Dagur - 24.10.1998, Blaðsíða 9
8- LAVGARDAGVR 24. OKTÓBER 1998
LAVGARDAGVR 24. OKTÓBER 1998 - 9
FRÉTTASKÝRING
Datfur
Rosaleg áhætta að
leggja fé í íslenskar
inyiidir. Kvikmynda-
gerð á forsendum iðn-
aðar. Togstreita á
milli afþreyingar og
þess listræna. Skatt-
fríðindi fyrir fjár-
festa.
Auðvitað hlýtur Qárfesting í kvik-
myndum að verða áhugaverð fyr-
ir íslenska fjárfesta ef menn eru
tilbúnir að fara í það á þeim for-
sendum að það eigi að vera af-
koma af eigin fé og uppbyggingu
þekkingar. Eg sé hinsvegar ekki
alveg hvernig menn ætla að gera
það á grundvelli verkefnafjár-
mögnunar. Það er enginn
áhættufjárfestir það stór að hann
hafi Ijárhagslega burði til að taka
áhættu með einhverjar 50-100
milljónir króna í svona mikilli
áhættu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson
hjá Eignarhaldsfélagi Alþýðu-
bankans.
Gylfi var einn af frummælend-
um á málþingi um íslenska kvik-
myndaiðnaðinn sem haldið var í
gær. Þar íjalláði Gylfi um aðkomu
fjárfesta í íslenskum kvikmynda-
iðnaði. Þingið var haldið á vegum
Aflvaka og Kvikmyndasjóðs Is-
lands. A þinginu var m.a. fjallað
um skýrslu um kvikmyndaiðnað-
inn sem Viðskiptafræðistofnun
Háskóla Islands hefur tekið sam-
an fyrir Aflvaka, auk þess sem
Andy Paterson kvikmyndafram-
leiðandi ræddi um samanburð á
kvikmyndagerð á Islandi og á
Bretlandi. Þá reifaði Friðrik Frið-
riksson Ieikstjóri um það hvernig
sé að búa til kvikmynd á Islandi.
Að Iokum fóru fram pallborðsum-
ræður undir stjórn Þorfinns
Ómarssonar framkvæmdastjóra
Kvikmyndasjóðs.
Hugsað í einstökiun
verkefnum
Gylfi Ambjörnsson bendir á að ís-
lenskur kvikmyndaiðnaður hafi
einkennst mjög mikið af því að
menn hafa hugsað í einstökum
verkefnum og haft Iifibrauð af því
að skapa sér vinnu. Fyrir fjárfesta
sé það lykilspurning íyrir því að
leggja fé í greinina hvort þessi at-
vinnugrein sé tilbúinn að græða
peninga af eigin fé, skila hagnaðj.
Ef svo er þá velta menn því fyrir
sér hvað þarf að gera til að svo
geti orðið. Þessutan velta m.a. ís-
lenskir Ijárfestar fyrir sér verð-
mætamynduninni hæði í föstum
íjármunum en líka í formi þekk-
ingar og hvort viðkomandi fyrir-
tæki sé það vænlegt að ástæða sé
til að leggja fé í það með tilliti til
áhættu og ágóða. Af þeim sökum
er viðbúið að fjárfestar leggi áher-
slu á iðnaðarþáttinn í kvikmynda-
gerðinni þegar kemur að þeim.
Togstreita
„Hættan er sú að það getur
myndast togstreita á milli þarfa
iðnaðar og hagnaðarþáttarins á
móti hinum listræna þætti.
Þannig að málið snýst um það
hvort menn séu tilbúnir að fara í
þetta sem iðngrein og byggja því
upp kvikmyndagerð á forsendum
iðnrekstrar," segir Gylfi Arn-
björnsson. Hann segir að engu að
síður séu til listrænar myndir sem
hafi fengið mikla aðsókn. Þær
séu hinsvegar færri en hinar, því
miður.
