Dagur - 31.10.1998, Page 4
4- LAUGABDAGUR 31. OKTÓBER 1998
FRÉTTIR
Sjávarfréttir komnar út
Handbókin Sjávarfréttir 1998 til 1999 er komin út í sjöunda sinn.
Hún hefur að geyma nýja skipaskrá, kvótaskrá og skrá yfir útflytjend-
ur sjávarafurða. Auk þess eru í bókinni margvíslegar aðrar upplýsing-
ar, meðal annars um ástand fiskistofna og ráðgjöf Hafró, aflaþróun,
veiða utan lögsögu og sölu á fiskmörkuðum. Einnig eru £ bókinni,
sem jafnframt er fáanlega á tölvudiski, upplýsingar um öll íslensk þil-
farsskip og útgerðir þeirra. — SBS
Fjölbrautarskóli Suðurlands með
umhverfisstefnu
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur samþykkt umhverfis-
stefnu fyrir skólann, fyrstur skóla landsins. Stefria þessi nær til fjöl-
margra þátta, en samkvæmt henni verður mikil áhersla lögð á um-
hverfisfræðslu meðal nemenda og starfsmanna skólans og að þeir
þekki meðal annars áhrif starfa sinna á umhverfið. Frá þessu er
greint í Dagskránni.
Jólamerki Thorvaldsensfélagsius
Jólamerki Thorvaldsensfélagsins fyrir þessu jól prýðir að þessu sinni
myndina Jólin nálgast eftir Sigrúnu Eldjárn. Um áratugaskeið hafa
jólamerki félagsins sett svip sinn á jólapóst Iandsmanna, en öllum
ágóða af sölunni verður sem áður varið til styrktar börnum. Ork með
tólf merkjum kostar 300 krónur. Jólamerkin eru til sölu á öllum póst-
húsum landsins, í Thorvaldsensbazarnum í Austurstræti 4 í Reykja-
vík og hjá féalgskonum.
Dögg Pálsdóttir, formaður Umhyggju,
afhendir Borghildi Fenger formanni
Kvenfélagsins Hringsins verðlaunin.
Umhyggja veitir
norræn verðlaun
Umhyggja, félag til styrktar
langveikum börnum, hélt í sl.
mánuði norræna ráðstefnu
systurfélaga sinna í Reykholti í
Borgarfirði. Ráðstefnan var
fjölsótt og ýmis hagsmunamál
langveikra harna voru þar reif-
uð. I tengslum við ráðstefnuna
kom það í hlut Umhyggju að
ákveða hver skyldi fá norræn
verðlaun íyrir framúrskarandi
störf í þágu veikra barna. Sam-
þykkt var að veita þau að þessu
sinni til Kvenfélagsins Hrings-
ins sem ötlullega hefur unnið
að þessum málum, allt frá því á
fimmta áratugnum.
Öflugasta vopn okkar í baráttunni um fiskinn kemur til með að verða það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við íslend-
ingar höfum verið að byggja upp á síðustu árum og sá árangur sem við höfum sannanlega náð.
Mikil orrasta um
fískiim framimdan
Ormstan um fisklim í
sjónum verður ekki
háð í fjöruhorðinu hér
heima heldur á al-
þjóðavettvangi sagði
Halldór Ásgrímsson á
aðalfundi útvegs-
manna.
„Enn á ný er umræðan um fisk-
veiðar og stjórnun fiskveiða farin
af stað á alþjóðavettvangi hvort
sem okkur Iíkar betur eða verr.
Orrustan um fiskinn í sjónum
verður ekki háð í fjöruborðinu hér
heima, heldur í salarkynnum
Sameinuðu þjóðanna, á borðum
hinna ýmsu náttúruvemdarsam-
taka, óháðra stofnana og samtaka
úti í heimi sem vilja gera sig gild-
andi í þessari umræðu. Öflugasta
vopn okkar í þeirri rimmu kemur
til með að verða það fiskveiði-
stjórnunarkerfi sem við Islending-
ar höfum verið að byggja upp á
síðustu árum og sá árangur sem
við höfum sannanlega náð,“ sagði
Halldór Asgrímsson, utanríkisráð-
herra, á fundi Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna í gær.
Hann sagði að spurningin um
yfirráðaréttinn yfir auðlindum
hafsins væri mjög mikilvæg og al-
varleg. „Hún snertir grundvöll
okkar samfélags. Hún snertir með
beinum hætti efnahagslegt sjálf-
stæði lands og þjóðar. Staðreynd-
in er sú að ýmsir hafa þá skoðun
að alþjóðlegar stofnanir eigi að
taka við stjórnun fiskveiða og að
draga eigi úr yfirráðarétti ein-
stakra þjóða yfir þeim málum.
