Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 3
I SÖGUR OG SAGNIR LAVBA It'D'A GU'R’ <21. KÓ V'F.'M'B E’B' 1998 »- ITI FREYJA JÓNSDÓTTIR skrifar Fratnhald afforsíðu: I sjúkraskrá Holdsveikraspítal- ans frá 1898 kemur fram að þá voru á spítalanum fjörutíu lík- þráir sjúklingar - jafnmargir karl- ar og konur - og limafallssjúkir voru tólf karlar og fimm konur. Ennfremur komu inn á spítal- ann tvær konur sem ekki töldust holdsveikar. I skýrslunni lætur læknirinn þess getið, að vegna þrengsla hafi hann ásamt þeim læknum, sem sendu sjúklinga á spítalann orðið að vega og meta, hverjir ættu að ganga fyrir. Þeir sem voru mjög veikir og aðallega þeir sem voru líkþráir og mesta smit- hættan stafaði frá voru látnir ganga fyrir með spítalapláss. Frá sárum þessara sjúklinga var mik- il hætta og þurfti því að fara var- Iega við hirðingu þeirra. Frá limafallssjúkum var minni hætta og af þeim sökum þurftu þeir oft að bíða Iengur eftir plássi á spít- alanum. Fyrsti sjúklingurinn sem lést á spítalanum var kona sem andað- ist nokkru fyrir jól 1898 og hef- ur hún varla verið þar lengur en á þriðja mánuð. Árið 1899 létust sextán sjúklingar. Þeir voru allir líkþráir nema þrír karlar sem höfðu limafallssýki. Voru þetta um tuttugu prósent af þeim sem á spítalann hafði komið. Á næstu árum á eftir fór dánar- tíðni lækkandi. I skjirslu Sæmundar Bjarnhéð- inssonar o.fl. um heilbrigðis- ástand í Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi 1898 og 1899 er greint frá því, að heimakoma hafi ekki komið fyrir á spítalan- um en sá sjúkdómur var algeng- ur á tilsvarandi spítölum erlend- is. Þó er talin hætta á, að menn ættu ekki Iengi því láni að fagna að sleppa við heimakomuna, og segir í skýrslunni, að hún sé alls- staðar fylgifiskur holdsveikinnar og einnig sárasjúkdómar. Enn- fremur getur læknirinn um, að sóttveikiköst hafi stundum heij- að á sjúklingana og þá oft með nýjum útbrotum í húðinni, en stundum án útbrota. Þá getur Sæmundur þess að algengast sé að sjúklingarnir hefðu átt foreldri sem höfðu sjúkdóminn, annað eða bæði. Aðrir hafi umgengist holdsveika náið og sumir sofið í sama rúmi og þeir. Dæmi: Stúlka um þrí- tugt sem hafði í þrjú misseri sof- ið f sama rúmi og holdsveik stúlka, tveimur árum síðan veiktist sú fyrrnefnda Iíka af holdsveiki. Annað dæmi var um fullfríska konu sem var sett í sama rúm og kona sem hafði sjúkdóminn. Fríska konan veiktist tveimur árum síðar af holdsveiki. Fimm holdsveikir drengir voru lagðir inn á spítalann 1899, sá yngsti aðeins fimm ára, sá elsti fimmt- án ára. Allir áttu þeir holdsveikt foreldri, annað eða bæði. Síðan segir í skýrslunni: „Margir af sjúklingunum vita eigi til, að þeir hafi haft nein samskipti við holdsveika, áður en þeir veikt- ust, en fari maður að spyrja þá nánar, kemur í ljós, að þeir hafa þó að minnsta kosti komið á bæi, þar sem holdsveiklingar voru, eða þessir sjúklingar hafa komið á heimili þeirra." Lífið iiman veggia holdsveikraspnalans Fyrsti hópur sjúldinga, sem á spítalann kom, var mikið veikt fólk, sem ekki gat lengur tekið í pijóna eða eitthvað annað álíka létt. Nokkrir gátu þó dálítið tek- ið til hendinni innanhúss, en það var þessu fólki, sem ekki hafði alist upp við að sitja með hendur í kjöltu, mikilsvert að hafa eitthvað fyrir stafni. Hætt er við, að dagarnir hafi verið mörgum þeirra langir og söknuð- ur eftir sínum nánustu sár. Um tuttugu manns starfaði við spítalann fyrsta árið. Yfirhjúkr- unarkona var Christophine Jörg- ensen, sem síðar varð eiginkona Sæmundar Bjarnhéðinssonar yf- irlæknis. Ráðskona var Christine Guðmundsdóttir, sem hafði sér til aðstoðar nokkrar vinnukonur. Fyrsti ráðsmaðurinn var Guð- mundur Böðvarsson, sem bjó þar með konu sinni, Kristínu Magnúsdóttur, ásamt tveimur dætrum þeirra. Hann hafði með sér tvo vinnumenn. Vökukona var María