Dagur - 20.10.1998, Qupperneq 6
6 - ÞRIÐJUDAG U H 20. OKTÓBER 19 9 8
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símar augiýsingadeiidar:
Netfang auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
omar@dagur.is
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Skákstelpur
í fyrsta lagi
Skáksamband Islands hefur ekki jafnrétti kynjanna á dagskrá
sinni. Þar er það í hópi með helstu íþróttafélögum og sam-
böndum sem þiggja reiðinnar býsn af almannafé til starfsemi
sinnar. Skáksambandið vill veija takmörkuðum fjármunum
sínum til að senda stráka til að keppa á alþjóðlegu móti, en
stelpurnar mega fara ef þær borga sjálfar. Málið er ekki alveg
jafn einföld karlremba og sýnist. Miklu fleiri strákar en stelp-
ur stunda skák, samkeppnin um sæti á alþjóðamóti er hörð og
þeir standa stúlkunum framar í samanburði við væntanlega
keppinauta. A ekki að velja þá hæfustu til keppni án tillits til
kyns? Nei.
í öðru lagi
Ur því skáklistin er á aðskildum mótum pilta og stúlkna á
Skáksambandið að sjá sóma sinn í því að senda keppendur í
báðum flokkum. Við vitum að innan íþróttahreyfingarinnar
hefur verið mikil freisting að leggja niður kvennaflokka til að
styðja betur við afrekskarla. Og stúlkurnar hafa verið reknar út
á guð og gaddinn með klósettrúllur og rækjur til að afla fjár
meðan strákarnir æfa. Við viljum að kynin njóti jafnréttis til
þátttöku í íþróttum. Ef alþjóðleg mót heyra þar undir eiga
stúlkur að keppa við erlendar stöllur rétt sem piltar. Engum
dettur í hug að leggja niður karlalandsliðið í knattspyrnu þótt
kvennalandsliðið standi hærra á alþjóðlegum mælikvarða, eins
og hefur gerst.
í þriöja lagi
Þetta mál sýnir hvað gerist þegar menn hafa ekki áhuga á jafn-
rétti kynjanna. Hugsunin og forgangsröðunin er út frá öðrum
gildum. Þau þurfa ekki að vera röng svo langt sem þau ná.
Þau fullnægja bara ekki kröfu okkar um að jafnrétti kvenna og
karla nái til sem flestra sviða í samfélaginu, og alveg tvímæla-
laust þeirra sem njóta almannafjár. Enn einu sinni höfum við
sönnun þess að jafnréttismálum verður að gera hærra undir
höfði í pólitískri stefnumótun og jafnréttisstefna á að vera
samþætt opinberu lífi. Annars verður alltaf hægt að búa til af-
sakanir fyrir því að gera ekki neitt. Stefán Jón Hafstein.
Stol fyrir Steina
Þá er Þorsteinn að hætta í
pólitíkinni eftir 16 ára fræki-
lega framgöngu. Garri heyrði í
honum í útvarpinu um helgina
og það var eiginlega ekki fyrr
en þá að hann áttaði sig
hversu gríðarlega afkastamikill
Þorsteinn hefur verið. Allar
helstu breytingar og
betrumbætur á þjóðfélaginu
síðustu 16 árin eru meira og
minna Þorsteini að þakka,
dómskerfið, hagkerfið og vist-
kerfið í kringum landið
hefur hann reist við og
rifið upp úr öskustón-
ni. Þorsteinn er enn
ungur maður og þeir
eru fáir sem geta svo
ungir státað sig af jafn
miklum þjóðfélagsbylt-
ingum og hann.
Þorsteinn Pálsson.
Óvinir og
V
vmir
Þorsteinn hefur eðlilega eign-
ast marga óvini í stjórnmálum,
eins og raunar gerist með
flesta stjórnmálamenn sem
eru í forustusveit flokka sinna.
