Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 5
I
Xfc^wr
FRÉTTIR
U o «» *■ ^ í| f> 1> M O ' í 5; | V» f. «1 *. »> \\ >« t 1.
LAUGARDAGUR 31.QKTÓBER 1998 - S
KEA breytt í
lilutaleliig
Breytt samkeppn-
isumhverfi veldur
gruudvallarbreytiug-
um á rekstri Kaupfé-
lags Eyfirdiuga á Ak-
ureyri. Sameign verð-
ur einn öflugasti
hlutabréfas j óður
laudsius.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri ákvað einróma í gær að
fela Eiríki S. Jóhannssyni, kaup-
félagsstjóra, að vinna að breyt-
ingu fyrirtækisins í nokkur hluta-
félög. Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son, formaður stjórnar KEA,
sagði að skrefið væri stærsta
stefnumótandi ákvörðunin sem
stjórnin hefði tekið allt frá árinu
1906 þegar horfið var frá pönt-
unarfélagsforminu. Að fengnu
samþykki fulltrúafundar mun
vinna við breytingarnar hefjast
um næstu áramót og verður
fyrsta skrefið að breyta verslunar-
og matvælasviði KEA í hlutafé-
lög. Strax í janúar er vonast til að
fystu félögin verði komin á kopp,
en stefnt er að því að heildarferl-
inu verði lokið fyrir árið 2000.
í takt við tímaiui
Hlutafélögin verða til að byrja
verði tekið til
framleiðenda á
starfssvæði KEA
og stefnt sé að
því að þeim
verði tryggð að-
ild að stjórn
hlutafélagsins.
Annarri starf-
semi félagsins
verður einnig
komið fyrir í
hlutafélags-
forminu og hún
flokkuð eftir
eðli starfsem-
innar.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar og Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri gera grein
fyrir fyrirhugðum breytingum á KEA. mynd brink
með að fullu í eigu Kaupfélags
Eyfirðinga, sem áfram verður
samvinnufélag. Sfðar er reiknað
með að félög í skyldum rekstri
geti komið til samstarfs við hluta-
félögin. Astæður hlutafélagavæð-
ingarinnar eru fyrst og fremst
breytt samkeppnisumhverfi, að
sögn Eiríks Jóhannssonar kaup-
félagsstjóra. Samvinnufélags-
formið leyfir ekki samruna við
önnur hlutafélög, vaxtarmögu-
Ieikar stóreflast sem og mögu-
leikarnir að fá áhættufjárfesta til
að taka þátt í rekstrinum. Sala B-
deildar hlutabréfa hefur skilað
takmörkuðu fjármagni inn í
reksturinn að undanförnu.
Framleiðendur ráði
KEA gerir ráð fyrir að stofna eitt
hlutafélag um matvöruverslun,
annað um móttöku og vinnslu
landbúnaðarafurða og sérstök
hlutafélög um iðnað og starf-
semi. Verslunarhlutafélag KEA
myndi taka yfir matvöruverslanir
KEA sem eru nú 10 talsins. Und-
ir matvælasvið heyra Kjötiðnað-
arstöð, Sláturhús, Mjólkursam-
lag, Safagerð og Smjörlfkisgerð.
Eiríkur segir að sérstakt tillit
Einn öllugasti
sjóðurinn
Utan um þessi
hlutafélög verð-
ur stofnað eign-
arhaldsfélagið Sameign sem
verður einn öflugasti hlutabréfa-
sjóður landsins, að sögn Eiríks.
Vel er hugsanlegt að í framtíðinni
muni sjóðurinn losa sig við
meirihlutaeign í þeim öllum en
stefnt er að skráningu sjóðsins á
Verðbréfaþingi Islands. „Þetta er
gífurleg breyting en hún er í fullu
samræmi við núverandi tilgang
félagsins. KEA verður áfram fyrst
og fremst byggðafestufélag," seg-
ir Eiríkur. Velta KEA var um 12
milljarðar í fyrra og verður meiri
í ár samkvæmt áætlunum. — BÞ
Sundiaugar Reykjavíkur voru meðal
þeirra aðiia sem stóðust prófið og
höfðu potta sem voru í lagi.
PottasMtur
út uin allt!
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
hefur nú birt Iista yfir þær
heilsuræktarstöðvar sem stand-
ast ekki gæðakröfur um vatn í
heitum pottum. Til stendur að
rannsókn fari fram víðar um
Iand, þar sem ekki er talin van-
þörf á. Á samráðsfundi hollustu-
nefnda fyrir stuttu var mótuð sú
stefna. í höfuðborginni var tekið
sýni af vatni í pottum jhnissa
stöðva og mældur fjöldi
kólígerla, saurkólígerla, Pseu-
domonas aeruginosa og síðan
gerlaíjöldi við 37 gráður. Allt eru
þetta óæskilegir félagar í bað-
vatni og geta valdið óþægindum
eða sjúkdómum.
„Fínu nnfnin“ falla
Þessir stóðust ekki gæðakröfur í
„örverumati vatnssýna": Máttur,
Hótel Saga, Þokkabót, Fínar lín-
ur heilsulind, World Class og
Planet Pulse.
Þau hús scm stóðust prófið
voru Baðhúsið, Sundlaugar
Reykjavíkur (alls staðar), Elli-
heimilið Grund og Dvalarheimili
aldraðra Seljahlíð.
Ekki tókst að afla sýna á þess-
um stöðum sem heimsóttir voru,
vegna bilunar potta eða af öðrum
ástæðum: Sólbaðsstofan Punkt-
urinn, Sólbaðsstofan Supersól,
Gullsól, Lífslindin og Aerobic
Sport.
