Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 6
« o o
3 1 1 M i\ /
T v W r% * n
6 -LAUGARDAGU R 7. NÓVEMBER 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefAn jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjorl@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. á mánuði
Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-1615 Amundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVfK)
KoTiur, stjómmál og
Kveimalistmu
f fyrsta lagi
Samfylking jafnaðarmanna og félagshyggjufólks þarf jafn mikið
á Kvennalistanum að halda og Kvennalistinn á henni. I karpinu
um hvernig eigi að stilla upp á lista hefur farið hljótt að mikil
málefnavinna er að baki. Slagurinn um „örugg sæti“ hefur af-
vegaleitt hreyfingu sem ætti að einbeita sér að því að koma
stjórnmálum upp úr hefðbundnum hjólförum; þar eiga hug-
sjónir um jöfnuð, jafnrétti, kvenfrelsi, lýðræði og náttúruvernd
heima. Kvennalistinn hefur alla sína lífstíð verið þarft stjórn-
málaafl, með áhrif umfram atkvæðatölur - ekki síst vegna
óhefðbundinna viðhorfa til stjómmála. Þau viðhorf og sjónar-
mið geta gengið í endurnýjun lífdaga í nýju framboði, en mega
ekki koðna niður í gamaldags flokksmaskínuríg.
1 öðru lagi
Meðal þess sem hreyft hefur verið í málefnavinnu flokkanna er
stofnun jafnréttisráðuneytis. Hljómar fáránlega. Jafn fáránlega
og fyrir nokkrum árum þegar stofnað var umhverfisráðuneyti.
Deilir nokkur um tilverurétt þess nú? Jafnréttismálin eru brýn
og að þeim verður að vinna markvisst með þeim myndugleik
sem þörfum þjóðfélagsmálum er gefinn í stjórnkerfinu. Þótt
áfram miði áfram er tregðan slík og hugsunarhátturinn svo
steinrunninn í kerfinu að fullburða ráðuneyti jafnréttismála
ætti að verða til fyrir aldamót.
í þriðja lagi
Dæmi um það kák og sjálfheldu sem jafnréttismálin eru í er op-
inber auglýsingaherferð stjórnmálamanna og stjórnmálahreyf-
inga til að hvetja sjálfar sig til að auka hlut kvenna. Fimm millj-
ónir af opinberu fé, til að „ná til almennings" með fræðslu um
það sem fólk veit þegar, er tómt rugl. Staðfest er í nýlegri könn-
un að fólk vill fleiri konur í stjórnmál. Almenningur er ekkert
fáfróður um þetta efni, almenningur veit alveg hvað hann vill.
Það eru stjórnmálaflokkarnir (sumir) og stjórnkerfið sem eru
steinrunnar stofnanir sem engan veginn geta keypt sér frið með
nokkrum „nammidögum" í sjónvarpi.
Stefán Jón Hafstein.
Algjört óréttlæti
Garri er mikill húmanisti og
mannréttindasinni. Hann trúir
því í einiægni að menn eigi
ekki að gjalda uppruna síns,
skoðana eða kynferðis. En það
eru ekki allir jafn sannfærðir
og Garri ef marka má árásirn-
ar á félagsmálaráðherra und-
anfarið út af flutningi verkefna
íbúðalánasjóðs til Sauðár-
króks. Auðvitað eiga Sauð-
krækingar ekki að gjalda þess
að svo óheppilega vill til að
Páll Pétursson er þeirra þing-
maður. Skárra væri það órétt-
lætið.
Nei Sauðkræk-
ingar eiga ekki að
líða fyrir Höllu-
staðabóndann.
Ekki frekar en
Hrólfur Olvisson
starfsmaður nefnd-
arinnar sem er að
undirbúa stofnun
Ibúðalánasjóðsins
á að gjalda þess að
vera framsóknar-
maður. Ekki frekar
en Guðmundur
Bjarnason verðandi fram-
kvæmastjóri sjóðsins á að
gjalda þess að vera framsókn-
armaður og þar að auki ráð-
herra. Ekki frekar en Ómar
Kristjánsson átti að líða fyrir
sín tengsl við Framsóknar-
flokkinn þegar hann var ráð-
inn forstjóri Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar án þess að staðan
væri auglýst. Ekki frekar en
Þórður Ingvi Guðmundsson
sem ungur Iét að sér kveða í
Framsókn átti að líða fyrir þau
æskuglöp þegar kom að ráðn-
ingu í utanríkisráðuneytið og
frama þar.
