Dagur - 24.10.1998, Blaðsíða 2
2 -LAUGARDAGUR 24.OKTÓRER 1998
.Díigjur
FRETTIR
V„. •
Skólayfirvöld og nemendur Samvinnuháskólans á Bifröst eru almennt ánægð með þá ráðstöfun að fá hluta af kennslu í rekstrar-
fræði á ensku. Runólfur Ágústsson aðstoðarrektor segir að þetta komi ekkert niður á íslensku nemenda.
Kennt á ensku í
Samvinnuháskóla
Ein önn í rekstrarfræði til
BS-prófs á lokaári. Mælist
mjög vel fyrir. Bitnar ekki
á fæmi nemenda í ís-
lensku.
„Við skulum ætla að fólk sem er að
klára BS-próf í háskóla hafi þokkalegt
vald á íslenskri tungu. Þannig að ég
held að þetta komi ekkert niður á ís-
lenskunni, þótt hluti námsins sé
kenndur á ensku,“ segir Runólfur
Agústsson, aðstoðarrektor Samvinnu-
háskólans á Bifröst.
Allir ánægðir
Fyrir nokkru síðan bryddaði Sam-
vinnuháskólinn uppá þeirri nýbreytni
að kenna lokaársnemendum í rekstrar-
fræði alit námsefni einnar annar á
ensku. Að sögn Runólfs hefur þetta
gefist mjög vel enda eru bæði nemend-
ur og kennarar mjög ánægðir með
þetta fyrirkomulag. Runólfur segir að í
fyrstunni hafi einstaka nemendur ver-
ið áhyggjufullir yfir því að þurfa að
læra námsefnið á ensku. Reynslan hafi
hinsvegar eytt þeim áhyggjum að öllu
leyti. Síðast en ekki síst hefur engin
gagnrýni heyrst í þá veru að þessir
kennsluhættir kunni að bitna á færni
nemenda í íslensku nema síður sé.
Þaðan af síður hefur þess ekki orðið
vart að íslenskan hjá nemendum hafi
orðið enskuskotnari en gengur og ger-
ist.
Góð þjálfun
Aðstoðarrektor segir að ástæðurnar
fyrir þessum kennsluháttum séu eink-
um tvær. Fyrir það fyrsta sé mjög hollt
fyrir nemendur að fá þjálfun í erlendu
tungumáli. Enda alltaf einhver Ijöldi
sem leggur fyrir sig framhaldsnám á
erlendri grund að loknu BS prófi. Síð-
ast en ekki síst sé árlega mikið um er-
lenda skiptinema á þessari önn. Með
því að kenna námsefnið á ensku eru
allir á sama báti, innlendir sem erlend-
ir nemendur.
Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður
Islenskrar málstofu, sagðist ekki geta
tjáð sig um það hvort þessir kennslu-
hættir hefðu neikvæð áhrif á íslensku-
kunnáttu rekstrarfræðinema í Sam-
vinnuháskólanum. Til að geta tjáð sig
um það þyrfti hann að kynna sér málið
betur. -GRH
Þeir sjálfstæðismenn sem mest
hamast á móti opinberum rekstri
sækja gjarnan mest í að verða hátt-
launaðir opinberir starfsmenn.
Pottverjar skemmtu sér vel yfir
lista sem birtist á vefsíðu Ágústar
Einarssonar á dögunmn yfir slíka
sjálfstæðisforkólfa: Friðrik Frið-
Agúst
Einarsson.
riksson einkavniur Davíðs hjá Landsímanum,
Páll Kr. Pálsson í Nýsköpunarsjóðnum, Stein-
grímur Ari Arason á leið í Lánasjóðhm, Markús
Öm yfirmaður ríMsútvarpsins og Friðrik Soph-
usson, sem vildi „báknið burt“ hér um árið, að
verða forstjóri Landsvirkunar. Og yfir öllu trón-
ar Kjartan Gunnarsson sem ræður því sem hann
vill hjá Landshankanum og VÍS. Svona eiga
menn að fylgja sannfæringu sinni!...
