Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 4
4 -LAUGARDAGUR 7. N Ó V F. M B E R 1998
Kristniboðsdaguriim á morgun
Kristniboðsdagurinn er á morgun og verður starfs Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga í Eþíópíu og Kenýu minnst sérstaklega í
kirkjum landsins. Utvarpað verður frá messu í Breiðholtskirkju þar
sem Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predikar en hann er nýkom-
inn heim frá Eþíópíu eftir 13 ára starf. Einnig verða samkomur í húsi
KFUM í Reykjavík og á Akureyri.
Sjö kristniboðar eru nú starfandi í þessum iöndum en 45 ár eru síð-
an fyrstu íslensku kristniboðarnir settust að í Konsóhéraði í Eþíópíu.
Lánað til hlutafjár-
kaupa
Búnaðarbankinn hefur ákveðið að
auðvelda viðskiptamönnum sínum
kaup á hlutabréfum í Fjárfest-
ingarbankanum með því að lána
þeim fé til þess. Lánin verða veitt
gegn handveði í hlutabréfunum og
geta numið allt að 85% af kaup-
Hreinn Loftsson, formaður einkavæð- verði þeirra. Landsbankinn hefur
ingarnefndar, og Bjarni Ármannsson, einnig ákveðið að bjóða upp á Ián
forstjóri Fjárfestingarbankans, kynna til hlutabréfakaupa í Fjárfestingar-
sölu hlutafjár íbankanum. bankanum. Eins og fram hefur
----------------- komið stendur yfir sala á 49%
hlutafjár í bankanum.
Flugeldhúsframleiðslau eykst
Framleiðsla flugeldhúss Flugleiða hefur aukist jafnt og þétt undan-
farin 5 ár að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Stefnir í að
framleiðslan á þessu ári verði 56% meiri en hún var 1994. Fyrstu 9
mánuði ársins hafa verið framleiddar um 4300 máltíðir á dag.
Þetta endurspeglar fjölgun farþega hjá Flugleiðum á þessum tíma
en flugeldhúsið selur mat til margra annarra flugfélaga.
Föt hauda kokkum
Fyrirtækið Danberg efh. hefur tekið að sér sölu og dreifingu á vinnu-
fatnaði frá bandaríska fyrirtækinu Chef Revival Usa Inc. Þessi fatn-
aður er ætlaður starfsfólki veitingahúsa, mötuneyta og allra þeirra
sem vinna við matvælaiðnað en framleiðandinn er sagður leiðandi á
þessu sviði í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu
frá Danberg.
Engin andstaða við hugmyndir KEA
Kynning á hlutafélagaáformum KEA stendur nú sem hæst og er m.a.
búið að kynna breytinguna á fimm deildarfundum hjá fyrirtækinu.
Að sögn Eiríks S. Jóhannssonar kaupfélagsstjóra, hafa hugmyndirn-
ar hvergi mætt andstöðu, enda segist hann ekki hafa átt von á því.
„Heilt yfir hefur hljóðið verið mjög jákvætt," segir Eiríkur. — BÞ
FRÉTTIR
Ketilhúsið á Akureyri. Hugmyndir eru nú komnar fram um að Leikfélagið fái þar aðstöðu.
Gilfélag í sjálfheldu
Starfsmaður verði
ráðinn, tekið upp
samstarf við Leikfé-
lagið, bærinu leggi
fram 23 milljóuir.
Þessar eru tillögur
stjómar Gilfélagsius
á Akureyri.
Stjóm Gilfélagsins vill að leitað
verði samstarfs við Leikfélag Ak-
ureyrar og Akureyrarbæ um að-
stöðu fyrir Leikfélagið í Ketilhús-
inu og samnýtingu búnaðar. Lagt
er til að Akureyrarbær leggi fram
23 milljónir á næsta ári til að
hægt verði að Ijúka við Ketilhús-
ið.
A almennum borgarafundi
sem haldinn verður um málefni
Ketilhússins og almennt um
menningar- og listalíf f bænum
verður kynnt greinargerð stjórnar
Gilfélagsins um framtíðarstarf-
semi og tillögur um næstu skref í
starfsemi félagsins. Einnig er
hugmyndin að stjórn Gilfélagsins
ráði starfsmann til aðstoðar
framkvæmdastjóra frá og með 1.
janúar.
