Dagur - 20.10.1998, Page 7
T
Xfc^MT.
ÞJÓÐMÁL
ÞRIDJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 - 7
Flj ótsdal s virkj un
og Austurland
BALLPÓR
ASGRIMS-
SON
UTANRÍKISRÁÐHERRA
SKRIFAR
Frá örófi alda hafa íslendingar
nýtt landið sitt, gögn þess og
gæði. Landið var löngum talið af
þeim sem ekki þekktu til á mörk-
um þess að vera byggilegt vegna
landfræðilegrar legu. Hlýr haf-
straumur og stórkostlegar auð-
lindir gera það hins vegar að
verkum að landið er ekki aðeins
byggilegt, heldur höfum við
byggt hér samfélag, þar sem lífs-
gæði eru meiri en nánast alls-
staðar annars staðar. Auðlindir
þjóðarinnar eru m.a. fískistofnar
í hafinu, orkan í vatnsföllum og
hitinn í iðrum jarðar, ásamt feg-
urð landsins og miklum man-
nauði. Skynsamleg nýting allra
þessara auðlinda, án þess að of
nærri þeim sé gengið ræður vel-
sæld þjóðarinnar og þar verður
að stíga fram með gát og af full-
ri einurð.
Fram til þessa hefur verið al-
menn samstaða um virkjun Jök-
ulsár í Fljótsdal. Nýlega hefur
hins vegar borið nokkuð á þeim
skoðunum að þar verði unnið til-
fínnanlegt tjón á náttúru lands-
ins og því beri að hætta við þess-
ar fyrirætlanir.
Vixkjun heimiluð 1981
Alþingi samþykkti heimildarlög
um virkjun Jökulsár í Fljótsdal
1981. I sérstakri þingsályktun
um virkjunarframkvæmdir og
orkunýtingu frá 1982 var lögð
áhersla á að Fljótsdalsvirkjun
yrði næsta virkjun á eftir
Blönduvirkjun en við það hefur
ekki verið staðið. Náttúruvernd-
arráð féllst á virkjunina í mars
1981 með ýmsum skilyrðum og
var samhliða samkomulag um að
Þjórsárver yrði vernduð. Gert var
ráð fyrir miðlun á Eyjabökkum
og á Fljótsdalsheiði ásamt 25 km
skurði frá Eyjabökkum út eftir
allri Fljótsdalsheiði.
Vart var haldinn sá fundur hjá
stjórnmálaflokkum eða á vegum
sveitastjórna að ekki væri lögð á
það áhersla að flýta rannsóknum
og undirbúningi. Vegna minnk-
andi eftirspumar eftir raforku
varð hlé á þessum rannsóknum á
árunum 1985-1988. Síðar kom
fram tillaga um að hverfa frá að
grafa þennan langa skurð út
Fljótsdalsheiði, sem hefði valdið
miklu raski, en bora þess í stað
jarðgöng frá miðlunarlóni við
Eyjabakka að stöðvarhúsi í
Fljótsdal. Hér var um að ræða
breytingu sem var til mikilla bóta
og má segja að það hafi út frá
umhverfissjónarmiðum verið
mikil mildi að ekki var farið í að
grafa þennan langa veituskurð.
Virkjunin boðin út
I upphafí kjörtímabils fyrri ríkis-
stjórnar ríkti mikil bjartsýni um
byggingu álvers á Keilisnesi.
Ekki vöktu þau áform mikla
hrifningu á Austurlandi, en þrátt
„Ég geri mér fulla grein fyrir að Eyjabakkasvæðið hefur mikið gildi frá náttúruverndarsjónarmiðum. Sama á við mörg önnur svæði í okkar fagra landi. Við
komumst hins vegar ekki hjá því að fórna einhverju, sérstaklega ef ávinningurinn er mikill", segir Halldór m.a. í grein sinni. Myndi sýnir Eyjabakkasvæðið.
fyrir það var ákveðið að ráðast í
byggingu álvers þar og var land
keypt í þeim tilgangi. Um sama
leyti var stór hluti virkjunarinn-
ar boðinn út og nam útboðið
83% af kostnaðaráætlun hönn-
uða. Verktakinn var beðinn um
að framlengja tilboð sitt, fyrst
fram á mitt árið 1992 og síðan til
ársins 1994. Tilboðunum hefur
aldrei verið hafnað og enn er
áhugi fyrir því að þeir taki að sér
verkið á grundvelli þessara til-
boða.
I apríl 1991 var gefíð út fram-
kvæmdaleyfi fyrir virkjuninni og
í kjölfarið var hún opinberlega
auglýst þrisvar og óskað eftir at-
hugasemdum með lögformleg-
um hætti. Ymsar athugasemdir
bárust og voru þær margar mjög
gagnlegar, sem að verulegu Ieyti
hefur verið tekið tillit til, en eng-
in athugasemd barst um sjálft
Eyjabakkasvæðið. Mikil umfjöll-
un hefur því verið um virkjunina
og sennilega hafa fá önnur fyrir-
huguð mannvirki á Islandi feng-
ið jafn mikla skoðun.
Ný lög imi ujiihverlisáhrif
Lög um mat á umhverfísáhrifum
tóku gildi í maí 1994. Þar er gert
ráð fyrir að allar framkvæmdir
gangi í gegnum ákveðinn feril,
en þó ekki þær framkvæmdir
sem hefur verið gefíð leyfi fyrir.
Fljótsdalsvirkjun er í þeim hópi.
Hávær krafa hefur verið um,
að þessi virkjun gangi í gegnum
svipaðan hreinsunareld og önnur
mannvirki í landinu. Til þess að
koma til móts við þessi sjónar-
mið hefur Landsvirkjun ákveðið
að vinna mat á umhverfisáhrif-
um virkjunarinnar og hefur verið
fenginn fjöldi sérfræðinga til að
vinna við það verk. Hér er um að
ræða marga aðila sem ekki hafa
komið að málinu áður og verður
fróðlegt að sjá skýrslu þeirra og
mat á málinu.
