Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 12
tlx- ' iVihi w. v
12- LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
ÍÞRÓTTIR
Tkgur
UM HELGINA
Laugard. 7. nóv.
■ handbolti
Nissandeildin
Kl. 16:15 Fram - Valur
1 ■ deild kvenna
Ki. 16:30 ÍR - Grótta/KR
Kl. 16:30 Stjarnan - FH
Kl. 16:30 KA - Haukar
Kl. 14:30 Valur - Fram
2. deild karla
Kl. 16:00 Fylkir- ÞórAk.
Kl. 14:00 Völsungur - Hörður
Kl. 16:30 Breiðablik - Ögri
■ körfubolti
DHL-deildin
Kl. 14:00 Höttur - ÍS
KI. 14:00 Fylkir - ÍR
Kl. 14:00 Selfoss - Breiðablik
■ blak
1. deild karla
Kl. 13:30 Þróttur, Nes. - ÍS
1. deild kvenna
Kl. 15:00 Þróttur, Nes. - ÍS
Siuinud. 8. nóv.
■ handbolti
Nissandeildin
Kl. 20:00 ÍR - Selfoss
Kl. 20:00 HK - Grótta/KR
KI. 20:00 KA - Stjarnan
Kl. 17:00 Haukar - Aftureld.
2. deild karla
KI. 13:00 Þór Ak. - Hörður
■körfubolti
DHL-deildin
KI. 20:00 ÍA-ÞórAk.
Kl. 20:00 Skallgr. - Njarðvík
Kl. 16:00 Grindavík - Tindast.
Kl. 20:00 KFÍ - KR
Kl. 20:30 Haukar - Keflavík
Kl. 20:00 Valur - Snœfell
I/erðlaunasveitir stelpna. F.h. sigursveit Laugaskóla, þá sveit Grunnskóla
Búðardais, sem varð í 2. sæti og loks sveit Grunnskóla Hólmavíkur sem
varð í 3. sæti.
ÍÞRÓTTIR Á SKJÁNUM
Laugard. 7. nóv.
EmnsEi
Fótbolti
Kl. 14:25 Þýska knattspyrnan
B. Miinchen - 1860 Miinchen
Handbolti
Kl. 16:00 Leikur dagsins
Nissandeildin Fram - Valur
Fótbolti
Kl. 12:00 Alltaf í boltanum
Leikir helgarinnar.
KI. 14:45 Enski boltinn
Aston Villa - Tottenham
Körfubolti
Kl. 12:30 NBA-tilþrif
Hnefaleikar
Kl. 22:50 Nassem Hamed (e)
Hnefaleikar frá Atlanta. M.a.
frá bardaga Prinsins og írans
Wayne McCullough.
Sunnud. 8. nóv.
—msmmm~
Fótbofti
Kl. 13:20 Markaregn
Svipmyndir úr þýska boltanum.
íþróttir
Kl. 21:50 Helgarsportið
íþróttir
Kl. 13:00 íþróttir á sunnudegi
Fótbolti
Kl. 13:25 ítalski boltinn
Udinese - Juventus
Körfubolti
Kl. 16:00 DHL-deiIdin
Grindavík - Tindastóll
Fótbolti
Kl. 14:45 Enski boltinn
Man. United - Newcastle
KI. 16:55 Ensli boltinn
Svipmyndir úr enska bikarnum.
Kl. 19:25 ítalski boltinn
AC Milan - Inter Milan
Kl. 21:15 ítölsku mörkin
Ameríski boltinn
Kl. 17:55 NFL-deildin
Golf
K\. 18:50 19. holan
Öðruvísi golfþáttur.
Kl. 21:35 Golftnót í USA
PGA mótaröðin.
Kvenfólk í sókn í
íslenskri glímu
Stelpumar í gnmn-
skólion Vesturlands
voru í mikluui meiri
hluta á gruunskóla-
móti Vesturlands í
glimu, sem fram fór
að Laugum í Dala-
sýslu.
Grunnskólamót Vesturlands í ís-
lenskri glímu var haldið að
Laugum í Dalasýslu í síðustu
viku. Mótið var haldið í lok
glímukynningar sem Glímusam-
band íslands stóð fyrir í öllum
grunnskólunum á Vesturlandi og
á Ströndum og var einnig haldið
héraðsmót samhliða grunn-
skólamótinu.
Sex skólar tóku þátt í mótinu
og var keppt í flokki stráka og
stelpna. Það vakti athygli að
áhugi á íslenskri glímu virtist
meiri meðal stelpnanna og tóku
sex stelpnasveitir þátt í mótinu,
en aðeins tvær strákasveitir.
Sveit Laugaskóla sigraði í
stelpnaflokki, en sveit Grunn-
skóla Hólmavíkur í strákaflokki.
A héraðsmótinu sigraði sveit
Dalamanna og hlaut 27 stig, í
örðu sæti varð sveit Stranda-
manna með 20 stig og í þriðja
sæti var sveit Borgfirðinga með 8
stig.
