Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. nóvember 1998 81. og 82. árgangur -211. tölublað 1/erð í lausasölu 200 kr. Arslaiinin fara í prófkj örskostnað Óheyrilegur kostnað- ur hefur orðið til þess að áhugi á prófkjöri fer miimkandi. Almenningur hefur tekið eftir því að frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi auglýsa stíft og eru með hóp af fólki í vinnu á nokkrum kosningaskrifstofum í kjördæminu. Dagur hefur fengið það staðfest að menn eyði frá einni og upp í rúmar þrjár millj- ónir króna í prófkjörið. Og þeir sem ná í þingsæti eftir þennan kostnað fá rétt rúmar 200 þús- und krónur í laun á mánuði. Það þýðir að þingmaður sem eyðir 3 milljónum í prófkjör væri rúmt ár að vinna fyrir því á þingi ef hann þarf að greiða upphæðina úr eig- in vasa. Hins vegar má gera ráð fyrir því að frambjóðendur eigi sér einhverja íjárhagslega stuðn- ingsmenn. „Þetta er mjög dýrt“ „Eg skal segja þér hvað þetta kostar mig þegar ég hef tekið all- an kostnaðinn saman eftir próf- kjörið en ég get staðfest það að þetta er mjög dýrt,“ sagði Arni Mathiesen, sem keppir að efsta sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum á Reykjanesi, þegar hann var spurður hvort það væri rétt að prófkjörsbaráttan kostaði hann um 2 milljónir króna. Gunnar I. Birgisson í Kópavogi stílar á efsta sætið og er sagður eyða miklum pening- um í kosninga- baráttuna. Hann var spurður hvort menn eyddu á milli tveimur til þrem- ur milljónum króna í próíkjörið? „Það getur alveg verið enda mjög létt verk að eyða þessum upphæðum í prófkjör. Mín áætl- un er Iægri en þetta. Hins vegar er það svo að kostnaðaráætlun í prófkjöri fer aldrei niður á við, hún er eitt af því sem örugglega fer upp á við,“ sagði Gunnar I. Birgisson. Hann sagði að enda þótt kostn- aðurinn við prófkjör væri mikill teldi hann nauðsynlegt að vera með prófkjör öðru hvoru, eins og nú þegar oddviti listans, Olafur G. Einarsson, hættir, þá sagðist hann telja nauðsynlegt að hafa prófkjör. En þegar allt væri með kyrr- um kjörum ætti að sínum dómi bara að stilla upp. Hægt að spara „Ég get sagt þér að kostnaður minn af próf- kjörinu er um eða yfir eina milljón króna. Sennilega er ég með afar ódýra kosningabaráttu því ég er ekki með neitt fólk á launum í vinnu hjá mér. Ég er með skrifstofuhús- næði sem kostar nánast ekki neitt. Síðan eru það konan mín og börnin sem sjá um kosninga- skrifstofurnar fyrir mig auk vina og kunningja sem koma og hjálpa til,“ sagði Kristján Pálsson al- þingismaður. Hann hefur verið með auglýs- ingar í sjónvarpi og var spurður hvort það hleypti ekki kostnaðin- um upp. „Nei, því eins og ég geri auglýs- ingar er kostnaðurinn við 10 birt- ingar í 10 sekúndur hver ódýrari en heilsíðu auglýsing í lit í dag- blaði. Það er vinur minn sem á upptökuvél og við fórum með hana á nokkra staði og tókum upp. Ég sem texta og les hann inn um leið og hann tekur mynd- ina upp. Hann klippir þetta síð- an og ég fer með spóluna f sjón- varpið," sagði Kristján. Hann sagði að ef menn keyptu sjónvarps- og blaðaauglýsinga- gerð af auglýsingastofum færi kostnaðurinn upp úr öllu valdi. Það væri líka mjög dýrt að ráða sér starfsfólk í vinnu. Hjá þeim sem þetta gera færi kostnaðurinn léttilega upp í 3 til 4 milljónir króna. -S.DÓR Stuðningsmenn „plotta“ á prófkjörsskrifstofu í gær. Loðdýrafóður niðurgreitt Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að aðstoða loðdýra- bændur vegna verðhrunsins sem orðið hefur á loðdýraskinnum á heimsmarkaði. Var samþykkt að greiða loðdýrafóður niður um 4 til 5 krónur á kíló í eitt ár. „Eins og allir vita hefur orðið mikið verðhrun á skinnum vegna efnahagsástandsins í Rússlandi og Asíu. Ég lagði því fyrir ríkis- stjórnina í morgun hvort við treystum okkur til að mæta loð- dýrabændum eitthvað og hjálpa þeim til að Iifa af Iægðina. Þar er ekki um frambúðarástand að ræða en sjá til f eitt ár og greiða loðdýrafóðrið niður um 4 til 5 krónur. Þar er um að ræða kostnað upp á um 40 milljónir króna, sem verður settur inn á fjárlög næsta árs,“ sagði Guð- mundur Bjarnason landbúnaðar- ráðherra í gær. í gærmorgun varð mesta frost sem komið hefur á þessum vetri. Á Grímsstöðum á Fjöllum og við Mývatn náði frostið 22-23 stigum en hlýindum er spáð í dag. Á Akureyri fór frostið vel á annan tuginn og mældist víða í bæn- um þetta 14-15 stig. Pollurinn sagði sína sögu, gufubólstrarnir stóðu upp af „hlýjum" sjónum. mynd: brink Siv heit og Guðni volgur Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér til varaformanns á flokks- þingi Framsóknarflokksins um aðra helgi. Ekki er víst að Finnur verði einn í kjöri því Guðni Ágústsson, sem hefur verið nefndur sem hugsanlegur fram- bjóðandi, sagði í samtali við Dag að hann væri enn að hugsa mál- ið. Siv Friðleifsdóttir hefur tví- vegis svarað því til, aðspurð hvort hún gefi kost á sér, að hún taki hvaða embætti sem flokkur- inn treystir henni fyrir. Ekki er búist við að fleiri muni líta í al- vöru á þetta embætti að þessu sinni. Sem kunnugt er hættir Guð- mundur Bjarnason, landbúnað- ar- og umhverfisráðherra, sem varaformaður Framsóknarflokks- ins á flokksþinginu, þar sem hann er á leiðinni út úr pólitík. -S.DÓR Sild á fom- uni slóðum Afli síldarbátanna hefur verið fremur tregur yst í Kolluál en fiskifræðingar gera sér vonir um að síldin sé aftur að ganga á fornar slóðir eftir þriggja áratuga fjarveru. Aður en stofninn hrun- di á sjöunda áratugnum, var síld veidd allt frá Svörtuloftum vest- an Snæfellsness og suður í Sel- vogsbanka sunnan Reykjaness á síðustu mánuðum ársins. Oddeyrin og Grindvíkingur lönduðu í gær um 220 tonnum í verksmiðju Samheija og Fiski- mjöls og Lýsis í Grindavík og hjá Snæfelli í Sandgerði lönduðu Sólfell og Arney um 205 tonn- um. Arnþór landaði 150 tonn- um hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og einn bátur, Húna- röst, sigldi til heimahafnar á Hornafirði og landaði þar 250 tonnum. — GG mm ■■■■■■■ •SUBiynV" *suBiun\r *suBiun\r LLI LT » >1 IALT ÞIG? WQRWWIDE EXPfíCSS EITT NÚMER AÐMUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.