Lagt er til að Akureyrarbær
endurskoði fjárframlög til Menn-
ingarmiðstöðvar Gilfélagsins og
tryggi félaginu viðbótarfé sem
svarar einu stöðugildi fyrir skrif-
stofumanneskju til að gera því
kleift að vinna markvisst að fjár-
öflun. Fram kemur að ástandið
sé þannig nú að framkvæmda-
stjóri Gilfélagsins „sem með
réttu ætti að vinna fyrst og
fremst að stjórnun og sköpun
framtíðarverkefna, ekki síst fjár-
öflun, hefur neyðst til að veija
mestu af starfstíma sínum sem
handlangari, sendill og ræsti-
tæknir. Þetta ástand stendur allri
þróun fyrir þrifum og er í raun
sjálfhelda sem ekki verður brotist
úr nema fleiri starfskraftar komi
til,“ eins og segir orðrétt í niður-
lagi greinargerðarinnar. Deiglan
skilar nú hlutfallslega minni tekj-
um en áður til félagsins þrátt fyr-
ir að salurinn sé nú notaður
meira en nokkru sinni. Salurinn
er orðinn slitinn og viðhald orðið
verulega kostnaðarsamt. Borg-
arafundurinn um málefni Gilfé-
lagsins hefst klukkan 13.30 í dag
og munu fulltrúar bæjarstjórnar-
flokkanna meðal annarra flytja
þar erindi og svara fyrirspurnum.
- Hi
REKSTRARVÖRUR
FYRIR FYRIRTÆKÍ!
* LJÓSRITUNARPAPPÍR
(HVÍTUR OG LITAÐUR)
* TÖLVUPAPPÍR
* FAXPAPPÍR
* KASSARÚLLUR
*POSARÚLLUR
* REIKNIVÉLARÚLLUR
4 ZWECK-FORM LÍMMIÐAR
(FYRIR LEYSER -OG BLEKSPRAUTUPRENTARA)
* OFL.OFL..
VIÐ BJÓÐUM
HEILDARLAUSN
Á REKSTRARVÖRUM
FYRIR FYRIRTÆKI.
KOMDU í HEIMSÓKN
OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ
EÐA HAFÐU SAMBAND í
SÍMA: 462 4166
LIMMIÐAR NORÐURLANDS
Hjalteyrargötu 2 • 600 Akureyri Sími 462 4166 • Fax 461 3035
Netfang: limnor@est.i
Allt vaðandl
í lánum
Þrátt fyrir að afkoma
landsbyggðarhótela sé
afar slæm, eru lítil
tákmörk fyrir fram-
kvæmdagleði.
Áslaug Alfreðsdóttir, formaður
Sambands veitinga- og gistihúsa,
segir að framboð peninga hjá
bönkum og lánasjóðum hafi
undanfarið verið meira en eftir-
spurnin. Stjórn SVG setur stórt
spurningarmerki við stefnu Iána-
sjóða og bankastofnana þegar Iit-
ið er til mikilla fjárfestinga í gist-
ingu út um allt land að undan-
förnu. Áður hafi menn þurft að
krjúpa á kné fyrir bankastjórum
ef meiningin var að ráðast í
framkvæmdir, en nú sé hægt að
velja milli lána.
Afkoma Iandsbyggðarhótela
var afar slæm í fyrra samkvæmt
hagkönnun Sambands veitinga-
og gistihúsa. Að meðaltali eiga
hótelin aðeins tæp 6% upp í af-
skriftir, leigu og fjármagnskostn-
að en hlutfallið í Reykjavík er á
sama tíma rúm 30%. Áslaug rek-
ur Hótel Isafjörð og hún gagn-
rýnir að á sama tíma og gífurleg
aukning hefur orðið í allri gisti-
aðstöðu úti á landi hafi ekki ver-
ið unnið markvisst að lengingu
ferðamannatímans. Fjölgun
ferðamanna hafi að langmestu
leyti aðeins skilað sér á höfuð-
borgarsvæðinu. „Við viljum
meina að það sé ekki nóg að fjár-
festa bara í hótelunum. Það þarf
að Ijárfesta í öllum pakkanum,
ekki síst í samgöngkerfinu til að
fólkið komist út á land. Það þýð-
ir ekkert að byggja hótel í Mý-
vatnssveit ef enginn kemst þang-
að,“ segir Áslaug.
Sammninn segir sitt
Eru landsbyggðarhótel hreinlega
að riða til falls? „Eg er búin að
reka þetta hótel í 10 ár og það
hefur gengið ákaflega illa að ná
endum saman og er ég þó á
sæmilegum stað fyrir viðskipti
allt árið. Það hafa verið gífurleg-
ar sviptingar í þessum geira að
undanförnu. Mikill samruni og
fyrir því eru ýmsar forsendur.
Það eru bara örfáir sjálfstæðir
einstaklingar orðnir eftir í hótel-
rekstri á landsbyggðinni," segir
Áslaug. — BÞ