Dagur - 31.10.1998, Síða 11

Dagur - 31.10.1998, Síða 11
LAUGARDAGUR 31.0KTÚBER 1998 - 11 Thyfir. ERLENDAR L TTIR Lögreglan útilokar ekki íkveikju Sextíu uugmenui brunnu inni á diskó- teki í Gautáborg, flest iuuflytjendaböm frá Makedóníu og Sómal- íu. Lögreglan í Gautaborg segir Iangan tíma geta Iiðið, þar til rannsókn á orsök brunans, sem er einn sá versti í sögu Svíþjóðar, verður Iokið. Grunur vaknaði fljótt um að kveikt hafi verið í, og vísbendingar er að finna f þá átt, en líka bendir ýmislegt til þess að svo hafi ekki verið. Sextíu ungmenni létu lífið þeg- ar eldur kom upp í diskótekinu í Gautaborg í fyrrinótt. 190 voru fluttir á sjúkrahús og liggja 20 unglingar þar á gjörgæslu, sumir enn í lífshættu. A milli þrjú og fjögur hundruð unglingar voru að skemmta sér þegar eldurinn kom upp á diskótekinu, sem er í hverfi þar sem fólk frá Makedón- íu er í meirihluta. Flest ung- mennin, sem voru á aldrinum 13 - 17 ára, voru frá Makedóníu, Sómalíu og Svíþjóð. Fimmtán ára unglingur sem bjargaðist sagði að um leið og eldurinn kom upp hafi gripið um sig mikil hræðsla og allir vildu komast út í einu. „Margir krakk- ar tróðust undir þegar við vorum að reyna bijótast út. En við gát- um ekkert annað gert en að reyna að bjarga okkur sjálfum." Foreldramir hjálparvana Mikil skelfing og ringulreið var á staðnum og sjónarvottar sem komu að brunanum sögðu að að- koman hefði verið skelfileg. Þeir heyrðu hrópin í fólkinu innan dyra en gátu lítið sem ekkert hjálpað til þar sem eldurinn barst um húsið eins og eldsprengja. Faðir sem var mættur á stað- inn til að sækja son sinn sagðist aldrei hafa séð neitt í líkingu við brunann. „Það var skelfilegt hvað við vorum hjálparvana þarna fyr- ir utan. Við gátum ekki komist inn vegna eldsins og það var reyndar ekkert sem við gátum gert til hjálpar krökkunum sem hrunnu inni. Margir sem komu út voru með mikil brunasár. Eitt ungmennanna sem ég hjálpaði var mjög illa brunnið í andlit- inu,“ sagði faðirinn. Slökkvilið Gautaborgar skýrði frá því í gær að diskótekið hafi aðeins verið ætlað fyrir 150 manns, en hátt í 400 unglingar voru í húsinu þegar bruninn varð. Diskótekið hafði verið skoðað af öryggiseftirliti borgar- innar á síðasta ári og engar at- hugasemdir gerðar við bruna- varnir eða önnur öryggisatriði. - GÞÖ Kynlíf er gott! 905-5000 Buxnadragtir með síðum jökkum. Stærðir 42-52. Verð 13.900-14.900. Mikið úrval af samkvæmisfatnaði. Rita Eddufelli 2 s: 557 1730 Opið mán. - föst. kl. 10-18 laug. kl. 10-15 nn l DOLBY | D I G I T A L icntriiM Leiðtogi Hamas í stofufangelsi ÍSRAEL - Palestínska lögreglan hefur handtekið tugi herskárra Palestínumanna í kjölfarið á sprengjuárás sem gerð var á skólavagn í ísrael á fimmtudag. Jasser Arafat lét einnig til skarar skríða gegn Ieið- toga Hamas, Akmed Jassín, og var hann settur í stofufangelsi. Ham- as-hreyfingin hefur sagst bera ábyrgð á sprengjuárásinni. Arafat hefur hingað til varast að hreyfa við Jassín, sem sat lengi í fangelsi í Israel, enda nýtur hann verulegs stuðnings meðal Palest- ínumanna. Greinilegt er að Arafat er mjög í mun að sýna fram á að hann hyggist standa við samkomulagið sem gert var við Israelsmenn í Wye í Bandaríkjunum nýlega. Ný sending af MORE MORE yfirstíeróir St. 42-58. Síóu jakkarnir komnir aftur Jakkar frá 5.900 Buxur frá 2.900 Pils frá 2.900 Blússur frá 2.800 Kjólar og vesti Mikið úrval af fallegum velúrgöllum frá 4.900. Nýbilavegi 12, sfmi 554 4433 Kópavogi fyrir alla St 364-4» Lögsaga yíir Pinochet viðurkennd SPÁNN - Dómstóll á Spáni komst í gær að þeirri niðurstöðu að spænskum dómstólum sé heimilt að rétta yfir Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile. Þar með er rannsóknardómaran- um, sem upphaflega fór fram á það að Pinochet yrði handtekinn og framseldur til Spánar, heimilt að leggja fram formlega ákæru. John Glenn skemmtir sér í upphæðum BANDARÍKIN - Hinn aldni geimfari, John Glenn, naut þess til hins ítrasta í gær að vera kominn aftur út í geiminn og brosti út að eyrum, en 36 ár eru frá því hann var síðast á ferðinni þar í upphæðum. Glenn er 77 ára, elsti maður sem farið hefur út í geiminn, og gegnir því hlutverki að vera eins konar tilraunadýr í rannsóknum á öldrun, og hvernig áhrif þyngdarleysi hefur á hana. Ted Hughes látiim BRETLAND - Ted Hughes, lárviðarskáld Breta, lést úr krabbameini á fimmtudag eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í eitt og hálft ár. Fyrr á þessu ári gaf hann óvænt út Ijóðasafn um Iátna eiginkonu sína, skáldkonuna Sylvíu Plath, sem framdi sjálfsvíg árið 1963, og rauf þar með Ianga þögn um hjónaband þeirra og tilfinningar sínar til henn- ar. Margir aðdáendur skáldkonunnar höfðu lengi vel haft horn í síðu Hughes og kenndu honum háhþartinn um örlög hennar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.