Dagur - 21.11.1998, Side 6
JA -L A U G AR DA GV R 21. NÓVEMBER 19 9 8
MINNINGARGREINAR
Júlíus Smári Baldursson
Júlíus Smári Baldursson fædd-
ist á Akureyri 8. september
1970. Hann lést 7. nóvember
síðastliðinn. Foreldrar hans
eru Baldur Bagnarsson raf-
verktaki frá Hólmavík og Þor-
gerður Fossdal frá Akureyri.
Júlíus Smári á tvær systur;
Thelmu Baldursdóttur, f.
02.05. ‘73, sambýlismaður
hennar er Friðbjörn Benedikts-
son f. 21.10. ‘68. Eiga þau son-
inn Baldur Smára f. 05.07. ‘95.
Berglin Baldursdóttir f. 16.10.
‘80, sambýlismaður hennar er
Tómas Arason f. 13.10. ¥75.
Júlíus Smári gekk í Hvamms-
hlíðarskóla og síðustu 2 ár hef-
ur hann átt sitt annað heimili á
Sambýli við Hafharstræti 16 á
Akureyri. Útförin fór fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn
13. nóvember s.l.
Elsku Brói.
Ég minnist þín með sáran sökn-
uð í hjarta. Maður trúir því varla
að þú sért farinn. Eða kannski
vill maður ekki trúa því, svona er
maður eigingjarn. Þegar ég
hugsa til baka til allra góðu
minninganna þá tárast maður
svo mikið og saknar þín svo sárt.
Þegar Thelma systir hringdi og
sagði að þú værir farinn til Guðs
þá varð ég fyrst svo reið og um
leið svo sorgmædd, ég vildi óska
þess að ég gæti fengið þig aftur.
Þú varst bestur. Við áttum okkar
góðu stundir saman en samt voru
þær alltof fáar, þú áttir eftir að
koma og sjá húsið mitt og sjá
börnin mín þegar þau koma. Ég
vildi óska þess að ég eigi eftir að
eignast einhvern sem var mér
eins nákominn og þú varst, og
einhvern með hjarta úr gulli eins
og þú. Ég vona að þér líði vel
núna og getir lifað lífinu á þann
hátt sem þú gast ekki í Iífanda
lífi. En ég veit að þú unnir þínu
lífi hér á þinn hátt. Það er svo
erfitt að hugsa til þess að koma
heim og sjá þig ekki á gólfinu eða
í stólnum þínum og eiga aldei
eftir að heyra hláturinn þinn aft-
ur. Ég á eftir að sakna þín svo
mikið stóri bróðir og vonast svo
sárt eftir því að sjá þig aftur hinu
megin.
Viltu svo hjálpa mömmu og
pabba í framtíðinni og vaka yfir
oltkur öllum.
Ég elska þig.
Þín litla systir Begga.
***
Nú ert þú farinn elsku bróðir.
Skarð hefur myndast í eininguna
sem staðið hefur að þér. Þú hef-
ur verið til staðar alla mína ævi.
Þú hefur verið til staðar frá því ég
fór fyrst að muna eftir mér og
hefur fylgt mér og mínum minn-
ingum alla tíð. Það er ekki fyrr en
nú á síðustu árum sem leiðir
okkar hafa skilið. Ég fór í skól-
ann og þú tókst það skref að fara
að heiman. Fram að því vorum
við saman. Ó þetta er svo sárt.
Þau orð sem upp koma í huga
okkar allra sem þekktum þig,
sorg, söknuður, missir, óréttlæti
eru þó kannski þau orð sem hafa
fylgt þér alla ævi. Þú varst
kannski sorgmæddur yfir því að
vera ekki eins og við hins, þú
saknaðir þess kannski að vera
ekki eins og við, fannst það miss-
ir eða horfðir upp á óréttlætið að
geta ekki gert eins og við hin. En
nú ert þú fijáls elsku vinur og
gengur um á öðrum stað.
Ég gleymi því aldrei, hversu
ánægður þú varst þegar þú eign-
aðist litla frænda þinn og nafna
sem á erfitt með að skilja að þú
sérst ekki enn á meðal okkar.
