Dagur - 24.10.1998, Blaðsíða 7
T^«-
LAUGARDAGVR 24. OKTÓBER 1998 - T
RITS TJÓRNARSPJALL
„Norska adferöin“
Maður hefur á tilfinningunni að
Norðmönnum líði vel. „Guld-
jakten“ er bók sem liggur kæru-
Ieysislega Iögð fram í anddyri á
sæmilega stöndugu útflutnings-
fyrirtæki, um piltinn sem hljóp
alla heimsbyggðina af sér á skíð-
um hvað eftir annað á Olympíu-
leikunum heima í Norge. Noreg-
ur er búinn að vera í árangurs-
rfkri „gullleit" að undanförnu.
Rétt eins og svarta gullið sé ekki
nóg, þetta sem fyllir olíusjóðinn
af glitrandi gullkrónum, þá fyll-
ast firðir af fiski. Það er girðing
olíuborpalla í Norðusjó sem
skapar hagstæði skilyrði fyrir fisk
innan „verndarsvæðisins" kring-
um pallana. Hann leitar nú í sí-
auknum mæli inn á firðina, ætl-
unin er að nota hann til að vinna
ferskfiskmarkaði Evrópu. Allt
verður Norðmönnum að happi.
Velsæld Iiggur í loftinu, hún sést
á velsnyrtum smábæjum, háu
verðlagi á hótelum og þessum
svip sem kemur á menn þegar
þeir eru ánægðir með sig og vita
að þeir mega vera það. Og hún
sést á því þegar ein smáþjóð kall-
ar aðrar „Lilleputnasjoner".
STEFÁNJÓN
HAFSTEIN
SKRIFAR FRA NOREGI
Norska aðferðin birtist manni hvort heldur sem er í góðum árangri á fótboltavellinum, menningarlífi og blómlegum byggðum, eða við færibandið í
makrílvinnslunni. Tímakaupið er alls staðar miklu hærra en á íslandi.
Fótboltinn
Það var vissulega smáskemmti-
legt að næra púkann í sér þegar
norska fótboltastórveldið var að
tapa fyrir útnáranum Albaníu á
eigin heimavelli. Sjónvarpssend-
ingin skilaði miður sín og ráð-
villtum þulum út í hvert fiski-
þorp og bóndabæ þegar þeir átu
upp í vantrú og örvæntingu: A-L-
B-A-N-í-A. Stöfuðu orðið til að
sannfæra sig um að norska
STÓRVELDIÐ væri virkilega í
vondum málum. Norðmenn eru
nefnilega stórveldi. Albanía,
Finnland, Island og fleiri slíkir
eru „Lilleputnasjoner".
Enginn fellir dóma um heilt
ríki og þjóð eftir skamma heim-
sókn. En fyrstu áhrif eru oft
sagnadrjúg. Tilfinningin er sú að
þeir séu nokkuð glúrnir, mikið
ríkir og viti sæmilega af sér. Þeir
byggðu upp fótboltalandslið úr
ruslahaugafóðri í Brassabana
með markvissri aðferð. I viðtali
við Dag fyrir nokkru lýsti Rolf P.
Ingvaldsen prófessor í tauga- og
íþróttasálfræði hvernig. Hann er
einn af þjálfurum knatt-
spyrnustórveldisins Rosenborg
og ásamt öðrum heilinn á bak
við „norska knattspyrnuundrið"
sem Iandslið þeirra hefur verið
nefnt. Þessi aðferð var að velja
10 bestu mennina í hverja stöðu
liðsins og þjálfa síðan markvisst
þennan 110 manna kjarna. Ekki
afskrifa neinn of fljótt, vinna í
mannskapnum. I Rosenborgar-
liðinu er engin sending, engin
hreyfing liðsmanna án tilgangs,
óhugsuð, eða óæfð. „Þess vegna
þurfum við ekki stjörnur," segir
Ingvaldsen, aðferðin byggir á
Iiðsheild. „Langtímaáætlun er
það sem Island þarfnast," segir
hann um fótboltann hér.
Hugsun og aðferð. Þetta á við
um fleira en fótbolta. Eftir ferða-
lög um Noreg og fundi með for-
ráðamönnum í ýmsum greinum
atvinnulífs sýnist manni að þessi
norska aðferð sé víða í notkun.