í pottinum var verið að ræða um uppstiUingu á
lista framsóknarmanna á Austurlandi en kjör-
dæmisþing þeirra er einmitt haldið um helgma.
Eftir því sem pottveijar hafa hlerað er ekki von
á miklum breytingum á toppnimi hjá austfirsk-
xun framóknarmönnum enda almenn ánægja
með a.m.k. efstu þrjú sætin, en þau hafa skipað
þeir Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson og
Jónas Hallgrímsson. Raunar segja sumir pott-
verjar að samstaðan sé svo mikil að framsóknar
menn á Austurlandi ættu að geta orðið fyrstir
allra til að ganga frá sínum framboðslista...
Það fylgir sögunni að það sé af og
frá að Halldór Ásgrímsson sé á
leið til Reykjavíkur í framboð ems
og sagt var í einhverjum fjölmiðli
nýlega. Úr herbúðum framsókn-
armanna heyrist helst að það séu
andstæðingar Fhms Ingólfssonar í
Reykjavík sem haldi slíkuin kenn
ingum á lofti, því allt tal um að formaðurinn
komi í bæinn í framboð veikir Finn þar sem ver-
ið er að gefa til kynna að hann sé ckki nógu
sterkur...
Finnur
Ingólfsson
Reykjavík
Akureyri
°c Sun Mán Þri Mið
5-i
/ 1:
NNV4 NNV3 A3 N3 N4
NNV4 NNA3 A3 NNV5
NV4 VNV3 ASA2 N4 NV4
NV6 NV3 A3 NNV7
Stykkishólmur
Egilsstaðir
-10
NNV5 NNV5 ANA5 NNA6 N5
NNV5 NNA4 ANA4 N6
VNV4 VNV4 NNA1 N4 NV7
VNV2 VNV2 A2 NV
Bolungarvík
Kirkjubæjarklaustur
c Sun Mán Þri Mið mm
-10
NNV4 N6 NA5 NNA7 N5
NNV5 NNA5 ANA5 N7
NNV4 NV4 A3 NV3 NV4
NV4 NV3 A3 NV6
Blönduós
Stórhöfði
-10
NNV5 NNV5 ANA2 NNA5 NNV5
NNV4 N2 ANA2 NNV5
NNV8 NV7 A6 NV5 NNV7
NV8 NNV5 A6 NNV8
Línuritin sýna
fjögurra daga
veðurhorfur á
hverjum stað.
Línan sýnir
hitastig, súluritið
12 tíma úrkomu
en vindáttir og
vindstig eru
tilgreind fyrir
neðan.
Allhvöss norð-
vestanátt um
landið norð-
austanvert og þar
má áfram reikna
með ofankomu
og skafrenningi.
Annarsstaðar
verður norðan
kaldi, en þó
stinningskaldi
suðaustan og
austantil. Elja-
gangur á
Norðurlandi og
Ströndum, en
rofar heldur til á
Suður- og
Vesturlandi.
Færð á vegiun
Víöa ófært á noröausturhominu
Fært var milli Reykjavíkur og Akureyrar í gær og búist við að það héldist um helg-
ina. Fært var til Siglufjarðar og við vestanverðan Eyjafjörð til Olafsfjarðar en ófært til
Grenivíkur og um Víkurskarð vegna snjóa og snjóflóða. Ófært um Mývatnsöræfi.
Ófært er um Tjörnes og veginn um ströndina allt austur til Vopnafjarðar.
Fært er frá Reykjavík og austur til Egilsstaða að undanskilinni Breiðdalsheiði
þannig að fara verður fjarðaleiðina. Fært er til ísafjarðar um Strandir og Djúp en
víða hálkublettir á veginum og sums staðar skafrenningur. Verið var að moka Hrafns-
eyrarheiði í gær en þar var einhver snjókoma. Fært er þaðan til Patreksfjarðar.
I