Dagur - 31.10.1998, Síða 8
8- LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
FRÉTTASKÝRING
Tkyfir-
TUIögum RíMsendurs
fleygt en skýrsla VS(
IRIK
ÞÖR
GUÐMUNDS-
SON
Dðmsmálaxáðherra lét
bæði RíMsendurskoð-
un og VSÓ ráðgjöf
vinna tiUögur um
breytt skipulag Lög-
reglustjórans í Reykja-
vík. Tillögur RíMs-
endurskoðunar verða
ekki notaðar. Um ára-
mótin verður Böðvar
Bragason „stefnumót-
andi“ en Georg Lárus-
son verður daglegur
stjómandi embættis-
ins. Yíimiöimuiii verð-
ur fækkað og völd
millistjómenda auk-
in. Lögreglumenn
óska eftir fundi með
ráðherra.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur tekið ákvörðun um að
um næstu áramót verði hrundið í
framkvæmd stórfelldum breyting-
um á stjórnskipulagi lögreglu-
stjóraembættisins í Reykjavík,
samkvæmt tillögum sem fyrirtæk-
ið VSÓ ráðgjöf hefur unnið fyrir
dómsmálaráðuneytið. Ráðherra
hefur falið sérstökum stýrihópi
að annast upptöku nýja skipu-
lagsins og um leið er ljóst að ekk-
ert verður gert við tillögur Rfkis-
endurskoðunar að breyttu skipu-
lagi embættisins, sem stofnunin
vann að samhliða VSÓ. Tillögum
Ríkisendurskoðunar verður í
raun fleygt, en helsti munurinn á
tillögum þeirrar stofnunar og
VSÓ liggur í hlutverkum lög-
reglustjóra (Böðvars Bragasonar)
og varalögreglustjóra (Georgs
Lárussonar).
Ljóst er að tvíverknaður hefur
átt sér stað við uppstokkun lög-
reglustjóraembættisins; af ein-
hveijum ástæðum fól dómsmála-
ráðuneytið bæði Ríkisendurskoð-
un að skoða og gera tillögur um
stjórnskipulagið (með meiru) og
VSÓ ráðgjöf.
I samtali við Dag neitaði Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráð-
herra að kannast við að um tví-
verknað væri að ræða. „Vinna
VSÓ var unnin með fullri vit-
neskju Ríkisendurskoðunar. Því
embætti var falið að annast al-
menna stjórnsýsluendurskoðun,
en í tillögum VSÓ er farið miklu
dýpra í stjórnskipulagið en al-
menn stjórnsýsluendurskoðun
gefur tilefni til," sagði ráðherra
og staðfesti að stýrihópur um að
hrinda tillögum VSÓ í fram-
kvæmd myndu ekki hafa tillögur
Ríkisendurskoðunar til hliðsjón-
Ábyrgðin cr ráðherrans, segir
ríMsendurskoðandi
Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi vildi Iítið tjá sig um tví-
verknaðinn og meðferðina á til-
Iögum stofnunarinnar. „Eg hef út
af fyrir sig ekkert um þetta að
segja. Þetta er ákvarðanataka ráð-
herra og hann ber ábyrgð. Við
höfum einfaldlega unnið þá
vinnu sem ráðuneytið og Alþingi
fólu okkur og höfum ekkert boð-
vald í þessum málum,“ segir Sig-
urður.
í tillögum VSÓ er lögreglustjóri
nú sem áður æðsti yfirmaður lög-
reglustjóraembættisins og er hon-
um ætlað að annast stefnumótun
og þróun. Beint undir honum er
varalögreglustjóri og er honum
ætluð dagleg verkstjórn. Þrír
æðstu yfirmenn undir þeim eiga
að vera yfirlögregluþjónn á lög-
reglusviði (lögreglumenntaður),
saksóknari á rannsóknar- og
ákærusviði (lögfræðimenntaður)
og framkvæmdastjóri rekstrar- og
þjónustusviðs (viðskiptamenntað-
ur). Þessir fimm menn eiga að
mynda framkvæmdastjórn emb-
ættisins.
Stærsta breytingin er sögð sú,
að einn yfirlögregluþjónn verði
yfir öllu lögregluliðinu, bæði al-
mennri löggæslu og rannsóknar-
deildum. Aðstoðaryfirlögreglu-
þjónum í stjórnunarstöðum verð-
ur fækkað úr 6 í 4, en þeim sem
eftir standa og öðrum millistjórn-
endum verður falin aukin ábyrgð
og völd, um leið og sjálfstjórn og
ábyrgð einstakra sviða varðandi
rekstur verða aukin. Tillögurnar
gera ekki ráð fyrir beinum áhrif-
um breytinga á fjölda Iögreglu-
manna, fyrirkomulag vakta,
hverfalöggæslu eða annað slíkt.
Eðlilegt gagnvart Böðvari,
segir ráðherra
Þorsteinn Pálsson segir að breyt-
ingarnar lúti að því að styrkja yf-
irstjórn embættisins og efla stöðu
lögreglunnar yfirleitt. Hann taldi
það ranga túlkun ef menn héldu
að verið væri að gera lögreglu-
stjórann að einhvers konar „and-
legum leiðtoga" en varalögreglu-
stjórann að raunverulegum
stjórnanda. „Þessi breyting gefur
Iögreglustjóra tækifæri á að hafa
meiri yfirsýn en hann hefur að
óbreyttu og auðveldar honum að
taka stærri ákvarðanir. Það gerist
með því að ýmis dagleg fram-
kvæmdamál verða ekki á hans
borði, en þau hafa þrengt svig-
rúm hans til yfirsýnar. Það verða í
sjálfu sér ekki miklar breytingar á
stöðu lögreglustjóra og varalög-
reglustjóra að öðru leyti en
þessu,“ segir Þorsteinn.