Sviss norðursins
Noregur minnir um margt á
Sviss, og þarf ekki fjöllin, kýrnar
og súkkulaðið til. Þetta þrennt er
með ágætum, en meira kemur.
Gangverkið virðist allt annað en
við eigum að venjast heima. Eg
hef nú skoðað fleiri skipasmíða-
stöðvar, makrílverksmiðjur og
fóðurgerðir en ég hefði sjálfur
óskað, og eru ótaldar olíustöðvar
og „gullgæsir" í fiskútflutningi.
Flest gengur það vel og þessi fyr-
irtæki soga til sín atvinnulausa
Svía og Dani (staðreynd sem
kemur drýgindalegu brosi fram á
varir Norsara).
Eitt sló mig. Það er sama hvar
maður kemur í fyrirtæki, sama
hvers konar starfsemi þar er,
þetta vekur sérstaka athygli: um-
gengni og snyrtimennska er eins
og póstkortaþjónustan sé vænt-
anleg að taka mynd; starfsemin
er öll róleg og æsingslaus; aldrei
hróp og köll, aldrei asi. Svona
kom það fyrir sjónir: ekkert
stress.
Og svo fara allir heim klukkan
fjögur eða fyrr!
A hærri Iaunum en hér.
Samt gengur allt vel.
Kirnna þeir eitthvað sem
skortir hér?
„Vi er flinkare ad produsjere".
Þetta svar kom frá verkfræðingi
sem rekur markrílverksmiðju
sem selur um víða veröld. Hann
kaupir slatta af frystri loðnu frá
Islandi á túkall til að selja í aust-
urvegi á 2.50, en það er nú bara
aukageta. Starfsmönnum hefur
fækkað úr 50 í 10-20 á fáum
árum, afköstin aukist margfalt.
Eg hafði spurt hann: „Hvernig
sténdur á þvi að þið eruð að
borga sem svarar 1000 íslensk-
um krónum á tímann, þegar
Iaun hjá sambærilegum fyrir-
tækjum á Islandi eru um það bil
helmingi lægri? Svarið var ósköp
yfirlætislaust: „Við erum flinkari
að framleiða."
Tímakaup ófaglærðra verka-
manna í Noregi er kringum 1000
krónur. I makríl, í veiðarfæra-
gerð, í skipasmíðum.
ísland í Noregi
í fótboltanum eru fslendingar
hráefnisframleiðendur, nýlendu-
ríki Norðmanna. Við sendum
þeim ótal óharðnaða ungbolta-
menn fyrir Iítið fé, og úr þeim
gera þeir knáa kappa sem vaxa að
verðgildi. Sjálfir flytja þeir
stjörnur út á enska heimsbolta-
markaðinn. Þessi virðisauka-
vinna snertir ekki bara bolta,
markríl og olíu. Tveir menning-
arfrömuðir frá fslandi hafa verið
„keyptir" til Bergen eins og
hverjar aðrar fótboltastjörnur til
að sinna vandasömum verkefn-
um. Gunnar Kvaran stýrir lista-
safninu og Bergljót Jónsdóttir er
forstöðumaður listahátíðar borg-
arinnar. I samtölum við þau
kemur í ljós að þessi „norska að-
ferð“ reynist vel í menningar-
starfsemi. Jú, þau viðurkenna að
þeim hafi fallist hendur í fyrstu
frammi fyrir skriffinnsku og
skipulagi, en smátt og smátt
komi í Ijós aðferð sem virki vel.
Langtímahugsun, embættis-
mannakerfi sem þjóni sldlgreind-
um pólitískum markmiðum; ár-
angursmæling. Og mikill stuðn-
ingur við listir og menningarlíf,
frá ríki, sveitarfélögum og einka-
fyrirtækjum. Það er mjög óvenju-
Iegt að hlýða á forstjóra í störfum
sem þessum lýsa yfir ánægju
með það viðhorf og vinnubrögð
sem viðhöfð eru gagnvart menn-
ingarstarfsemi.
Hugsun, skipulag, lanetíma-
áætlun, reglulegt árangursmat,
markviss vinna.
