Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 2
« V. ». ff «. - Xfc^ttr 2 - LAUGARDAGUR 7.NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR Meira en önnur hver fimmtug kona notar hormóna. „Konur eru betur upplýstar um áhrifín af þvi sem þær eru að taka, “ segir Bryndís Benediktsdóttir heilsugæslulæknir í Garðabæ. Meirihluti ftnmitugra kvenna á hormónum Konur sem eru kvíðnar að upplagi þegar þær komast á hreytingarskeiðið túlka frekar einkenni kvíða sem einkenni breytingar- skeiðsins og leiti því frek- ar meðferðar. Vísindaþing Félags íslenskra heimilis- lækna stendur í dag og á morgun á Hótel Sögu. A þinginu verða kynnt á fjórða tug rannsókna sem heimilis- læknar hafa unnið að. Meðal erinda á þinginu er erindi Vilhjálms Ara Arason- ar um minnkandi sýklalyfjanotkun barna og ónæmi helstu sýkingarvalda efri loftvega; reykingar meðal sjúldinga með kransæðasjúkdóm og tóbaksvarnir á heilsugæslustöðvum. Bryndís Benediktsdóttir, heilsu- gæslulæknir í Garðabæ, flytur á vís- indaþinginu erindi um tíðarhvarfaein- kenni kvenna og meðferð þeirra hjá 50 ára íslenskum konum og segir hún að um 55% íslenskra kvenna á þessum aldri séu á hormónum en algengasta einkennið tengt breytingarskeiðinu eru svefntruflanir í einhverri mynd. lrAukningin er orðin mjög mikil en fyrir 10 árum könnuðum við aldurs- hópinn 40 til 59 ára og þá kom í ljós að 6% þeirra kvenna sem enn höfðu blæð- ingar voru með hormóna en 12% þeir- ra sem hættar voru blæðingum. Aukn- ingin er í takt við tíðarandann en ég á erfitt með að segja til um það hvort það verður enn aukning en kunnáttan í læknavísindum og það er meiri þekk- ing til staðar um áhrif hormóna á heilsufar kvenna. Áður voru hormón- arnir fyrst og fremst notaðir til að slá á tíðarhvarfaeinkennin, s.s. hjartsláttar- óreglu og hitakóf, en einnig í fýrir- byggjandi tilgangi eins og t.d. að draga úr beinþynningu og tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Konur eru einnig betur upplýstar um áhrifin af því sem þær eru að taka,“ segir Bryndís Benedikts- dóttir. Bryndís segir það er athyglisvert að þær konur sem tóku hormóna voru yf- irleytt kvíðnari, haldnar meira þung- lyndi og voru þreyttari. Það leiðir hug- ann að því að konur sem eru kvíðnari að upplagi þegar þær komist á þennan aldur túlki frekar einkenni kvíða sem einkenni breytingaskeiðsins og leiti því frekar meðferðar. Svo er ótalin sá hóp- ur kvenna sem tekur hormóna til að lengja blæðingartímabilið og jafnvel auka áhuga á kynlífi sem kann að vera þverrandi. — GG Sjálfstæðismenn á Suðurlandi skima nú margir eftir nýjum manni til að taka við Þorsteini Pálssyni því ekki eru allir sáttir við að Ámi Johnsen taki við krún- unni. í heita pottinum er fuliyrt að horft sé vonaraugum til Stefáns Friðrikssonar í Vestmanneyjum. Hann hefur ekki verið áberandi í stjómmálastarfi en er samt sem áður ekki ókunnur pólitík þvi faðir hans er enginn annar en Friðrik Sóphusson, fyrrverandi fjánnálaráöherra. Talsvert er nú þrýst á Ólöfu Krist- jánsdóttur bæjarfulltrúa Siglu- íjarðarlistans að gefa kost á scr í fýrsta sætið á lista sameinaðra jafnaðarmanna í Norðurlandi ves- tra. Ólöf var í öðm sæti á lista A1 þýðuflokksins í síðustu kosning- um á eftir Jóni Hjartarsyni skóla- meistara Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Ekki er vitað hvað Jón hyggst fyrir, en það hefur vak- ið athygli hversu margir Siglfirðingar em nefnd- ir sem kandídatar i fyrsta sæti lista sameinaðra jafnaðarmanna. Auk Ólafar hafa þau Kristján Möller og Signý Jóhannesdóttir verið nefnd og eins Alþýðubandalagsmaðurinn Sigurður Hlöðversson... Nokkin kurr mun vera meðal smnra fjárlaga- nefndarmann yfir mætingum á fundi nefndar innar. Það stafar ekki af óánægju með að borgar- stjóri skuli ekki vilja mæta heldur hinu að þeir nefndarmenn scm harðast gagniýndu Ingi björgu Sólrúnu fyrir að telja það ekki ómaksins vert að mæta á fundi virðulegrar fjárlaganefndar hafa sjálfir htt sést á nefndarfundum síðan. Ámi Matthíesen og Johnsen hafa enda öðmm hnöppum að Jmeppa nú mn stundir meðan fé- lagar þeirra í ijárlaganefnd sitja sveittir við að sinna misáhugaverðu kvabbi... ÓlöfKrist- iánsdóttir. Friðrik Sóphusson. Reykjavík Akureyri -10- ASA4 SV3 SSV3 S3 ANA2 SSV4 S4 S3 SSA3 ? Sun Mán Þri Mið mm 15 -10 5 0 SV3 VSV2 SSV3 NNA2 i ASA3 SV3 SSA3 Stykkishólmur Þri Egilsstaðir c Sun -5- ASA4 Mán Þri Mið -------20 — □ -15 -10 10- 5- 0- q 'm* mM LJ m - 5 - 0 -5- -10- u tn SV5 SV4 S4 ANA3 SSA4 SSA3 SSA3 Boiungarvik Sun Mán 5 0 SA5 SV2 VSV2 SSV2 ASA3 SSA4 NNA2 VSV3 SA2 Kirkjubæjarklaustur Mán Þri -5 ASA3 SV4 SV3 SSV2 ANA3 A3 SA4 SA2 ASA2 SA4 V2 V3 SSV2 NV2 SSV2 S2 SV2 S2 Blönduós Stórhöfði 5- 0- -5- -10 Mán Þri Mið m"' ------30 A2 SV2 VSV2 SSV2 NA1 SA2 SA1 SSV1 SA2 SA7 VSV4 USl/5 SSV5 VNV3 SVS S6 SV5 SS Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind íyrir neðan. Austan stormur norðan til, en snýst í suð- austanátt sunnanlands. Lægir nokkuð suðvestanlands síðdegis, en áfram hvassviðri suðaustantil. Súld eða rigning um allt Iand og hiti 4 til 8 stig. Færð á vegiim Hálka og snjófol víða Fært var um alla aðalvegi landsins í gær og ekki gert ráð fyrir miklum breyting- um á færð um helgina þrátt fyrir hlýnandi veður en þó er víða snjóföl og hálka á vegum, ekki síst á Möðrudals- og Mývatnsöræfum. Skafrenningur var á veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði fyrir vestan og þæfingur á vegum út í Jökulsárhlíð fyrir austan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.