Margt hefur komið fram í þessa
átt að undanförnu, bæði á vegum
stofnana Sameinuðu þjóðanna og
einnig hafa komið vísbendingar
um að áhugi ýmissa áhrifaaðila í
Bandaríkjunum beinist í þessa
átt.“
Halldór benti á að sums staðar
réðu annarleg sjónarmið ferðinni
- „sjónarmið þeirra sem eru ein-
faldlega þeirrar skoðunar að fisk-
veiðar séu af hinu vonda, veiði-
tækni og veiðarfæri séu ómann-
úðleg og þess vegna eigi að vinna
gegn fiskveiðum. Nægir hér að
minna á að í fjölþjóðastofnunum,
eins og til dæmis Evrópuráðinu,
hafa komið fram tillögur um að
banna stangveiðar vegna þess að í
sjálfri veiðiaðferðinni felist svo
mikil grimmd. Þar hafa Iíka fallið
orð í umræðum í þá veru, að það
að leggja hvalkjöt sér til munns sé
engu betra en að borða manna-
kjöt. Þetta eru sönn dæmi um
öfgana í þessari umræðu."
Utanríkisráðherra minnti á að
illa upplýstir neytendur „geta ver-
ið jafn hættulegir hagsmunum
okkar sem andsnúin stjórnvöld í
öðrum ríkjum. Reynslan hefur og
sýnt að stórfyrirtæki sem versla
með sjávarfang eru fljót til að
dansa í takti við duttlunga og
tískusveiflur markaðarins. Það er
því nauðsynlegt að við tökum
virkan þátt í mótun framtíðarvið-
horfa og alþjóðasamstarfs um
vernd og nýtingu sjávarauðlinda.
Það er eitt af mikilvægustu verk-
efnunum sem við okkur blasa
PRENTUN???
OLL ALMENN PRENTUN
* REIKNINGAR
* KVITTANIR
* NÓTUR
* AÐGÖNGUMIÐAR
* FRÉTTABRÉF
* BÆKLINGAR
* UMSLÖG
* BRÉFSEFNI
* NAFNSPJÖLD
*JÓLAKORT
* OFL. OFL.
OG LÍMMIÐARNIR LÍKA
ALLAR STÆRÐIR
OG GERÐIR LÍMMIÐA
NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL
AÐ HUGAAÐ MERKINGUM
ÁJÓLAVÖRUM!!!
Leitið
tilboða
■
LIMMIÐAR NORÐURLANDS
Hjalteyrargötu 2 • 600 Akureyri Sími 462 4166 • Fax 461 3035
Netfang: limnor@est.is
Ncttó Ak. 0%
Hagkaup Ak. BSSSKH 9%
Hrísalundur Ak. QEE 12%
Samkuup ísaf. — 25%
KÁ HvcragerÖi 29%
KÁ Þorlákshöfn SB 30%
Kjar-Val Self. H 30%
KÁ Sclfossi B 31%
Kaupnngur Ak. 40%
Hverakaiip Hvg. ■ 41%
SunnuhlíÖ Ak. B 43%
Elú ísafirðt » 46%
Hornið Selfossi BH 50%
KSH Hóimavlk
Mismunur á prósentum í 74 verslunum á Akureyri, Suðurlandi og Vest-
fjörðum.
Verðmuniir 62%
Á meðan viðskiptavinir KEA
Nettó greiða 8.000 kr. fyrir körfu
af neysluvöru, greiða íbúar
Hólmavíkur um 13.000 fyrir
sömu vörur. Þetta leiðir könnun
Neytendafélags Akureyrar og ná-
grennis, Neytendafélags Suður-
lands og Neytendafélags Vest-
fjarða í ljós, þar sem tilgangurinn
var m.a. sá að leiða fram þann
aðstöðumun sem verslanir og
neytendur á Iandsbyggðinni búa
við miðað við þéttbýliskjarnana
Akureyri og Reykjavík. Vöruúrtak
könnunarinnar var 70 algengar
neysluvörur og var meðalverð kr.
10.000. mismunurinn er 62% á
hæsta og lægsta vöruverði.
Þótt Hólmavík hafi í könnun-
inni orðið sérstakt dæmi um að-
stöðumuninn milli þéttbýlis og
dreifbýlis í þessum efnum, er vit-
að að ástandið er svipað í öðrum
fámennum byggðakjörnum, enda
geta verslanir þar ekki notið hag-
kvæmni magninnkaupa. Miðað
við þessar niðurstöður, þurfa íbú-
ar Hólmavíkur og annarra svip-
aðra staða, að greiða um 5.000
kr. meira fyrir sömu vörur og
Akureyringar eða höfuðborgar-
búar.