uppi deilur en menn vilja breytingar á kvótakerfinu og það eru fleiri en ein hugmynd uppi þar um. Það eru engin læti í flokknum hér á Vestljörðum út af þessu en menn vilja ákveðnar breytingar," sagði Guðni Jóhann- esson, formaður kjördæmissam- bands framsóknarmanna á Vest- Ijörðum, sem hélt fund um síð- ustu helgi. Hann sagðist ekki vilja fara Kristinn H. Gunnarsson. Veikominn en ólíklegur. nánar út í þær hugmyndir sem uppi eru um breytingar á kerfinu því þær væru nokkrar. Hann sagði enga hugmynd uppi um að taka upp veiðileyfagjald. Guðni sagði framsóknarmenn á Vest- íjörðum ætla að vinna að því næstu vikurnar að stilla saman Gunnlaugur Sigmundsson. Sátt um að hann verði í efsta sætinu. strengi í þessu efni og koma samstiga með eina hugmynd á flokksþingið í nóvember. Þess má geta að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, mætti á fundinn en hann var farinn aftur þegar umræðurnar um kvóta- kerfið hófust. Myndir Errós eru umdeildar. Erróburt Samtök gyðinga sáu til þess um helgina að mynd eftir Erró var tekin út af listaverkauppboði í París. Samtökin eru sögð öfgasinnuð meðal listunnenda en þau telja mynd Errós, „Isra- el“, sýna gyðingaríkið í óheppi- legu ljósi. Eftir mikinn þrýsting fyrir uppboðið var látið undan og myndin tekin af skrá. Þetta er í annað skipti sem mynd eftir Erró fær svona með- ferð. Onnur útgáfa af Israel var tekin af uppboðsskrá í Glasgow að undangengnum miklum lát- um af hálfu gyðinga. Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður Lista- safnsins í Bergen, hugðist bjóða í myndina um helgina fyrir hönd safnsins. Hann sagði að þau samtök sem um ræðir væru ein- faldlega svona sterk. Uppboðs- haldarinn kysi frið frekar en að halda uppboðinu til streitu. Segir gagnagnmniim persónugreinanlegan Dr. Ross J. Anderson með leiðtoga Læknafélagsins: Með samsetningu fyrirspurna má finna út einstakling efum hann liggur fyrir tiltekin vit- neskja, svo sem að hann hafi handleggsbrotnað eftir fall afhestbaki á til- teknum degi. - mynd: teitur Breskur sérfræðingiir segir gagnagnmniim ófuUnægjandi og per- sónugreinanlegan. Vill dreifða gagna- grunna frekar en mið- lægan. Væntanlegur gagnagrunnur Is- Ienskrar erfðagreiningar er per- sónugreinanlegur, segir Dr. Ross J. Anderson, sem hér er staddur í boði Læknafélags Islands, en hann er einn af þekktari sérfræð- ingum Evrópu í öryggismálum læknisfræðilegra upplýsingakerfa. Dr. Anderson gagnrýnir gagna- grunnsfrumvarpið einkum út frá því að fjölmörg atriði eru óljós og undirbúningi áfátt. Hann segist sannfærður um að eins og frum- varpinu sé háttað, þrátt fyrir breytingar á því, að boðaðar dulkóðunaraðferðir muni ekki tryggja persónuvernd með örugg- um hætti. Hann bendir á að með samsetningu fyrirspurna um læknisfræðileg og ættfræðileg efni megi finna út einstakling, ef um þann einstakling liggur fyrir tiltekin vitneskja, svo sem að hann hafi handleggsbrotnað eft- ir fall af hestbaki á tilteknum degi. Dr. Anderson segir gagna- grunninn í núverandi mynd hvorki veita vörn fyrir óleyfileg- um aðgangi við fyrirspurnir né gagnvart stuldi utan frá eða inn- an frá hjá óheiðarlegu starfs- fólki. Dr. Anderson segir frumvarpið mjög óljóst um nauðsynleg smá- atriði varðandi framkvæmdina og fullyrðir að eins og því sé háttað sé verið að afhenda Is- lenskri erfðagreiningu e.k. óút- fyllta ávísun, sem fyrirtækið geti fyllt út eftirá eftir hentugleikum. Þannig sé ekki einu sinni ljóst hvað teljist til „heilbrigðissviðs". Hann telur mun vænlegra að viðhafa dreifða gagnagrunna en einn miðlægan. - FÞG Leikmaður forseti idrkjuþiugs Jón Helgason frá Seglbúðum, fyrrverandi dóms- og kirkjumála- ráðherra og forseti Alþingis, var kjörinn forseti kirkjuþings í gær, fyrsti leikmaðurinn í 40 ára sögu Idrkjuþings sem til þessa hefur lotið forystu biskups Islands. Jó- hann Björnsson úr Arbæjarsókn í Reykjavík og Magnús Stefáns- son frá Fagraskógi í Eyjafirði voru kjörnir varaforsetar. Kosið var í fjórar nefndir, allsherjar- nefnd, fjárhagsnefnd, þingfarar- kaupsnefnd og löggjafanefnd og þar farið að tillögum kjörnefnd- ar, nema að sr. Magnús Erlings- son á Isafirði vék úr sæti í lög- gjafanefnd fyrir Döllu Þórðar- dóttur prófasti í Skagafirði sem gaf kost á sér í þá nefnd, en hún er eina konan sem situr Kirkju- þing. Afstaða kjörnefndar undir- strikar enn frekar en áður að konur þurfa að vinna skipulega til þess að efla hlut sinn á kirkju- þingi, það gerist ekki sjálfkrafa þrátt fyrir að um 45% þeirra, eða um 120 konur, sem sæti eigi í safnaðarstjórnum víða um land séu konur, en aðalmenn í safn- aðarstjórnum eru um 250. Oll- um þykir eðlilegt að karlar séu kosnir £ ýmsar nefndir og ráð vfða um land svo að jafnréttis- hugsjónin á augljóslega talsvert í Iand með að öðlast raunverulegt gildi. Það að aðeins ein kona sitji kirkjuþing ásamt nær þremur tugum karla er augljóst dæmi um það. — GG Vegas skaut 30 milljónum uralan Frumrannsókn skattrannsóknaryfirvalda á málefnum veitingastaðar- ins Vegas er lokið. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Dags er það meginniðurstaða rannsóknarinnar að umfang þeirra veltu sem skot- ið hafi verið undan skatti hefði leitt til skattgreiðslna upp á 30 millj- ónir króna. Degi er ekki kunnugt um tímalengdina sem rannsóknin náði yfir, en hún laut fyrst og fremst að meintum undanskotum á tekjuskatti og virðisaukaskatti og brotum á öðrum lögum, svo sem um bókhald. Aðaleigandi Vegas er Haraldur Böðvarsson. Heimildir Dags fyrir þessari niðurstöðu eru traustar, en hins vegar vildi Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri ekki staðfesta hana. „Það er grundvallaratriði hjá okkur að tjá okkur ekki um málefni einstakra gjaldenda,“ segir Skúli Eggert. — FÞG Losna vlð 9 milljóna víneftirlitsskatt Vínveitingastaðir losna á næsta ári við 9 milljóna gjald sem á þá hef- ur verið Iagt til að standa undir störfum víneftirlitsmanna, en fram- vegis verður það eftirlit kostað af ríkissjóði. Samkvæmt nýjum lögum ber ríkislögreglustjóra að annast skipulag áfengiseftirlits á Iandsvísu og verður í því skyni sett á fót sérstök deild hjá embættinu. Til að standa undir áfengiseftirliti lögreglunnar á nú lögum samkvæmt að veija til þess 0,3% af áfengisgjaldi, sem runnið hefur óskert í ríkis- sjóð. Aætlað er að þetta skili lögreglunni 15 milljóna tekjum á næsta ári (sem þýðir þá að alls er gjaldið áætlað um 5.000 milljónir á ár- inu). Lögreglan í Reykjavík fær 11 milljónir til að sinna áfengiseftir- litinu en Ríkislögreglustjóri 4 milljónir til að kosta nýju áfengiseftir- litsdeildina. — HEI Mikill hafis á Grænlandssraidi Hafís á Grænlandssundi er meiri nú í haust en í meðalári og hefur verið um 30 sjómílur frá landi þar sem styst er í hann, eða norður af Horni. Is- röstin virðist vera um 10 sjómílúr á breidd og teyg- ist í meiri ís austnorð- austur af Vestfjörðum. Með henni fylgja þrír stórir borgarísjakar og er einn þeirra í Víkurál. Haustið 1992 var hafís þó miklu nær landi á þessum árstíma, eða að- eins í 8 sjómílna fjarlægð frá Horni. Framundan eru óhagstæðar vindáttir, þ.e. að norðvestan en Eiríkur Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu, ríldi ekki spá um það að þessi hafís yrði landfastur. Isinn sem var norðvestur af Vestfjörðum í grænlensku lögsögunni fyrr í sumar eyddist ekki í september eins og vant er og kuldi hefur verið venju fremur mikill á norðaustur Grænlandi svo ísmyndun hefur ver- ið fremur mikil og hefur t.d. aukist töluvert á Scoresbysundi og þar fyrir norðan. — GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.