Hann spurði: „Af hverju tók Brói
ekki hjólastólinn sinn með sér til
Guðs?“ „Mamma þetta er allt í
lagi, þegar Brói kemur sem engill
til okkar í nótt, þá keyrum við
hann bara aftur til ömmu Lillu
og afa Balla.“ Það er ekki von að
nafni þinn skilji það sem ég skil
varla sjálf.
Þú vildir alltaf fylgjast með öllu
sem við vorum að gera og varst
alltaf í hringiðu eldhúsborðsum-
ræðna. Þú varst svo ánægður að
geta verið með okkur. Þú vildir fá
að vita hvernig gengi í nýja hús-
inu og fylgjast með hvað við vær-
um að gera þar. En hafðir þó ekki
tækifæri til þess að koma suður
elskan og sjá. Nú fylgist þú bara
með úr fj'arlægð.
Þó að myrkur sé yfir okkur, þá
veit ég að vilji þinn er að við
séum sterk og reynum að horfa
fram á við. Það var það sem þú
gerðir, þú vissir alltaf að það
kæmu betri tímar. Það getur bara
tekið smá tíma. Það styttir upp
hjá okkur eins og það hefur alltaf
gert hjá þér. Nú ert þú kominn í
faðm góðra manna sem ég veit að
hafa tekið á móti þér. Og þú tek-
ur síðan á móti okkur þegar þar
að kemur. Elskan mín nú verður
þú að hjálpa mér að styrkja
mömmu, pabba og Beggu í þess-
ari miklu sorg sem við erum að
ganga í gegnum. Elsku Brói
minn með þessum fátæklegu
orðum langar mig að kveðja þig
en minningin um yndislegan
bróður verður með mér um alla
tíð.
Bróðir ntinn sæll ég kveð þig nú,
söknuður, ást og trú.
Þitt frelsi, fegurð og framtíð björt,
er það sem við viljum þér öll.
T.b.'98.
Þín systir Thelma.
***
Elsku drengurinn minn, nú þeg-
ar þú ert farinn sitjum við sem
eftir erum og minnumst þín og
þökkum fyrir árin sem við feng-
um að hafa þig hér hjá okkur.
Ég mun alltaf minnast þess
þegar þú fæddist svo Iítill og
veikburða en samt svo fallegur.
Þú varst frumburður foreldra
þinna sem umvöfðu þig ást og
umhyggju og létu þig aldrei
skorta neitt. Systur þínar voru
þér mikils virði og litli systurson-
ur þinn sem ber nafn þitt og
pabba þíns, hvað þú varst stoltur
þegar hann var skírður. Alltaf
áttu amma Sigga og afi Júlli stórt
rúm í þínu hjarta og af öllum
þeirra mörgu barnabörnum varst
þú næst elstur og að ég held
augasteinn þeirra.
Þín mun ég minnast brosandi
og kátur með hlýju í augum, þér
fannst alltaf svo gaman að hafa
marga í kringum þig. Oft var
hlegið og ýmsar sögur sagðar við
eldhúsborðið f Tungusíðu og þá
líkaði þér lífið, á fjölskyldumót-
um þar sem Fossararnir komu
saman, vildir þú ekki láta þig
vanta.
Brói minn, oft hafa þessi ár
verið þér erfið, svo oft veikur og
hætt kominn, en þá hefur vakað
)dtr þér yndisleg móðir, sú sem
kom þér í þennan heim, og sá
leyndi strengur sem tengdi ykkur
svo sterkt saman er nú rofinn, en
minning þín er Ijós í lífi hennar.
Far í friði elsku drengurinn
minn, megi Guð geyma þig.
Þín frænka Sirrý.
Elsku frændi minn, þá ert þú
horfinn burt frá okkur, burt frá
þessu jarðneska lífi sem var þér
kannski ekki mjög auðvelt, oft á
tíðum þyrnum stráður vegur en
viljastyrkurinn hélt þér gangandi.
Þegar ég lít til baka minnist ég
þess tíma sem ég bjó hjá ykkur.
Þá vorum við eins og bræður því
tengslin voru sterk. Við áttum
okkar góðu stundir saman og ég
gat trúað þér fyrir mínum leynd-
armálum af því ég vissi að þú
myndir aldrei segja neinum frá.
