Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 - 9
; FRÉTTIR
ikoðanda
)notuð
eða fleiri sem annist innri endur-
skoðun hjá embættinu; til að fylgj-
ast með framgangi mála, sjá til
þess að reglur séu settar, að eftir
þeim sé farið og að rannsaka allt
sem betur má fara hjá embættinu.
Tillögu að innri endurskoðun er
einnig að finna hjá VSO.
Lögregliunenn vilja fund með
ráðuneytinu
Samkvæmt heimildum Dags hefur
töluverðrar óánægju gætt meðal
almennra lögreglumanna innan
lögreglustjóraembættisins að und-
anförnu vegna þeirra átakamála
sem uppi hafa verið. Almennum
starfsmönnum hefur verið boðið
að skoða drög að fyrirhuguðum
skipulagsbreytingum, en hefur
ekki auðnast að funda um málið
og höfðu í gær ekki vitneskju um
að til stæði að hrinda breytingun-
um í framkvæmd strax um ára-
mótin. Einn Iögreglumanna sem
Dagur ræddi við í gær sagði: „Sitt
sýnist hverjum hér. Ætli megi ekki
segja að það hlakki í sumum en
öðrum ekki.“
Óskar Bjartmarz, formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur, segir að
stjórninni hafi ekki unnist tími til
að fara yfir tillögur VSÓ í skýrsl-
unni. „Við óskuðum eftir og feng-
um þessa skýrslu fyrst á miðviku-
dag. Dómsmálaráðherra var ný-
lega á fundi hjá félaginu og var þar
spurður hvort einhveijar breyting-
ar væru í farvatninu og hann talaði
um að engum breytingum yrði
komið á nema í góðri samvinnu
við samtök lögreglumanna. Við
eigum eftir að fara yfir málið og
ræða það og ég trúi því ekki að
ráðherra fari af stað með þetta
nema tryggt sé að það sé ekki í
andstöðu við samtök okkar. I því
skyni hefur framkvæmdastjórn
Landssambands lögreglumanna
óskað eftir fundi með dómsmála-
ráðuneytinu," segir Óskar.
Óskar segir að sér sýnist ýmis-
Iegt nýtilegt í tillögum VSÓ. „En
annað þarfnast miklu frekari skoð-
unar við. Þessar tillögur eru að
mínu mati ekki þannig í stakk
búnar að þær séu klárar til fram-
kvæmda. Eg vil ekki fara út í smá-
atriði í þessu sambandi, en vænti
þess að okkur verði gefinn kostur
á að koma athugasemdum á fram-
færi,“ segir Óskar.
Hátt í 50-60 meinatæknar hafa ákveðið að hætta störfum um helgina semjist ekki um kaup og kjör við Ríkisspít-
ala. Ef það verður reyndin mun það bitna á allri starfsemi spítalans og þá sérstaklega á sjúklingum.
Starfsemi Rílds-
spítala í uppiiámi
Meinatæknar segjast
hafa dregist afturúr
hjúknmarfræðmgiun í
launum. Vilja fá leið-
réttingu. Hafa hafnað
20 prósenta launa-
hækkun. Vilja 30 pró-
senta hækkun fyrir
verkefnisstjóra.
„Þetta grípur svo víða inn í og tef-
ur því mjög mikið alla starfsemi
spítalans. Nær allir sem koma
hingað til lækninga fara í gegnum
rannsóknir,11 segir Þorvaldur Veig-
ar Guðmundsson Iækningafor-
stjóri Ríkisspítala.
Skiiiðaðgerðum seinkar
Hann vill þó ekki taka svo djúpt í
árinni að um neyðarástand verði
að ræða þegar og ef uppsagnir
nokkurra tuga meinatækna koma
til framkvæmda um helgina.
Gangi það eftir verður meðal
annars ekki hægt að sinna venju-
legum innköllunum sjúklinga
sem þurfa til dæmis að fara í
skurðaðgerðir. Lækningaforsljór-
inn segir að það sé erfitt að segja
nákvæmlega til um hvaða afleið-
ingar uppsagnirnar kunna að hafa
í för með sér. Hann segir að þótt
viðbúið sé að þær muni hafa mik-
il áhrif á starfsemina, verður engu
að síður allt reynt til að minnka
þau áhrif eins og kostur er. Þá er
heldur ekki útséð um niðurstöður
þeirra samningaviðræðna sem átt
hafa sér stað á milli Ríkisspítala
og meinatækna, en fundað hefur
verið nær daglega að undanförnu.