Það er hins vegar óvenjulegt
með Þorstein að helstu póli-
tísku óvinir hans koma úr röð-
um samherja hans og sam-
starfsmanna eins og sannaðist
best þegar vinur hans og félagi
til margra ára í Sjálfstæðis-
flokknum, Davíð Oddsson, fór
fram gegn honum í formanns-
kjöri - og hafði betur. Garri
hefur tekið eftir því að Þor-
steinn neitar því ekki í viðtöl-
um að Davíð hafi komið aftan
að honum. Hann segir bara
að það sé ekki tímabært að
gera upp slík mál. I ljósi þess
að aðalóvinir Þorsteins eru
samstarfsmenn hans og félag-
ar er Garri ekki í nokkrum vafa
um að Davíð hefur tilkynnt
Þorsteini að hann myndi ekki
fá sæti í næstu ríkisstjórn ef
hann færi fram. Það hafi því í
raun verið sjálfhætt og kominn
tími til að finna annan stól fyr-
ir Steina.
Viðlagið
Pólitískur ferill Þorsteins er
því að fá á sig mjög áberandi
viðlag. Sem ungur maður
skaust hann upp á stjörnuhim-
ininn og var krafan þá strax
um að fá „stól fyrir Steina.“
Var þá fyrst fundinn
ritstjórastóll og fram-
kvæmdastjórastóll
VSÍ og síðan for-
mannsstóllinn sjálfur
f Sjálfstæðisflokkn-
um. Þegar sá stóll var
í höfn magnaðist kraf-
an fram úr öllu hófi
um stól fyrir Steina -
og snerist hún þá um
að fá ráðherrastól. Það mál var
leyst farsællega og fundinn var
góður ráðherrastóll. Síðan
kom að því að Þorsteinn fengi
forsætisráðherrastól en síðan
hefur stólaleitin meira snúist
um að finna stól fyrir Steina
þar sem hann fær að vera í
friði fyrir duttlungum Davíðs.
Spurningin er því hvers skonar
stóll verður fundinn fyrir
Steina núna. Ljóst er að ef fé-
lagar Þorsteins fara að gera
kröfur um stól fyrir Steina
mun lítill hugur fylgja þar
máli. Því hljótum við að mæl-
ast til þess við andstæðinga
Þorsteins, sem alla jafnan hafa
reynst honum betur en sam-
herjar hans, að þeir setji fram
kröfuna um stól fyrir Steina.
Þorsteinn á óvenju marga and-
stæðinga á Morgunblaðinu og
því ekki ólfklegt að þeir muni
bjóða honum splunkunýjan
ritstjórastól þar. garhi.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrífar
Grandalausir samherjar
íslenskir útvegsmenn standa
þessa dagana fyrir fræðsluátaki á
ári hafsins. Og Ieggja sérstaka
áherslu á að þetta sé fræðsla og
þar af leiðandi ekki einhliða
áróður. Uppfræðsla felur jú f sér
að allar hliðar málsins sem um
er fjallað, góðar og slæmar, eru
dregnar upp á yfirborðið og
gaumgæfðar. Og það er auðvitað
gert í „fræðsluátaki" útvegs-
manna, eða hvað?
Einn liður í þessu átaki er aug-
lýsingaherferð í blöðunum. M.a.
hefur birst mynd af ungum og
fögrum stúlkum og þjóðinni bent
á að það eru þessar stúlkur sem
eiga kvótann. Og hafa þá vænt-
anlega vélað hann út úr „granda-
lausum samheijum" þessa Iands.
I annarri auglýsingu stara
löngu steindauðir fiskar freðnum
augum framan í Islendinga og
þessi flenniyfirlýsing undir:
Frelsi til að velja! Sem náttúrlega
stenst ekki, því ýsan, steinbítur-
inn, karfinn og þorskurinn á
myndinni, hafa akkúrat ekkert
frelsi til að velja svo löngu eftir
fráfall sitt. Og höfðu það reynd-
ar ekki heldur í lifanda lífi og
kusu sér örugg-
lega ekki ömur-
legan aldurtila í
netum og nótum
útvegsmanna.
Sértæk sam-
eign
■ Og óbreyttir Is-
lendingar hafa
heldur ekki frelsi
til að velja hvort
þeir gerast út-
gerðarmenn,
eignast kvóta og
róa til fiskjar.
Fjármagn er sem sé forsenda
frelsisins til að velja. Og þeir sem
ekki eiga kvóta, þeir sem ekki
voru svo heppnir að vera á rétt-
um stað á réttum tíma þegar
ráðamenn þjóðarinnar útdeildu
sameign þjóðarinnar til fárra út-
valdra, þeir hafa ekkert frelsi til
að velja. Auðurinn fer þangað
sem hann er fyrir.