Það var svo oft að þegar þú kall-
aðir nafn mitt og vildir segja mér
eitthvað eða biðja mig að gera
eitthvað fyrir þig. Stundum gat
ég þó ekki alltaf orðið við ósk
þinni en þá horfðir þú á mömmu
þína og hún var fljót að átta sig á
hvað í huga þér bjó vegna þess að
tengslin við mömmu þína voru
svo sterk að hún gat lesið úr aug-
um þínum hvað það var sem þú
vildir mér og þá var ég fljótur að
verða við óskum þínum.
Seinna þegar ég eignaðist fjöl-
skyldu þá mynduðust strax mikil
og góð tengsl milli okkar allra og
ég tel það forréttindi fyrir syni
mína að hafa fengið að kynnast
þér og umgangast þessi ár sem
þeir áttu með þér. Oft ferðuð-
umst við ásamt þér og þinni fjöl-
skyldu saman, þær eru ófáar úti-
legurnar sem við fórum í og oft
voru stórir steinar og þröngir
stígar engir farartálmar fyrir okk-
ur að fara með þig yfir. Þá minn-
ist ég meðal annars ferða okkar í
Hljóðakletta og siglingar um
Breiðafjörð. Það er mikil sorg og
tregi í hjörtum okkar þegar við
þurfum að horfa á eftir þér elsku
vinur og frændi og ég er viss um
að þú er í góðum höndum núna.
Megi Guð almáttugur taka þér
opnum örmum, vernda þig og
varðveita fyrir okkur.
Elsku Lilla, Balli, Thelma og
Begga megi Guð veita ykkur
styrk á þessari sorgarstund sem
þurfið að ganga í gegnum.
Hjarta yðar skelfist ekki.
Trúið á Guð og trúið á mig.
Frið læt ég yður eftir,
Minnfrið gef ég yður.
Jóhannes 14. 1 og 27.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Ari. Inga, Óli og Júlli.
***
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þtn.
Sum ykkar segja :
í heimi hér er meira af gleði
en sorg,
og aðrir segja :
„Nei, sorgimar eru fleiri."
En ég segi þér, sorgin og gleðin
ferðast saman að húsi þinu,
og þegar önnur situr við borð þitt,
sefur hin í rúmi þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorgar,
jafnvægi nærð þú aðeins á þínum
dauðu stundum.
Spámaðurinn Kahlil Gibran.
Þessi orð úr Spámanninum var
það fyrsta sem kom upp í hug-
ann, þegar okkur barst sú harma-
fregn að Smári vinur okkar væri
látinn. Við vorum að koma heim
frá skírn fyrsta barnabarns okkar,
en þann 8. september sl. á af-
mælisdegi Smára kom lítill
drengur í heiminn, með allri
þeirri gleði, sem því fylgir. I lífinu
skiptast á gleði og sorg, líf kvikn-
ar og Iíf slökknar.
Frá því að Smári var lítill
drengur, höfum við fylgst með
honum vaxa og þroskast. Líf
hans var ekki eins og okkar
flestra, því líkamleg fötlun hans
kom í veg fyrir það. Mjög
snemma kom þessi mikla fötlun í
ljós, en með ótrúlegum dugnaði
tókst Smára og fjölskyldu hans
að gera lífið bærilegt. Foreldrarn-
ir gerðu allt, sem í þeirra valdi
stóð til að Smári mætti Iifa sem
eðlilegustu lífi og ekki var hægt
að gera meira. Hvergi höfum við
kynnst meiri móðurást en þeirri
sem Lilla móðir Smára bar til
hans og stundum fannst manni
að þau hefðu sömu sál.
Alltaf þótti okkur jafn vænt um
þegar við hittumst, því okkur
þótti svo óskaplega vænt um
þennan dreng. Hann tjáði sig
með svipbrigðum og nokkrum
orðum, þannig að alltaf skyldum
við hvert annað. Hann hafði
ótrúlegt minni og gat minnt
mann á löngu Iiðna atburði, sem
voru fallnir í gleymsku. Hann var
mjög kómískur og einnig átti
hann það til að vera svolítið stríð-
inn.
Það gaf okkur og börnunum
okkar mikið, að kynnast Smára,
það sýndi okkur framá að það er
ekkert sjálfgefið að geta hlaupið
um og notið lífsins. Maður öðlast
annan skilning á lífið við slík
kynni.