„Það held ég ekki. Ég hef enga
trú á því að hér sé áhugi á verk-
efnafjármögnun í kvikmynda-
gerð. Það fylgir því svo rosaleg
áhætta,“segir Gyifi aðspurður
hvort íslenskir ijárfestar séu til-
búnir að leggja fjármagn til ís-
Ienskrar kvikmyndagerðar að öllu
óbreyttu. Lítil líkindi séu til þess
fyrr en menn verða búnir að gera
það upp við sig hvort þeir séu til-
búnir að gera myndir sem hægt
sé að græða einhveija peninga á.
I það minnsta hafa fjárfestar ekki
enn fengið að sjá viðskiptááætl-
anir vegna kvikmyndagerðar sem
í senn er gerð út á hagnað og á
forsendum iðnaðar.
Hann segir að hinsvegar sé allt
annar handleggur að leggja Ijár-
magn í stórt og sterkt fyrirtæki
með fjölþætta starfsemi. Slíkt
gæti verið eitthvað í auglýsinga-
gerð, þáttagerð, innlendri og er-
lendri kvikmyndagerð o.s.frv. I
slfku dæmi sætu fjárfestar að
minnsta kosti uppi með hlutabréf
í verðmætri þekkingu þótt eitt-
hvert tap yrði t.d. á gerð einnar
myndar. Ahættudreifingin yrði
því meiri en þegar veðjað er öllu á
eina mynd. Það væri nánast eins
og að spila í Lottói sem fjárfestar
gera ekki að sögn Gylfa.
Lcitað nýrra leiða
Mikill áhugi er meðal íslenskra
kvikmyndagerðarmanna og
áhugafólks um kvikmyndir að
leita leiða til að renna styrkari
stoðum undir þessa atvinnugrein.
I því sambandi er áherslan ekki
einvörðungu fólgin í því að reyna
að kreista fram meira fé úr ríkis-
sjóði, heldur einnig að fá til liðs
við sig erlenda sem innlenda fjár-
festa. Sömuleiðis huga menn að
breyttum skattareglum í Iíkingu
við það sem eflt hefur kvik-
myndaiðnað víða erlendis.
Að mati kunnugra er kvik-
myndagerð ekki aðeins atvinnu-
skapandi fyrir fagfólk. Hún getur
einnig verið góð landkynning og
trekkt að ómældan hóp af ferða-
mönnum með tilheyrandi gjald-
eyristekjum. Þær tekjur kunna að
verða mun meiri ef tekst að laða
hingað erlent kvikmyndagerðar-
fólk, svo ekki sé talað um önnur
margfeldisáhrif sem öflugur ís-
lenskur kvikmyndaiðnaður getur
haft á efnahagslífið.
Horft til Englands
Þá horfa menn einnig töluvert til
þeirra hugmynda sem Englend-
ingar hafa haft uppá borðum til
að efla sína kvikmyndagerð. Sam-
kvæmt þeim er ætlunin að nota
hluta af þeim Qármunum sem
fást í þeirra þjóðarlottói til að
styrkja ákveðin fyrirtæki í kvik-
myndagerð.
Val þessara fyrirtækja grund-
vallast m.a. á því að þau leggi
fram áætlanir um væntanlegt
verkefni og hvernig þau telja að
2SA'H
W'-.
1ÓSKAR JÓfýASSOM j |[sÍGSV£RRl"^5Wj
íslenskir kvikmyndagerðarmenn leita ýmissa leiða til að styrkja grundvöllinn fyrir gerð innlendra mynda. íþeim efnum er m.a. horft til Englands þar sem hugmyndir eru uppi um að þarlend kvikmynda-
gerð fái fjármagn frá enska þjóðarlottóinu.
best sé að standa að framleiðslu
þeirra. I áætluninni frá umsækj-
endum þurfa t.d. að koma fram
atriði eins og reynsla og hæfni
starfsmanna, tækjakostur, áætl-
anir um fjármögnun, dreifingu,
saga fyrirtækisins og yfirleitt allt
sem skiptir máli við framgang og
framkvæmd verkefnisins. A
grundvelli þessa eru síðan valin
þijú fyrirtæki sem fá umtalsverða
fjármuni frá Iottóinu. I því sam-
bandi hefur verið rætt um að allt
að 156 milljónir punda renni til
myndveranna.