Andrésdóttir og dyra- vörður Guðjón Bjarnason. Einnig störfuðu þar lærðar hjúkrunarkonur og konur í að- hlynningu. Þeir, sem önnuðust rekstur spítalans, sáu til þess að sjúkl- ingar hefðu eitthvað sér til af- þreyingar eins og spil og töfl. Eins sendu danskir Oddfellowar sjúklingum að gjöf á annað hundrað innbundnar góðar ís- lenskar bækur. Fyrir jólin gaf reglan jólatré og veglegar jóla- gjafir handa öllum. I ráðsmannsbókum spítalans kemur fram að sjúklingarnir fengu fjölbreytt fæði. Smjör var keypt frá Smjörhúsinu, mjólk og ijómi frá Viðey, magarín frá G. Zoega, Jóhann Sveinsson og Jón Jónsson seldu spftalanum fisk, frá Bernhöft komu hveitibrauð og rúgmjöl, og virðist sem rúg- brauð hafi oftast verið bakað í eldhúsi spítalans. Sigtibrauð var keypt af Félagsbakaríinu. Kart- öflur, gulrófur og kál voru keypt, af fólki sem lagði stund á garð- rækt í nágrenninu. Kjöt og egg voru oft á borðum og virðist ekk- ert hafa verið til sparað fyrir sjúklingana. Eftir því sem lengra leið komu fleiri sjúklingar á spítalann sem gátu unnið. Allir sem gátu og áhuga höfðu á garðrækt, fengu dálítinn landskika vestur á bökk- unum og ræktuðu þar kartöflur, rófur og kál. Spítalinn keypti sið- an uppskeruna og varð af þessari vinnu sjúklinga talsverður sparn- aður. Peningana notuðu þeir fyr- ir ýmislegt sem þá vanhagaði um og spítalinn hefði að öðrum kosti þurft að leggja þeim til. Einnig var þessi vinna upp- örvandi og útivistin gerði fólkinu gott. Þegar Landssíminn kom 1906 gerði hann sjúklingum dvölina mun bærilegri en áður og rauf að nokkru þá einangrun sem þetta fólk varð að þola. Það gat þá stöku sinnum heyrt í sín- um nánustu og hefur það án efa verið talsverð raunabót. Það kemur einnig fram í bókum ráðs- manns að margir hringdu á sím- stöðina í heimabyggð sinni einu sinni til tvisvar í mánuði. Símtöl- in voru kostuð af spítalanum. Árið 1913 var keypt kembivél frá Álafossi og má segja að flest hafi verið gert til þess að sjúkl- ingar sem eitthvað gátu gert fengju að vinna það sem þeir þoldu að gera. Það kemur víða fram í ráðsmannsbókum að karl- kynssjúklingar gerðu við skó þeirra sem á spítalanum dvöldu. Einnig var trésmíðaverkstæði á spítalanum og í skýrslum er þess surnstaðar getið að líkkistur hafi verið smíðaðar þar. Viðgerð á húsgögnum spítalans, aktygjum og hestavögnum, og ýmsu öðru þar á staðnum var vinna sjúld- inga og þá sérstaklega þegar fram í sótti og fleiri voru nógu frískir til að vinna við það en á fyrstu árum spítalans. Bæði Morgunblaðið og Isafold voru keypt handa sjúklingum og einnig talsvert af bókum. Þeir fengu tóbak á kostnað spítalans fyrir umtalsverðar Ijárupphæðir, einnig fatnað og annað sem hver og einn þurfti með. Ótvíræöur árangur Eftir að farið var að einangra þá sem holdsveikir voru tók nýjum tilfellum mjög að fækka. I Læknablaðið árið 1922 ritar pró- fessor Sæmundur fróðlega grein um holdsveikimálin á spítalan- um og er miðaði þar við árið 1920. Þá voru fjörutíu og fímm holdsveikisjúklingar á spítalan- um, en tuttugu og tveir utan hans. Samt var nóg pláss þar og und- arlegt, að ekki hafí allir, sem greindust með sjúkdóminn verið settir þangað. Rekstur spítalans kostaði mikið fé, en tilgangurinn var þó að einangra sjúklinga til að verja aðra smiti. Sumum af þessum sjúklingum sem utan spítalans voru hafði prófessor Sæmundur gefíð fararleyfí, af því hann taldi þá hættulausa. Samt sem áður fannst honum að nokkrir sjúldingar sem voru utan spítalans ættu að vera í einangr- un á spítalanum. Oft er þess get- ið í Iýsingum af spítalanum hve sérkennileg lykt var innan þessa húss og mun hún hafa stafað af sótthreinsunarefnum og út- vortissárum sjúklinganna. Sumarið 1940 fékk breski her- inn spítalann til umráða. Þá voru aðeins sautján sjúklingar vistaðir þar en vitað var um fimm holdsveikisjúklinga utan hans