Dagur - 24.10.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1998, Blaðsíða 1
Kveraialisti vildi þriðj a hvert sæti A-flokkamir í Reykja- vík segja kröfur Kvennalistans í fram- boðsmálimiun óað- gengilegar. Það er ekki aðeins valdatafl A- flokkanna um efsta sætið á fram- boðslista samfylkingarinnar í Reykjavík sem stíflar vinnuna við framboðsmálin, eins og Dagur skýrði frá í gær, heldur glímir samfylkingin við annað stórt vandamál sem eru kröfur Kvennalistans. „Það er rétt að þær settu fram kröfu um þriðja hvert sæti á list- anum í Reykjavík. Eg er að gera mér vonir um að þær séu að bytja að sjá Ijós varðandi þetta atriði,“ sagði Pétur Jónsson, borgarfulltrúi, sem sæti á í níu manna nefndinni sem vinnur að undirbúningi framboðs samfylk- ingarinnar, í samtali við Dag. „Nei, við gerum ekki þessar kröfur. Að öðru leyti vil ég ekkert um málið segja, þar sem það er ofurvið- kvæmt," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, helsti talsmaður Kvennalistans í sam- íylkingarmálunum. Það mun ekki ofsagt að málið sé viðkvæmt og sumir í A-flokkun- um sem Dagur hefur rætt við segjast verá að gefast upp á kröfu- hörku Kvennalistans. Harkan sex Kröfurnar sem Kvennalistinn setti fram varðandi framboðslist- ann í Reykjavík voru ekki aðeins að fá þriðja hvert sæti á listan- um, heldur einnig að þeir sem taki þátt í prófkjöri, ef af verður, verði skyldugir til að merkja við 10 nöfn. Á listanum verði þrjú hólf og hver sem taki þátt í prófkjörinu merki við þrjá í hverju hólfi en uppá- haldshólfið fái fjóra. Þetta þýðir að hver sem tekur þátt í próf- kjörinu er skyldugur til að finna þrjú nöfn hjá Kvennalistanum til að merkja við hvort sem honum Iík- ar betur eða verr. Þessar kröfur getur enginn í A-flokkun- um samþykkt. Menn í níu manna nefndinni segja að Kvennalistinn verði að komast niður á jörðina og skynja stærð sína og sníða kröfurnar eftir því. Rætt við Jóhönnu „Ég kannast við að það hefur verið rætt við mig um þessa hug- mynd,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður um þá frétt Dags í gær að hún tæki hugsan- lega fyrsta sætið á lista samfylk- ingarinnar í Reykjavík. „Ég tel hins vegar að málið sé ekki kom- ið á það stig að ég þurfi að svara þessu." Svavar Gestsson alþing- ismaður segir þetta mál á mjög viðkvæmu stigi en eigi að síður liggi á að Ijúka því mjög fljótlega. „Það er afar mikilvægt í þessum efnum að sem flest Iiggi fyrir, bæði varðandi menn og málefni, fyrir aðalfund miðstjórnar Al- þýðubandalagsins um aðra helgi. Þá sömu helgi verður landsfund- ur Kvennalistans líka haldinn. Ég tel að þá verði málin að vera komin á hreint," sagði Svavar. - S.DÓR Pétur Jónsson: Kvenna- listinn setti fram kröfu um þriðja hvert sæti á listanum í Reykjavík. Allt á floti á Húsavík Nokkrar skemmdir urðu af völd- um sjógangs í Húsavíkurhöfn í gær. A háflóði á miðnætti aðfara- nótt föstudags gekk mest á. Höfnin fylltist af sjó sem gekk upp á hafnarstéttina, reif upp malbikið og fyllurnar umkringdu hafnarskúrinn og hafnarvogina. Talið er að skemmdir hafi orðið nokkrar á voginni, en það átti eftir að kanna nánar. Þá urðu enn fremur skemmdir á flot- bryggju í innri höfninni en þær voru ekki verulegar. Sjór gekk yfir vegi í fjörunni, reif úr þeim efni og bar grjót á land þannig að ófært var þar um nema á tor- færujeppum. Ekkert tjón varð á bátum í höfninni. Stefán Stefánsson hafnarvörð- ur taldi að heildartjónið í óveðr- inu hlypi á einhverjum hundruð- um þúsunda. A flóðinu á hádegi í gær gekk sjór enn á land. Sjór hefur ekki gengið á land með þessum hætti á Húsavík frá því 16. nóvember 1982. — JS / dag er fyrsti vetrardagur og þrátt fyrir bjartsýni, bænir og þrár virðist það vetrarsýnishorn sem heiitist yfir landið í vikunni ekki ætia að vera neitt sýnishorn. Þessar tvær voru á gangi i Skipagötunni á Akureyri í vikunni og þótti greinilega betra að horfa niður en fram, enda rétt að gæta að því hvar maður gengur. Hálkuslysin gera ekki boð á undan sér frekar en önnur slys. mynd: brink Deiltiun vamarliðs- flutninga Fulltrúi bandaríska varnarmála- ráðuneytisins staðfesti ( gær að Atlantsskip og bandaríska fyrir- tækið Trans Atlantic Lines skuli hefja flutninga fyrir varnarliðið, þrátt fyrir hávær mótmæli Eim- skipafélagsins og hollensk- bandaríska félagsins Van Ommeren. Atlantsskip buðu um 175 milljónir króna á ári í íslenska hluta flutninganna og reyndist það Iægra en tilboð Eimskips. Herinn ákvað að ganga að tilboð- inu, en Eimskip og Van Ommeren hafa reynt að koma í veg fyrir þá ákvörðun. Hafa lög- fræðingar Eimskips sagt að samningur við Trans Atlantic standist ekki milliríkjasamning ríkjanna. Tilraun Eimskips til að ná flutningunum aftur til sín er ekki lokið, því félagið og Van Ommeren eru enn að reka mál sitt við Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna. Varnarmálaskrifstofa utanrík- isráðuneytisins virðist einnig hafa efasemdir um Atlantsskip og kannað hvort fyrirtækið sé ís- Ienskt skipafélag. Er þá vísað til ákvæða um að flutningarnir skiptist milli íslenskra skipafé- Iaga og skipa sem sigla undir bandarísku flaggi. Guðmundur Kærnested sem rekur Trans Atlantic lines vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Dag. „Akvörðunin sem fulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins staðfestir með undirritun sinni er mjög mikilvæg, því her- inn segir þar með að þrátt fyrir mótmæli eigum við að hefja flutningana. Herinn gerir ekkert nema að vel athuguðu máli og hefur ekki anað að neinu í þessu máli. Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni." FÞG WOfíUJW/DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 GabriQl4í (höggdeyfar) Gi varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.