Þá kemur einnig til greina að
þetta fyrirkomulag nái aðeins til
eins fyrirtækis. Gangi það eftir er
viðbúið að þau fyrirtæki sem þeg-
ar fá stuðning muni sameinast í
eitt stórt. Með því yrði áhættu-
dreifingin meiri svo ekki sé talað
um þann ávinning sem fæst fram
Frá málþingi um íslenska kvikmyndaiðnaðinn sem haldið var í gær. Mikill
áhugi er meðal islenskra kvikmyndagerðarmanna og áhugafólks um kvik-
myndir að leita leiða til að renna styrkari stoðum undir þessa atvinnugreinr
með hagkvæmni stærðarinnar.
Jafnframt yrði hægt að sameina
kraftana í dreifingu og markaðs-
setningu mynda.
Talið er að þetta fyrirkomulag
verði mun vænlegra fyrir utanað-
komandi fjárfesta til að leggja fé
til slíks reksturs vegna þeirrar
áhættudreifingar sem myndast
innan fyrirtækisins. Fyrir utan
arðsemissjónarmið ber þessi leið
með þrjú fyrirtæki keim af því fyr-
irkomulagi sem tíðkast við rekstur
myndvera í Bandaríkjunum.
Skipulag myndveranna yrði þá
með þeim hætti að verkefni verða
tekin inn og metinn af starfs-
mönnum þess myndvers sem á í
hlut. A þennan hátt getur hver
sem er komið og Iagt fram handrit
og hugmyndir. Síðan ákveða yfir-
menn myndversins hvort verkefn-
ið fari í vinnslu.
SkattMðindi
Þá binda íslenskir kvikmynda-
gerðarmenn vonir við að hægt
verði að stuðla að því að erlend
kvikmyndaver sjái sér fært að nýta
landið sem tökustað fyrir sínar
stórmyndir. Til að svo geti orðið
þarf að búa þannig um hnútana
að fjárfesting í kvikmynd verði að
stórum hluta ef ekki að öllu leyti
frádráttarbær frá skatti, eins og
víða hefur verið gert erlendis. I
þessum efnum eru bundnar
nokkrar vonir við vinnu nefndar
sem iðnaðarráðherra skipaði ekki
alls fyrir löngu. Þeirri nefnd er
m.a. ætlað að skoða með hvaða
hætti sé hægt að koma til móts
við óskir erlendra framleiðenda
um breytingar á skattalögum.
I skýrslu Viðskiptafræðistofn-
unar Háskóla Islands sem unninn
var fyrir Aflvaka kemur m.a. fram
að fjárfesting í kvikmynd sé að
fullu frádráttarbær í Astralíu og
svipað kerfi er við lýði á Nýja -Sjá-
landi. Samkvæmt írskum skatta-
lögum er framleiðendum heimilt
að fjármagna framleiðslukostnað
myndar með 50% - 60% frádrátt-
arbærum framlögum frá fyrirtækj-
um og einstaklingum. Hérlendis
og víða annarsstaðar fer aðal-
stuðningurinn við kvikmyndagerð
fram í gegnum úthlutunarnefndir
kvikmyndasjóða samkvæmt
ákveðnum starfsreglum. Þetta fyr-
irkomulag getur þó leitt til þess að
viðkomandi úthlutunarnefnd
endurspegli ekki nógu vel mark-
aðinn, þ.e. þá eftirspurn sem er
meðal áhorfenda.
1 Danmörku er hinsvegar við
lýði svokallað 60/40 kerfi. Það
virkar þannig að ef framleiðanda
tekst að afla 60% af af kostnaði
fær hann 40% styrk á móti. Þetta
kerfi er talið efla markaðsleg sjón-
armið í verkefnavali og er óháð
smekk úthlutunarnefnda á hveij-
um tíma. Það helgast m.a. af því
að opinberi styrkurinn er ein-
göngu háður því að aðrir fjárfest-
ar, sem leggja fram 60% af fjár-
magninu, hafi trú á verkefninu.
