Dagur - 03.11.1998, Qupperneq 8

Dagur - 03.11.1998, Qupperneq 8
8- ÞRIDJUDAGUR 3 . N Ó V E M B E R 1998 OMjUt- FRÉTTASKÝRING Kröfiun Kvei SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Talsmenn Aílnkkanna hafna alfarið þeim kröfum Kvennalistans að hann fái eitt af þremur efstu sætun- nm á lista samfylking- arinnar í öllnm kjör- dæmum landsins. Kröfu landsfundar Kvennalistans um að samtökin fái eitt af þrem- ur efstu sætunum á listum sam- fylkingarinnar í öllum kjördæm- um er vægt sagt illa tekið af tals- mönnum A-flokkanna. Einn þeirra sagði í samtali við Dag að þessum kröfum yrði að sjálfsögðu hafnað og ekki síst fyrir þá sök að þær væru óframkvæmanlegar. Það væru kjördæmisráð í hverju kjördæmi fyrir sig sem ákveði framboðin. Formenn eða aðrir foringjar A-flokkanna réðu þar engu um og því væri ekki hægt að verða við kröfunni, jafnvel þótt menn vildu það. Þá er líka bent á það að í nokkrum kjördæmum séu kon- urnar ekki með neitt fylgi að kalla eins og til að mynda á Austljörð- um. Þar fékk Kvennalistinn 191 atkvæði í síðustu þingkosningum, Alþýðubandalagið 1257 og Al- þýðuflokkur 577 atkvæði. Menn spyrja hvort Kvennalistinn eigi þarna að fá 3. sætið? Þá er einnig kvartað undan því að í Norður- landskjördæmi vestra og Austur- Iandskjördæmi vanti kvennalista- konur til að taka þátt í viðræðum samfylkingarinnar, hvað þá að fara í framboð. Mestar líkur virðast vera til að A-flokkamir haldi nú áfram kosn- ingaundirbúningnum og láti Kvennalistann taka um það ákvörðun hvort hann verður með eða ekki og það án allra skilyrða eða krafna. Þetta sjónarmið var ríkjandi hjá öllu því A-flokkafólki sem Dagur ræddi við um þetta mál í gær. Margoft hafnað Kvennalistinn kom strax í upp- hafi viðræðna samfylkingarinnar um framboðsmál með þessa kröfu um eitt af þremur efstu sætunum í öllum kjördæmum. A- flokkarnir höfnuðu henni þegar í stað með sömu rökum og nú, það væri kjördæmisráðanna að ákveða þetta. „Þær komu alltaf með kröfuna aftur og aftur þótt Konurnar í Kvennalistanum hafa sett fram kröfur sem eru algjörlega óaðgengilegar að mati talsmanna A-flokkanna. Það fyrsta sem Sighvati Björgvinssyni, form heyrði af kröfunum var: „Svona gerir maður ekki.“ við værum búin að hafna henni þrjú hundruð sinnum og nú koma þær með hana einu sinni enn og það formlega samþykkta á landsfundi," sagði einn af A- flokkamönnunum sem unnið hefur í stýrihópunum. I þessu sambandi er á það bent að kvennalistakonurnar eru ekki einhuga í þessu máli. Ymsar kon- ur úr Reykjavík, sem eru jarð- bundnar, telja kröfurnar sem landsfundurinn samþykkti, óraunhæfar. Þær hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að þessar kröfur og ýmsar aðrar kröfur Kvennalistans hafa tafið fyrir kosningaundirbúningi samfylk- ingarinnar. Sumir segja um ekki minna en tvo mánuði. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Degi eru margir úr A-flokk- unum að gefast upp á Kvennalist- anum vegna óraunhæfra krafna. Fyrir utan þessar kröfur sem nú komu fram hafa þær til skamms tíma krafist þess að fá að leiða annan hvorn listann í Reykjavík eða Reykjanesi og var þá talað um Guðnýju Guðbjörnsdóttur í því sambandi. Þessu var hafnað. I Reykjanesi hafa A-flokkarnir hafnað því að Kvennalistinn fái sæti framar en 4. sætið. Kröfum þeirra um að fá þriðja hvert sæti á listanum í Reykjavík var líka hafnað. Kratar í Reykjavík hafa lagt til að þeim verði f prófkjöri tryggð tvö sæti af átta efstu sæt- um listans í borginni. Sumir A-flokkamanna sögðu í gær að nú væri að því komið að A- flokkarnir héldu bara áfram vinn- unni og segðu Kvennalistanum að hann mætti vera með ef hann vildi, konurnar réðu hvað þær gerðu í málinu, hvort þær verði með eða ekki, svona gæti það ekki gengið til lengur. Fannst þetta raunhæft Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, landsfundarfulltrúi og Ieiðtogi Kvennalistans á Vestfjörðum, var spurð hvort hún liti á þessa kröf- ur sem ófrávíkjanlegar í Ijósi þess að þeim er alfarið hafnað af A- flokkunum? „Þetta er auðvitað stefna sem er mörkuð á landsfundinum og að skoðuðu máli í öllum kjör- dæmum, sem fulltrúarnir komu með skýrslur um, fannst okkur þetta vera raunhæft. Við gerum okkur grein fyrir því að það gæti komið upp sú staða, kannski í einu kjördæmi, að þetta næðist ekki. Þá yrði það mál bara skoð- að,“ sagði Jóna Valgerður. - Myndi Kvennalistinn láta hrotna endanlega á þessum kröf- um? „Eg býst við að ef sú staða kæmi upp að það væri langt frá því að þessar kröfur næðust fram, yrðum við að halda samráðsfund,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.