Við gætum rifjað upp mörg
skemmtileg atvik frá liðnum
árum en förum ekki út í það hér,
en af nógu væri að taka.
Elsku Lilla, Balli, Thelma og
Begga!
Nú trúum við því að Smári sé
kominn á annan og göfugri stað,
þar sem hann hleypur um og nýt-
ur lífsins. Því slíkur kross, sem
hann bar verður ekki lagður á
sömu herðar aftur.
Blessuð sé minning þín elsku
vinur.
Guð blessi alla þá, sem eiga
um sárt að binda.
Tryggvi og Herdís.
***
Elsku Smári minn, það er svo
ótrúlegt að þú skulir vera farinn
frá okkur. Það var svo margt sem
við áttum ógert. En í minning-
unni eru margar góðar stundir
sem við áttum saman, þú varst
alltaf til í eitthvað sprell og það
þurfti ekki mikið til að fá þig til
að brosa. Allt það sem við gerð-
um, sundlaugarævintýri, bóka-
búðarferðir og svo margt fleira er
geymt í minningunni.
Þig ber við himin
stendur þar hlæjandi
augunfull af gleði.
Og þú segir mér allt það
sem þér hýr í brjósti.
(SDH 1998)
Ég votta öllum aðstandendum
samúð mína, þið hafið misst ynd-
islegan dreng. Smári minn, ég
trúi því að þú sért á stað þar sem
þú getur sungið, dansað, kafað
og gert allt það sem þig langar til
að gera. Við sjáumst seinna og
gerum þá allt það sem við áttum
ógert, með kveðju, þín vinkona,
Sonja Dröfn Helgadóttir.
***
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
„Hin sanna gjöf er að gefa af
sjálfum sér.“ Þessi orð úr Spá-
manninum komu upp í huga
minn er ég fékk upphringingu
laugardaginn 7. nóvember s.l.
um að einn af mínum kærustu
vinum, hann Smári minn, hefði
verið kallaður burt úr þessum
heimi aðeins 28 ára gamall.
Þetta var sárari frétt en orð fá
lýst, en minningarnar eru margar
og ljúft þætti mér að fá að rilja
upp nokkrar þeirra hér.
Mér er ofarlega í huga er við
dvöldum á Reykjalundi haustið
1997. Þá spauguðum við með
það að við værum áreiðanlega
kölluð „þessi skrýtnu að norðan"
vegna ýmissa uppátækja okkar.
Eitt skipti ösluðum við t.d. úti í
grenjandi rigningu þegar ekki átti
að vera hundi út sigandi. Þegar
við komum heim aftur rennandi
blaut og illa til reika varð Smári
að lána mér algalla, þó svo að
númerin pössuðu kannski ekki
alveg. En svona mættum við til
kvöldverðar í matsalnum, fólki til
mikillar furðu en okkur til mikill-
ar ánægju.
Við sögðum Sunnlendingun-
um að okkur bæri skylda til að
hlusta á útvarpsþátt Gests Einars
eftir hádegi en sunnanmenn full-
yrtu að ef þeir litu inn til okkar á
þessum tíma þá værum við alltaf
hrjótandi.
Oft ræddi ég um það við Smára
sem hvíldi á mér í dagsins önn og
fékk ég ávallt styrk í umburðar-
lyndi hans, hlýju og kærleik sem
var svo einkennandi fyrir þennan
einstaka pilt. Þrátt fyrir að lífið
væri honum ekki alltaf auðvelt þá
átti hann alltaf bros, hlýju og
uppörvun til handa öðrum.
Elsku Smári, mér þótti svo
undur vænt um þig og er þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér en þau kynni hafa auðgað líf
mitt og gert mig ríkari. Minning-
arnar um þig munu geymast í
hjarta mínu og ylja mér um
ókomna tíð.
Hver minning dýrmæt perla á
liðnum Itfsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, erfengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar elsku Lilla, Balli, Thelma,
Begga og fjölskyldur. Megi Guð
styrkja ykkur og blessa í sorginni.
Guð blessi þig Smári minn og
minningu þina. Hvíl þú í friði.
Þín vinkona,
Inga Jónsdóttir.