Ráðherra segir að Böðvar
Bragason komi úr veikindaleyfi
15. nóvember og að hann eigi
ekki von á andstöðu við breyting-
arnar frá hans hendi. „Hann mun
síðan auðvitað koma að fram-
kvæmd þessara tillagna. Gagn-
vart honum hefur verið unnið að
þessu með fullkomlega eðlilegum
hætti," segir Þorsteinn.
Aðspurður vildi Georg Lárus-
son, varalögreglustjóri og settur
lögreglustjóri í veikindafjarveru
Böðvars Bragasonar, ekki kalla
breytingarnar byltingu. „Eg vil
miklu heldur kalla þetta hagræð-
Lögreglumenn í Reykjavík eiga eftir áramótin að vinna undir nýju stjórnskipulagi. Það á ekki að hafa mikil áhrif á almen
Georgs Lárussonar eykst en Böðvar Bragason fær aukið svigrú
ingu og einföldun og það verða
einhverjar tilfærslur, en legg
áherslu á að framkvæmdin hefur
ekki verið mótuð ennþá, en það
verður í höndum hins sérstaka
stýrihóps." Hann telur að breyt-
ingarnar þýði ótvírætt að lög-
regluliðið nýtist betur til lög-
gæslustarfa.
Hertar hæfniskröfor
Tillögur Ríkisendurskoðunar að
breyttu stjórnskipulagi eru allt
annars eðlis en hjá VSÓ;"þar er
lögreglustjóri sannarlega á toppn-
um sem verkstjóri. Ríkisendur-
skoðandi var beðinn um tillögur í
vor af dómsmálaráðuneytinu og í
kjölfarið einnig af Alþingi; pönt-
unin var upp á úttekt á stjórn-
skipulaginu, fjármálunum og
málaafgreiðslu Iögreglustjóra-
embættisins. Um svipað leyti var
VSÓ fengið til að skoða inn-
heimtumál embættisins, en áður
en Iangt um leið var VSÓ einnig
farið að skoða stjórnskipulagið;
tvíverknaðurinn var hafinn.
Tillögur Ríkisendurskoðunar
um breytt stjórnskipulag eru í
tvennu lagi, þar sem lagt er til að
embættið skiptist í annað hvort
þrjú eða fjögur svið. Sviðin eru
Ijögur nú; almenn deild, sem Jón-
mundur Kjartansson stýrir,
ákæru- og lögfræðisvið, sem Egill
Stephensen stýrir, rannsóknar-
deild, sem Guðmundur Guðjóns-
son stýrir og skrifstofudeild, sem
Stefán Hirst stýrir.
Lögreglustjóri er í báðum til-
lögum Ríkisendurskoðunar sem
fyrr æðsti yfirmaður og verkstjóri
embættisins, en í báðum tillög-
unum er gert ráð fyrir auknu vægi
yfirmanna sviðanna og varalög-
reglustjóri gerður að einum þess-
ara yfirmanna. Hæfniskröfur eru
leið hertar til þessara yfir-
um
Róttæk tiHaga frá Rikisend-
urskoðun
Nú eru sex einstaklingar í efsta
lagi embættisins; iögreglustjóri,
varalögreglustjóri og fjórir yfir-
menn sviða, en sú tillaga Rfkis-
endurskoðunar sem lengra geng-
ur gerir ráð fyrir fækkun í þessu
efsta Iagi niður í íjóra menn; svið-
um er fækkað um eitt og varalög-
reglustjóri er yfir einu sviðanna
með hæfniskröfur upp á ígildi
sýslumanns. Munurinn á þessu
og tillögu VSÓ er að hjá Ríkis-
endurskoðanda er varalögreglu-
stjóri ekki sérstakt apparat, held-
ur yfirmaður löggæslusviðs.
I þeirri tillögu sem gengur
lengra eru rannsóknardeild og
ákæru- og lögfræðisvið sameinuð.
Þar með yrði annar yfir hinum;
Egill Stephensen eða Guðmund-
ur Guðjónsson, væntanlega í
samræmi Hð uppfyllingu hæfn-
iskrafna (lögfræðimenntun, mál-
flutningsréttindi og sérþelddng á
sviði afbrotarannsókna). Heiti al-
mennrar deildar yrði breytt í lög-
gæslusvið og yfirmaður hennar
jafnframt varalögreglustjóri.
Samkvæmt formúlunni væri
þetta embætti Georgs Lárusson-
ar, en Jónmundur Kjartansson
undir hann settur beint. Skrif-
stofudeildin yrði stjórnsýslu- og
rekstrarsvið og ekki hróflað við
stöðu Stefáns Hirst, nema að
Ríkisendurskoðun leggur til
hæfniskröfur um háskólamennt-
un á sviði viðskipta og rekstrar, en
Stefán er lögfræðingur.
Auk þessa leggur Ríkisendur-
skoðun í róttækari útgáfunni til
að á skrifstofu lögreglustjóra og
beint undir honum starfi einn