Dagur - 20.10.1998, Side 8

Dagur - 20.10.1998, Side 8
8 - PRIDJUDAGUR 2 0. OKTÓBER 1998 ÞRIDJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING .Thypir Mmningarsjóður um forsetafnína JOHAN DOTTI ERÐUR NS- TTIR Útfor Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur, forsetafrúar, verð- ur gerð frá Hallgríms- kirkju á morguu. Þjóð- höfðingjar Norður- landa verða allir við- staddir og eiuuig fjöl- margir sendiherrar er- lendra ríkja. Stofnað- ur hefur verið iniirn- iugarsjóður um for- setafrúua. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona Olafs Ragnars Gríms- sonar forseta Islands verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju á morgun. Útförin verður á vegum ríkisstjórnarinnar og er öllum heimill aðgangur að kirkjunni meðan húsrúm leyfir. Þjóðhöfðingjar Norðurlanda hafa allir boðað komu sína við út- för forsetafrúarinnar, þau Mar- grét II. Danadrottning, Karl XVI. Gústaf Svíakonungur, Haraldur V. Noregskonungur og Martti Ahitsaari forseti Finnlands. Einnig hafa sendiherrar margra erlendra ríkja tilkynnt að þeir muni verða við útförina. Mtnningarbókm Nokkur þúsund manns hafa ritað nafn sitt í minningarbók um for- setafrúna sem legið hefur frammi í hátíðarsal Bessastaða síðan á laugardag. Mikil bílaumferð var út á Alftanes á sunnudaginn og mynduðust biðraðir eftir af- leggjaranum að Bessastöðum og varð Iögreglan að hleypa bílum í hollum að forsetabústaðnum. Stöðugur straumur fólks var ein- nig að Bessastöðum eftir hádegi f gær, en minningarbókin mun einnig liggja frammi í dag til klukkan 18:00. Mianingarsjóður stofnaður Akveðið hefur verið að stofna minningarsjóð um Guðrúnu Katrínu. í tilkynningu frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, segir að fjölskyldunni hafi borist óskir og tilmæli um stofnun minning- arsjóðs og ákveðið að verða við því. Sjóðurinn verður helgaður þeim málefnum sem forseta- frúnni voru hugleikin,. einkum heilbrigði, menntun og listsköp- un ungs fólks. Framlög í minningarsjóðinn verða skráð í sérstaka stofnenda- skrá Minningarsjóðs Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Þeir sem vilja minnast forsetafrúar- innar með framlögum í minning- arsjóð hennar er vinsamlega bent á reikningsnúmerið 140800 sem merkt hefur verið sjóðnum í öll- um bönkum og sparisjóðum landsins. Biskupiun jarðsyngur Biskup Islands, herra Karl Sigur- björnsson, jarðsyngur forseta- frúna, en útför hennar fer eins og fyrr sagði fram í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst klukkan 11 og er öllum opin meðan húsrúm leyfír en Hallgrímskirkja tekur um 800 manns í sæti. Athöfninni verður útvarpað og sýnd beint í sam- sendingu Sjónvarpsins og Stöðvar 2 líkt og gert var á laugardaginn þegar komið var með kistu for- setafrúarinnar. Auk fjölskyldu Guðrúnar Katrínar, verða viðstaddir þjóð- höfðingar Norðurlanda og fleiri útlend fyrirmenni, ráðherrar, embættismenn og fleiri. Athöfnin verður hefðbundin en forsetinn hefur lagt mikla áherslu á að tónlist sem flutt verður við athöfnina sé íslensk. Forspilið verður eftir Jón Nordal og útspil- ið eftir Jónas Tómasson. Tveir kórar syngja, Schola Cantorum undir stjórn Harðar Askelssonar sem einnig annast orgelleikinn og Vox Feminae undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur. Einsöngv- arar verða Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Sigrún syngur „Sjá dagar koma, ár og aldir líða“ eftir Sigvalda Kalda- Ións við Ijóð Davíðs Stefánssonar og Kristinn syngur „Þó þú lang- förull legðir" eftir