Argasta órétt-
læti
Menn eiga ekki að gjalda fyrir
V.
uppruna sinn eða skoðanir.
Það hefði verið argasta órétt-
læti ef Friðrik Sophusson
hefði goldið fyrir margra ára
farsælt starf í Sjálfstæðis-
flokknum þegar stóll forstjóra
Landsvirkjunar losnaði. Eða ef
Karl Steinar Guðnason hefði
verið látinn gjalda Alþýðu-
flokksins þegar margra daga
vandleg skoðun flokksbróður
hans og heilbrigðisráðherrans
leiddi í ljós að hann væri
laaaaang hæfastur í embætti
forstjóra Tryggingastofnunar.
Eða ef gengið
hefði verið fram-
hjá nýju yfirmönn-
unum á Ríkisút-
varpinu vegna þess
eins að þeir eru
sjálfstæðismenn.
Að ekki sé talað
um ef Hrafn
Gunnlaugsson
hefði ekki fengið
að vera fram-
kvæmdastjóri
Sjónvarpsins um
stund eftir að hafa
verið rekinn úr öðru starfi inn-
an stofnunarinnar vegna þess
eins að hann og forsætisráð-
herra eru ágætis kunningjar.
Eða ef Valdmar K. Jónsson
verður látinn líða fyrir störf sín
fyrir Reykjavíkurlistann þegar
ráðinn verður forstjóri nýs
veitufyrirtækis í borginni.
Garri er satt að segja alveg
rasandi á þessari pólitísku bit-
lingaumræðu sem blossað hef-
ur upp enn og einu sinni út af
íbúðalánasjóðnum. Hvað vilja
menn eiginlega? Að menntun
hæfni og fyrri störf ráði hér
öllu í samfélaginu eða hvað?
GARRI
Páll Pétursson, félags-
málaráðherra.
ELÍAS
SNÆLAND
JÓNSSON
skrífar
Nokkrir mánuðir eru síðan leið-
togi repúblíkana í bandaríska
þinginu, Newt Gingrich, sá í
hillingum stórkostlegan kosn-
ingasigur sinna manna vegna
kvennafarsmála Bills Clintons,
forseta. Hann spáði því að flokk-
ur repúblíkana myndi bæta við
sig allt að fjörutíu þingmönnum
nú í nóvember.
Hernaðaráætlun þeirra var
lögð í samræmi við þessa trú for-
ingjans. Bandaríska þingið, þar
sem repúblíkanar hafa meiri-
hluta, kom nánast engu í verk;
allur tíminn fór í að beija á
Clinton og undirbúa ákæru á
hendur honum á grundvelli
klámskýrslu saksóknarans Kenn-
eths Starrs. Jafnvel síðustu vik-
una fyrir kjördag var hleypt af
stað viðamikilli og rándýrri aug-
lýsingaherferð sem beindist að
framferði Clintons.
Tiiiiburiiu'iui
Þessa dagana þjást Gingrich og
Herbragðið sem brást
flokksmenn hans af alvarlegum
timburmönnum. I stað þess að
bæta við sig allt að fjörutíu þing-
sætum töpuðu þeir fimm mönn-
um í fulltrúadeild þingsins.
Demókratar, sem óttuðust að
fara illa út úr kosningunum,
fögnuðu óvæntum sigri.
Ymsir áhrifa-
menn í þinginu
velta því nú fyrir
sér hvort rétt sé að
reyna að steypa
Gingrich úr leið-
togastöðunni. Ekki
er víst að það tak-
ist, þótt margir
þingmenn
repúblíkana telji
hann bera meginá-
byrgð á þeirri of-
uráherslu sem
flokkur þeirra hefur lagt á kyn-
lífshneyksli Clintons.
I raun og veru hefðu þessi úr-
slit ekki átt að koma neinum á
óvart. Skoðanakannanir hafa
sýnt það mánuðum saman að
bandarískur almenningur er fyrir
löngu búinn að fá nóg af hama-
gangi repúblíkana og fjölmiðla í
þessu máli. Það var bara enginn
þar á bæ að hlusta á fólkið. Fyrr
en núna þegar talið hefur verið
upp úr kjörkössunum.