Hærra framlag frá ríki
„Fjárfestar koma ekki að fjár-
mögnun íslenskra kvikmynda fyrr
en einhver hagnaðarvon verður
fyrir hendi. Til að það gerist þarf
Kvikmyndasjóður að geta hækkað
aðeins sitt framlag," segir Þor-
finnur Omarsson framkvæmda-
stjóri Kvikmyndasjóðs.
Á þessu ári hefur sjóðurinn um
80 milljónir króna til ráðstöfunar
til að styrkja íslenska kvikmynda-
gerð. Samkvæmt ákvörðun sjóðs-
ins hafa verið veittir styrkir til
þriggja mynda, eða sem nemur
20%-25% af framleiðslukostnaði
þeirra. Mismuninn verða fram-
leiðendur þeirra að útvega ann-
arsstaðar frá, erlendis, úr eigin
vasa eða frá öðrum innlendum
aðilum. Þannig fékk t.d. mynd
Hrafns Gunnalugssonar, Myrkra-
höfðinginn 38 milljónir en gerð
hennar err talin kosta um 155
milljónir króna. Englar alheims-
ins undir stjórn Friðriks Friðriks-
sonar fékk 26 milljónir króna en
upphafleg kostnaðaráætlun hljóð-
aði uppá 120 milljónir. Óskabörn
þjóðarinnar eftir Jóhann Sigmars-
son fékk 10 milljónir króna en
áætlaður kostnaður hennar er um
45 milljónir króna.
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 26. október 1998 kl.
20-22 verða bæjarfulltrúarnir
Sigurður J. Sigurðsson og Ásta
Sigurðardóttir til viðtals á skrif-
stofu bæjarstjóra að Geislagötu
9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara
símaviðtölum eftir því sem að-
stæður leyfa.
Síminn er 462 1000.
y acnumg
Kjólar,
buxna- og pilsdragtir
hJtlQýdmfhhiUi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Hunting og Navigator II
STEINER
SJÓNAUKAR
* Algjörlega ryk- og vatnsþéttir.
* Engin móða við -40°C til 80° C og við alld að
* Með eða án innbyggðs áttavita.
* Lífstíðareign með allt að 30 ára ábyrgð.
* Einstaklega bjartir og skarpir (“auto focus“)
95% raka.
Brimrún hf
Hólmaslóð 4, sími 561 0160
AKUREYRARBÆR
Búsetu og öldrunardeild
Heimaþjónusta Akureyrarbæjaróskar
eftir að ráða
hverfisstjóra
Hverfisstjóri hefur umsjón með og daglega stjórn á allri heimaþjón-
ustu í því hverfi sem hann er ráðinn til að sinna.
Hverfisstjóri þarf að hafamenntun á félags-, heilbrigðis- eða uppeld-
issviðireynslu af starfi með fötluðum og/eða öldruðumþekkingu á
málefnum fatlaðra og aldraðra almennt og þeirri þjónustu sem þeim
á að standa til boða. Starfið krefst lipurðar í mannlegum samskipt-
um, sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæðis.
Heimaþjónustan sinnir félagslegri heimaþjónustu, félagslegri lið-
veislu við fatlaða og frekari liðveislu við fatlaða. Samþætting þjón-
ustu með þessum hætti er nýjung og er um að ræða brautryðjenda-
starf af hálfu Akureyrarbæjar. Starfið er enn í mikilli mótun og
framundan eru spennandi verkefni við endurskipulagningu og breyt-
ingar á starfsemi Heimaþjónustunnar.Laun skv. kjarasamningi STAK
við Launanefnd sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veitir Kristín Sigursveinsdóttir, verkefnisstjóri
heimaþjónustu í síma 460-1410. Upplýsingar um kaup og kjör veitir
Starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 462-1000. Umsóknum skal
skila til starfsmannadeildar Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar
fást.
Umsóknarfrestur er til 6. nóvember næstkomandi.
Starfsmannastjóri
Askriftarsíminn er
8oo 7080
.....Bsg
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR