Dagur - 13.10.1998, Page 11

Dagur - 13.10.1998, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Serbneskir stúdentar veifa fánum sínum í Pristina, höfuðborg Kosovo. Þrjóskan í Serbiun Líkur aukast stöðugt á að NATO geri árásir á Kosovo-hérað - en engan bilbug er að finna á Serbum. Á vestræna mælikvarða getur Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, ómögulega talist vin- sæll maður. I skoðanakönnun- um fyrr á þessu ári voru 23% landsmanna ánægð með hann, sem er um 5% minna en fyrir tveimur árum. I Júgóslavíu nægir þetta þó til þess að hann beri höfuð og herð- ar yfir aðra stjórnmálamenn. Og með því að kenna Vesturlöndum stöðugt um ófarir Serba hefur honum tekist að koma sér undan pólitískum afleiðingum þess að efnahagslífi landsins hefur hnignað stöðugt meðan hann hefur verið við völd. Gjaldmiðill Júgóslavíu, dínar- inn, er nú sex sinnum verðminni en hann var árið 1994. Mánað- arlaun í landinu eru að meðaltali rétt um 700 krónur, viðskipta- hallinn er kominn í nærri 150 milljarða króna, og atvinnulausir eru í kringum 40%. Við þessar aðstæður virðist það ekki vera annað en fífldirfska af Serbum að standa uppi í hárinu á Vesturlöndum, og nánast heiminum öllum, með framferði sínu í Kosovo-héraði - eigandi það á hættu að fá allan herstyrk NATO yfir sig, sem þeir stæðu gjörsamlega varnarlausir gegn. Mörgum Serbum virðast þetta hins vegar vera eðlileg viðbrögð, að taka mikla áhættu með því að neita að taka mark á fordæm- ingu umheimsins. Enda taka að- komumenn fljótt eftir því, að þetta er ekki neitt venjulegt land. Eftir nánast óslitið stríðsá- stand í heilan áratug, sem kostað hefur gífurlegar fórnir af hálfu Serba, standa stjórnvöld í Júgóslavíu enn uppi nánast jafn traust í sessi sem fyrr. Og hlusta ekkert frekar á veikburða and- mæli innanlands heldur en for- dæmingu að utan. Ekki er ljáð máls á neinum umbótum, hvorki á efnahagssviðinu né í stjórn- málum. Eða eins og Nebosja Drnd- arevic, leigubílstjóri sem eins og aðrir á erfitt með að láta enda ná saman, orðaði það: „Berlínar- múrinn féll aldrei hjá okkur.“ Milosevic þykir óneitanlega búa yfir miklum hæfileikum til að finna góða leiki í valdabarátt- unni. Honum hefur tekist að draga allan mátt úr óvinum sín- um innanlands, eða ldjúfa þá í smærri fylkingar sem eiga enga möguleika gegn honum. Rudda- leg valdsmannshegðun hans ásamt þeirri tortryggni og þrjósku sem hann hefur tamið sér hefur þó fundið hljómgrunn meðal margra íbúa landsins. „Ef hann langar í kjúkling í matinn, þá fer hann með skrið- dreka að ná í hann, vegna þess að hann kann ekki að gera það öðru vísi,“ segir Zoran Djindjic, Ieiðtogi elsta og stærsta stjórnar- andstöðuflokksins. „I fimm eða sex ár höfum við nú búið við eins konar hernámsástand. Hann hefur tryggt sér þvílík völd að ör- lög okkar fara eftir því hvernig hann er innrættur." - The Washington Post Sólhattur eflir ónæmiskerfið 025% CUVF eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri Þrír læknar fá Nóbelsverðlaim SVIÞJOÐ - Þrír bandarískir vísindamenn, Robert Furchgott, Louis Ign- arro og Ferid Murad, hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði þetta árið. Þeir hljóta verðlaunin fyrir þá uppgötvun sína að köfnunarefnisoxíð sé mikilvægt boðefni í líkamanum. Meðal þess, sem sú uppgötvun leiddi af sér, var kyngetulyfið Viagra sem farið hefur sigurför um hinn vest- ræna heim undanfarið. Jeltsín kvefast enn RÚSSLAND - Að ráði lækna sinna stytti Boris Jeltsín, forseti Rúss- lands, heimsókn sína til Kasakstan í gær og hélt heim á Ieið. Svo virð- ist sem hann hafi kvefast í flugvélinni á Ieið til Tasjkent, höfuðborgar Kasakstans. ítalir leita leiða til stjómarmyndunar ÍTALIA - Stjórnarkreppa ríkir nú á Italíu eftir að Romano Prodi forsæt- isráðherra sagði af sér. Scalfaro, forseti Italíu, ræðir nú við leiðtoga Kommúnista og annarra smærri flokka um hugsanlega stjórnarmynd- un, en líklegast þykir að mynduð verði bráðabirgðastjórn. Fé til höfuðs Rushdie hækkað ÍRAN - Nú hefur fé það, sem boðið er í verðlaun fyrir að myrða rithöf- undinn Salman Rushdie, verið hækkað upp í rúmar 200 milljónir króna. Svokölluð írönsk menningarstofnun safnaði saman um 20 millj- ónum króna til þess að bæta við gjaldið, sem sett hefur verið til höfuðs honum. Khatami, forseti Irans, lýsti því nýlega yfir að ríkisstjórnin hefði ekkert lengur með dauðadóminn að gera. Heittrúaðir múslimar halda því þó fram að ríkisstjómin geti ekki ógilt dauðadóminn, þar sem hann var kveðinn upp samkvæmt lögum trúarinnar. Fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði Kynningarfundur HÁSKÓLINN Á AKUREYRI, í samvinnu við MANCHESTER HÁ- SKÓLA auglýsir fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfraeði. Áaetlað er að námið, sem tekur tvö ár, hefjist í lok janúar 1999. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar geti stundað námið jafnhliða a.m.k. hálfu starfi. Inntökuskilyrði er B.S. gráða í hjúkrunarfræði ásamt starfs- reynslu. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember, n.k. Upplýsingar um námið fást hjá Póru Ragnheiði Stefánsdóttur, skrif- stofustjóra heilbrigðisdeildar, Þingvallastræti 23, 600 Ak., s. 463- 0901. Upplýsingar um námið veitir einnig prófessor Sigríður Hall- dórsdóttir í vs. 463-0900 og hs. 462-7676. Haldinn verður kynningarfundur um meistaragráðunámið fimmtudag- inn 15. október kl. 15 á sex stöðum samtímis: Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, 1. hæð í stofu 14. Isafirði, Framhaldsskóli Vestfjarða, Torfnesi, 2. hæð í heimavist. Egilsstöðum, Menntaskólinn á Egilsstöðum, 1. hæð í stofu 2. Neskaupsstað, Verkmenntaskóli Austurlands, 3. hæð í stofu 11. Austur-Skaftafellssýslu, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, 1. hæð í stofu 4. Reykjavík, Háskóli íslands, Félagsvísindadeild Odda, kjallara. Íi&BK&UMM A AKUREYRi í keppni þeirra hestu er fullkomin samhæfing allra þátta lykillinn aö velgengni. Aptiva fjölskyldan irá IBM fullnægir öllum kröfum nútíma margmiðlunar. Fullkominn hljóö- ag myndbúnaöur ásamt fjarskiptamöguleikum færa þér óendanlega möguleika. Hvert sem hugurinn stefnir, veitir Aptiva þér S 3S*S. ‘SSkS. tækifæri til aö kanna óravíddir heimsins. NYHERJI Skaitahlíö 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is i i i J 3 i I J \ i i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.