FóUdð ekM með
Jón Baldvin
Hannibalsson,
sendiherra í Was-
hington, lét þau
orð falla í viðtali
fyrir nokkru að það
hefði myndast
ginnungagap á
milli almennings
og ráðamanna
helstu fjölmiðla í
Bandaríkjunum í
Móníkumálinu. Fjölmiðlar
héldu málinu gangandi mánuð
eftir mánuð þrátt fyrir að alþýða
manna hefði fyrir Iöngu talið
meira en nóg komið.
Hvers vegna? spyija margir.
Svörin eru af ýmsum toga. Sum-
ir sjá samsæri í öllum hornum,
en aðrir benda á að þeir sem
ráða helstu fjölmiðlum Banda-
ríkjanna telji það hlutverk sitt að
hafa vit fyrir fólki. Því tregari
sem alþýða manna var til að taka
þátt í kynlífskrossferðinni því
meiri kraftur var settur £ að troða
málinu ofan í þjóðina.
Með allan þennan hamagang í
huga er það mjög merkilegt að
bandarískir kjósendur skyldu
ekki láta undan ofurþrýstingi
repúblíkana og fjölmiðla. Sem
minnir á þá staðreynd, sem Arth-
ur Miller lýsti skilmerkilega í frá-
bærri grein í New York Times á
dögunum, að forsendan fyrir því
að nornaveiðar beri tilætlaðan
árangur er að fólkið fáist til að
taka þátt í þeim. Það eykur
óneitanlega trú manna á banda-
rísku Iýðræði hversu mikill hluti
kjósenda sagði nei takk.
Hernaðaráætlun Newt
Gingrich brást hrapallega í
bandarísku þingkosningunum.
-Dagur
Hvers lenskur var Leifur
Eiríksson?
Gunnar Karlsson
prófessor í sögu við Háskóla íslands.
„Leifur Eiríks-
son var nor-
rænn, íslenskur
og grænlenskur.
Allt í senn.
Hann hefur
sennilega ekki
skynjað þetta
þrefalda þjóðerni sitt sem neitt
vandamál. Það á þaðan af síður
að vera neitt vandamál fyrir okk-
ur að lifa með Leifi með þennan
uppruna. Hins vegar er rangt
sem hefur verið haft eftir mér að
ég hafi haldið því fram að fólk á
tímum Leifs hafi ekki fundið til
þjóðerniskenndar."
Ingvar Gíslason
fv. menntamálaráðherra.
„Eg hef þá sann-
færingu að Leif-
ur hafi verið
fæddur á Is-
landi, en flust
ungur maður úr
Dölum til
Grænlands með
föður sínum. Þetta er hin hefð-
bundna skoðun sem ég aðhyllist
og er í samræmi við fornsögurn-
ar sem lesnar eru um þetta efni.
En hitt er svo annað mál að með
því setjast að í Grænlandi má
segja að hann hafi orðið Græn-
lendingur. En ég held hins vegar
að best færi á því að við værum
ekki að jagast um þetta þjóðern-
ismál; best hefði verið að við
hefðum minnst landafundanna
árið 2000 í góðu samstarfi við
Norðmenn."
Jóhairn Sigurðsson
framkvæmdastjóri hókaútgáfu Leifs
Eiríkssonar.
„I mínum huga
er Leifur Eiríks-
son rammís-
Ienskur. Þegar
okkar færustu
fræðimenn hafa
skyggnst í heim-
ildir um Leif þá
virðist liggja alveg í augum uppi
að hann hafi verið íslenskur. Allt
bendir til þess að Leifur hafi
fæðst á Islandi og eðlilegt er að
menn séu kenndir við fæðingar-
land sitt, eða svo er gert í flest-
um tilvikum."
Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur.
„Hann er ís-
lenskur; Iíklega
fæddur á Eiríks-
stöðum í Dölum
eða á Ströndum
vestur. íslensk-
ur er Leifur
vegna þess að
það hefur verið siður frá örófi
alda að kenna menn við það land
þar sem þeir fæðast. Norðmenn
eru miklir talsmenn Guðsríkis og
eiga þar miklar lendur og það
getur verið að þeir eigi þar ein-
hverja menn í landafundum nýj-
um, að minnsta kosti var Halles-
by mjög líklegur til stórra landa-
funda.“