Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 1
Enda kannski sem saínvörður i [ Sverrírá Ystafelli læturfötlun sína ekki buga sig. í hjólastólnum fæst hann við hílaviðgerðir, sem hann segirganga með þolinmæð- inni. Nú erunnið að byggingu bílaskemmu á Ystafelli, yfirfjöl- skrúðugasta bílakirkjugarð lands- ins. Þessa dagana vinna feðgarnir Sverrir Ing- ólfsson og faðir hans Ingólfur Kristjáns- son á Ystafelli í Köldukinn að byggingu rösklega 700 fermetra bílaskemmu sem stendur í hlaðinu við bæinn. Framkvæmd- um á að ljúka að mestu fyrir jól og þá verð- ur einn stærsti og fjölskrúðugasti bíla- kirkjugarður landsins að minnsta kosti að einhverju leyti fluttur í hús. Sverrir Ing- ólfsson segist vænta þess að þetta bæti sína aðstöðu nokkuð svo hann geti betur unnið við bílaviðgerðir, en síðustu ár hef- ur Sverrir verið bundinn við hjólastól - en spjarað sig samt sem áður ótrúlega vel. Ég sýð varla púströr „Vissulega eru mér í hjólastólnum tak- mörk sett sem bifvélavirki. Eg er ekki góð- ur í því að rífa sundur vélar eða sjóða púströr, nema þá að bílnum sé velt á hvolf. En með margt annað get ég bjargað mér. Hér úti í skúr erum við til dæmis að gera upp gamlan Land-Rower jeppa. Eg hef verið að leika mér við að sprauta hann og það gengur alveg, taki ég bara nógu lítinn flöt fyrir í einu. Margt svona get ég gert og þetta hefst með þolinmæðinni," segir Sverrir, sem á síðasta ári lauk prófi í bif- vélavirkjun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Sverrir hefur jafnframt þessu fengist nokkuð við járnsmíði. Listilega smíðaðir kertastjakar á heimili foreldra hans, Ing- ólfs og Kristbjargar Jónasdóttur, bera vitni um gott handbragð - og sömuleiðis það sem Sverrir er að fást við í bílaviðgerðum. „Fyrir utan þetta er síðan talsvert að gera hjá okkur við að selja varahluti í bíla. Hingað koma oft menn sem vantar eitt- hvað í bíla sem þeir eru að gera upp og þá er um að gera að liðsinna þeim, sé þess einhver kostur. Og þá er slfkt stundum goldið í hinu sama til okkar, sé það hægt.“ Áhuginn greinilega til staðar Að sögn þeirra feðga í Ystafelli kostar bygging skemmunnar góðu einhversstað- ar á milli 8 og 9 milljónir króna. Þá upp- hæð greiða þeir að hluta til sjálfir, en fjölmargir hafa einnig styrkt þetta verk- efni. Enda er næsta vfst að bílasafn á Ystafelli myndi draga marga að; en í eigu þeirra feðga er meðal annars fyrsti skrið- drekinn á Islandi, fyrsti snjóbíll Guð- mundar Jónassonar, sem kom til lands- ins árið 1950, Lundúnataxi, sá eini sem til er á landinu. Og einnig er til í Ysta- felli hræið af rússneskum Iúxusvagni af gerðinni Zim, árgerð 1956; að vísu í nokkrum pörtum. „Það er mikill áhugi hjá fólki fyrir því að skoða bílana hér á Ysta- felli. Ætli það komi ekki hér heim á hlað fólk úr þetta 10 til 15 bílum þegar mest er á sumardögum. Og því ekki að setja hér á fót samgönguminjasafn, fyrsta áhuginn er greinilega til staðar. Kannski enda ég sem safnvörður - og jafnvel sýningargripur sjálfur,“ segir Sverrir. -SBS. Sverrir lamaðist fyrir réttum tíu árum þegar blæddi inn á mænu. Fyrst var hann lamaður alveg upp að hálsi, en með árun- um hefur fötlunin að nokkru leyti gengið til baka og í dag er hann lamaður neðan mittis. Sá árangur hefur meðal annars náðst með mikilli þjálfun sem Sverrir sæk- ir til sjúkraþjálfara hjá Sjálfsbjörgu á Ak- ureyri. Þar í bæ er hann búsettur, en fer austur að Ystafelli hvenær sem tækifæri gefst til að sinna þar störfum og leik. Sverrir á Ystafelli í hjólastólnum og í baksýn er gamall Land-Rower jeppi sem hann og faðir hans eru að gera upp. „Vissulega eru mér í hjólastólnum takmörk sett sem bifvélavirki. Ég er ekki góður í því að rífa sundur vélar eða sjóða púströr. En með margt annað get ég bjargað mér.“ myndir: sbs FINLUX UMBOÐSMENN Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Kf. Norðurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Vélsmiðjan Höfn. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavik. Rafborg, Grindavík. icam lar aðgerðir IO'----. , 2 Scart tengi k

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.