Afturgengnir
lénsherrar
Vonandi eiga út-
vegsmenn eftir
að birta fleiri
auglýsingar í
sínu jákvæða
fræðsluátaki.
Og þar verður
væntanlega
fjallað um það
hversvegna
harðduglegir
sjómenn sem
stundað hafa
sjóinn um áratugaskeið eiga ekki
svo mikið sem eitt kíló af sameig-
inlegum kvóta landsmanna, á
meðan börn og unglingar sem
aldrei hafa migið í saltan sjó, en
eru svo heppin að eiga útvegs-
menn að feðrum, eru erfingjar
kvóta sem leggur sig á hundruð
milljóna.
Og þar verður örugglega
einnig birtur Iisti yfir þá útvegs-
menn sem hafa selt kvóta fyrir
hundruð milljóna og lifa nú í
vellystingum pragtuglega og reka
verslanir í Kringlunni á milli ut-
anlandsferða.
Það sem fer í taugarnar á þjóð-
inni er ekki sjálft kvótakerfið og
fiskveiðistjórnunin, heldur hitt
að hér skuli vera við haldið ein-
hverskonar lénsskipulagi þar
sem þjóðarauðnum er skipt eftir
ættum en ekki verðleikum ein-
staklinga eða vinnuframlagi.
Svoddan kerfi var við lýði í Evr-
ópu á miðöldum, en hefur þar
verið lagt af að mestu - en skýtur
svo upp kollinum sem aftur-
ganga á Islandi í dag.
Hvemig verðurÞor-
steins Pálssonar minnst
sem stjómmálamanns?
Margrét Frímannsdóltir
form. Alþýðubandalagsins og þing-
maðurSunnlendinga.
„Þorsteinn Páls-
son er afar góð-
ur samstarfs-
maður. Við
erum búin að
vinna saman í
bráðum tólf ár
sem þingmenn
Suðurlandskjördæmis og hann
er afar heiðarlegur og hreinskip-
inn í öllum samskiptum. Þó við
séum ekki alltaf sammála er nið-
urstaðan engu að síður sú að
aldrei hefur borið skugga á sam-
skipti okkar vegna þeirra mál-
efna sem snerta Suðurland. Þor-
steinn er ekki maður sem er
gjarn á að auglýsa verk sín, en
hefur skilað kjördæminu heil-
miklu.“
Einar Oddur Kristjánsson
þingmaður Sjálfstxðisflokks.
„I mínum huga
hefur það alltaf
verið mjög skýrt
að Þorsteinn
Pálsson er frá-
bærlega hæfur
maður til allra
hluta. Það getur
ekki verið að hans verði minnst
öðruvísi sem stjórnmálamanns.“
Sverrir Hermannsson
fv. bankastjóri.
„Misjafnlega,
trúi ég. Þor-
steinn á sína
eindregnu
stuðningsmenn
og sjálfsagt að-
dáendur í kjör-
dæmi. En þjón-
usta hans við útgerðaraðalinn
verður lengi í minnum höfð og
þegar þar að kemur verður það
ekki talinn glæsilegur kafli í
stjórnmálasögu hans og Sjálf-
stæðisflokksins. Enda er hann
sjálfsagt búinn að fá nóg. Á hinn
bóginn er margt gott um þennan
mann að segja ef hann er látinn
njóta sannmælis, en hann hlýtur
þó að verða talinn nokkur hrak-
fallabálkur í pólitík."
Kaunveig Guðmundsdóttir
formaður þingflokks jafnaðarmanna.
„Þorsteins verð-
ur vissulega
minnst sem eins
af helstu for-
ystumönnum
Sjálfstæðis-
flokksins, enda
fyrrum formað-
ur hans. Hann mun og verða
mjög tengdur sjávarútvegsstefn-
unni sem er mjög umdeild.
Mannsins Þorsteins verður að
mínu mati minnst sem agaðs
stjórnmálamanns, sem sjaldan
hefur látið setja sig út af laginu.
Eg býst við að flestir Iíti á hann
sem traustan stjórnmálamann,
sem hafi sett hagsmuni flokksins
ofar eigin hagsmunum og til-
finningum þó hann hafi oft haft
tilefni til að setja hnefann í borð-
ið.“