Leiðréttingu launa
„Þetta snýst um túlkun og fram-
kvæmd á kjarasamningi. Við höf-
um einnig dregist talsvert afturúr
hjúkrunarfræðingum í gegnum
árin og viljum fá leiðréttingu á
því,“ segir Sigrún Rafnsdóttir
meinatæknir. Hún vildi ekki tjá
sig um hvað kröfur meinatækna á
hendur stjórnenda Ríkisspítala
væru miklar í krónum eða pró-
sentum talið í þeim viðræðum
sem fram hafa farið um gerð að-
lögunarsamninga fyrir meina-
tækna.
20 prósenta hækkun hafnað
Pétur Jónsson framkvæmdastjóri
Ríkisspítala segir að búið sé að
bjóða meinatæknum sama og
hjúkrunarfræðingar fengu í vor,
eða 20 prósenta kauphækkun í
svonefndum aðlögunarsamningi.
Því hefðu meintæknar hafnað og
vilja að verkefnastjórar fái allt að
30 prósenta hækkun. Það eru um
20-25 meinatæknar af þeim 50-
60 sem sagt hafa upp störfum frá
og með næstu mánaðamótum
sem bera upp á þessari helgi.
Hann segir að ef gengið yrði að
þessum kröfum meinatækna þá
mundi það raska uppbyggingu
launakerfis spítalans og leiða til
þess að aðrir hópar meðal starfs-
manna kynnu að hugsa sér til
hreyfings. — GRH
Fjöldaúrsögii úr
Al])yðuflokkmxm
Skrifstofu Alþýðuflokksins barst
nýlega bréf frá þrjátíu og tveim-
ur félögum úr Jafnaðarmannafé-
lagi Hafnarljarðar, þar sem þeir
segja sig úr félaginu og þar með
Alþýðuflokknum.
Helsta ástæða úrsagnanna
mun vera mikil óánægja fólksins
með störf lngvars Viktorssonar,
oddvita flokksins í Hafnarfirði, á
síðasta kjörtímabili og hvernig
sameiningarmál jafnaðarmanna
þróuðust þar fyrir kosningarnar í
vor. Alþýðuflokkurinn í Hafnar-
firði var þá eina flokksdeildin á
landinu sem bauð fram sérlista,
en sérframboðið hlaut skelfilega
útreið undir forystu Ingvars
Viktorssonar, sein skipaði efsta
sæti listans.
Að sögn Ólafs Sigurðssonar,
fyrrverandi formanns Jafnaðar-
mannafélagsins, er fólk orðið
þreytt á framkomu flokksforyst-
unnar í Hafnarfirði og sér enga
ástæðu til að leggja nafn sitt við
flokkinn.
„Við erum ósátt við þrásetu
Ingvars Viktorssonar sem odd-
vita flokksins eftir afhroðið í síð-
ustu kosningum. Miklu fleira
flokksfólk er sömu skoðun og ég
á þess vegna von á fleiri úrsögn-
um. Nýtt blóð súrnar í Alþýðu-
flokknum í Hafnarfirði," sagði
Ólafur.
Ný stjóm kjörrn í BHM
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi
BHM í gær. Björk Vilhelmsdótt-
ir frá Stéttarfélagi íslenskra fé-
Iagsráðgjafa er formaður, Tryggvi
Jakobsson frá Utgarði, félagi há-
skólamanna, er varaformaður en
aðrir í stjórn eru Auður Antons-
dóttir frá Félagi íslenskra nátt-
úrufræðinga, Asta Björg Björns-
dóttir frá Meinatæknafélagi Is-
lands, Elínborg Stefánsdóttir frá
Félagi íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, Már Ársælsson frá Félagi
tækniskólakennara og Óskar Th.
Traustason frá Kjarafélagi við-
skipta- og hagfræðinga.
Aðalfundurinn samþykkti
ályktun þar sem lýst er yfir þung-
um áhyggjum vegna þess
ástands sem skapast hefur í mál-
efnum sjúkrahúsanna vegna
uppsagna fjölmargra meina-
tækna. Fullri ábyrgð er lýst á
hendur stjórnvalda.
Þá voru samþykktir síðasta að-
alfundar áréttaðar og meðal
annars að talið sé mikilvægt að
nú þegar verði hafist handa um
að skýra verkaskiptingu milli
bandalagsins og aðildarfélag-
anna. Kosin var sérstök nefnd til
að Ijalla nánar um skipulagsmál-
in og er Björk Vilhelmsdóttir for-
maður hennar. — Hi