Dagur - 18.11.1998, Blaðsíða 5
Xk^ur
MIDVIKUDAGVR 18. NÓVEMBER 1998 - S
FRÉTTIR
i. A
Ofsóknir gegn
lögreglustjora
Ögmundur Jónasson ræðir við lögreglumenn sem fylgdust með heitum
umræðum um breytingar á skipulagi lögreglunnar í Reykjavík á Alþingi í
gær.
Framsóknarþingmeim
gagnrýndu harðlega
fyrirhugaðar breyt-
ingar á stjómskipu-
lagi lögreglunnar í
Reykjavík og talað var
um aðför að lögreglu-
stjórauum.
„Mikið gjörningaveður hefur
dunið yfir störf lögreglustjórans í
Reykjavík, persónu hans, emb-
aetti hans og embættisfærslur.
Vissulega er ýmislegt sem betur
mætti fara en aðferðirnar við að
rýra mannorð lögreglustjórans
eru með ólíkindum," sagði Isólf-
ur Gylfi Pálmason á Alþingi í
gær þegar ræddar voru umdeild-
ar tillögur VSÓ ráðgjafar um
nýtt skipurit lögreglunnar í
Reykjavík.
Isólfur sagði að lögreglustjóri
væri „rúinn völdum" með skipu-
ritinu og efaðist um að það stæð-
ist lög. Hann sagðist hafa spurt
aðstoðarmann dómsmálaráð-
herra sem væri í raun arkitekt
breytinganna hvort samband
hefði verið haft við Landssam-
band lögreglumanna og fengið
það svar að því kæmi þetta ekki
við.
Hörð gagnrýni ísólfs Gylfa og
tveggja flokksbræðra hans vakti
athygli enda eru ekki mörg dæmi
þess á kjörtímabilinu að stjórnar-
liðar hafi gagngrýnt ráðherra
jafh harkalega og þeir gerðu í
gær. Jón Kristjánsson sagði til-
lögur VSÓ „undarlega Iesningu",
„vinnubrögðin" væru sérstæð og
fá yrði úr því skorið hvort skipu-
ritið stæðist lög. Hjálmar Arna-
son talaði um að „samhljómur-
inn“ innan lögreglunnar hefði
verið rofinn og öryggi borgar-
anna þannig stefnt í hættu.
Handarbaksvinna
Ögmundur Jónasson, þingmaður
óháðra, hóf utandagskrárum-
ræðu um skipuritið og sagðist
sjaldan hafa séð „önnur eins
handarbaksvinnubrögð".
Nýja skipuritið á að taka gildi
um áramót en samkvæmt því á
lögreglustjórinn að sjá um
stefnumótun til lengri tfma en
varalögreglustjóri að annast dag-
Iegan rekstur embættisins. Þetta
telur Ögmundur stangast á við
lögreglulögin þar sem skýrt sé
kveðið á um að lögreglustjórar
annist „daglega stjórn og rekstur
Iögreglunnar í umdæmi sínu og
beri ábyrgð á framkvæmd lög-
reglustarfa innan þess," eins og
segi orðrétt í 6. grein laganna.
Lúðvík Bergvinsson, þingmað-
ur Jafnaðarmanna, sagði Ijóst að
málefni lögreglunnar hefðu verið
í ólestri og grátbroslegt væri að
fylgjast með dómsmálaráðherra
reyna að gera lögreglustjórann
einan að blóraböggli í þeim efn-
um. Ur því ráðherra treysti sér
ekki til að segja lögreglustjóran-
um upp væri „lítilmannlegt að
ætla þess í stað að útiloka hann
frá daglegri stjórn á embættinu
með einhvers konar skipuriti.“
Lúðvík sagði það betra fyrir Iög-
regluna ef ráðherra tæki upp
samstarf við lögreglustjórann og
léti af „skæruhernaði" sínum.
Markvissari stjóm
Þorsteinn Pálsson, dómsmála-
ráðherra, sagði fjarri lagi að
skipuritið stæðist ekki lög enda
hefðu engin rök verið færð fyrir
þeirri gagnrýni. Verið væri að
gera skipulag og vinnu Iögregl-
unnar markvissari, boðleiðir og
verkaskiptingu skýrari. Lögreglu-
stjóri væri sem fyrr æðsti yfir-
maður embættisins „og það hef-
ur ekki verið minnsta tilraun
gerð til þess að draga úr því valdi
og þeirri ábyrgð". -VJ
Stefán Guðmundsson.
Stefán ætlar
að hætta hing-
mennsku
Stefán Guðmundsson, alþingis-
maður Framsóknarflokks í Norð-
urlandskjördæmi vestra og sveit-
arstjórnarmaður í hinu nýja
sveitarfélagi í Skagafirði, lýsti þvf
yfir i upphafi fundar sveitar-
stjórnar á Sauðárkróki í gær að
hann teldi að þingmennska væri
fullt starf og því hefðu hans hug-
leiðingar um að taka þátt í vænt-
anlegu prófkjöri leitt til þess að
hann stæði við fyrri yfirlýsingu
um að hann hygðist hætta þing-
mennsku í vor.