þar af einn í Reykjavík. Starfsemi Holdsveikraspítalans var þá flutt í hús í Kópavogi sem enn stendur og hafði verið hress- ingarheimili fyrir berklasjúkl- inga. Sem fyrr lét Oddfellow- reglan til sín taka og lagði fé til kaupa á húsinu og öðrum að- búnaði. Þegar holdsveikisjúklingarnir fluttu f Kópavog 4. júlí 1940 var Maggi Júl. Magnús læknir þeirra en hann hafði tekið við forstöðu spítalans í Laugarnesi af Sæ- mundi Bjarnhéðinssyni árið 1934. Maggi Júl. Magnús lést í árslok 1941 og tók Hannes Guð- mundsson þá við í nokkra mán- uði, en eftir það var Björgúlfur Ólafsson læknir Holdsveikra- spítalans í Kópavogi. Árið 1946 voru tíu holdsveikisjúklingar á spítalanum og sömu fimm sjúkl- ingar utan hans. Árið 1949 kom til sögunnar nýtt lyf, Disulone, sem reynt var á sjúklingum, sem holdsveikibakteríur fundust hjá, en svo nefndist bakterían sem veldur sjúkdómnum. Lyfið olli mildum óþægindum og hættu flestir að taka það. Einnig var það, að þeir sjúklingar sem eftir voru, höfðu fengið miklar skemmdir af sjúkdómnum, og sumir þeirra þar, sem engar bakteríur fundust hjá lengur, voru ekkert betur settir en hinir. Árið 1960 voru Qórir sjúkling- ar á Holdsveikraspítalanum, enginn hafði bæst við. Síðasti holdsveikisjúklingur- inn lést á Öldrunardeild Land- spítalans 7. júlf 1979. Ágrip af sögu eins sjuklmgs á noldsveikra- spítalanum Einn af mörgum sjúklingum á Holdsveikraspítalanum í Laugar- nesi var Guðlín Guðmundsdóttir, sem lögð var þar inn 6. apríl 1913. Hún var fædd að Strönd í Landeyjarhreppi í Rangárvalla- sýslu 5. apríl 1856, dóttir Guð- mundar Pálssonar og konu hans Elínar Magnúsdóttur, sem þar bjuggu. Guðlín ólst upp á heim- ili foreldra sinna við góð kjör á þeirra tíma vísu. Hún giftist ísaki Sigurðssyni frá Miðkoti f Voð- múlasókn, og bjuggu þau góðu búi í Miðkoti. Upp úr aldamót- unum fluttu þau að Garðskaga á Reykjanesi en þar tók Isak við vitavarðarstöðu. Guðlín og Isak eignuðust tvær dætur, Ingi- björgu og Elínu, sem giftust báð- ar og bjuggu í Reykjavík. Frá þeim er komið margt og mann- vænlegt fólk. Þegar Guðlín var lögð inn á Holdsveikraspítalann, hafði hún fengið bláleita en þrotalausa bletti á ennið ofanvert við aðra augabrúnina. Um fímm ára tíma- bil höfðu þessir blettir komið og farið á víxl. Síðar fóru að koma fram þykkildi þar sem blettirnir voru. Árið 1887 var settur niður holdsveiklingur á heimili Guðlín- ar og Isaks í sex vikna tíma. Alls þrifnaðar var gætt, og sjálf hafði hún ekki nein tengsl við sjúkling- inn. Aðrir á heimilinu sáu um að annast hann. Enginn af þeim heimilismönnum, sem voru sam- tíða sjúklingi þessum fengu sjúk- dóminn. Ekki var vitað um að neinn ættingja Guðlínar hafi fengið holdsveiki. Það er líka at- hyglisvert að hvorki eiginmaður hennar né dætur veiktust. Ekki mun neinum af fjölskyldunni eða henni sjálfri hafa dottið í hug, að blettirnir væru merki um þennan hroðalega sjúkdóm. Barnabörn Guðlínar sem enn eru á Iífí, muna sum hver vel eft- ir því þegar þau fóru með foreldr- um sínum í heimsókn til ömmu sinnar í Laugarnes. Holdsveikra- spftalinn var glæsileg bygging, en af honum stóð samt viss ógn. Þeir sem sáu Guðlínu muna hana sem, háa og granna konu, sem þrátt fyrir mikið böl sem lagt var á hana, stóð teinrétt og lét ekki neinn bug á sér finna. Einnig er þeim í fersku minni ör á enni hennar. Inni á spítalanum var þess vel gætt að börnin snertu ekki neitt og ekki mátti taka í hurðarhún vegna smithættu. Orð megna varla að lýsa því hve sár tilfínning það hefur hlotið að vera hjá sjúk- lingum að geta aldrei átt eðlilegt samneyti við ástvini sína. Hjónin Guðlín Guðmundsdóttir og ísak Sigurðsson. Guðlín lá I mörg ár á Holdsveikraspítalanum, en vafasamt er að hún hafi verið holdsveik en ver- ið fórnarlamb rangrar sjúkdómsgreiningar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.