Enginn vafí er á því að ýmsar
gagnlegar ábendingar koma fram
í þessari vinnu. A þeim tímamót-
um standa menn frammi fyrir,
hvort ástæða þykir til að senda
málið til umljöllunar hjá skipu-
Iagsstofnun og síðan Umhverfís-
ráðuneyti, þótt engin krafa sé
um það samkvæmt lögum. Við
það mat verður að taka mið af
nokkrum atriðum. Að mínu mati
er ekki rétt að taka um það end-
anlega ákvörðun fyrr en skýrslan,
sem unnin verður á þessu
hausti, hefur komið fram.
Samningar við Norsk Hydro
Nauðsynlegt er að hafa í huga,
að samningaviðræður standa nú
yfir við Norsk Hydro um bygg-
ingu álvers á Reyðarfirði og þeir
samningar eru háðir því, að af
byggingu virkjunarinnar verði.
Dragist virkjunarframkvæmdir
úr hömlu, má ljóst vera að ekkert
verður úr samningum. Þá er ein-
nig nauðsynlegt að hafa það í
huga að Alþingi hefur marg oft
Iagt blessun sína yfír viðkomandi
virkjun með Ieyfum og samþykki
um Iánsljárheimildir. Landsvirkj-
un hafði boðið verkið út að
frumkvæði ríkisstjórnar. Einnig
verður að hafa í huga að varið
hefur verið til verksins á fjórða
milljarði króna sem er mikið fé.
Verði ekkert úr framkvæmdum
er ljóst að þeir fjármunir verða
ekki endurgreiddir af tekjum
virkjunarinnar.
Þegar upp er staðið í haust er
líklegt að sá þáttur sem stendur
eftir verði spurningin um það
hvort Eyjabakkar verði teknir
undir miðlunarlón eða ekki. An
slíks miðlunarlóns getur ekkert
orðið úr virkjuninni og því er
nauðsynlegt að tala um málið af
fullri hreinskilni.
Það hefur verið staðið að
þessu máli lögum samkvæmt og
það eru full óheilindi að halda
því fram eða láta í það skína að
það hafi ekki verið gert. Hitt er
svo annað mál að til greina kem-
ur að taka nýjar ákvarðanir þegar
fyrrnefnd skýrsla liggur fyrir en
menn verða þá jafnframt að
horfast í augu við hugsanlegar
afleiðingar m.a. byggingu stór-
iðju á Reyðarfirði.
Áhrif Fljótsdalsvirkjimar
A sínum tíma var ákveðið af rík-
isstjórn að ef álver yrði reist hér
á Iandi á vegum Norsk Hydro þá
yrði það byggt á Reyðarfirði.
Margvíslegar ástæður voru fyrir
þessari ákvörðun, bæði kostnað-
arlegar og umhverfislegar og
ekki síst byggðalegar. Háspennu-
línur yfir hálendið valda sjón-
Orð skulu stauda var
aðalsmerki forfeðra
okkar. Hér er ekki
aðeins um að ræða
orð heldur lög og
margvíslegar yfirlýs-
ingar. Það liggur
heinast við að næstu
virkjanir lands-
manna verði reistar á
Austurlandi.
mengun og það er því nauðsyn-
legt að draga sem mest úr bygg-
ingu slíkra mannvirkja. Það er
mikil þörf á því að skapa meira
jafnvægi í byggð landsins og það
er enginn vafi að álver á Reyðar-
firði hefur mikil áhrif í byggða-
málum.
Þar með eru skapaðar nýjar
forsendur til að byggja upp sterk-
an þéttbýliskjarna á Miðaustur-
landi sem getur valdið straum-
hvörfum í byggðamálum. Það er
einnig ljóst að bygging álvers
kallar á margháttaða þjónustu og
rannsóknir hafa leitt það í ljós að
það hefur áhrif í mörgum nær-
liggjandi byggðalögum. Það er
enginn vafi á því að það verður
einnig til að styrkja Norðurland
og auka samskipti milli lands-
hlutanna.
Eg geri mér fulla grein fyrir að
Eyjabakkasvæðið hefur mikið
gildi frá náttúruverndarsjónar-
miðum. Sama á við mörg önnur
svæði í okkar fagra landi. Við
komumst hins vegar ekki hjá því
að fórna einhverju, sérstaklega
ef ávinningurinn er mikill.
Avinningur af stóriðju á Austur-
landi með tilheyrandi virkjunum
skiptir miklu máli fyrir framtíð
Austurlands og landsins alls.
Austfírðingar hafa verið í góðri
trú um að hér væri verið að
vinna vel að málum. Þeir hafa
treyst því að þær ákvarðanir sem
þegar hafa verið teknar verði
látnar standa. Þeir hafa treyst
því að sú sáttargerð sem átti sér
stað um Þjórsárver og Eyjabakka
á sínum tíma yrði látin standa.
Orð skulu standa var aðals-
merki forfeðra okkar. Hér er ekki
aðeins um að ræða orð heldur
lög og margvíslegar yfirlýsingar.
Það liggur beinast við að næstu
virkjanir landsmanna verði reist-
ar á Austurlandi. Akvörðun um
að hætta við það hefði mikil
áhrif á samfélagið. Eg er ekki í
nokkrum vafa um þegar samspil
þessar þátta eru metin að það er
rétt að reisa þessa virkjun. Það er
hins vegar nauðsynlegt að ganga
þar fram af fullri gát og taka fullt
tillit til viðkvæmrar náttúru á há-
lendinu fyrir austan.
i