Ord Kristjáns
vekja uiidnm
Framkvæmdastj óri
Sj ómaiuiasambands-
ins segir hlutaskipta-
kerfið hafa skilað ut-
gerðinni eins miklu
og sjómönnum og alls
ekki hindra endumýj-
un flotans.
Vegna þeirra hækkana sem
orðið hafa á launum og verð-
lagi sfðastliðið ár hækkar
áskriftarverð Dags nú um
mánaðamótin - en það hefur
verið óhreytt frá miðju ári
1997. Frá og með 1. nóvem-
ber kostar áskrift að Degi
1800 krónur á mánuði.
Lausasöluverð Dags verður
hins vegar óbreytt - blaðið
mun áfram kosta 150 krónur
á virkum dögum en 200
krónur um helgar.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍU, sagði á aðalfundi samtak-
anna að mikil þörf væri á að end-
urskoða launakerfi sjómanna.
Hlutaskiptakerfið væri farið að
virka gegn endurnýjun fiski-
skipaflotans og nauðsynlegri
hagræðingu og ijárfesting í nýrri
tækni leysti oft mannshöndina af
hólmi. Vonlaust virtist þó að vera
að ná sameiginlegum skilningi á
því að fækkun manna í áhöfn
leiði til lægri launakostnaðar.
Meðan það vari séu menn á
rangri leið þegar forystumenn
sjómanna fengjust ekki til að
breyta því og ríkisstjórnin hafi
heykst á að Ieiðrétta það með
lagasetningu. Svona vitlaust
Iaunakerfi fyndist ekki á nokkru
byggðu bóli.
Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasam-
bands íslands, segist undrandi á
því að heyra Kristján Ragnarsson
fullyrða að hlutaskiptakerfið
hindri eðlilega endurnýjun fiski-
skipaflotans. Það þurfi ekki
nema að líta í kringum sig til
þess að sjá að þetta sé tóm vit-
leysa í formanni LÍU.
„Það hefur ekkert breyst í
hlutaskiptakerfinu sem hefur
gert það verra og ég veit ekki bet-
ur en að kerfið hafi skilað út-
gerðinni miklu eins og sjómönn-
um. Þegar fækkar í áhöfn verður
launahlutfallið hærra en hann
gleymir fortíðinni. Arið 1976 var
farið í sjóðakerfisbreytingu og
skiptaprósentan lækkuð svo þá
var tekið tillit til þeirra tækni-
breytinga sem höfðu orðið fram
að þeim tíma. Það sama gerist
árið 1986 þegar sjóðakerfið er
aflagt en þó mannatölurnar í
samningnum séu gamlar þá
byggist skiptaprósentan á ann-
arri mannatölu en samningurinn
segir til um vegna þess að það er
búið að breyta hlutaskiptakerf-
inu,“ segir Hólmgeir Jónsson.
Hólmgeir segir Kristján Ragn-
arsson gleyma því líka að útgerð-
armenn hafi þrátt fyrir lög og
kjarasamningabann látið sjó-
menn taka þátt í kvótakaupum
og þannig hafi þeir einhliða ver-
ið að breyta hlutaskiptakerfinu
sér í hag. Hann segir engan vilja
afnema hlutaskiptakerfið en
verði ráðist í breytingar eða lag-
færingar á því verði fleira að
koma þar til, meðal annars verð-
myndunarmálin. Lang eðlilegast
sé að allur fiskur fari á fiskmark-
að eins og sjómenn hafi margoft
lagt til. — GG
Ráðherrann á Netinu
Björn Bjarnason menntamálaráðherra kynnti í
gær nýja heimasíðu ráðuneytis síns þar sem
kynnt er hvernig staðið hefur verðið að fram-
kvæmd þeirrar verkefnaáætlunar sem hann
setti fram við upphaf ráðherraferils síns. Slóð-
in að heimasíðu menntamálaráðuneytisins er
www.mnr.stjr.is og þar er sú verkefnaáætlun
sem ráðherrann setti fram á sínum tíma, en
Björn Bjarnason hún er í 59 liðum. Tekið hefur verið saman
menntamáiaráðherra yfirlit um hvaða árangur hefur náðst í þessum
við tölvuna. Ráðuneytið stefnumálum og í gegnum Netið er hægt að
er komið með nýja sækja ítarlegar upplýsingar um hvern mála-
heimasíðu þar sem flokk.
kynnt eru meðal annars A blaðamannafundi í gær kynnti Björn
stefnumál ráðherrans. Bjarnason þetta og jafnframt nýja heimasíðu
ráðuneytisins. Þar er meðal annars að finna
helstu stefnumál ráðherrans og upplýsingar
um störf hans, upplýsingar um menntamálaráðuneytið og starfsemi
þess og jafnframt það efni sem það hefur gefið út. -SBS.
Enginn gnmaöur um nauðgunma
„Því miður er ekkert að frétta, það liggur enginn undir grun enn,“
sagði varðstjóri í Lögreglunni í Kópavogi í gær um rannsókn á nauðg-
un ungrar konu á holtinu skammt frá Kópavogskirkju á þriðjudags-
kvöld. Lögreglan hefur rætt við fjölda vegfarenda án árangurs.
Nauðgunin er talin hafa átt sér stað milli kl. 20 og 21 og eru þeir sem
gætu gefið upplýsingar beðnir um að gefa sig fram við Lögregluna í
Kópavogi. - BÞ
Kona furnst látin í Noregi
Ung íslensk kona fannst Iátin í Drammen í Noregi fyrir nokkrum
dögum. Lík hennar fannst í höfninni og rannsakar lögreglan
kringumstæður. Ekki er hægt að greina frá nafni konunnar að svo
stöddu.