Sigurð Þórðar- son við texta Stephans G. Steph- anssonar. Útförin er á vegum ríkisins og skipan fyrirmenna og embættis- manna í sæti lýtur opinberum siðareglum. Allt sem lýtur að þátttöku nánustu fjölskyldu og ættingja svo sem sætaskipan og fleira er varðar útförina á morgun er ákvörðun forsetans sjálfs. Sama gilti um athöfnina á laugar- daginn þegar kistan kom til landsins. Bálíör í Fossvogskapellu Gert er ráð fyrir að athöfnin í Hallgrímskirkju taki um klukku- stund en að henni lokinni verður farið með kistu forsetafrúarinnar í Fossvogskapellu. Þar verður bálför hennar gerð en við þá at- höfn verður aðeins fjölskylda Guðrúnar Katrínar. Ríkisstjómin hefur ákveðið að skrifstofur stjórnarráðsins og aðr- Nokkur þúsund manns hafa rítað nafn sitt í minningarbók um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú og var stöðugur straumur fólks tii Bessastaða í gær og fyrradag. Útför Guðrúnar Katrínar verður gerð frá Hallgrímskirkju á morgun. - mynd: teitur ar opinberar stofnanir verði lok- aðar til klukkan 13:00 útfarar- daginn, eftir því sem tök eru á. I samráði við menntamálaráðherra hefur einnig verið mælst til þess að kennsla verði felld niður í skólum landsins fyrir hádegi á morgun. Athöfn á Keflavikurflugvelli Komið var með kistu forsetafrú- arinnar ífá Seattle í Bandaríkjun- um til Keflavíkur á laugardaginn var og með í för voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, dætur hans tvær Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla og Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari. Flug- véí Cargolux lenti með kistuna laust eftir klukkan 13:00 og á flugvellinum var stutt og virðuleg athöfn. A móti forsetafjölskyldunni tóku handhafar forsetavaíds, for- sætisráðherra, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og eiginkonur þeirra, einnig ríkisstjórnin og makar ráðherra, biskupinn og eiginkona hans, ættingjar forseta- frúarinnar, embættismenn og starfsmenn forsetaembættisins. Biskup íslands flutti blessunar- orð við athöfnina og sagði þá meðal annars: „Haustsvalinn um- lykur ykkur kæra fjölskylda, en hlýtt er þel alþjóðar sem umvefur ykkur, almenn samúð, dýpsta virðing, kærleikur, fyrirbæn. Vel- komin heim.“ Lúðrasveit lék sorgarlög, lög- reglumenn stóðu heiðusvörð og að athöfninni lokinni báru 8 ein- kennisklæddir lögregluþjónar kistuna í líkbílinn, sem flutti hana til Bessastaða. Þar var einnig at- höfn fyrir nánustu fjölskyldu Guðrúnar Katrínar. Faðmast á sorgarstundu. Dætur forsetahjónanna faðma ættingja sína við komuna til Keflavíkur. - mynd: þök Davíð Oddsson forsætisráðherra vottar Úlafi Ragnari Grímssyni, forseta ís- lands, samúð sína við athöfnina á Keflavíkurflugvelli á laugardaginn. Við hlið hans er eiginkona hans Ástríður Thorarensen, en ráðherrar og makar þeirra voru allir viðstaddir. - mynd: þök Átta lögreglumenn báru kistu forsetafrúarinnar að líkbílnum að lokinni athöfninni á Keflavíkurflugvelli. Úlafur Ragnar Grímsson forseti og dæturnar Svanhiidur Dalla og Guðrún Tinna. - mynd: þök iL'iljíÍiJJITLll Kenni á Subaru Legacy. .. .......---—------ MÓT0RSTILUNG, HJÓLASTILUNG, VETRARSK0ÐUN! Tilboð næstu vikur. Notið tækifærið og undirbúið bílinn fyrir veturinn. Leitið upplýs'"9a rtöidur ehi. Bifreiðaverkstæði Draupnisgötu I • Simi 461 3015 TÍMAR EFTIR SAMKOMULAGI. ÚTVEGA NÁMS- GÖGN. HJÁLPA TIL VIÐ ENDURNÝJUNARPRÓF. Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Sími 899 9800 Heimasími 462 5692

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.