Úrslit grunnskólamótsins:
Stelpur:
1. Laugaskóli, Dalasýslu 12,5 v.
2. Grunnskóli, Búðardals 9,5 v.
3. Grunnskóli, Hólmavíkur 9 v.
4. Grunnskóli, Borgarness 5,5 v.
5. Heiðarskóli, Leirársveit 5 v.
6. Reykholtsskóli, Borgarf. 2,5 v.
Strúkar:
1. Grunnskóli Hólmavíkur 6 v.
2. Heiðarskóli, Borgarf. engan v.
Sigursveit Laugaskóla:
Heiðrún Harpa Bæringsdóttir-
Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir
Strákar:
Sigursveit Grunnskóla Hólma-
vikur:
Númi Aðalbjörnsson
Kolbeinn Jósteinsson
Grétar Matthíasson
Daníel Gunnarsson
BRIDGE
L A
Allt og Sigurður langbestir
BJÖRN
ÞORLAKS-
SON
SKRIFAR
Islandsmótið í tvímenningi 1998
var spilað um síðustu helgi. ís-
landsmeistarar urðu Aðalsteinn
Jörgensen og Sigurður Sverris-
son með 384 stig. Sigurinn var
öruggur. Þeir tóku forystuna í
15. umferð og héldu henni allt
til loka. Mikil barátta var um
annað til fimmta sæti. Lokastaða
efstu para:
2. Asmundur Pálsson
- Jakob Kristinsson 288
3. Kristján Blöndal
- Ragnar Magnússon 279
4. Hákon Sigmundsson
- Kristján Þórsteinsson 265
5. Kristján Már Gunnarss.
- Helgi G. Helgason 264
íslandsmót (h)eldri og yngri
spilara
Um helgina verða tvö Islands-
mót spiluð í Þönglabakkanum:
Islandsmót yngri spilara í tví-
menníngi þar sem spilarar fædd-
ir 1974 eða seinna mega taka
þátt í mótinu og Islandsmót
(h)eldri spilara þar sem skilyrði
fyrir þátttöku eru að báðir í par-
inu séu 50 ára á árinu og saman-
lagður aldur parsins 110 ár.
Bæði mótin bytja kl. 11.00.
Frá Bridgefélagi Akureyrar
Aðeins einu kvöldi er nú ólokið í
Akureyrarmótinu í tvímenningi.
Tvö pör hafa skorað áberandi
mest en þannig er staða efstu
para:
1. Jónas Róbertsson
-Sveinn Pálsson 98
2. Örn Einarsson
-Hörður Steinbergsson 96
3. Sigurbjörn Haraldsson
-Stefán Stefánsson 66
4. Páll Pálsson
-Þórarinn B. Jónsson 65
5. -6. Björn Þorláksson
-Reynir Helgason 61
5-.6. Skúli Skúlason
-Bjarni Sveinbjörnsson 61
Síðasta spilakvöld kom eftir-
farandi spil upp:
4 • ÁD
y ’ AK9732
4 ► D8
4 » AG8
4 G4 N 4 KT632
V 654 V DG
♦ G632 V A ♦ T954
♦ KD75 s 4» 63
4 ■ 9875
% ’ T8
4 ► AK7
4 » T942
Sagnir:
Suður Vestur Norður Austur
pass pass Ihjarta pass
lspaði pass 3hjörtu pass
4hjörtu pass pass pass
Reynir Helgason sat í norður
og sýndi sterk spil en suður hafði
eðlilega engan áhuga á slemm-
unni. Útspilið var laufsexa sem
Reynir drap á ás og lagði niður
hjartaás. Þegar gosinn kom í
spilaði hann kóngnum og var nú
kominn með 12 slagi þar sem
einn spaði fer niður í tígulás.
Spilarinn í austur var ekki hepp-
inn með útspil, en Soffía Guð-
mundsdóttir sem sat í vestur var
ekki lengi að segja hverju hún
hefði spilað út: Hjartagosanum!
Vissulega hefði þurft næman
spilara til að finna hjartað eftir
það.
Norðurlandsmót í sveita-
keppni
Norðurlandsmót í sveitakeppni
1998 verður haldið á Akureyri
14.-15. nóvember. Spilað verður
í Hamri við Skarðshlíð og hefst
spilamennska kl. 10 á laugar-
dagsmorgun og lýkur í síðasta
lagi kl. 20. Aftur verður sest við
kl. 10 á sunnudag og áætluð
mótslok eru um kl. 17.30. Gert
er ráð fyrir að allir spili við alla
forgefin spil með Butler-útreikn-
ingi milli para. Spilaíjöldi ræðst
af fjölda sveita. Hægt verður að
fá súpu og brauð á vægu verði í
hádeginu á keppnisstað og þar er
einnig veitingasala (gos, samlok-
ur o.fl.). Keppnisgjald er 10.000
kr. á sveit, molakaffi innifalið.
Skráning í keppnina þarf að ber-
ast eigi síðar en miðvikudaginn
11. nóv. til Stefáns Vilhjálmsson-
ar, hs. 462 2468. Undanfarin ár
hefur Norðurlandsmót hafist kl.
17 á föstudegi, en nú er ráðgert
að breyta því í tveggja daga mót.
Bikarkeppni Norðurlands
eystra
Skráning er hafin í bikarkeppni
Norðurlands eystra hjá Stefáni
Vilhjálmssyni, hs. 462 2468 og
Sveini Aðalgeirssyni, hs. 464
2026, og stendur fram á laugar-
dag 14. nóv. en dregið verður þá
um kvöldið. Fyrirkomulag verður
eins og undanfarin tvö ár, þátt-
tökugjald er 2000 kr. á umferð.
Spilaðar verða tvær umferðir fyr-
ir jól, en trúlegt er að margar
sveitir sitji yfir í þeirri fyrri.
Landsliðsval
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórn-
ar Bridgesambandsins var ákveð-
ið að ráða Einar Jónsson einvald
og þjálfara kvennalandsliðsins. I
opna flokknum var ákveðið að
spilað verði um landsliðssætin
tvær helgar í febrúar. Nánara
fyrirkomulag verður auglýst síð-
ar.
Aðalsteinn Jörgensen er nýr ís-
landsmeistari í tvímenningi ásamt
Sigurði Sverrissyni.
www visir is
fYRSTUR MÉÐ FRETTIRNAR