Norðmenn og hafið
Mikill fjöldi íslendinga er í Nor-
egi og það er skiljanlegt. Þeim
liður vel. Og það er merkilegt að
sjá að allur hasarinn í pólitíkus-
um og fjölmiðlum út af þrálátum
misfellum í milliríkjapólitík hef-
ur engu eitri skilað í mannleg
samskipti. Islendingar eru vel
séðir í Noregi, og maður finnur
vissa viðurkenningu í okkar garð,
þótt við séum „lilleputnasjon".
Hún felst í því að íslenskir fisk-
framleiðendur og útflytjendur
hafa staðið sig vel á mörgum
sviðum í samkeppni við Norð-
mennina. Laxeldið er þar himin-
hrópandi undantekning, því
meðan við getum nánast ekkert
taka þeir heimsmarkaðinn með
trompi og sífellt aukinni sölu.
Viðurkenning Norðmanna felst
líka í því að vilja eigna sér Njálu
(sem er númer eitt í röð „klass-
ískra norskra rita“), eigna sér
Snorra (ný bók um hann fyllir nú
bókabúðaglugga) og eigna sér
Leif Eiríksson, en þeir eru nú
þegar byrjaðir á mikilli eins árs
herferð í Bandaríkjunum til að
eigna sér hann og landafundina.
Viðurkenningin felst í því að
eigna sér það sem er okkar. Það
er þetta sem Magnús Þór Haf-
steinsson fréttamaður í Bergen
kallaði að Norðmönnum hætti til
að „valta yfir okkur“. Fleiri segja
sömu sögu. Viðskiptamenn sem
eiga við Norðmenn kvarta sáran
yfir frekju (það er ekki gagn-
kvæmt!). I utanríkispólitíkinni
hafa þeir sem fylgjast með tekið
eftir að Norðmenn færa sig mik-
ið upp á skaftið í ýmsum stofn-
unum Evrópu og Sameinuðu
þjóðanna og vilja taka upp gamla
merki Svíþjóðar sem „óháða“
stórveldið í norðri.
Framtíðin
Það er sem sagt miklu meira að
gerast í Noregi en bara „frekja og
yfirgangur". Þeir frændur og
fjendur eru að hreiðra mjög vel
um sig sem blanda af víkingum,
Kúvætum og Svisslendingum
norðursins. Þeir eru einstæðir að
þvf leytinu að skulda ekki í út-
löndum og eiga digra olíusjóði.
Smátt og smátt þverr sú auðlind,
því ekki er reiknað með að lind-
irnar gefi af sér lengur en í 10-20
ár. Tækninýjungar kunna að
lengja líf lindanna enn, en þær
eru ekki óþrotlegar. Enda eru
norsku olíufyrirtækin komin í
víking til annarra heimsálfa til að
vinna lindir sem þar finnast fyrir
innlenda. „Olíuflotinn" gæti
þess vegna orðið jafn öflugur og
kaupskipaflotinn.
Þverrandi olíugróði setur auð-
vitað þrýsting á blómlegt efna-
hagslífið. Ekki er fráleitt að
hugsa sér að hann muni birtast í
aukinni valdabaráttu Islendinjga
og Norðmanna á höfunum. Ut-
gerðarmenn sem teknir voru tali
þar ytra eru á einu máli um að
alltof mikið hafi verið gefið eftir
gagnvart Islendingum almennt,
vegna þess að norsk yfirvöld séu
kærulaus. Kærulaus í skjóli olíu-
gullsins. Þá segja þeir að byggða-
stefnan sem sjávarútvegurinn
hefur vissulega verið látinn
greiða muni líða undir lok þegar
sjávarútvegur og fiskvinnsla
verði aftur höfuðatvinnuvegur
Norðmanna. Þá þurfi að gera
tvennt: „markaðsvæða" sjávarút-
veginn og gera hann mun harð-
skeyttari í samkeppni við aðrar
þjóðir, og svo að „herða utanrík-
ispólitíkina" til muna í samskipt-
um við sömu þjóðir. Til dæmis
Island.
Norðmenn og íslendingar hafa
því ekki sagt sitt síðasta stygga
orð.