Sveitarstjórn Skagafjarðar
samþykkti á fundinum að gerð
yrði arðsemisathugun fyrir 1.
febrúar 1999 á yfirtöku á dreifi-
kerfi RARIK í Skagafirði og
stofnað yrði síðan eitt orkuveitu-
fyrirtæki fyrir Skagfirðinga með
sameininingu Rafveitu Sauðár-
króks og Hitaveitu Skagafjarðar,
sem stofnuð var nýverið við sam-
einingu Hitaveitu Seyluhrepps
og Hitaveitu Sauðárkróks. Til-
lagan var samþykkt með 9 at-
kvæðum, 2 fulltrúar Skagafjarð-
arlista sátu hjá, töldu meðal ann-
ars að ganga ætti í viðræðurnar
með sameiningu að leiðarljósi en
ekki yfirtöku. — GG
„Konungur lögreglubí/anna, “ segir Olafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sem stendur hér við nýja bílinn.
mynd: brink
Loksins nýr löggubHl!
Lögreglan á Akureyri
iékk fyrir helgina af-
hentan langþráðan og-
spánýjan Nissan
Patrol jeppa.
Bíllinn er af árgerð 1998, sem
jafnframt er búinn öllum full-
komnasta aukabúnaði sem völ er
á. „Með þessum vonumst við til
þess að vandræði okkar í sam-
bandi við bílamál séu að Ieysast,"
sagði Ólafur Asgeirsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn, í samtali við
Dag. Embættið á alls IJóra bíla
með þessum nýja bíl, en þess er
vænst að á vormánuðum muni
tveir njár bílar koma í stað þeirra
sem eldri eru og mikið eknir.
„Þetta verður konungur lög-
reglubílanna hér nyrðra,“ sagði
Ólafur Ásgeirsson um hinn nýja
bíl. Þetta er díselbíll, sem er
meðal annars með tæki til radar-
mælinga, fullkomnum fjarskipta-
búnaði, GPS staðsetningartæki,
öflugum leitarljósum og í bílnum
eru jafnframt fjölmörg tæki sem
nýtast vel til þeirrar aðstoðar sem
lögreglan þarf að veita borgurun-
um við margvíslegar aðstæður.
-SBS.
Galopið flokksþing
Allir lanasmenn geta skoðað ályktanir á
flokksþingi Framsóknarmanna á nýrri
heimasíðu flokksins á Netinu og komið
með ábendingar og tillögur. Þetta eru
tímamót í sögu flokksins sagði Halldór
Ásgrímsson formaður Framsóknar-
flokksins þegar hann opnaði heimasíð-
una í gær. Síðan hefur að geyma drög
að flestum ályktunum sem lagðar verða
fyrir flokksþingið um næstu helgi. Slóð-
in á heimasíðu flokksins er www.fram-
sokn.is en skrifstofa flokksins mun taka
við ábendingum og tillögum í gegnum netfangið
framsokn@isIandia.is og koma þeim áleiðis til vinnslu á þinginu.
Afnotagjald RÚV hækkar
Ríkisstjórn samþykkti í gær að leyfa Ríkisútvarpinu að hækka afno-
tagjöldin um 5 prósent og hækka þau um 87 krónur í rúmar 1.840
krónur á mánuði. Afnotagjöldin hafa ekki hækkað síðan 1993.
Hækkun þýðir um 80 milljóna króna auknar tekjur Ríkisútvarpsins.
Aöstoð viö Mið Ameríku
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu utanríkisráðherra um að veita
tveimur milljónum króna í aðstoð við fórnarlömb náttúruham-
faranna í Mið-Ameríku nýlega. Fleiri þúsund manns fórust í ham-
förunum þegar fellibylurinn Mitch gekk yfir og gífurlegt eignatjón
varð, einkum í Honduras og Nicaragua.
Parkinsonslyf tekið af markaði
Lyfjaeftirlit ríkisins bannaði í gær notkun á lyfinu Tasmar sem notað
er gegn Parkinsonsveiki. Samkvæmt kvöldfréttum Ríkisútvarpsins
eru ástæður bannsins slæmar aukaverkanir á lifur. Þrír sjúklingar
sem tóku lyfið í Evrópu fengu bráða lifrarbólgu. Lyfjaeftirlitið fylgir
þar fordæmi Evrópusambandsins sem þegar hefur bannað lyfið, en
Bandaríkjamenn hafa enn ekki tekið þetta skref þó þeir hafi hert til
mikilla muna reglur um notkun lyfsins. Talið er að um 100 parkin-
sonssjúklingar hér á landi noti þetta lyf.
Tímamót segir Halldór Ás-
grímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins um nýja
heimsíðu flokksins.